Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Side 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984,
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
VAR ÍSRAEL í ARABÍU?
Jerúsalem nútimans. Upphaflega í Arabíu?
„Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá
Egyptalandsánni til árinnar miklu, ár-
innar Efrat: land Kenita, Kenissíta,
Kadmóníta, Hetíta, Peresíta, Refaíta,
Amoríta, Kanaaníta, Gírgasíta og
J ebúsíta,” sagöi Guö.
En hvaöa land var þetta sem Guö
lofaöi þama Abraham, land sem síðar
varö Israel hiö forna? Líbanskur
prófessor heldur því fram aö þetta
land hafi hvergi verið nálægt því
landi sem nú heitir Israel. Kamal
Salibi, sem er kristinn arabi, segir
Israel hiö forna hafa veriö í Saudi-
Arabíu, milli Mekka og Yemens.
Salibi byggir kenningu sína alger-
lega á staöarheitum og staðháttum,
sem hann segir passa eins og flís viö
rass við skrif Gamla testamentisins.
Landiö sem um ræöir er 600 kílómetra
langt og 200 kílómetra breitt og þar má
finna staöarheiti sem eru þau sömu og
talað er um í Biblíunni, segir Salibi.
Hann segist hafa dottiö ofan á kenn-
inguna þegar hann geröi sér ljóst aö
þarna voru á einum staö samankomin
mörg örnefni Israelsríkis hins foma.
Tveir ísraelskir menntamenn hafa
þegar fordæmt kenningu Salibis sem
„vitlausa, langsótta og hiægilega”.
En Salibi lætur engan bilbug á sér
finna. „Fyrst reyna þeir aö leiða þessa
kenningu hjá sér. Ef þeir geta þaö ekki
reyna þeir aö gera hana hlægilega. Ef
þeir geta þaö ekki veröa þeir aö leggja
hart aö sér viö aö vinna á henni. Þaö er
þaö sem ég vil,” segir hann.
Jerúsalem, Al Sharim
Staöarheitin sem Salibi bendir á eru
ótrúlega lík staöarheitum Biblíunnar
og sum greiniiega þau sömu. Sódóma
og Gómorra em bæirnir Samad og
Ghamrad, sem hægt er aö heimsækja í
dag í hrauninu nálægt bænum Jizan.
Jerúsalem er þorpið AI Sharim, nálægt
nútímabænum An-Nimas. Zion er lítiö
fjallaþorp á hæö einni, og heitir nú
Siyan.
Landið sem Guö lofaði Israel er sam-
kvæmt kenningu Salibis miklu smærra
en landið sem gyöingar lögöu undir
sig. Fjarlægöin milli „Egyptalandsár-
mnar” og „árinnar Efrat”, samkvæmt
Hvemig Jerúsalem Rauðahafsins
varð að Jerúsalem Miðjarðarhafsins
Samkvæmt viöbæti viö íslensku
Biblíuna sem var gefinn út 1981 voru
hebrearnir upprunalega hjarðmenn
sem ráfuöu um Palestínu frá einu
vatnsbólinu til annars. Þeir héldu að
lokum til Egyptalands og þar voru
þeir i þrældómi. A 13. öld brjótast
þeir út úr Egyptalandi undir forystu
Arons og Mose. Þeir halda síöan til
fjallsins helga, Sínaí, þar sem þeir
halda stofnhátíð hebresks átrúnað-
ar, guöstrúarinnar. Þeir halda þaðan
til fyrirheitna iandsins, sem sagt er
vera Palestína. Salibi segir þá hins
vegar hafa farið suöur meö Rauða-
hafi, niöur Arabíuskagann.
Daviö veröur konungur í kringum
árið 1000 fyrir Krist. Hann vinnur
Jerúsalem úr höndum Jebúsita og
sameinar noröur- og suðurættkvíslir
hebrea í eitt konungsdæmi.
Um þetta leyti, segir Salibi, eru
stórir hópar gyðinga þegar famir aö
flytjatil Palestínu.
Um 80 árum síöar klofnar ríkiö
aftur í norður- og suöurhluta. I noröri
er ísrael og suöri Júda.
Fjórum öldum síöar, um 587 fyrir
Krist, ráöast Babýloníumenn á Júda
og leggja Jerúsalem og musteriö í
eyði. Þeir herleiða flesta íbúa ríkis-
ins.
Salibi segir að eftir þetta hafi
komið verulegur skriöur á landflótt-
ann til Palestinu. Samkvæmt viöur-
kenndum sögukenningum voru gyö-
ingar fyrir í Palestínu. Þeir gyðingar
sem fluttust til Palestínu nefndu síö-
an borgir nýja landsins nöfnum borg-
anna sem þeir höfðu áöur dvalið í.
Á næstu fjórum öldum, meöan
Palestínu er stjómaö af eftirmönn-
um Alexanders mikla, gleyma gyö-
ingar smám saman árunum sem
þeir bjuggu í Arabíu, og Jerúsalem
við Rauöa hafið verður í minningu
þeirra brátt að Jerúsalem Miöjarð-
arhafsins. Og þeir halda aö það Iand
sem þeir búa í sé í raun hið fyrir-
heitna land Abrahams.
„Þannig,” heldur Salibi fram,
„varð til sá misskilningur að Israel
hafi alltaf veriö í Palestínu.”
Flestir guöfræöingar viröast líta á
kenninguna sem hina mestu þvælu
en tungumálasérfræðingar hafa mik-
inn áhuga á þessum ný ja möguleika.
Umsjón: ÞórirGuðmundsson