Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Síða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 31. AGUST1984.
Gunnar Guðbjartsson um lánveitingar úr kjarnfóðursjóði:
„AÐEINS EITT LÁN VEITT”
Frá Arnarl P. Haukssyni, blaða-
manni DV, á aðaliundi Stéttarsam-
bands bænda:
„Það hefur aðeins eitt lán verið}
veitt og það til Sambands egg jafram-;
leiðenda. Þaö lán var veitt í tveimur i
áföngum, 2 milljónir í hvort sinn,”
sagði Gunnar Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs, í
samtali við DV er hann var inntur
eftir því hversu mörg lán hefðu veriö
veitt úr kjarnfóðursjóöi fram að
þessu.
I máli hans kom ennfremur fram
að reyndar hefði verðmiðlunarsjóður
fengið tvö lán, annað í lok árs 1982,
samtals 14,7 miiijónir kr., og hitt nú í
ár að upphæð 38 milljónir kr., bæði
lánin væru vísitölutryggð og lóniö
1982 hefði verið greitt strax á sumar-
mánuöum siðasta árs. Lánin hefðu
veriö tekin vegna þess að tekjur
verðmiðlunarsjóðs bærust seint og
væru þau notuð til að brúa bilið.
Landbúnaðarráðuneytiö á eftir að
ákveða lánskjörin á lánunum til
Sambands eggjaframleiðenda en
reiknað er með að það verði vísitölu-
tryggt með vöxtum, veitt til nokk-
urra ára. Sagði Gunnar að veð fyrir
lánunum yrði tekið i eggjapökkunar-
vél stöðvar Sambands eggjafram-
leiðenda.
Heimildir til lánveitinga úr kjam-
fóðursjóði er aö finna í 12. grein laga
nr. 95 frá 1981. Þar er gert ráö fyrir
að landbúnaðarráðherra geti
heimilaö ráðstöfun á fé úr sjóönum
umfram hefðbundin verkefni.
-FRI
Milton Friedman ásamt konu sinni Rose á fundinum.
DV-mynd Bj.Bj.
Lausnaroro-
ið er fre/s/
— sagði Milton Friedman
,^g get gefið ykkur iausn sem
felst I einu oröi og það orð er frelsi.
Island er lítiö land og sem slíkt hefur
það enn meiri þörf fyrir frelsi en
stærri lönd,” sagði Milton Friedman,
hagfræðingurinn heimskunni, á
fundi með blaöamönnum í fyrradag
er hann var spurður um hvort hann
gæti gefið okkur einhver ráð í efna-
hagsmálum.
Milton sagðist á fundinum lítið
þekkja til íslenskra efnahagsmála,
að vísu hefði Seðlabankinn sent hon-
um skýrslu um þau áður en hann
kom en það væri ekki nóg til að gefa
ábyggileg ráð.
A fundinum var Friedman spurður
út í þá gagnrýni aö kenningar hans
væru fyrst og fremst fyrir hina riku.
,3esta leiðin til aö gera fátækt fólk
að ríku er frjálst hagkerfi,” sagði
hann og benti á aö í frjálsu hagkerfi
geta menn ekki orðið ríkir á því að
fara i vasana á öðrum heldur veröa
þeir það með því að bjóða vöru eða
þjónustu sem aðrir vilja kaupa.
Hann benti jafnframt á að meiri
munur væri á lífsgæðum hástétta og.
lágstétta í miðstýrðum sósíalískum
ríkjum en hinum kapitalísku.
Á fundinum var Friedman enn-
fremur spurður hvort það væri ekki
staöreynd að kenningar hans heföu
ekki tekist eins vel í framkvæmd og
þær litu út á pappímum. Var bent á
Israel, Chile og Bretland í þessu'
sambandi.
Hvað lsrael varðaði sagði
Friedman að þar hefði hann lært að
betra væri að gefa ráð en þiggja þau.
Hann hefði ráðlagt þeim en þeir ekki
farið eftir þeim ráðum.
