Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Síða 11
DV. FÖSTUDAGUR 24. AGUST1984.
11
Alltað þorna upp
fyrirnorðan:
- voru tilmæli mín tii
íbúa Svalbarðseyrar
„Vinsamlegast ekki vökva garð-
ana ykkar og ekki þvo bílana.”
Þessi tilmæli fengu íbúar á Sval-
barðseyri og nágrenni frá vatns-
veitu Svalbarðseyrar.
„Það hefur varla rignt svo heitið
geti hér frá því í júní. Þetta hefur
haft það í för með sér að vatn er af
skornum skammti,” sagöi Bjarni
Hólmgrimsson, oddviti á Sval-
barðseyri.
Hann sagði ennfremur að vatns-
ból þeirra í Vaðlaheiöi væri orðið
rýrt. „Það er oröiö óvenjuþurrt í
fjallinunúna.”
— Enhafahlotistafvandræði?
„Nei, ekki enn sem komið er. En
ef ekki kemur rigning fyrir slátur-
tíöina, þá lendum við í vandræðum.
Það er augljóst. Þið ættuð að láta
okkur fá eitthvað af rigningunni
ykkar fyrir sunnan.”
Svo mikill þurrkur er nú fyrir
noröan að víða eru heilu lækirnir
þomaöir upp.
-JGH
Nfgeríu-
mennkomnir
tilskreiðar-
kaupa
Fulltrúar frá Nígeríu eru hér á
landi þessa dagana og ræða við
skreiöarútflytjendur um hugsanleg
kaup á þeirri skreið sem til er. Við-
skiptin hafa verið lengi í deiglunni
og á tímabili í vor virtist sem af
þeim gæti orðið þá og þegar. Enn er
óljóst hver árangur verður af við-
ræðunum nú.
Verðmæti þeirra skreiðarbirgða
sem til eru mun vera á annan millj-
arðkróna.
HERB
Vísitala byggingar-
kostnaðar:
Hækkar
um0,15%
I samræmi við þá ákvörðun ríkis-
stjómarinnar aö vísitala bygging-
arkostnaðar skuli áætluð fyrir þá
mánuði sem hún er ekki reiknuð
lögformlega hefur Hagstofan áætl-
að hana eftir verðlagi í fyrri hluta
ágúst 1984. Reyndist hún vera
164,85 stig, reiknuð með tveimur
aukastöfum (desember 1982 =
100). Samsvarandi vísitala miöuð
við eldri grunn (október 1975 =
100) er2443stig.
Vísitala byggingarkostnaðar
miðað við júlíverölag 1984 var
164,60 stig, og er því hækkun henn-
ar frá júlí til ágúst 1984 0,15%
Hagstofan tekur það fram að við
uppgjör verðbóta á fjárskuldbind-
ingar, samkvæmt ákvæðum í hvers
konar samningar um að þær skuli
fylgja vísitölu byggingarkostnað-
ar, gilda hinar lögformlegu vísitöl-
ur sem reiknaðar era á þriggja
mánáöa fresti. Aætlaðar vísitölur
fyrir mánuöi inn á milli lögákveð-
inna útreikningstíma skipta hér
ekkimáli.
Verzlunarskóli íslands verður settur 10.
september nk. kl. 2 e.h. í hátíðarsal skól-
ans.
Verzlunarskóli íslands.
Tilkyiming til
skattgreiðenda
Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reikn-
aðir að kvöldi föstudags 5. september nk. Vinsamlegast gerið
skil f yrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið, 22. ágúst 1984.
Kennarar—
Kennarar
Kennara vantar að grunnskóla Eyrarsveitar Grundarfirði. I
skólanum eru 140 nemendur frá forskóla og upp í níunda bekk.
Skólinn er að stórum hluta í nýlegu húsnæði með sérkennslu-
stofum og góðu skólasafni.
I Grundarfirði búa liðlega 700 manns. Húsnæði er fyrir hendi.
Æskilegar kennslugreinar eru: enska, danska, stærðfræði
eðlisfræði, kennsla yngri barna og kennsla í athvarfi.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Gunnar Kristjánsson, í símum
93-8619 — 93-8685 eða 93-8802.
N'e'3
\an<Js«'e-
ui0Y\e\9at
fa\\toVsS°