Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 24. AGUST1984.
13
Svikamylla þróunarhjálpar
Á árunum 1972-1981 seldu Sovét-
rikin þriöjaheimslöndum vopn fyrir
65 milljaröa dollara (og mest eftir
Helsinki-samkomulag 1975). Sovét-
rikin taka ekki þátt í Matvælastofnun
Sameinuöu þjóöanna og veita vart
aöra þróunarhjálp en þessa. 1 kjölfar
vopnasölunnar koma svo „sérfræö-
ingar” og „ráögjafar” sem segja
fyrir um heppilega nýtingu á sölu-
vörunni. Ýmsir ríkisleiötogar í
þriöja heiminum telja vopnakaup og
herskap nauösynleg til aö halda sér
viö völd og mikilvægara en aö brauö-
fæða alþýðuna.
Neyð og gjafakorn
Þýzka vikuritið SPIEGEL sendi
fyrr á þessu ári fimm fréttaritara
um þvera og endilanga Afríku.
Niðurstaða þeirra var þessi: Þaö er
víöa skortur, en hungursneyð fyrir-
finnst ekki (SPIEGEL, nr. 29,1984).
Þaö vantar vegi, vörubíla og
geymsluhús. En þaö sem vantar
fyrst og fremst er að bændur rækti
sjálfir þau matvæli sem koma á
markaöinn. Enginn bóndi getur
keppt viö innflutt ókeypis gjafakorn.
Gjafakornið veldur því, aö bændur
gefast upp. Það borgar sig ekki aö
sá. Meö þessu er grafiö undan sjálfs-
trausti bænda í Afríku. Það endur-
heimta þeir ekki nema þeim sé
treyst til þess að yrkja jöröina og
gert þaö kleift. Til þess þurfa þeir ef
til vill leiðbeiningar um nýtingu
vatns og lands (um áburöamotkun,
um hvernig á að forðast ofbeit og
uppblástur). En það sem þeir þurfa
fyrst og fremst er sanngjamt verö
ARNÓR
HANNIBALSSON,
DOSENTÍ HEIMSPEKI
VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS
fyrir afurðir sínar. Gjafakomiö
kippir fótunum undan sjálfstæðum
búskap. Þaö hrekur bændur af
jörðum sínum, gerir þá aö sjálfs-
virðingarlausum betlurum. Það er
hægverkandi eitur, segir ofannefnt
vikurit.
Svikamylla
En gjafakornið og „þróunar-
hjálpin” hefur fleira í för meö sér.
Okeypis matur erlendis frá losar
ríkjaleiðtogana undan því aö kaupa
mat eöa leggja fram fé til fram-
kvæmda í landbúnaöi (eöa í aðra
fjárfestingu). Þaö fé sem þannig
losnar er einatt notaö til aö kaupa
vopn. Þannig hefur t.d. eyöimerkur-
ríkið Malí yfir sovézkum M|IG
orrustuþotum aö ráöa. Fyrir þær
greiðir Malí með afrakstri af gull-
námum landsins. Sovétríkin nota svo
þann beinharða gjaldeyri sem þau
græða á verzlun meö dauðann til aö
kaupa matvæli (korn) í Banda-
ríkjunum og viðar, og meö því bægja
þau frá hungursneyð í Sovét-
ríkjunum sjálfum. I þriöjaheims-
rikjunum eru vopnin oft notuö til aö
kúga þjóðernisminnihluta, eöa til að
klekkja á þeim sem sýna framtaks-
vilja og frumkvæöi og eru gagnrýnir
á stjórnvöldin.
Þaö eru korngjafarar, hjálpar-
stofnanir, þróunarvikingar og kristi-
legir kærleiksboöarar sem kosta
þessa djöfullegu svikamyllu.
Að sletta ölmusu
Séra Guömundur Oskar Olafsson
segist (Mbl., 4.8.) hafa heyrt í ís-
lenzkum blöðum raddir um aö
þriöjaheimsfólk eigi að bjarga sér
sjálft. Varla hefur hann þaö eftir
mér. Eg hef lagt til aö viö hjálpuðum
þessu fólki til aö verða sjálfbjarga.
