Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Síða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 24. ÁGUST1984. Spurningin Hefurðu tekið þér sumarfrí \ sumar? Geröur Magnúsdóttir kennari: Þaö get ég varla sagt. Eg fór þó eina viku austur aö Eiðum í orlofshús. Veöriö þennan tíma var mjög gott. Andrés Sigurjónsson nemi: Eg fór í tvær vikur í sveit undir Akrafjalli. Annars hef ég bara veriö í bænum. Margrét Jónsdóttir starfsstúlka: Nei, ég fór ekkert í fríinu mínu, notaöi þaö tilaövinnaheimaí húsbyggingu. Þórhildur Stefánsdóttir húsmóðir: Eg fer oftast í sumarbústaöinn minn í Skorradal um helgar. Annað frí hef ég ekki tekiðmér. Sigríöur Erla Sigurðardóttir snyrti- fræðingur: Já, ég fór í vikuferð í einn af sumarbústööum Sambandsins í Borgarfirði. Eg ætla mér ekki að taka meira frL Ása Björnsdóttir húsmóöir: Eg hef undanfama tvo mánuði verið noröur í landi, nánar tiltekið á Hveravöllum í Þingeyjarsýslu hjá dóttur minni. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Karlmenn í Þórscafé verða að klæðast jakka — regla sem þarfnast endurskoðunar Danshúsgestur skrifar: Þaö er löngu orðið úrelt aö karl- menn teljist ekki þokkalega til fara nema þeir séu klæddir jakkafötum. En þær reglur, sem enn gilda á veitingastaðniun Þórscafé, aö mönnum beri skylda til að vera í jakka og hafa hálsbindi mætti gjarnan endurskoöa. Ástæöan fyrir þessum skrifum er leiöinlegur at- buröur sem átti sér staö síðastliöiö laugardagskvöld viö inngang fyrr- greinds skemmtistaöar. Dyraveröir fara að sjálfsögöu eftir þeim reglum sem þeim eru settar. En þó svo að danshúsgestir séu undir áhrifum áfengis, sem er þó ekki algild „regla”, er ástæðulaust aö dyraveröir eigi upptök að rudda- skap sem er því miður nokkuö algeng sjón. Viö komum aö Þórscafé, fem hjón í tveimur leigubílum. Þegar síðasta pariö ætlaöi að ganga inn á staðinn þreif dyravöröurinn í öxl mannsins og sagði: „Þú ferð ekkert inn hér.” Maðurinn vissi ekki hvers hann átti aö gjalda þar sem hann hafði síst af öllu í huga föt þau er hann klæddist. Hvers vegna gat dyravörðurinn ekki sagt: „Viö höfum ekki leyfi til aö hleypa inn karlmönnum sem ekki klæðast jakka, eöa eitthvaö í þá áttina? Aö sjálfsögðu var maðurinn ekki á skyrtunni einni saman. Hann var í sumarjakka meö smellum að framan sem þótti ekki nógu gott fyrir staðinn. Auk þess var hann í skyrtu í sama lit og meö hálsbindi, svo í ljós- gráum buxum. Oneitanlega vakti fyrrgreint atvik mikla óánægju, ekki aðeins hjá umræddu pari heldur einnig félögum þess. En svo vel vildi til aö þessu sinni að í gegnum kunningsskap reyndist unnt aö fá lánaðan „jakka hússins”. Sem í sjálfu sér er ágæt lausn fyrir staö sem gerir slíkar kröfur. Viö flytjum þakkir fyrir lánið á flíkinni en þaö er þó von okkar, sem og fjölda annarra, aö karlmenn fái að ráöa sínum klæönaði fari þeir á skemmtistaö ekki síöur en kvenfólkiö sem kemst inn í hverju sem er. Grettir isænsku bókarformi. Sviar kalla þennan bröndótta grallara Gustaf. Gretti í sjónvarpið! Magnús hringdi: Eg er einn ákafur aðdáandi teikni- myndapersónunnar Garfields — í ís- lenskri þýöingu Grettis. Sjónvarpið hefur á undanförnum mánuðum sýnt eina og eina mynd með þessum bráö- skemmtilega bröndótta ketti en mér finnst þaö langt frá því aö vera full- nægjandi. Eg vil beina þeim tilmælum til sjón- varpsins að þaö taki sig til og sýni fasta þætti meö Gretti. Þessir