Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Side 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 200. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984. W, 40 bátar og 4 togarar búnir nteð afíakvótann Tæplega 40 bátar og 4 togarar úr fiskiskipaflota landsmanna eru búnir meö aflakvóta sinn samkvæmt upplýsingum Jakobs Jónssonar hjá Fiskifélagi Islands. Um 20 bátar til viðbótar eiga eftir innan viö tíu prósent af kvótanum og 32 togarar eiga eftir þrjátíu prósent eöa minna af sínum aflakvóta. „Þaö hafa allir vitað það aö afla- kvótinn er ekki meiri en þetta. Það er því furðulegt að menn skuli ekki skipuleggja veiðarnar betur en þetta,” sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við DV þegar þessar tölur voru lagöar undir hann. — Þýða þessar tölur það að flota landsmanna verði öllum lagt innan skamms? „Stjórnvöld eru alltaf spurð að því hvort þau vilji bera ábyrgð á því að skipunum verði lagt. Eg spyr á móti: Telja menn það ráðlegt að ganga meira á fiskistofnana en orðið er? Þaö vita það allir sem vilja að hættu- ástand hefur verið í sjónum. Nú sjá- um við fram á bata. En til þess að hann verði þurfa stofnarnir að fá möguleika til að byggjast upp, fiskurinn verður að fá að hrygna í friði. Mér finnst umræðan um þessi mál snúast alltof mikið um næstu daga og mánuði. Menn gleyma alveg fram- tíðinni. En er það ekki mikiö atriði að við höfum fisk til að veiða á komandi árum? Eg tel það meira um vert,” sagði Halldór Ásgrímsson. Sjá einnig blaðsíðu 3. -KÞ Verkalýðsleiðtogar á Norður- og Austurlandi: ENDURMETA KRÖFUGERÐ með hliðsjón af útkomu samninga á Vestfjörðum Verkalýðsleiötogar á Norður- og Austurlandi virðast reiðubúnir aö endurskoða launakröf ur f élaga siima með hliösjón af kröfum Alþýðusam- bandsVestfjarða. „Þeir hafa mikið til síns máls,” sagði verkalýösleiðtogi á Norður- landi um afstöðu Vestfirðinga í sam- tali við DVI morgun. „Kröfur þeirra einkennast af raunsæi.” Forystumenn í verkalýðshreyfing- unni á Austurlandi reiknuðu meö að kallað yrði saman til formannafund- ar í fjórðungnum um leið og samn- ingar tækjust á Vestfjörðum. Kröfu- gerðin yrði endurmetin í ljósi þeirra samninga. Alþýðusamband Vestfjarða hefur sem kunnugt er farið fram á 7% al- menna launahækkun 1. september og 9,5% hækkun til fiskvinnslufólks. Samningafundi sem átti að vera í gær var frestað til klukkan 14 í dag. Samkvæmt upplýsingum DV má reikna með að samningar takist fljótlegafyrirvestan. EA r NYTA FÆREYINGAR VEKHHEIMILDINA? „Við höfum fjallað um skeyti Hall- dórs Ásgrímssonar í landstjórninni. Viö munum senda svar til hans og það kemur fljótlega, þó ekki í dag,” sagði Pauli Ellefsen, lögmaður Færeyinga, í samtali við DV í morgun. Hann endurtók það sem hann hefur sagt áður hér í blaðinu, að það værí ekki í valdi landstjórnarinnar að stöðva veiðamar, þegar hann var spurður hver viðbrögð landstjómar- innar yrðu. — Það hefur verið sagt að þið hafið borgað Grænlendingum 3 milljónir fyrir að fá að veiða þarna. Er það rétt? „Færeysku skipin hafa greitt Græn- lendingum eitthvað en ég þekki ekki samninga einstakra skipa.” — Því hefur verið haldið fram hér að þið ætliö ekki að veiða þennan kvóta, eins og gerðist 1981? „Eg get ekki svarað þessu öðruvísi en svo að færeysku skipin eru þama á svæðinu,” sagöi Pauli Ellefsen. -KÞ Bil þsssum hvolfdi vifl Rauðhóla siðdagis í gœr. Aðeins ökumaðurinn var i bílnum og lenti hann i lausa- möl skömmu áður en hann kom að rimlabrúnni þarna með fyrrgreindum afleiðingum. Hann slapp ómeiddur. DV-mynd S. Aðeins eitt ián veitt úrkjarnfóðursjóði — sjá bls. 2 Úr kom óskemmt undanvaltaraog veghefii - sjá bls. 15 ísienskhross brennimerkt — sjá bls. 4 Lausnarorðið er frelsi — sagði Milton Friedman -sjábls.2 Beint af salerni í keisaraskurð — sjá bls. 3 Er að Ijúka smíði tvíþekju — sjá bls. 3 ÁfangihjáDan -sjábls.34 Svipað veðurum helgina -sjábls.39 PeresogShamir mynduðu stjórn í ísrael — sjá erlendar f réttir á bls. 6 og 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.