Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Side 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 24. ÁGUST1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog ótgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. 'Framkvæmdastjóri og ótgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRlSTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð.á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28ý<r. ■ Gott er að hafa tungur tvær Þær fréttir berast frá ýmsum útgerðarplássum að veiðiskipin séu óðum að fylla kvóta sína og líkur eru á því að fjölmörgum skipum verði að leggja um næstu mánaða- mót. Því mun fylgja atvinnuleysi í stórum byggðarlögum ef marka má þessar spár. Enginn vafi er á því að ýmsir hafa gert sér vonir um að kvótinn verði rýmkaður og nú er beitt miklum þrýstingi á bak við tjöldin. Atvinnuleysisdulunni er veifað framan í stjórnmálamenn og ráðherra. Sjávarútvegsráðherra hefur hinsvegar haft manndóm til að vísa þessum pólitíska þrýstingi á bug. Hann hefur tekiö af skarið um að kvótinn verði ekki aukinn. Hann vís- ar bölspánum heim til föðurhúsanna. Ráðherrann kveður einstök útgerðarfyrirtæki og sjávarpláss geta sjálfum sér um kennt. Allir hafi vitað að hverju þeir gengju. Kvótinn hafi verið ákveðinn strax um síöustu áramót og frá honum veröi ekki hvikað. Þetta eru orð að sönnu. Kvótaskiptingin var mikill neyðarkostur. Skömmtun af þessu tagi er hvimleiö og andstæð þeirri grundvallar- hvatningu veiðimennskunnar, að láta þá róa sem fiska. Hún getur verið óréttlát í skiptingu milli einstakra skipa. Hún getur verið ósanngjörn gagnvart ungum og upprenn- andi fiskimönnum sem vilja sækja á miðin með aflavon- ina og fengsældina að vopni. Við framkvæmd kvótaskiptingarinnar hafa ýmsir meinbugir komið í ljós, og margt bendir til að kvótakerfið verði aflagt á næsta ári. Það mál er þó óráðið og órætt með öllu og er ekki á dagskrá eins og er. Meðan þorskafli dregst stöðugt saman og fiskifræðing- ar vara við auknum veiðum eru takmarkanir í einu eða öðru formi óhjákvæmilegar. í ár hefur kvótakerfið verið reynt og það væri óðs manns æði að hverfa frá því eða gefa eftir, einmitt þegar á reynir og kvótinn hefur verið fylltur. Ef sjávarútvegs- ráðherra gefur eftir nú er hann að svíkja þá sem hafa tek- ið mark á kvótanum og hagaö veiðum sínum í samræmi vð hann. Þá er hann að hundsa aðvaranir fiskifræðinga og hleypa öllu í bál og brand. Jafnvel þótt kvótinn mælist illa fyrir og hafi augljósa galla, er fráleitt að draga í land þótt einhver neyðarköll heyrist. Satt að segja færi betur að stjórnvöld sýndu af sér þá karlmennsku á fleiri sviðum, að berja í borðið og láta kné fylgja kviði í þeim uppskurði sem óhjákvæmilegur er í sjávarútveginum. Nýlega mátti þesa þær fréttir að Byggðasjóði hefði ver- ið falið af ríkisstjórninni að hlaupa undir bagga með út- gerðarfyrirtækjum sem eiga ekki nægjanleg veö fyrir skuldum sínum. Hér vaknar sá grunur að ríkisstjórnin sé að heykjast á þvíaðfylgja eftir sinni eigin stefnu um að grisja þurfi skipastólinn. Hér er enn verið að hlaupa undir bagga með skussunum. Láta undan pólitískum þrýstingi. Ríkisstjórnin getur ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Menn létu