Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Qupperneq 15
DV. FOSTUDAGUR 31. ÁGOST1984. 15 Furðusaga f rá Dalvík: Ur kom óskemmt undan valtara og veghef li — „Glerið er að vísu aðeins rispað og önnur ólin farin af þvP’ Sterkasta úr norðan Alpa, eða að minnsta kosti fyrir norðan? Sennilega. Eða hefur þú heyrt um armbandsúr sem kemur óskemmt eftir að veltari og veghefill hafa „leikið sér” með það? Hér kemur sagan. Hún gerðist á Dal- vík. „Við vorum aö leika okkur nokkrir félagamir á skellinöðrum í sand- gryfjunum í Höföa sem er nokkra kíló- metra hér fyrir utan Dalvík,” sagði Gunnar Gunnarsson, 15 ára eigandi úrsins. „Skyndilega tók ég eftir því, að ég haföi tapað úrinu. Eg leitaöi lengi á svæðinu, en fann það ekki. Þetta var laugardaginn 18. ágúst. Síðasta föstudag, hringir siðan strákur í mig og segist hafa fundið úrið. Hann þekkti það þar sem ég var búinn að hefta i ólina. Er ég spuröi hann hvar hann hefði fundiö gripinn kom í ljós að hann var að valta götuna Hólaveg hér á Dalvík með handvaltara er hann kom auga á það. Þegar að var gáð hafði úrið borist með möl sem tekin var úr Höfðanum og borin var í Hólaveg. Síðan hafði hefill heflað götuna margsinnis, auk þess sem strákurinn hafði fariö nokkrar yfirferðir á hand- valtaranum.” Gunnar sagði ennfremur að úrið væri heilt eftir öll þessi ósköp. „Glerið er að vísu aðeins rispað og önnur ólin farin af því. En það getur víst ekki talistmikið.” Að vonum hafa raunir úrsins vakið mikla athygli, fólk hefur orðið hissa. Því er ekki úr vegi að minnast á í lokin að úrið er af gerðinni Timex. -JGH «sf§ DV-mynd FM. Áhöfnin & Soffíu, þeir Om, Steinar og Sigurður. Um borð í dæluskipinu Soffíu á Höf n: „Botninn hér er svo helvíti harður” Sanddæluskipið Soffía hefur að und- anfömu unnið viö aö dæla sandi úr höfninni á Höfn í Homafirði en skipið kom til Hafnar í vor. Nafn sitt mun það, eftir því sem DV kemst næst, hafa hlotið af stúlku sem afgreiddi í sjoppu á Akureyri. Sá sem stjómar um borð er Sigurður Halldórsson en hann vann áður í áhaldahúsi bæjarins. „Botninn héma er svo helvíti haröur að verkið sækist seint. Ætli við verðum ekki svona einn og hálfan mánuö í viðbót hér,” sagöi Sigurður Halldórsson, í samtali við DV er við hittum hann þar sem Soffía lá við bryggju þar sem olíuskipið var að komið að losa og lesta. „Botninn er svona þar sem loönuskipin hafa pressað hann niður og því er erfitt að dæla upp úr honum., Ástandið hefur verið þannig hér við innsiglinguna að loönuskipin hafa þurft að sigla inn á flóðinu á fullri ferð en þau setjast svo niður á fjönmni enda dýpið ekki meira en 3 metrar. Við ætlum að auka það í 6 metra. Stefnt er aö því aö öll loönuskipin geti siglt hér inn en í fyrra sigldu þau iðulega framhjá Höfn vegna þess hversu grunn höfnin er,” sagði Sigurður. 1 máli hans kom einnig fram að þeir ætla sér að ráöast á haft sem er í innsiglingunni en yfir það þurftu skipin yfirleitt að renna sér á fartinni eða láta draga sig yfir það eins og sleða. með togvírum úr landi. I máli hans kom einnig fram að ýmislegt slæddist upp úr höfninni með sandinum, hlutir sem yfirleitt ættu ekki að vera með. Skondnasti hlutinn sem þeir hafa hingað til fengið upp var full dós af sýrðum gúrkum. -FRI. Árnesingar argir m jög út í sjávar- útvegs- ráðherra — hafa þó haft mikla trú á honum, enda maðurinn alinn upp á Hornaf jarðar- mánanum Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara DV á Gjögri, Strandasýslu: Ibúar Ameshrepps á Ströndum eru argir mjög út í sjávarútvegsráð- herra vegna þess að trillum hér hefur verið bannað að fiska í tíu daga í ágúst. Þennan tíma hefur veriö rjómalogn og gott í sjóinn. Liður sjómönnum og bændum illa að geta ekki róið tU fiskjar á triUunum sínum sem eru jú ekki stórvirk fiskiskip. Strandamenn skUja ekki þessar að- gerðir sjávarútvegsráðherra. Þeir hafa tU þessa haft mikla trú á honum, enda er hann uppalinn á Homaf jarðar- mánanum og af sjómönnum kominn. Er vonandi að gæftir verði góðar og nægur fiskur er trillur Strandamanna hefja aftur róður. Vonandi verður svo líka á Homaf jarðarmánanum. -JGH Urval — i ----- ÚRVALSEFNI \HO ALLRA HÆFI ÁSKRIFTARSfMINN ER 27022 Lögtaksúrskurður Að kröfu sveitarsjóðs Mosfellshrepps úrskurðast hér með að lögtök megi fara fram fyrir ógreiddum útsvörum og aðstöðu- gjöldum fyrir árið 1984 ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök þessi mega fara fram á kostnað gjaldenda en á ábyrgð sveitarsjóðs Mosfellshrepps að liðnum átta dögum frá birt- ingu þessa lögtaksúrskurðar. Hafnarfirði 27. ágúst 1984. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Hjólatjakkarnir eru komnir. 1,5 tonn kr. 3.290, 2 tonn kr. 3.590,- STEINGRÍMUR BJÖRNSSON SF. SUÐURLANDSBRAUT 12, REYKJAViK. SÍMAR 32210 - 38365. Ætlarðu að mála húsið að utan? Viö bjóöum sérkjör á BECKERS utanhússmálningu 10% útborgun og 7mánaða lánstímj Gerlö verösamanburö Um gæöin þarf enginn aö efast Sænska gæöamálningin. Vörumarkaðurinnht. Ármúla 1 A — Sími 68-61-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.