Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ
68 78 18
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Innbrotííbúð:
Silfurmun-
um stolið
Miklu magni af silfurmunum var
stolið úr íbúð í Reykjavík nýlega.
Þjófnaðurinn var kærður til Rannsókn-
arlögreglu ríkisins í fyrradag en þjóf-
urinn hefur enn ekki náðst.
Ekki er nákvæmlega vitað hvenær
silfurmununum var stolið úr umræddri
íbúð sem er á Hólavallagötu. Það getur
hafa átt sér stað á tímabilinu frá síð-
asta föstudegi til miðvikudags, en þá
uppgötvaöist þjófnaðurinn. Var hann
samstundis kærður til rannsóknarlög-
reglunnar. -JSS
Verslanir opn-
ar á morgun
Jæja, þá er hægt að fara að kaupa í
matinn á laugardögum. A morgun er 1.
september og kaupmenn hafa fengið
grænt ljós frá Verslunarmannafélag-
inu um aö starfsfólk verslana vinni
einnig á laugardögum. Samkvæmt
kjarasamningum Verslunarmannafé-
lagsins er óheimilt að verslunarfólk
vinni 10 laugardaga, frá 20. júní aö
telja. Nú eru þessir 10 laugardagar
liðnir og verslanir geta aftur haft opiö
á laugardögum. Ekki er ljóst hve
margir kaupmenn hafa opið í verslun-
um sínum á morgun en þónokkuð
margir hafaauglýstþað. ÞJH
Kukl-platan The Eye:
Fimm stjörn-
ur í Sounds
Nýjasta plata hljómsveitarinnar
Kukls.The Eye, fær hæstu einkunn hjá
tónlistartímaritinu Sounds, eða fimm
stjörnur, en Sounds er eitt útbreidd-
asta tímarit sinnar tegundar í Bret-
landi.
Gagnrýnandinn á vart orð til aö lýsa
hrifningu sinni og líkir plötunni viö
plötu Siouxsie and the Banshees , The
scream.
Kukl er nú á tónleikaferðalagi um
Evrópu en nánar verður greint frá
henni á Rokkspildunni á morgun. -FRI
LUKKUDAGAR h
31. ágúst
44880
HLJÓMPLATA FRÁ
FÁLKANUM
AD VERÐMÆTI
KR. 400,-
Vinningshafar hringi í sima 20068 M
Átök í Framsókn um
Framkvæmdastofnun
Atök standa í Framsóknarflokkn-
um um framtíð Framkvæmdastofn-
unar, sem er ofarlega á baugi í við-
ræðum stjórnarflokkanna. I umræðu
er að áætlanadeild stofnunarinnar
verði lögð niður, byggðasjóði verði
mikið breytt og framkvæmdasjóður
fluttur yfir í bankana. Tveir fram-
sóknarmenn í nefnd stjórnarflokk-
anna, Finnur Ingólfsson, aöstoðar-
maður sjávarútvegsráðherra, og
Þorsteinn Olafsson, framkvæmda-
stjóri h já StS, lýstu sig fylg jandi slík-
um breytingum. Á móti standa öflug-
ir framsóknarmenn svo sem Tómas
Ámason, fyrrum ráðherra, og Bjarni
Einarsson, framkvæmdastjóri hjá
Framkvæmdastofnun.
Viðræður stjórnarflokkanna hafa
þokast sæmilega en töfðust nokkuð
meðan Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra brá sér í lax. Þessa
daga standa átök um landbúnaðar-
mál. Sjálfstæðismenn leggja áherslu
á niðurfellingu kjarnfóðurskatts og
munu þeir ætla að nota það sem
skiptimynt, þannig að á móti verði
frelsi í grænmetisinnflutningi ekki
jafnmikið og þeir höfðu áður krafist.
Ætlunin er að fækka ríkisbönkun-
um niður í einn eða tvo. Steingrímur
er sagður hafa samþykkt fækkun.
Formenn stjómarflokkanna ræða
nú einnig niðurfellingutekjuskatts af
almennum iaunatekjum á svo sem
þremurárum.
Nefnd stjórnarflokkanna hefur
skilað til formannanna tillögum um
stofnun félags tii að hressa upp á at-
vinnulífið. Yrði ríkið þar þriðjungs-
aöili. Tiilagan er óafgreidd.
Stjórnarliðar vonast enn eftir að
ljúka viðræðum um helgina svo að
þingflokkar og ríkisstjórn fái hug-
myndirnar til meðferðar upp úr
helgi.
-HH
Pólarbjórinn, 5,2%, rennur f gegn-
um teljarakerfið og yfirvaldið,
fulltrúar dóms- og fjármálaróðu-
neytisins, fylgist grannt með.
□V-mynd K.A.
RÁÐUNEYTISVÖRÐUR MEÐAN
PÓLARBJÓR ER TAPPAÐ
iME JR-fiÍiTiÍYiiVÍáViiÍ
LOKI
Stórí bróðir fylgist með.
Tveir ráðuneytismenn, fulltrúar
dóms- og f jármálaráðuneytisins, mæta
í vinnu í Ölgerð Egils Skallagrímsson-
ar einu sinni í viku þegar sterka Pólar-
bjórnum er tappað á flöskur. Eiga þeir
að hafa eftirlit með að allt fari að lög-
um og starfsfólk sé ekki að belgja sig
út af Pólarbjórnum sem flæðir þar um
allt þessa ákveðnu vikudaga.
Yfirvaldið stendur sína vakt og
starfsfólkið reynir að ljúka verkinu
sem fyrst því að illu er best af lokiö og
þá fara ráðuneytismennirnir aftur til
síns heima á skrifstofumar í Amar-
hvoli.
Þrátt fyrir strangt eftirlit fulltrúa
dóms- og f jármálaráðuneytisins verða
alltaf viss afföll í hinni vikulegu átöpp-
un. Tvöfalt teljarakerfi er í gangi, viö
upphaf og lok átöppunarinnar og svo
virðist sem 11/2 kassi hverfi þegar 600
kassar eru afgreiddir. Em það mest
flöskur sem brotna eða em gallaðar á
annan hátt. Svo mun starfsfólk fá aö
súpa örlítið þegar yfirvaldið lítur
undan, sem er sjaldan.
„Það er alltaf einhver viss titringur í
starfsfólkinu þessa daga sem við töpp-
um á Pólarbjómum,” sagði verk-
smiðjustjórinn í samtali við DV,
„maður tekur jafnvel eftir spenningi
hjá vegfarendum sem eiga leiö fram
hjá.”
Þegar vikuskammturinn af Pólar-
bjómum er tilbúinn í kössum er honum
ekið í lokuðum bíl upp á Grjótháls þar
sem hann er geymdur bak við lás og
slá, í rammgerðri geymslu sem vöktuð
er með rafeindageislum.
-Ent.