Séra Guömundur segir frá betlara
í Ghana. Hann segir þaö kristilega
góömennsku að sletta ölmusu í
betlarann, t.d. skreiðartöflum og
fleira góögæti. En guösmaöurinn
spyr ekki: Hvað (eöa hver) gerði
Ghana-manninn aö betlara? Væri
ekki vænlegra aö ráöast aö rótum
trjánna og gá aö orsökum? Er mann-
inum sýnd viröing meö því að kasta í
hann smápeningi? Væri ekki nær aö
hjálpa honum til aö hafa ofan af fyrir
sér, t.d. meö því aö yrkja jörö?
Eg álít aö fólk í Afríku og Asíu eigi
sama rétt til sjálfsviröingar og aörir
menn (t.d. Evrópumenn). Sá sem er
neyddur til aö lifa af ölmusum og
betli öölast ekki sjálfsviröingu.
Þróunarhjálp til íslands
Einn góöan veöurdag ákveöur
Maddkaffi Sandíuleiötogi aö veita Is-
landi þróunarhjálp. Risavaxin
moska er reist í Reykjavík og einn
þjóna hennar gengur rakleitt á fund
séra Guðmundar Oskars Olafssonar
og segir við hann: Nú skal ég kenna
þér hina einu sönnu trú á hinn eina
rétta guð og þaö með hverskonar
hjáguð þessi er sem þú hefur þjónaö
hingað til. — Jafnframt verður send
hingaö nefnd sérfræðinga beint úr
Sandíueyöimörkinni til aö kenna Is-
lendingum aö veiða fisk og rækta jörö.
Risatankskip kemur í Skerjafjörð
meö ókeypis gjafabensín handa Is-
lendingum, sem samkvæmt þróunar-
hjálparfréttum þjást af bensínneyð.
Það fylgir, að þessu veröi haldið
áfram svo lengi sem Islendingar lofa
að taka viö. Og séra Guðmundur
Oskar Olafsson skrifar hugvekju í
Morgunblaðið undir fyrirsögninni:
Betlari var ég og brauð var mér
gefið.
Höfuðvandamálið
Myndum viö telja það virðingar-
auka að einhver þjóö eða ríki færi aö
punda yfir okkur „þróunarhjálp”?
(Er ekki Island náttúruauöæfalaust
og atvinnuvegirnir í kaldakoli?) Eöa
er þaö ekki svo, aö viö teljum okkur
sjálfbjarga og viljum hafa okkar
andlega og efnalega líf út af fyrir
okkur og aö eigin hætti? Við eigum
að viröa rétt annarra þjóöa til hins
sama.
Höfuðvandamál þriöja heimsins
er hvorki fátæktin né hungrið, þótt
sárt sé víöa (og ýkt mjög í þróunar-
hjálparfréttum, því aö meö ein-
hverju verða þróunarhjálparar að
réttlæta sjálfa sig). Iðnríkin halda
niðri veröi á útflutningsvörum
þróunarríkja. Þau græða á því sjálf,
en drepa þróunarríkin í dróma
fátæktar. Síðan koma hjálpararnir á
vettvang til að viðhalda kerfinu, og
meö ofanlýstum afleiöingum. I þessu
er höfuðvandamáliö fólgiö.
Arnór Hannibalsson
• „Iðnríkin halda niðri verði á útflutnings-
vörum þróunarríkja. Þau græða á því
sjálf, en drepa þróunarríkin í dróma fá-
tæktar.”
viðræður Sanngjörn nððurstaða
Alusúisse: væri 20 mill á kWh
Fulltrúar samninganefndar um
stóriöju hafa nú haldið utan til
Ziirich til frekari viöræðna við
Alusuisse um hækkun raforkuverðs
til Islenska álfélagsins h/f. Ef dæma
má af fréttum fjölmiðla að undan-
fömu er því miður ekki ástæða til
mikillar bjartsýni á niöurstööur
fundarins í Ziirich. Þvert á móti eru
ýmsar blikur á lofti sem benda til að
ef samningar verða gerðir í þessari
lotu verði þeir langt frá því aö vera
viðunandi fyrir Islands hönd. Ein af
þeim er sú fullyröing, sem berg-
málað hefur í fjölmiölum að undan-
fömu um, aö meðalorkuverð til ál-
vera í Evrópu sé nú 14,5 mill/kWh.'
