Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 24. AGUST1984. 5 Sighvatur Hafsteinsson, bóndi á Mei, ásamt Engilbert Jensen sem hefur aðstoðað hann við kartöfluuppskeruna. Sölukerfið úrelt „Þaö er ekki aö vita hvaö gerist,” segir Sighvatur Hafsteinsson, bóndi á Mel, er hann var spurður aö því hvort hann væri að hugsa um að selja kartöflur sínar beint til verslana. „Nú sem stendur sel ég mínar kartöflur til Grænmetisverslunarinn- ar, en ég er tilbúinn að selja kar- töflumar beint ef tækifæri gefst.” Sighvatur hefur verið kartöflubóndi í Þykkvabænum í 5 ár og rekur bú með föðursínum. ,,Ég tel að núverandi sölukerfi sé úrelt og það væri mjög ánægjulegt að það kerfi ætti eftir aö breytast. Mitt álit er það að þaö eigi aö koma til móts við kröfur neytenda. Þeir eiga að geta valið þær kartöflur sem þeir vilja kaupa.” -APH. Kagkaup greiðir niður kartöflurnar Páll Guðbrandsson, bóndi í Há- varðarkoti, sagði að það væri slæm þróun að kartöflur væru seldar beint til kaupmanna, sérstaklega þegar ljóst væri að kartöflurnar þar væru niður- greiddar af versluninni. — En er kerf ið að hryn ja ? „Þaö gerir þaö náttúrlega með þessu áfpamhaldi ef verslanirnar ætla að greiða kartöflurnar niður. ” — En ert þú ánægöur með Græn- metisverslunina? „Þaö eru margar hliöar á þessu máli. Greiðslufyrirkomulagið hjá Grænmetisversluninni er mjög gott og fáum við mánaðarlega greitt fyrir kartöflumar. En þar má samt laga ýmislegt. Eg vil leggja áherslu á sölumennsku og því miður er hún ekki til í Grænmetinu. Við viljum yfirtaka Grænmetisversl- unina og þaö er ýmislegt sem við höfum á takteinunum sem gæti bætt á- standið.” Páll sagði að það væri brýnt atriði að neysla á kartöflum ykist. En að hans mati verða bændur að hafa sterk sölusamtök til að annast söluna á Páll Guðbrandsson, bóndi i Hávarð- arkoti. kartöflunum. „Það sem er nú að gerast í kartöflu- málum er fyrst og fremst áróður frá kaupmönnum. Og þaö er ljóst að þetta á eftir að hafa áhrif á þann veg að kartöflur lækka í verði og það geta bændur ekki ráöið við,” sagði Páll. , ,V ið megum ekki á neinn hátt missa þetta úr höndunum á okkur þannig að þaö fari að verða undirboð. Þaö er það sem kemur í kjölfarið á því þegar kartöflur eru seldar beint til kaup- manna.” Páll sagði að það væri hans skoðun að bændur ættu að standa jafnt að vígi gagnvart sölunni og ættu að hafa tryggingu fyrir því að geta selt í hlut- falli viðframleiðslusína. -APH. TIL SÖLU Báturinn er ca 1,5 tonn meö SABB dísilvél, 8—10 hestafla, bátur og vél í góöu standi. Upplýsingar í síma 92-7003 og 92-7135. Eitthvað fyrir piá Vió leggjum áherslu á fjölbreytni í skrifborðs- stólum og vandaða vöru. 15 ára reynsla hefur kennt okkur margt og ennþá vinnum við að því að bæta framleiðsluna og auka úrvalið. Líttu inn til okkar, við höfum ábyggilega eitthvað fyrir þig. STÁUÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211 Einkaviðtal Vikunnar við Pierre Cardin - eða var það kannski einkaviðtal Pierre Cardin við blaðamann Vikunnar? Það er kannski vandséð hvort er hvort, en svo mikið er víst að þessi frægasti af öllum frægum tískuhönnuðum var fullur af áhuga á íslandi og lát hann ótæpilega í Ijós í þessu sér- stæða og hressilega Vikuviðtali. Hverju svaraði steinninn? Umsögn dómnefndar: Óvenjuleg frásögn um óvenjulegar kringumstæður, og á sem slfk erindi til almennings. - Þetta er frá- sögnin sem fókk önnur verðlaun i sam- keppninni vikan og tilveran. Ljós í Viðeyjarstofu Jónas Arnason rithöfundur fer á gömlu, góðu kostun- um í þessum frásöguþætti ór daglega lífinu. Svæðanudd gegn höfuðverk og nó er kennt hvernig nudda skal fingurna til að losna við fjandans hausverkinnl 0G ÁRÍÐANDI TILKYNNING FRÁ AUGLÝSINGADEILDINNI: Nú er það auglýsingaverðið sem gildir! Litaauglýsing í Vikunni margborgar sig! Beinn sími auglýsingadeildar: 68 53 20. Bílasýning í Los Angeles Sveinbjörn Guðjohnsen sýnir okkur myndir af nokkrum völdum „hot rods" sem voru á sýn ingu þar fyrir vestan fyrr í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.