kvótaskiptinguna yfir sig ganga og eiga að standa við hana. Hallarekstur útgerðar er sömu ættar. Of stór skipafloti og sífelldar neyðarráðstafanir hans vegna er vandamál sem taka verður á. Síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir að skuidþyngstu skipunum yrði ekki lengur hlíft. Á nú að guggna á þeirri ákvörðun í skjóli Byggðasjóðs og pólitísku fyrirgreiðsl- unnar? Það er lítil samkvæmni í því að láta sjávarútvegs- ráðherra standa fastan fyrir í kvótamálinu, en springa á limminu þegar kemur að skuldauppgjörinu. ebs TIL HVERS AÐ FRYSTA FISK — efhægterað selja hann nýjan? Þaö er taliö að í landinu séu nú um sex mánaða birgöir af frystum fiski og aö sá tími, sem líöur frá því aö fiskur er frystur, þar til fram- leiöandinn fær greiöslu, geti orðið allt aö níu mánuðir. Þannig verður frystihús, er tekur fisk til frystingar í dag, aö bíða fram í endaðan febrúar á næsta ári, þar til varan er flutt úr frystigeymslunum og fram í end- aðan apríl eða lengur eftir greiöslu. Allan þennan tíma verður frystihúsið að bera mikinn kostnað við geymsiuna, — rafmagnskostnað vegna frystingarinnar, vaxta- kostnað vegna afurðalána og leigu fyrir frystirýmið. Verðið á frysta fiskinum hækkar ekki vegna geymslunnar, — frystihúsiö hefur einfaldlega minna aflögu fyrir' hverja viku, sem líöur frá því aö fiskurinn er frystur þar til salan fer fram og salan endar í tapi. Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL LÖGFRÆÐINGUR ,Frystihús eiga nú í miklum f járhagserfiðleikum vegna birgðasöfnunar. ^ „Því aðeins á að frysta fisk að sú 9 vinnsluaðferð borgi sig. Og þegar svo er komið að geymslan og vextimir éta upp söluverðið og meira til er það undarleg at- vinnustefna að halda slíku áfram.” Frystihús eiga nú í miklum fjár- hagserfiðleikum vegna birgöa- söfriunar. Ef hægt væri að selja birgðirnar væru vandamál margra húsanna leyst, en í dag eru það fyrst og fremst bankamir sem hagnast á fiskvinnslu. Þar fyrir utan má svo nefna olíufélög, og LlÚ, sem hefur á- gætar tekjur af tryggingamiölun fyrir fiskiskip. Eg hugsa að fiskneysla sé ekki talin mikil á Isiandi. Þó er hún skv. hagtölum næstmest í heimi, aöeins Japanir borða meiri fisk. Islending- ar borða nærri fjórum sinnum meira en Bandaríkjamenn, en þar eru okkar mikilvægustu fiskmarkaðir í dag. En sala hefur ekki gengið sem skyldi á Bandaríkjamarkaði og er þaö aöalorsök hinnar miklu birgöa- söfnunarílandinu. Og verður þá ekki að leita annað? Gámafiskur Undanfarin misseri hefur aukist útflutningur á svokölluðum gáma- fiski, þ.e. kældum fiski. Hann er seldur á fiskmörkuðum í Bretlandi og á meginlandinu með sama hætti og þegar togarar selja erlendis. Verðið, sem hefur fengist, er fyllilega sambærilegt við togara- fiskinn og stundum betra, enda er hægt að velja í gámana yngsta fiskinn, sem best þolir flutninginn, en frysta eldri fiskinn heima og setja í geymslu. Jafnframt geta frystihúsin meö þessum hætti losnað við toppana, þ.e. selt beint umfram- magn af fiski, sem annars væri hætta á aö skemmdist þegar frystihúsin hafa ekki undan. Gámaútflutningurinn hefur mælst vel fyrir erlendis, enda tryggir hann að íslenskur fiskur er ævinlega falur á fiskmörkuðum. Þannig mun gáma- útflutningur