Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Side 28
36
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984.
Sælnú!... Stórlega ýktar
fréttir birtust á 'dögunum
um okkar ástkæra Paul
Young í Mogga. Þar sagði að
sá ungi væri gersamlega bú-
inn að missa röddina og gæti
farið aö leita sér að annarri
vinnu: hann myndi alténd
ekki framar geta sungið. Það
mun rétt vera og frá því
greint hér í Smælki um dag-
inn að Palli fékk einhverja
siæmsku í hálsinn og varð að
gefa sönginn upp á bátinn um
hríð. Hann er nú óðum að ná
sér samkvæmt áreiðanlegum
heimildum og smáskifa frá
honum og konungsfjölskyld-
unni er væntanleg í október,
breiðskifa mánuði siðar...
Nýja smáskifan frá Rockwell
er gamalt gullaldarlag Bítl-
anna, Taxman, sem George
Harrison samdi... Margir
muna eftir lagi Special AKA
um daginn: Nelson Mandela.
Nýtt lag frá þessari gæða-
hljómsveit er komið út og
heitir: What I Ldke Most
Girlfriend... Nýjasta hefti
tímaritsins Record Mirror er
ÚTRÚLEGT
ÚRVAL GÓÐRABÍLA.
GÓÐ KJÖR
GÓÐ ÞJÓNUSTA.
SUÐRÆN ÁHRIF
Fyrir um það bil tveim órum skaust
breska hljómsveitin Haircut 100 upp á
stjörnuhimininn með sinni fyrstu
plötu. Tónlist þeira þótti nokkuö fersk
og notuðu þeir óspart blásturssveit til
aðstoöar og bar tóniist þeirra nokkurn
keim af henni. Mest áberandi í þessari
sex manna hljómsveit var söngvarinn,
Nick Heyward. Fljótlega eftir ný-
fengnar vinsældir varð sprenging
innan Haircut 100 og Nick Heyward
yfirgaf hljómsveitina og hefur síðan
hafið eigin sólóferil.
Hinir piltarnir í Haircut 100 héldu þá
áfram þótt stjaman væri ekki innan-
borðs og hafa þeir nú sent frá sér nýja
plötu, Paint And Paint. Að vísu eru
þeir aðeins orðnir fjórir, Mark Fox
sem tekið hefur við söngnum af Nick
Heyward, Graham Jones, Les Nemes
og Phil Smith. Þeim til aðstoðar er svo
verður að segja eins og er að stefin eru
frekar í daufara lagi en hressilegar út-
setningar bjarga mörgum þeirra. Það
má segja um Haircut 100 að hún sé að
einhverju leyti undir suðrænum áhrif-
um, sérstaklega kemur það fram í út-
setningum fyrir blásarasveitina.
mikiö lið aðstoðarhljóðfæraleikara
sem setur sterkan svip á tónlistina.
Það eru ellefu lög á Paint And Paint
og eru þau öll eftir þá félaga. Það
Nýjar...
p lötur
Nú hef ég ekki hlustað á fyrstu plötu
Haircut 100 svo að ég get ekki miðaö
við hana. I fyrstu virkaði Paint And
Paint mjög fersk á mig, en eftir því
sem ég hlustaði á hana oftar fóru ein-
staka gallar að koma betur í ljós.
Utsetningamar em of keimlíkar, sér-
staklega þegar tillit er tekið til þess að
blásarasveit er með i spilinu og
söngurinn veikur.
Ekki get ég ímyndað mér að innan
um lögin á Paint And Paint leynist lag
sem líklegt er til vinsælda en best
þykja mér lögin Thirteen Years,
Benefit Of Doubt og Infatuation þar
sem blásarar fá einna helst að njóta
sín. Þrátt fyrir ýmsa vankanta er
Paint And Paint hin hressilegasta og
best er að taka það sem á borð er borið
í smáskömmtum.