Hvað Chile varðaði sagöi hann að
allt hefði gengið mjög vel í byrjun,
verðbólgan hrapaði úr 400% og í 10%
og þeir hefðu náð góðum hagvexti.
Síðan hefðu þeir gert þau mistök að
festa gengi sitt við bandaríkjadollar
jafnframt því sem kopar hefði faUið í
verði en hvorugt væri hægt aö skrifa
á reikning kenninga hans. Hvað
Bretland varðaði sagöi hann að
vandi þeirra væri að halda opinber-
um útgjöldum í skefjumsem kæmi
kenningum hans lítið við.
Hann tók svo Japan sem dæmi um
góðan árangur kenninga hans en frá
árinu 1973 hafa Japanir fylgt sams-<
konar stefnu og peningamagnskenn-;
ingar hans ganga út á með mjög góð-
um árangri.
-FRI.
Landbúnaðarráðherra á aðalf undi stéttarsambands bænda:
Ekki meira frelsi þótt
menn fari sjálfir
með poka sína
Frá Arnari PáU Haukssyni
blaðamanni DV á aðalfundi Stéttar-
sambands bænda á tsafirði:
„Við eigum öU auðvelt með að skUja
vilja bóndans til að haga búskap sínum
eins og hann hefur löngun til. Það
stoðar lítt aö auka framleiöslu þegar
aðstæður eru þannig að árangur af þvi
verður aðeins aukinn tilkostnaður,”
sagði Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra í ávarpi sínu á aðalfundi
Stéttarsambands bænda sem fram fer
nú á Isafirði. Hann sagði að nú væri
unnið að mörkun nýrrar framleiöslu-
stefnu í landbúnaöi og væri mikUvægt
að stjómunarreglur þær yrðu áhrifa-
ríkar, réttlátár og einfaldar og megin-
verkefnið væri að styrkja stöðu og af-
komu íslensks landbúnaðar til hags-
bóta fyrir aUa þjóðina.
Hann gerði einnig að umræöuefni
sínu þá atburði sem átt hafa sér stað i
sölumálum kartaflna og annarra land-
búnaðarvara. Hann sagöi að nú væri
verið með múgsefjun og æsingi að
brjóta niður þátt þess skipulags sem
ánunnist hefði fram að þessu. .F'relsi
er fagurt hugtak, en öUum ætti þó að
vera ijóst að frelsi án skipulags er
ringulreið og islenska þjóðin má alls
ekki við því að efna til uppreisnar og
ringulreiðar hvorki í landbúnaöi né á
öðrum sviðum. Við hljótum að dást að
glöggskyggni hins fræga rithöfundar á
mætti múgsef junarinnar í sögu hans
um nýju fötin keisarans, þegar
kaupmaður getur í dag fengið fjölda
manns tU að tyggja eftir sér að kartöfl-
ur, sem hann hefur heUt úr poka í trog í
homi verslunar sinnar, séu frjálsar.
Þaö er haldið uppi látlausum rógi og
svívirðingum um þá sem vUja vinna að
hagkvæmni og skipulagningu á þessu
sviði,” sagöi Jón Helgason land-
búnaðarráðherra. Hann sagöi að frelsi
kartöflubænda ykist ekki við það að
þeir þyrftu nú að fara sjálfir miUi
verslanameðpokasína. -GH.
DV-mynd S.
Eftirtektarveröar
breytingar í Moskvu
— hefur APN eftir Davíð Oddssyni borgarstjóra,
sem nú heimsækir höfuðborg Sovétríkjanna
„Það gleður okkur að dagskrá heim-
sóknarinnar er mjög í samræmi við
óskir okkar. Hún veitir okkur tækifæri
til þess að fræðast meira um vandamál
sem við höfum áhuga á í lifi sovésku
þjóðarinnar,” sagði Davíð Oddsson
borgarstjóri á fundi framkvæmda-
nefndar borgarstjómarinnar í
Moskvu.
