Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Page 11
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984.
11
Mikil gróska er í
ættfræðirannsóknum
Jón Gíslason, formaður œttfræðifólagsins.
Ættfræöi er í miklum blóma í landinu
á líöandi stund og stundar fjöldi fólks
víðs vegar um landiö hana í tómstund-
um. Fjöldi ættfræöirita, niöjatöl, á-
búenda- og bændatöl, stéttatöl og alls
konar uppsláttarrit persónusagna hafa
komið út á síöustu árum. Hafa þessi rit
selst upp á skömmum tíma og eru
eftirsóttar og dýrar, sagði Jón
Gíslason, formaður ættfræöifélagsins.
Ættfræöingar víða um heim eru
farnir að nota sér tölvutæknina að ein-
hverju marki en hér á landi hefur
ættfræðin ekki verið tölvuvædd ennþá.
Það liggur samt beinast við að taka
tölvuna upp hér á landi í ættfræöi,
sagði Bjami Vilhjálmsson, þjóðskjala-
vörður og varaformaður ættfræði-
félagsins. „Ættfræðin er þannig grein
að tölvan hlýtur að njóta sín vel þar á
meðal og gott væri fyrir ættfræðinga
að notast viö þessa ný ju tækni.”
Ættfræðifélag Islands var stofnað
1945 og gaf það út fyrsta manntal á
lslandi, 1916, með fæðingarstöðum
fólksins. Einnig var útgefið manntal
1801, sem búið er að gefa út í þremur
bindum.
Nú er verið að vinna að manntali
1845. Komin eru út tvö bindi og er
áætlað að þriðja bindið komi út fyrir
jól. Nú er í ráði aö félagið gefi út
manntöl á Islandi 1703 og 1729 en það
síðarnefnda er aöeins til úr þremur
sýslum. Manntal 1703 er elsta manntal
í veröldinni sem varðveist hefur yfir
heila þjóð, sagði Jón.
Ættfræðifélagar eru nú á fjórða
hundraö og eru haldnir fjórir til fimm
fundir á hverjum vetri. Félagið hefur
notið ríkisstyrks og styrks úr þjóðhá-
tíðarsjóði. Einnig hafa fyrirtæki styrkt
félagið. Sem dæmi ljósritaði Samband
íslenskra samvinnufélaga manntaliö
1845 fyrir félagið.
Jón Gíslason sagðist eiga mikið
handritasafn og lengi hafa haft áhuga
á ættfræðirannsóknum. Hann gaf út
Blöndalsættina 1981 eftir að Lárus
Jóhannesson hæstaréttardómari féll
frá en Lárus var að vinna að því verki.
Einkenni ættfræðirita hans var að
hann reyndi að rekja persónueinkenni
manna og sagöist Jón hafa reynt aö
halda þeirri stefnu eins og unnt væri.
,,Nú er ég að vinna að útgáfu
Thorarensenættarinnar, afkomenda
Þórarins sýslumanns Jónssonar á
Grund í Eyjafirði, sem var fæddur
1719, og konu hans Sigríðar Stefáns-
dóttur. Einnig er ég að vinna að niðja-
tölum á Suðurlandi og Suöumesjum,
jafnhliða ættfræðirannsóknum í sam-
bandi við manntaliö 1703. ”
Jón sagði aö ættfræðirannsóknir
hefðu mikla þýðingu fyrir erföa- og
læknisfræði og væri mjög vaxandi að
háskólamenntaðir menn leituðu til
ættfræðinga í sambandi viö ýmis störf.
Jón sagði að komið hefði til tals að
félagið stæði að útgáfu tímarits um
ættfræði og rannsóknir.
Indriði Indriðason rithöfundur
sagöist vera aö vinna aö skráningu
allra Þingeyinga sem uppi voru 1950.
,,Ég geri ættfræðilega grein fyrir
mönnum sem lifandi voru á sama tíma
en ég byrja öfugt viö flesta aðra ætt-
fræðinga. Ég byrja á greinum trésins
og fer inn að stofni fjölskyldunnar en
flestir myndu byrja á stofninum og
fara síðan út í greinarnar.”
Indriði sagði að komin væru út
f jögur bindi og yröu þau líklega átta til
níu þegar yfir lyki. Hann sagöist
sjálfur vera Þingeyingur og væri því
eðlilegt aö velja verk af eigin heima-
slóöum en skráning nær yfir bæði
norður- og suðursýslu.
Bjöm Magnússon, fyrrverandi
prófessor, er annar áhugamaöur um
ættfræði og hefur hann gefiö út
„Nafnalykil” sem byggður er á mann-
tali 1801. Einnig er hann að vinna aö
„Ættmeið” sem er framættir Bjöms og
konu hans og kemur líklega út á næsta
ári.
Jón Gíslason sagði að athyglisvert
væri hvað þátttaka kvenna í ættfræði
væri mikið að aukast og virtist áhugi
fara mjög vaxandi í landinu. Ættfræði
var kennd við Námsflokka Reykja-
víkur um skeið og er miður að ekki
skuli hafa verið haldið áfram á þeirri
braut, sagði Jón.
BLAÐIÐ
NR. 50.6. TBL. 7. ARG. OKT. 1984. Varð kr. 80
Ásgeir Hvítaskáld
skrífar um siglingar 6.
.Fraktskip sem hefur aðeins eina
skrúfu og eitt stýri er þungt í vöfum.
En þetta skip hefur allskonar segl og
gefur marga möguleika, það er auð-
veldara i stjórn. 1 raun þá finnst mér
betra að sigla svona seglskipi en
þessum klunnalega ferköntuðu
flutningaskipum.”