verða til þess, er til lengri tíma er litið, að verð á Islands- fiski er eins hátt og mögulegt er. Menn verða nefnilega aö átta sig á því að stopular sölur íslenskra fiski- skipa á þessum mörkuðum fullnægja ekki þörf kaupenda. Þeir þurfa fisk allt árið fyrir neytendur og ef Islendingar selja ekki þá kaupa þeir einfaldlega af öðrum. Þessir aörir öðlast þá fótfestu á markaðnum, sem þeir hafa e.t.v. ekki í dag, en íslendingarnir missa fótanna að sama skapi. Athyglisverð tilraun Mjög athyglisverö tilraun var gerð með útflutning á kældum fiski fyrir skömmu. Nokkrir af helstu fiskverk- endum landsins, t.d. Bæjarútgerð Reykjavíkur, Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar, Isbjöminn h/f, og Miðnes h/f fluttu út með skipinu Mar kældan fisk. Vegna einhvers misskilnings, m.a. íslenskra aðila, er stóðu utan tilraunarinnar, var skipið látið bíða eftir löndun í nokkra daga algjörlega aö tilefnislausu, en þrátt fyrir það náðist góö sala á fiskinum, og það, sem e.t.v. skiptir mestu, fisk- kaupendur fögnuöu mjög þessari nýbreytni, einkanlega því ef Islands- fiskur yrði aftur reglulega og í tals- verðum mæli á bresku fisk- mörkuðunum. Kosturinn við að selja fiskinn með þessum hætti er sá að frysti- húsin fá strax greitt fyrir vöru sína. Þau þurfa ekki að bíða mánuðum saman eftir að geta selt, þau spara vaxtakostnað og geymslukostnað — og staðreyndm er einfaldlega sú aö gætu frystihúsin selt frysta fiskinn jafnfljótt ■ og gámafiskurinn er seldur væruenginteljandivandamál í rekstri þeirra. Og til hvers á að frysta fisk, til þess eins að geyma í nærriár þegarhægteraðseljahann strax? Nú kunna menn að halda því fram aö sú kenning, sem hér er boöuð, að selja kældan fisk á fiskimörkuðum Evrópu sé í andstöðu við þá skyn- semdarstefnu að fullvinna sjávaraf- uröir. Því er til að svara aö það er matsatriði hvað er fullunnin sjávar- afurö. Hér á landi er það t.d. ekki til siðs að borða frystan fisk frá SH. Islendingar borða fisk meira að hætti Evrópubúa. Nýr fiskur er þess vegna fullunninn þegar hann er kominn í fiskbúö. Þar fyrir utan er það ekki markmiö í sjálfu sér að frysta fisk. Því aðeins á að frysta fisk að sú vinnsluaðferð borgi sig. Og þegar svo er komið að geymslan og vextirnir éta upp söluverðið og meira til er það undarleg atvinnu- starfsemi aö halda slíku áfram. Fyrr á tíð voru fiskmarkaðir Evrópu mikilvægastir fyrir Islendinga. Vegna þorskastriða og löndunarbanns urðum við að selja til Ameríku. Það gekk mjög vel. Viö megum hins vegar eiga von á vax- andi verðstríöi þar við Kanadamenn sem hafa mun sterkari aðstöðu, m.a. vegna fjarlægðar. Er þá ekki rétt að skapa okkur aftur aðstöðu í Evrópu og jafnframt leggja minni á- herslu á frystan fisk en þeim mun meiri á að koma fiskinum sem fyrst á markaöina — og nota til þess þá byltingu í flutningum og kælitækni sem orðin er? Og umfram allt verður út- flutningurinn að vera frjáls. Þeir sem efast um slíkt ættu að hugsa til þess að það var hvorki Sambandið né SH sem byrjaði að flytja út gámafisk. Um viðskiptaráöuneytiö blása nú ferskir vindar frelsis í verslunarmálum. Þeir eiga einnig að ná til útflutnings á fiski. Haraldur Blöndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.