HK.
is samin um George Best>
þegar hann var upp á sitt
besta: Belfast Boy með Don
Farndon og Georgie (He’s
the Best) með Dave Horsfall.
Sjálfur gaf Goggi út plötu
ekki alls fyrir löngu ásamt
unnustu sinni Mary Stavin:
Keep Fit And Dance... Á for-
síðu Record Mirror er mynd
af skosku hljómsveltinni
Biuebells í búningi Celtic,
rokkarar eru látnir spá um
úrslit deildarinnar og njinnst
er á frægasta atvinnumann-
inn í knattspyrnu sem lagöi
söng fyrir sig: fyrrum mark-
vörð spánska liðsins Real
Madrid: Julio Iglesias...
Nýja lagið frá Malcolm
McLaren heitir Madam Butt-
erfly og mamma ykkar mun
kannast við það... Nokkrar
rokkóléttur en fyrst eitt
hryggbrot: Susan Sarandon,
bandarísk leikkóna, mun
hafa sagt nei við bónorði frá
David Bowie... Pat Benater
væntir sín í mars, lika
Chrissie (Hynde, Davies)
Kerr og Patti Hansen frauka
Keith Richards. Börnin munu
erfa rokkið... Glænýtt lag frá
Azrec Camera heitir: All I
Need Is Everything. Minna
má ekki gagn gera... Góða
helgi!
-Gsal
EDDY GRANT - GOING FOR BROKE:
Með bölvun á hælunum
Sögusagnir herma að Eddy Grant
telji sig lýstan bölvun og þar hafi
galdranorn verið aö verki. Astæðan
fyrir þessu frjóa ímyndunarafli er
þessi: plötur hans, smáar og stórar,
hafa selst báglega upp á síðkastið.
Annað kemur líka til: þegar allt var í
lukkunnar veistandi og Electric
Avenue í toppsætum vinsældalista úti
um víða veröld blessaði afrískur kven-
klerkur Eddy Grant og átti að launum
aö fá ákveðna prósentu af sölu á plöt-
um Grants frá hljómplötufyrirtækinu
RCA. Það neitaði hins vegar að verða
við þeirri ósk og þá lýsti presturinn
bölvun á tónlist Eddy Grant og sagði
hana falla í grýttan jarðveg.
Og sú hefur orðið raunin. Viðtökur
við þessari nýju plötu, Going For
Broke, og smáskífunum: Romancing
the Stone og Till I Can’t Take Love No
More hafa verið einkar fábrotnar og
raunar merkilega litlar miðað við fyrri
vinsældir Eddy Grant. Má vera að að-
dáendur hans hafi allt í einu fengið sig
fullsadda af þeirri tónlist sem hann
hefur upp á að bjóða og hefur í raun
ekki breyst neitt að gagni árum
saman. Og það er sosum ekki eftir
miklu aö slægjast á þessari breiðskífu
og margtuggnir frasar áberandi; ef
eitthvað er nálgast Eddy æ nær fágaðri
diskótónlist sem iðulega í mínum eyr-
um hljómar ósannfærandi og tilgerðar-
leg.
Eddy er að sönnu fjölhæfur, ekki
verður það frá honum tekið. Hér leikur
hann að venju á öll hljóðfæri, semur,
útsetur og stjómar upptöku, — en and-
rikið hefur setið einhvers staðar eftir
og hlustandinn situr uppi með geril-
sneydda tónlist.
Það er helst i lokalaginu sem Eddy
sýnir einhverja snerpu sem tónskáld:
þetta er rólegt og fallegt lag sem
vinnur á og heitir: Blue Wave. önnur
lög hafa ekki gripið athygli mína og
EDDY GRANT.
allt eins víst að bölvunin ein sé ósvikin
í söngvum Eddy Grant.
-Gsal
spyrnu: sparkvertíðin í Bret-
landi enda að hef jast og popp-
ið tengt fótboltanum á marg-
an hátt. Tvö lög voru til dæm-