Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Side 8
8
DV. FOSTUDAGUR 26. OKTÖBER1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Sif stutta
gat vísað á
morðingjann
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni f
Lundi:
Þrítugur maður hefur verið hand-
tekinn fyrir morðið á konu á þrítugs-
aldri í Stokkhólmi, sem DV skýrði
frá í gær. Þaö var fjögurra ára göm-
ul dóttir konunnar sem gat gefiö vís-
bendingu um hver maðurinn er. —
Maðurinn hefur áður komist í kast
viö réttvísina og er háður fíkniefn-
um.
Litla telpan gat skýrt lögreglunni
frá því að maöurinn hefði komið í
heimsókn til móður hennar á mánu-
dagskvöld. Þegar telpan var komin í
rúmið byrjaði maðurinn að rifast við
móðurina. — „Eg varö að setja kodd-
ann yfir höfuðið til að geta sofnað,”
sagði sú stutta.
Næsta morgun fann telpan móöur-
ina þar sem hún lá, „og var svo skrít-
in þegar hún svaf”. Þegar stelpan
komst ekki út um læstar dyr íbúðar-
innar, fann hún sér sigreipi úr plast-
pokum, festi annan endann uppi í
íbúðinni en lét hinn falla út um glugg-
ann. Síðan renndi hún sér niður fimm
metra hæð og sótti hjálp.
Ibúar fjölbýlishússins, þar sem
moröið átti sér staö, segja að litla
telpan hafi oft vakið athygli þeirra
fyrir óvenjulega greind. Þykir afrek
hennar enda með ólíkindum.
t
Ferðamálaráð Breta varð að bjarga strandaglópum heim af sólarströndum
Grikklands.
Frakkar í verkfalli
Strandaglópar
vegna gjald-
þrots feröa-
skrífstofu
Opinberir starfsmenn í Frakklandi
leggja niður vinnu í dag í eins sólar-
hrings verkfalli til að mótmæla því að
vísitölubætur hafa verið ákveönar
aöeins 3% á þessu ári, þrátt fyrir um
7% veröbólgu.
AUt flug leggst niöur, lestaráætlanir
fara úr skorðum, bankar verða
lokaöir, skólar og pósthús. Um 400
áætlunarferðum flugferða til og frá
Frakklandi hefur verið aflýst í dag.
Aðkomuflugvélar fá að lenda en engin
flugtök leyfð og flugumferð yfir
Frakklandi verður takmörkuö viö tíu
til tuttugu prósent af því venjulega.
Dali hefur reynst læknum sinum erfið-
ur sjúklingur.
Sautján ára gömul bresk ferðaskrif-
stofa, Budget Holiday Group, hefur
verið iýst gjaldþrota núna í lok sumar-
annanna. Um 10 þúsund feröamenn á
hennar vegum urðu þar með stranda-
glópar í Grikklandi, á Kýpur, á Spáni
og víðar við Miðjarðarhaf ið.
Flug- og ferðamálaráð Bretlands
varð að grípa til 4 milljón sterlings-
punda skyldutryggingar feröaskrif-
stofunnar til þess aö sjá þessu ferða-
fólki fyrir fari heim og eins endur-
greiða fólki heima sem innt hafði af
hendi fyrirframgreiðslur vegna vænt-
anlegra ferðalaga.
Ferðaskrifstofa þessi velti 48 millj-
ónum sterlingspunda á síðasta ári. Á
vegum hennar störfuðu 290 fastráðnir
starfsmenn og er þetta stærsta gjald-
þrot sem komið hefur upp í breska
ferðamannaiðnaðinum síðan Laker-
flugfélagið var lýst g jaldþrota 1982.
Da/i erfiður
siúklingur
Spánski listmálarinn, Salvador
Dali, kýs helst dauðann, en skelfist
hann samt, er haft eftir einum lækna
hans. - ;
Hinn áttrasði súrrealisti kom heim
til sín í síðustu viku eftir sjö vikna legu
á sjúkrahúsi vegna brunasára sem
hann hlaut þegar kviknaði i svefnher-
bergihans30. ágúst.
Einn lækna hans segir í viðtali við
spænskt læknarit að Dali hafi neitað að.
fara úr rúmi, hafnað mat og flest gert
til þess að spilla fyrir bata. Samt kvíði
hann svo dauða sínum að hann hafi
eiiift verið kallandi á læknana sem
hann hafi síðan móðgað, klipiö og bar-
ið.
KOMDU MEÐ TIL
KANARÍEY/A
Komdu með til Kanaríeyja og njóttu lífsins í sólinni, þú getur valið um eins, tveggja eða
þriggja vikna ferðir. Brottför alla þriðjudaga.
Gististaðurinn á Kanaríeyjum er einn sá nýjasti og glæsilegasti: Barbacan á Ensku strönd-
inni, vistleg smáhýsi eða rúmgóðar íbúðir, allt fyrsta flokks!
Sundlaugar eru tvær og flóðlýstir tennisvellir. í þjónustukjamanum eru glæsilegir veitinga-
staðir, barir og spilasalur. örstutt er í stóra verzlunarmiðstöð og á frábæran golfvöll.
Smáhýsin í Barbacan eru glæsileg, með 1 —2 svefnherbergjum, nýtísku baði, fullbúnu
eldhúsi og hverju húsi fylgir garður. Allt svolítið út af fyrir sig — bara fyrir þig.
íbúðirnar í Barbacan eru rúmgóðar með dagstofu, stórum (sólbaðs)-svölum, fullbúnu eld-
húsi, góðu baðherbergi og 1 —2-svefnherbergjum. Af svölum er gott útsýni og húsbúnaður
allur er til sóma,
islenski fararstjórinn á Barbacan er farþegum til trausts og halds og fylgir þeim í skemmti-
legar skoðunarferðir um eyjuna.
OG AMSTERDAM
í hverri ferð er gerður tveggja daga stuttur stanz í Amsterdam á leiðinni út og á leiðinni
heim (þá dvöl má auðveldlega framlengja). Amsterdam býður upp á stórborgarstfl með veit-
ingastöðum, verziunum, skemmtistöðum, menningarverðmætum og alls konar ævintýrum.
Gist er á Hótel Pulitzer í hjarta borgarinnar, sennilega eitt sérkennilegasta „klassa"-hótelið
í Hollandi. Komdu með til Kanarí og Amsterdam — talaðu við okkur strax í dag.
FERÐA
MIDSTODIIXI
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
CchUoC
Tcouet