Sú spurning hlýtur að vakna hvort
næstu fréttir af samningamálum
veröi að samkomulag hafi verið gert
um aö raforkuverö til ISAL hækki í
13 mill/kWh og aö samkomulagið
verði byggt á þeim rökum að meðal-
orkuverð til álvera sé 14,5 mill/kWh
og að óhagræöið af því aö reka ál-
verksmiðju á Islandi, miöaö viö ann-
ars staðar í Evrópu, jafngildi u.þ.b.
1,5 mill/kWh í orkuverði.
Vafasöm viðmiðun
Undirritaöur hefur ekki undir
höndum þá útreikninga sem liggja
aö baki þeirri fullyrðingu aö meöal-
verö til álvera í Evrópu sé nú 14,5
mill/kWh, en því veröur ekki trúaö
að þessi tala sé úr lausu lofti gripin.
Engu aö síður er fráleitt aö ganga út
frá þessari tölu einni til viömiöunar
í samningum um orkuverö til ISAL.
Ástæöur þess erum.a. eftirfarandi:
1. I árslok 1981 var meðalorkuverö
til álvera í Evrópu um 20
mill/kWh. Tímabundin lækkun á
raforkuveröi hjá álverum sem að
mestu kaupa orku frá skyldum
aðilum, tímabundinn samdráttur
í framleiöslu nokkurra álvera þar
sem orkuverö er hæst og há
skráning Bandaríkjadollars
gagnvart Evrópugjaldmiðlum, nú
sem stendur, eru þættir sem geta
hafa leitt til þess aö sýna megi
fram á aö í augnablikinu sé
meöalverð til áliðnaðar mun
lægra en þaö var fyrir 2—3 árum.
Við ákvöröun um raforkuverð til
ÍSAL á næstu árum og jafnvel
áratugum er hlns vegar fulikom-
lega óeðlilegt aö leggja til grund-
vallar þessar sérstæðu og tíma-
bundnu aðstæður sem nú ríkja í
áliðnaði. 4,
2. Mjög stór hluti af allri orku til ál-
vera í Evrópu er framleiddur í
eigin orkuverum viökomandi ál-
vera eða keyptur af sama eignar-
aðila og á sjálft álverið. I þessu
tilviki er ekki um viðskipti
óskyldra aöila að ræða. Raforku-
verð sem tíðkast í viðskiptum
skyldra aöila getur ekki talist
eölileg viðmiöun í samningum um
raforkuverð til ÍSAL.
3. Island liggur mjög vel viö ál-
mörkuöum bæði austan hafs og
vestan. ISAL gæti því allt eins selt
ál til Bandaríkjanna eins og til
Evrópu. Meðalorkuverð til álvera
í N-Ameríku er nú um 21
mill/kWh. Allur áliönaöur
ALCAN í Kanada er þarna með-
talinn þannig aö ljóst er aö ef
ieinungis væri tekiö miö af
viðskiptum óskyldra aöila væri
þessi tala til muna hærri. Þegar á
heildina er litiö jafngildir óhag-
ræöiö af því aö reka álver á
Islandi miöað viö í Banda-
ríkjunum um 1 mill/kWh. Sam-
keppnisfært orkuverö hjá ÍSAL
gagnvart stærsta álmarkaði
heimsins er þannig a.m.k. 20
mill/kWh. Það væri í hæsta máta
óeðlilegt ef ekki ætti einnig að
taka tillit til þessarar staðreynd-
ar í samningum um orkuverð til
ISAL.
ISAL fær nú um 40% af allri for-
gangsorkuframleiðslu Lands-
virkjunar. Hvergi í heiminum fer
jafnstór hluti af orkuframleiðslu
einnar þjóðar til áliðnaðar, hvaö
þá til eins fyrirtækis. Sjálfsögö
krafa annarra atvinnufyrirtækja
og heimila í landinu er sú aö
kostnaði Landsvirkjunar viö
orkuframleiðsluna verði skipt á
réttlátan og eölilegan hátt á milli
stóriöjunnar annars vegar og
annarra orkunotenda hins vegar.
