Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR 31. AGUST1984. 3 Gengur á aflakvóta togaranna Fjórir sprungnir — 32 til viðbótar eiga 30 prósent eða minna eftir af af lakvótanum Þrjátíu og sex togarar landsmanna eiga 30 prósent eöa minna eftir af afla- kvóta sinum, samkvæmt upplýsingum Jakobs Jónssonar hjá Fiskifélaginu. Þar af eru f jórir þeirra sprungnir. Það eru Beitir frá Neskaupstað, Björgúlfur frá Dalvík, Krossanes frá Breiðdalsvík og Asbjörn frá Reykjavík. Þá eiga sjö togarar eftir milli 10 og 20 prósent af kvótanum og 25 milli 21 og 30 prósent. I allt eru í togaraflota landsmanna 104 togarar. Þeir sjö togarar sem eiga eftir milli 10 og 20 prósent af aflakvótanum eru Hólmatindur frá Eskifirði, Hafnarey frá Breiðdalsvík, Aðalvík frá Keflavík, Hegranes frá Sauðárkróki, Sléttanes frá Þingeyri, Páll Pálsson frá Hnífsdal og Bessi frá Súða vík. Hinir 25 togaramir eru Brettingur frá Vopnafirði, Drangey frá Sauðár- króki, Sigurey frá Siglufirði, Sölvi Bjarnason frá Tálknafirði, Elín Þor- bjamardóttir frá Suðureyri, Sigur- björg frá Olafsfirði, örvar fra Skaga- strönd, Svalbakur frá Akureyri, Skipa- skagi frá Akranesi, Skafti frá Hofsósi, Kaldbakur frá Akureyri, Stakfell frá Þórshöfn, Jón Vídalín frá Þorlákshöfn, Björgvin frá Dalvík, ögri frá Reykja- vík, Rauðinúpur frá Raufarhöfn, Olafur Bekkur frá Olafsfirði, Sigluvík frá Siglufirði, Snæfell frá Hrísey, Már frá Olafsvík, Eyvindur Vopni frá Vopnafirði, Ljósafell frá Fáskrúðs- firði, Haraldur Böðvarsson frá Akra- nesi, Klakkur frá Vestmannaeyjum og Sunnutindurfrá Djúpavogi. Það lætur því nærri aö 34 prósent af togaraflota landsmanna eigi 40 prósent eða minna eftir af aflakvóta sínum. -KÞ Þurfa verðandi feður ekki að gæta hreinlætis? Beint af salerni f keisaraskurð „Eg vona bara að ég þurfi ekki að hafa fataskipti á salerninu næst þegar ég verð viðstaddur fæðingu afkvæmis míns,” sagði nýbakaður faðir, nýkom- inn af fæðingardeild Landspítalans þar sem eiginkona hans hafði alið honum barn sem tekið var með keisaraskurði. Það var auðsótt mál að fá að vera viðstaddur fæðinguna en þar sem um keisaraskurð var að ræða varð faðir- inn að klæðast sérstökum spítalabún- ingi, hvítum bol, hvítum buxum, hylja hár sitt og setja upp öndunargrímu. Til að hafa fataskipti var honum vísað inn á salerni. „Það var einn annar á leið út af saleminu þegar ég fór inn og sá fór beint inn á skuröstofu líkt og ég síðar. Að sjálfsögðu þvoði ég mér um hendur fyrir aðgerðina þó ekkert skilti hafi verið þama uppiá vegg sem hvatti verðandi feður til aö þrífa sig áður en haldið væri inn á skurðstofuna,” sagði sá nýbakaöi og bætti því við að salerniö væri ákaflega óvistlegt, t.d. vantaði setuna á klósettið. Ljósmyndari DV fékk ekki leyfi til að mynda þetta „búningsherbergi” fæð- ingardeildarinnar og einu svörin sem hægt var að fá hvers vegna verðandi feður þyrftu endilega að hátta sig á sal- emi áður en farið væri beinustu leið inn á skurðstofu voru þau að aðrar vistarvemr væru ekki til í húsinu. -EIR. DV-mynd: Bj.Bj. Athuga fyrst hvort hún getur flogið — segirBjörnThoroddsen semerað Ijúka smíði tvíþekju Það er ekki á hverjum degi sem Is- lendingur tekur upp á því að smíða sér tvíþekju heima í bílskúr. Bjöm Thoroddsen, flugstjóri hjá Flugleiðum, gekk með þann draum lengi í magan- um. Fyrir nokkrum árum ákvað hann að láta gamla drauminn rætast. Þessa dagana er Bjöm að leggja síð- ustu hönd á verkiö. Flugvélin er að verða tilbúin. Búast má við að hann fljúgi henni innan mánaðar. Flugvélina flutti hann fyrir nokkm úr bilskúmum sinum yfir í flugskýli Flugleiða á Reykjavikurflugvelli. Þar er nú verið að setja mótorinn á hana og gera hana klára til reynslukeyrslu. „Þaö verður fyrst að athuga hvort hún getur flogið,” sagði Bjöm sem stefnir að því að ræsa hreyfilinn áður envika erliðin. Þessi heimasmíðaða tvíþekja kallast Pitch-Special. Hún er ein af mörgum tegundum smávéla á markaðnum sem menn smíða heima hjá sér. Menn kaupa yfirleitt teikningu, efni og mótor en sjá síðan sjálfir að mestu um smiöi og samsetningu. Pitch-tvíþekjan er einn kunnasti gripurinn af þessu tagi. Hún hefur skapað sér orð fyrir góða flugeigin- leika. -KMU. ALMENN TJASKIPTI „Námskeiðin era ætluð fólki á öll- um aldri sem vill styrkja persónu- leika sinn,” sagði Andri öm Clausen leikari en hann er að fara af stað með námskeiö i almennum tjáskiptum hinn 8. september næstkomandi. Hvort um leiklistamámskeið væri að ræða sagði Andri ekki svo vera. „Markmið námskeiðanna er aö þátt- takendur kynnist eigin getu og hæfi- leikum og læri að nýta þá i samskipt- umviðaðra.” Það er allt of algengt að menntun, reynsla, viska, velvilji og skilningur nýtist mönnum ekki sem skyldi vegnatjáskiptaörðugleika þeirra.” -JGH 87 hestöfl LADA Canada er sérútgáfa af LADA fyrir Canada markað, þar sem eru geröar auknar kröfur um útbúnað og öryggi fyrir farþega og öryggi i umferðinni. Kostirnir eru það margir í gæðum og útliti að þeir verða ekki taldir upp hér en kíktu við, skoðaðu og spjallaðu viö sölumennina sem veita allar nánari upplýs- ingar um þennan ,,spes“ þíl. Verð áður 218.000,- afsláttur 20.000,- Verð nú 198.000,- Lán samkvæmt samkomulagi. Ath. Hér er aðeins um fáa bíla að ræða. Bif reiöar & Landbúnaöarvélar hf Suðurlandsbraut 14 Skiftiborð 38600 Söludeild 31236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.