Mig dauðlangaði til að spyrja hvort
ég mætti koma með. En þegar ég sá
slóttugt augnaráð strákanna, einn var
að leika sér meö hníf, og skítugar
vistarverur inn um kýrauga, þá þögðu
varir mínar.
En þegar ég kom á hjólinu aftur upp
á malbikiö og inn í hversdagsleikann,
var ég staðráðinn í að safna peningum
til að láta smiða svona skip. Eg myndi
sigla um heimshöfin sjö á þöndum
seglum og lenda i ævintýrum. Ef til vill
er ein eyðieyja ófundin.
Ásgeir Hvítaskáld
Tímarit fyr'r a"a
rvaj
ÚRVALSEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
AskriftarsIminn er
27022
íslanskar konur lögðu nlður vinnu 24. október 197S — 6 degl Sameinuðu
þjóðanna og kvennaári. Þessl dagur fyrtr níu irum var sögulegur —
tugþúsundir kvenna söfnuðust þi saman i Lækjartorgi i fjölmennasta úti-
fundi sem haldinn hefur verið hóri landi.
Kvennaáratug lýkur
1985
Akveðið hefur verið að helga árið
1985 baráttunni fyrir áframhaldandi
vinnu að jafnrétti kynjanna, fram-
þróun og friöi. Það eru liðin niu ár frá
þeim viðburði er islenskar konur lögðu
niður vinnu, sem var á degi Sameinuðu
þjóðanna, 24. október 1975. Með þeirri
aðgerð lögöu konur áherslu á mikil-
vægi vinnuframlags kvenna í þjóð-
félaginu.
Kvennasamtökin í landinu hafa nú
tekið höndum saman um að helga
næsta ár frekari baráttu. Samstarfs-
hópur 23 félagasamtaka og annarra
áhugamanna um jafnrétti hefur hlotið
nafnið ’85 nefndin — samstarfsnefnd i
lok kvennaáratugarins.
Fimm manna framkvæmdahópur
hefur verið valinn til að hafa yfir-
umsjón með aðgeröum. Einnig hafa
verið stofnaðir fimm starfshópar sem
öllumeruopnir. -ÞG.
Ertu búinn að tryggja
þér eintak?
Á NÆSTA
blaðsölustað!
Tryggðu þér eintök í tíma!
ÁSKRIFTARSIMINN ER
28028.
NÆSTSfoASTA SJÓ-
RÆNINGJASKIPIÐ
þau. Kaöalstigar lágu upp í möstrin og
mig svimaöi er ég leit upp. Skipið var
upphækkað að aftan og þar var lítið
stýrishús úr finum viði. Svona voru
skipin i gamla daga. Á dekkinu voru
skitugir strákar að slæpast, með hnífa
og hringi í eyrum. Sumir voru rauð-
hærðir, aðrir höfðu skuggalegt augna-
ráð.
Ég bað um skipstjórann og hann
kom og spjallaði við mig yfir borð-
stokkinn, en brottfarartíminn nálg-
aðist. Hann hét Christopher Spencer,
var klæddur ekta dökkbláum sjóliöa-
jakka, rauðbirkinn í framan, glað-
legur, gat alveg verið söguhetjan úr
Moby Dick. Ég var alveg til í að trúa
þvi að þetta skip hefði siglt út úr fortíð-
inni.
Hann sagði mér að skipið kæmi frá
Skotlandi og væri á leið til Grænlands,
en upphaflega var það byggt í Dan-
mörku árið 1948. Við Grænlandsströnd
átti að kvikmynda hluta úr kvikmynd
sem verið er að gera um Scott og
Amundsen og ævintýri þeirra á
suðurpólnum. Átti að kvikmynda segl-
skip við ísröndina þar sem hundasleð-
um og farangri var skipaö frá borði.
Þetta yrði 2 vikna túr og 17 manns voru
. . . og mig svimaði er óg leit upp.
um borð. Skipið var svipaö og það sem
notað var í heimskautaleiðangurinn
árið 1910. En mér sýndist þetta nú vera
samskonar skip og maður sér á fom-
minjasafni.
„Er ekki flókið að stjóma öllum
þessum seglum? ” spurði ég.
„Ekki ef maður hefur góðan mann-
skap,” sagði skipstjórinn sem hefur
siglt fraktskipum í áraraðir.
Þeir höfðu verið 5 daga frá Skotlandi
og það tæki 3 daga að sigla til Græn-
lands. Venjulega gekk skipið 6 mílur
en hægt var að ná því í 10 mílur. Hann
benti mér á rár og segl sem mátti bæta
við. Eg spurði hvort það væri jafngott
að sigla þessu og fraktskipi.
Ég var að þvælast á hjólinu mínu
niðri viö höfn að skoða bátana. Ævin-
týraþráin var alveg að gera út af við
mig. Það gerist aldrei neitt á borð við
ævintýri Robinsons Krúsó, nú tU dags.
Búið er að finna Ameríku og aUar eyði-
eyjarnar. Þetta var í ágúst, ágætis
veður en farið að kólna.
AUt í einu sá ég þrjú risahá möstur
með þverslám. Var skip Simba sæfara
búið að leggjast að bryggju í Reykja-
vík? Mér fipaðist svo að minnstu mun-
aði að ég hjólaði fram af bryggjuend-
anum. Þetta var stærðeflis skúta upp á
gamla mátann. Svört með geysUöngu
bugspjóti. Allt var í köðlum og tré-
blökkum og sjóræningjakylfur undir
borðstokknum. Viðurinn í möstrunum
var rauðtaumóttur og þau voru svo
þykk að ekki var hægt að ná utan um
Christopher Spencer.