Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Side 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 24. AGUST1984. Tóku 90 gísla eftir flugrán á Indlandi Boeing 737 flugvél indverska flugfé- lagsins, meö um 90 manns innanborðs, er á flugvellinum í Lahore í Pakistan eftir aö flugræningjar sneru henni þangað frá Indlandi. Talið er að flug- ræningjamir séu sikkar. Flugvélinni var rænt þegar hún var á leið til Srinagar í Kashmir í morgun. Vélinni var rænt 33 mínútum eftir að hún hóf sig á loft frá Chandigarh í Pun- jab fylki sem er heimaland sikka á Ind- landi. Pakistönsk yfirvöld voru mjög treg til að gefa vélinni lendingarleyfi í Lahore, en gáfu leyfið þegar flugstjóri vélarinnar sagði lítið eldsneyti vera eftir.Sendiherralndlands í Islamabad, höfuöborg Pakistans, mun vera á leið til Lahore, samkvæmt síðustu fréttum. Vélin var á flugi milli þeirra fylkja á Indlandi þar sem hvað róstursamast varfyrrísumar. Neyðarástand fram- undan á Indlandi? Sovéther skipti litlu Forseti Rúmeníu, Nicolai Ceaus- escu, þykir hafa gert lítiö úr hlut sov- éska hersins í Rúmeníu við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Um þessar mundir fara fram hátíðahöld vegna þess að 40 ár eru síðan landið var frels- aö undan oki nasista og ýmislegt bend- ir til að meiri háttar endurskoðun Rúmeníusögunnar eigi sér stað meðal ráðamanna. I ræðu lofaði Ceausescu sovéska her- inn almennt fyrir framgang í styrjöld- inni en lagöi mikla áherslu á þátt hins örsmáa rúmenska kommúnistaflokks í aö reka nasista úr landinu. Taliö er að þessi nýja söguskoðun geti leitt til enn frekari árekstra milli Sovétmanna og Rúmena. Ekki er víst að Sovétmenn verði ánægðir með hina nýju söguskoðun Ceausescus. '2* sn* - ™ . ‘ >*..■ __________________________ Ein áreiðanlegasta sönnunin um áhuga Sovétmanna á ströndum Svíþjóðar fékkst þegar þessi kafbátur strandaði á skeri nálægt flotastöðinni í Karlskrona. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd SOVÉSKT NJÓSNA- LID í SVÍÞJÓD Sovéskir njósnarar hafa í hundruð- um skipta gengið á land á ströndum Svíþjóðar frá kafbátum og kaupskip- um að sögn hernaðarsérfræðinga í London. Ritstjóri árbókarinnar Jane’s Fighting Ships segir að slík liö hafi far- ið á land í Svíþjóð að minnsta kosti 150 sinnum undanfarin 20 ár. Ritstjórinn, John Moore, sagði aö Uö- in væru skipuð mönnum úr mismun- andi deildum sovéska hersins og væru undir stjóm leyniþjónustu hersins. Þetta væru sérlið, „þjálfuð í árásarað- gerðum, skemmdarverkum, njósnum og stjómmálamoröum”. Moore sagði að lítið væri vitað um þessar aðgerðir en hann hefði undir höndum vissar upplýsingar sem vörp- uðu ljósi á þær. Sænskir stjórnmálamenn hafa ásak- að Sovétríkin um að hafa í hyggju að nota Svíþjóð sem stökkpall til árásar á Noreg ef til stríðs kemur. Sovétmenn hafa vísað þeim ásökunum á bug. I febrúar sl. sagði fyrrverandi stjómara-indreki, sem flúöi frá Sovét- ríkjunum, að sovéska hemum hefði verið skipaö að rannsaka og kortleggja skandinavísku strandlengjuna. ,,Áætlunin er að senda kafbáta inn á sænsku og norsku firöina um leið og neyðarástand skapast í alþjóðamál- um,” sagöi stjómarerindrekinn, Arkady Shevchenko. Tveir Norðmenn týnd ir í Himalajafjöllum Norskir fjallagarpar bíða nú í norska sendiráöinu í Pakistan eftir aö fá að fara í þyrlu aö leita tveggja félaga sinna sem eru týndir í fimm kílómetra hæð í fjalli einu í Himaiajafjall- garöinum. Margar vikur eru síöan félagamir tveir lögðu upp í að klifra fjallið Trangóturninn sem er