Einhlít viömiðun viö meöalorku-
verð í Evrópu tekur ekki tillit til
þess hvað það kostar aö fram-
leiða orkuna handa ISAL.
Miðað viö eölilega kostnaðar-
skiptingu ætti ISAL aö greiöa aö
lágmarki 65% af orkuveröi til al-
menningsveitna, sem nú er u.þ.b.
37 mill/kWh. Samkvæmt því ætti
orkuverð til ISAL aö vera 24
mill/kwh. Ef reiknaö er meö að
Kjallarinn
FINNBOGI
JÓNSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRIIÐN-
ÞRÓUNARFÉLAGS
EYJAFJARÐAR HF.
OGVARAMADURí
STJÓRN LANDSVIRKJUNAR.
Landsvirkjun heföi svipaðar
heildartekjur eftir hækkun
orkuverös til ISAL eins og nú,
gæti orkuverö samkvæmt
eðlilegri kostnaðarskiptingu veriö
um 30 mill/kWh til almennings-
veitna og um 20 mill/kWh til
ISAL.
5. Framangreind viðmiðun um
meöalorkuverð til áliðnaðar í
Evrópu tekur ekki nema að tak-
mörkuðu leyti tillit til gjör-
breyttra forsendna í orku- og
efnahagsmálum í heiminum frá
því að upphaflegur raforku-
samningur viö Isal var gerður. I
skýrslu starfshóps um athugun á
raforkuverði til Islenska ál-
félagsins og út kom á vegum
.iönaöarráöuneytisins áriö 1982 er
rækilega fjallaö um þessi atriði. I
starfshópi þessum áttu sæti aöilar
frá iðnaöarráöuneytinu,
Orkustofnun, Landsvirkjun og
Rafmagnsveitum ríkisins. I
skýrslunni er m.a. bent á breyttar
forsendur um almennt orkuverð í
heiminum, um raforkuverö til ál-
iðnaðar, um framleiðslukostnaö
raforku á Islandi, um aðgang
ISAL aö tollfrjálsum ál-
mörkuöum, um samkeppnisstööu
ISAL gagnvart Evrópu og Banda-
ríkjunum ásamt fleiru. Ekki eru
tök á aö rekja nánar þessi atriði
hér en í niðurstööum skýrslunnar
segir m.a.: „Að öllu samanlögðu
telur starfshópurlnn að gjör-
breyttar forsendur frá því aö raf-
orkusamningurinn var gerður
1966 og eftir endurskoðun hans
1975 réttlæti kröfur um að raf-
orkuverðið til tSAL hækki í 15—20
mill/kWh miðað við verðlag
1982.” Miðað viö núgildandi
verölag jafngildir þessi niður-
staða því að raforkuveröið hækki í
17—22 mill/kWh og veröi að fullu
verðtryggt.
Niðurstaða
Að mati undirritaðs stendur fyrr-
greind niðurstaða um eðlilega
hækkun raforkuverðs til ISAL full-
komlega ennþá. Aö vísu hefur raf-
orkuverð til álvera hjá skyidum
aðilum í Evrópu lækkaö tímabundiö
frá því sem það var á árinu 1981, en á
móti hefur orkuverð í viöskiptum ó-
skyldra aðila bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum hækkað verulega
frá því sem það var 1981. Þá má
minna á nýfallinn gerðardóm um
raforkuverð til álverksmiðju
Pechiney í Grikklandi og mjög mikla
hækkun raforkuverös til Valco ál-
verksmiöjunnar í Ghana nýlega.
Þegar á heildina er litiö væri að
mati undirritaðs ekki ósanngjörn
niðurstaða samningaviðræðna sú aö
raforkuverð til ÍSAL hækkaöi í 20
mill/kWh miöað viö núgildandi
verölag og eðlilegt markaðsástand.
Finnbogi Jónsson.
^ „ISAL fær nú um 40% af allri forgangs-
orkuframleiðslu Landsvirkjunar
Sjálfsögð krafa annarra atvinnufyrirtækja og
heimila í landinu er sú að kostnaði Lands-
virkjunar við orkuframleiðsluna verði skipt á
réttlátan og eðlilegan hátt á milli stóriðjunnar
annars vegar og annarra orkunotenda hins
vegar.”