Davíð er formaður sendinefndar frá
Reykjavík, sem þessa dagana eru í
vikuheimsókn í höfuöborg Sovét-
ríkjanna. Meö honum í för eru Markús
öm Antonsson, Kristján Benediktsson
og Sigurjón Pétursson borgarfulltrúar
og Jón G. Tómasson borgarritari.
I viðræðum við ráðamenn Moskvu-
borgar hefur íslensku gestunum verið
skýrt frá húsnæðis- og iðnaðarupp-
byggingu í Moskvu, þróun samgangna
í borginni og lausn vandamála
verslunarþjónustu og heilsugæslu. Þá
hefur þeim verið kynnt aöalskipulag
um þróun Moskvu fram til ársins 2010.
„Það gleður okkur að tekist hafa
góð samskipti milli Moskvu og Reykja-
víkur. Höfuðborgir landa okkar eiga
margt sameiginlegt. Regluleg skipti á
sendinefndum gera okkur kleift aö
miöla hvorir öðrum af reynslu okkar,”
sagði Davíð borgarstjóri að því er
fram kemur í frétt frá APN-frétta-
stofunni.
„Við höfum áhuga á lausn
byggingarvandamála i Moskvu.
Moskva er lifandi borg og við sjáum að
hún breytist ört. Eftirtektarverðar
breytingar hafa átt sér stað frá síöustu
heimsókn okkar hingað fyrir ekki svo
löngu. Við óskum Moskvubúum
velgengni við framkvæmd víötækra
áætlana um þróun borgarinnar,” sagði
Davíð.
-KMU.
Milton Friedman í sjónvarpi í kvöld:
HANNES HÓLMSTEINN VILDI
KLIPPA A GJALDTÖKUNA
„Við gerðum Hannesi Hólmsteini
ljóst að hvorki hann né aðrir utanhúss-
menn klipptu viðtalsþætti sem teknir
eru upp hjá sjónvarpinu og lét hann sér
segjast”, sagði Sigurður Grímsson
sem stjórnaði upptöku á viðtalsþætti
við frjálshyggjumanninn Milton
Friedman og sýndur verður í s jónvarpi
í kvöld. „Þátturinn verður sýndur
óstyttur hvað sem mótmælum Hannes-
ar líður.”
I viötalsþættinum sem þátt tóku í
auk Friedmans og Boga Agústssonar
fréttamanns þeir Birgir B. Sigurjóns-
son, Stefán Olafsson og Olafur Ragnar
Grímsson var komið inn á gjaldtök-
una, þær 1200 krónur sem kostar að
hlýða á meistarann og snæða á há-
degisverðarfundi í Súlnasal Hótel Sögu
á laugardag. Sjálfur tók Friedman
spumingunni ekki illa þótt hann hefði
ekki hugmynd um að það kostaði 1200
krónur á samkomuna. Aftur á móti
þótti Hannesi Hólmsteini sem hér væri
gengið á hlut íslenskra frjálshyggju-
manna og gestgjafa Friedmans, að
sögn Siguröar Grímssonar, og tók undir
sig stökk inn I höfuðstöðvar upptöku-
stjóra og setti fram kröfu um að spurn-
ingin yrði klippt úr þættinum. Spunn-
ust af þessu háværar deilur í skamma
stund en Hannes varð að láta í minni
pokann. Þátturinn verður því ekki
klipptur og sem fyrr kostar 1200 krón-
ur á fyrirlestur Friedmans.
-EIR.
Guðmundur settur yf irkennari GA
Guömundur Helgason hefur verið mundi. I samræmi við lagaskyldu setti lýst innan veggja Gagnfræðaskólans.
settur yfirkennari Gagnfræðaskóla menntamálaráðherra Guðmund til Sóttu þá tveir menn um; Guðmundur
Akureyrar meðan skipaður yfirkenn- 3tarfans með bréfi 22. ágúst síðastliö- og Björn Sverrisson. Bjöm mun hafa
ari er í ársfríi. Skólastjóri, kennararáð inn. tilskilinn réttindi en Guðmundur ekki.
og skólanefnd mæltu öll með Guð- Forfallastaöa þessi var í vetur aug- -KMU.