talið ill- kleifasta fjall í heimi, og talið er víst að þeirséulátnir. En vinir þeirra tveir sem nú eru í Islamabad, höfuðborg Pakistans, vilja freista þess að ná í lík þeirra. Það tók þá langan tíma að fá leyfi til að fara upp á svæöið í þyrlu og nú bíða þeir baraeftirflugveðri. Þyrluferðin, ef af nenni verður, verður hið mesta glæfraflug, enda erfitt að stjóma þyrlu í fimm kíló- metra hæð. Þá er alveg óvíst hvort hægt er að koma manni niöur á fjallið, því að öllum líkindum eru fjallgöngu- mennimir týndu einhvers staðar í þverhníptu berginu. En Norðmennirn- ir tveir í Islamabad eru staðráðnir í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þeir vita nokkurn veginn hvar mennirnir týndu eru og eina leiðin til að komast að því hvað gerðist hjá þeim er að fara upp í þyrlu. Ganga upp f jallið tekur þrjár vikur og mennirnir tveir, sem týndir em, Hans Christian Doseth, 25 ára, og Finn Dæhli, 29 ára, eru einhverjir reyndustu fjallgöngu- menn Noregs og litið vit í að senda fleiri í ferð sem sennilega yrði beint í sama dauða og beið garpanna tveggja. Um 50.000 manns mættu á mótmæla- fundi gegn Indiru Gandhi í Nýju Delhi í gærkvöldi. Aöalstjarna fundarins var hinn brottrekni aðalráöherra Andhra Pradesh, N.T. Rama Rao. Aðrir ræðu- menn vom flestir stjómarandstööu- leiðtogar landsins þar á meðal Maneka Gandhi, tengdadóttir forsætisráðherr- ans. Nær allir ræöumenn sögðu landið vera á barmi nýrra neyðarráðstafana, líkt og árið 1975 þegar Indira Gandhi lýsti yflr neyðarástandi og tók sér ein- ræðisvöld. Verkalýösfélög hafa gengiö í liö með stjórnarandstöðunni og ætla aðtaka þátt í ,,bjargiðlýðræðinu”-deg- inum á laugardag. Blóðugir bar- dagar lögreglu og skæruliða Lögregla og her í Chile drápu í gær átta grunaða vinstrisinnaða skæmliða í fimm aöskildum aðgeröum. I borginni Concepcion, í suöurhluta Chile, skaut lögregla 34 ára gamlan mann til dauða þegar hann varðist handtöku, að sögn opinberra aðila. Þegar lögregla réðst síðar inn á heimili mannsins flúðu tveir vopnaðir menn, hertóku strætisvagn með farþegum og reyndu þannig að komast undan lög- reglunni. Hún notaði táragas til að neyða mennina tvo út og skaut þá síð- an, eftir byssubardaga, segir lög- reglan. Nokkrum tímum síðar vom tveir vopnaðir menn sem rændu leigubíl skotnir eftir 40 mínútna eltingarleik. Einn óbreyttur borgari var einnig drepinn í bardaganum og lögreglu- maðursærðist. I borginni Los Angeles, í Chile, var einn maður drepinn í „fyrirbyggjandi aðgerðum” gegn skæruliöum. Tveir skæruliðar í viðbót voru drepn- ir 400 kílómetrum sunnan Los Angeles í lögregluárás, að sögn heimilda í innan- ríkisráðuneytinu. Ríkisstjóm Chile hefur ásakað vinstrisinnaða skæruliða um aö hafa komið fyrir fjölda sprengja nálægt orkulínum, bönkum og opinberum byggingum á þessu ári. I gær sagði verkalýösráðherra landsins líka af sér vegna ágreinings um endurbætur á verkalýðslögum. Ráð- herrann, Hugo Galvez, vildi milda sumar aðgerðir herstjórnarinnar í Chile. Ungfrúrúti með krullujárn Fimmtán sætustu stúlkur Bret- landseyja flúðu út úr hótelinu sínu í gær með krullujámin í hárinu þeg- ar uppvíst varð um eld í bygging- unni. Nokkram tímum fyrir upphaf Ungfrú Bretlands-keppninnar kviknaði í bíl á bílastæði í kjallara hótelsins og varð að senda alla út úr hótelinu í um klukkutíma. Flest- ar stúlkurnar vora aö þvo hár sitt þegar brunatilkynningin kom. Sigurvegarinn í keppninni mun taka þátt í keppninni Ungfrú veröld í London í nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.