þættir hafa verið sýndir m.a. á Norðurlöndunum viö miklar vin- sældir og ég sé enga ástæöu til að viö Islendingar verðum af þeirri ánægju sem Grettir veitir ungum sem öldnum. DV hafði samband við Elínborgu Stef- ánsdótturhjá sjónvarpinu: Hún sagöi aö sér væri ekki kunnugt um aö geröir hefðu verið fleiri þættir um Gretti en tveir. Þessa tvo þætti heföi sjónvarpið fengið og væri búiö aö sýna þá. Elínborg sagöi einnig að fjölda- framleiðsla á þessum þáttum stæði ekki fyrir dyrum. Sér væri a.m.k. ekki kunnugt um það. Fiskveiðar Færeyinga við ian Mayen: „Ersagan ekki að endur- taka sig?” Grímur Guttormsson hringdi: Mig langar að minnast hér á eitt atriöi í sambandi við deiluna um Jan Mayen. Nú þegar Islendingar eru sama sem búnir að reka Færeyinga af hinum dönsku miðum viö Jan Mayen er þá sagan ekki að endurtaka sig? Er þetta ekki sama frekja og yfirgangur sem Bretar voru meö hér í þorskastríöinu? Mér þætti gaman að vita meö hvaöa rétti við Islendingar erum aö reka Færeyinga af fiskimiöum þessum. Þetta eru dönsk miö og ég get ekki séö að við eigum nokkurt tilkall til þeirra. Strákur hringdi: Þegar ég var á bindindismóti í Galtalækjarskógi um verslunar- mannahelgina varð ég fyrir þeirri óheppni aö týna svartri Hensontreyju meö hvítri og rauöri rönd. Einnig „ Við ísiendingar höfum ekki rótt tii að reka Færeyinga af Jan Mayen miðunum, "segir Grímur Guttorms- son. Framkoma okkar í þessu máli sæmir ekki þjóð sem hefur mátt þola órétt af öðrum. tapaði ég regnjakka. Báöar flíkurnar eru merktar 1847. Sá sem fann þetta er vinsamlegast beöinn aö hringja í mig í síma 99-3869 í Þorlákshöfn. Æf ingaföt töpuðust Enn um ólympíuleikana í Los Angeles: Hvers vegna ekki beinar útsendingar? Bréfritari vildi fá beinar útsendingar frá ólympiuleikunum i Los Angeles. Myndin er frá lokaathöfn leikanna. Guðmundur Jónsson skrifar: Sú ákvörðun Ríkisútvarps/sjón- varps aö sjónvarpa ekki beint frá ólympíuleikunum hefur aö vonum valdiö mikilli gremju og óánægju sem ekki er aö undra. Og fáránlegar eru ástæðurnar sem frameru bornar: i Of dýr „konverter” (líklega straumbreytir) og svo er okkur sagt aö (Bandaríkjamenn sjónvarpi ekki því efni sem Islendingar hafi áhuga á! Fyrri ástæöan skal mjög dregin í efa því nægir peningar viröast vera hjá RUV til óþarfari og dýrari hluta en eins „konverters”. Enda erbruðliðþar á bæ landsfrægt. Dæmi: hófiö sem haldið var í tilefni þess aö fimmtán ár I voru liöin frá því aö hafinn var undir- j búningur að sjónvarpssendingum! Um hitt atriðiö er þaö að segja aö stjórarnir hjá hinum ríkisreknu fjöl- miölum vita örugglega ekkí betur en aðrir hvaða íþróttir almenningur í landinu vill horfa á. Og hiklaust skal því haldiö fram hér aö allt efni frá ólympíuleikunum sé mun heilbrigðara og hollara börnum og unglingum en þær glæpa-, klám- og draugamyndir sem sjónvarpið býöur upp á nær daglega. Þessi ráðsmennska ríkisfjölmiöl- anna minnir helst á svokallaöa forsjár- menn landbúnaðarmála á Islandi sem setja á kjamfóðurskatt til að draga úr neyslu á alifugla- og svínakjöti en auka sölu á kindakjöti o.þ.h. Hugsunin virðist hin sama hjá ROV og bænda- leiðtogunum: Þetta skal í hyskið, það er fullgott handa því. Þess skal og getið að öll heims- byggöin, nema Islendingar, Rússar og fleiri austantjaldsþjóðir, gat horft á beinar útsendingar frá ólympíu- leikunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.