Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Qupperneq 7
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Stjóm mynduð í Israel Shimon Paros ætlar að byrja í forsætisráðherrastólnum í nýju stjórninni 0/7.... Shimon Peres og Yitzhak Shamir hafa ákveðið að skiptast á um að halda forsætisráðuneytinu í Israel í þjóð- stjóm Verkamannaflokksins og Likud- bandalagsins. Peres, formaður Verka- mannaflokksins, verður fyrst forsætis- ráðherra í tvö ár en síðan tekur Sham- ir, núverandi forsætisráðherra, við. Á meðan annar formaðurinn er for- sætisráðherra verður hinn varaforsæt- isráðherra og utanríkisráðherra sam- kvæmt samkomulaginu sem þeir náðu ígær. Peres og Shamir munu hittast aftur í dag til nákvæmari viðræðna um fyrir- hugaö stjórnarsamstarf. Að sögn ríkis- útvarpsins í Israel verður Yitzhak Rabin, einn af leiðtogum Verkamanna- flokksins, varnarmálaráðherra öll fjögur ár hins fyrirhugaða samstarfs. Likud mun í staðinn halda f jármála- ráðuneytinu. .... siðan er ætlunin að Yitzhak Shamir, núverandi forsætisráðherra, taki sár aftur sæti i stóinum. I samsteypustjóminni verða 24 ráð- herrar; 12 frá Verkamannaflokknum og bandamönnum þeirra og 12 frá Likud og smáum flokkum sem styðja bandalagið. Það var Likudbandalagiö sem fyrst lagði til að flokkamir tveir skiptust á um forsætisráðherraembættið. Verka- mannaflokkurinn lagðist í öndverðu gegn hugmyndinni. Til að auðvelda samningaviðræðurnar ákváöu þeir að geyma spuminguna um forsætisráð- herrann þangað til undir lok viðræðn- anna. Verkamannaflokkurinn heldur 44 af 120 þingsætum á ísraelska þinginu. Likud heldur 41. Fjölmargir minni flokkar halda svo öðrum sætum. Hafa Norðmenn ekki efni á að þiggja eldflaugar? Pétur Ás tvaldsson í Osló: Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur boðist til að láta Norðmönnum í té endurgjaldslaust 27 loftvamaeld- flaugar af Roland-gerð, að verðmæti 10,5 milljarða norskra króna. Haft er eftir heimildarmönnum í bandariska ráðuneytinu að Bandaríkjamenn vilji losa sig við þessar eldflaugar sem Norðmenn höfðu um tíma hug á að kaupa. Anders C. Sjaastad, vamarmála- ráðherra Noregs, lýsti því yfir i gær að boð þetta yrði varla þegið af ýmsum ástæðum. Norðmenn hafa þegar samið um kaup á Hawk-eldflaugum og það yrði dýrt að rifta þeim samningum. Kæmu flaugarnar til Noregs yrði einn- ig að byggja sprengjuheld flugskýli og breyta flaugunum verulega. Bandaríkjamenn hafa núna hannað eldflaugar sem taka þessum flaugum fram og telja Roland-flaugamar henta beturí Evrópu. Tf í DANSSKOUNN . DANS-NYJUNG Innritun er hafin í byrjendahópa. Framhaidsnemendur, hafið samband sem fyrst, yngstir 4ra ára, kennt verður í Tónabæ, Æfingastöðinni Engihjalia 8, Kópavogi og i Mosfellssveit. Við kennum diskó — jass, lotur sem staka dansa, og break.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.