Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Page 19
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984. 23 iróttir Iþróttir íþróttir íþróttir fþróttir lugamannadúettinn frá Is- andi vakti feikna athygli — Frábær f rammistaða Ragnars Ólaf ssonar og Sigurðar Péturssonar á World Cup golfmótinu íírlandi — Unnu sjö atvinnumannalið og tryggðu sér þátttökurétt f úrslitakeppninni í Róm „Þetta gekk vonum framar og við erum mjög ánægðir með árangur okkar. Þetta var mjög sterkt mót og gaman að sigra svo marga atvinnumenn,” sögðu þeir Ragnar ölafsson og Sigurður Pétursson, kylfingar úr GR, sem náðu frábærum árangri á World Cup golfmótinu sem fram fór á Irlandi í lok september. Um er að ræða keppni liða frá lönd- um úr öllum heimsálfum en forkeppni er háð víða um heim fyrir aðalmótið í Róm. I Evrópu- og Afríkuriðlinum voru aðeins þrjár þjóðir sem sendu áhugamenn. Það voru Islendingar, Norðmenn og Israelsmenn. Alls tóku tólf þjóðir þátt í keppninni á Irlandi og þátttakendur frá niu þjóðum voru at- vinnumenn í golfi. Þeir Ragnar og Sig- urður lentu í þriðja sæti og skutu aftur fyrir sig atvinnumannaliðum frá sjö þjóðum sem er frábær árangur. Þessi frammistaða tryggir þeim félögum rétt til þátttöku í úrslitakeppninni sem fram fer í Róm um miðjan nóvember. I Þess má geta að rétt eftir að þeir | Sigurður Pétursson og Ragnar SOlafssson voru valdir til þátttöku á Worid Cup á trlandi brutust út Imiklar deilur meðal þekktra kyif- tnga hér vegna vals þeirra í liðið. t I það minnsta tvelr þeirra sögðu sig ^ úr íslenska iandsliðinu sem keppa átti á NM nokkrum dögum seinna í Grafarholti. Ekki verður annað sagt en að þeir félagar Ragnar og Sigurður hafi með þessum glæsi- lega árangri brotlð þær gagnrýnis- raddir sem heyrðust í upphafi á bakaftur. -SK. Danir sigruðu í keppninni á Islandi. Per Greve lék á 73 og 80 höggum og Hans Erik Larsen lék á 74 og 78 högg- um. Samtals léku því Danirnir á 305 höggum. Austurríkismenn urðu í öðru sæti. Ossi Gantenmaier lék á 74 og 79 höggum og Johannes Lamberg á 73 og 85 höggum, samtals léku þeir á 311 höggum. Ragnar og Sigurður urðu síð- an þriðju eins og áður sagði á 315 högg- um. Ragnar lék á 77 og 77 höggum og Sigurður á 78 og 83 höggum. Fjórðu til að tryggja sér þátttökurétt í úrslita- keppninni voru Grikkir. Þeir léku á 317 höggum. í æf ingabúðir í Róm Þeir Sigurður og Ragnar halda utan til Rómar 4. nóvember og æfa í viku- tíma fyrir sjálfan slaginn sem hefst síðari hluta nóvember. Þar verða sam- ankomnir allir bestu golfleikarar heims, hvorki meira né minna, og verður fróðlegt að fylgjast með f rammistöðu f élaganna úr GR. Auk þeirra tveggja manna lansliða, sem mæta til leiks, tíu að tölu, hefur sigurvegurum úr öllum stærstu golf- mótum á árinu 1984 verið boðið til keppninnar. Þeir verða því í góðum félagsskap í Róm, sveinamir úr GR. -SK. Steveriano Ballesteros. Ballesteros er gráðugur Spánverjinn Severiano Ballesteros verður liklega sá eini af bestu golf- ieikurum heims sem ekki verður með í úrslitakeppni World Cup golfmótsins í Róm þar sem þeir Ragnar og Sigurður keppa. Ástæðan er sú að BaUesteros hefur farið fram á að fá greidda 30 þúsund doUara fyrir það eitt að láta sjá sig á keppnisstaðnum. Það er rúmlega ein mUlj ón íslenskra króna. -SK. rk gegn Finnum Siggi G. skoraði 11 mörk í Evrópuleik — með Coronas, þegar félagið sló út portúgalska liðið Beleneses — Það verður gaman að leika gegn minnm gömlu félögum úr Víkingi. Ég vona að þeir nái að leggja FjaU- hamrner að veUi, þannig að þeir mæti okkur, sagðl Sigurður Gunnarsson, landsUðsmaður í handknattleik, sem leikur með spánska Uðinu Coronas 3. maí f rá Tenerife. Sigurður hefur staðið sig vel með Coronas á Spáni í þeim þremur deUd- arleUtjum sem hann hefur leikið — og Coronas hefur unnið þá aUa. Þá hefur Sigurður leUtið tvo Evrópuleiki með félaginu, sem sló Beleneses frá Portú- gal út í fyrstu umferð. Sigurður skor- aði 11 mörk þegar Coronas vann, 31— 20, í Portúgal en sex mörk í 20—20 jafn- teflisleik á Tenerife. — Það verður gaman að leika gegn Sigurði, sagði Þorbergur Aðalsteins- son sem lék með honum hjá VUtingi. — Það getur farið svo að við leUtum báða jar Valsmanna í erfiðleikum '—n I fyrstu umferðinni lenti Ystad gegn finnsku Uði og þrátt fyrir að finnskur handknattleikur sé ekki hátt skrifaður lenti Ystad í miklu basli meö Finnana og vann Ystad samanlagt með einu marki. Ekki hefur Ystad gengið betur í AU- svenskan og er liðiö nú í einu af neöstu sætum deildarinnar. Tveir leUtmenn þykja afgerandi bestir hjá Ystad. Þaö eru þeir Basti Rasmusen og Lars Faxe. Báðir eru þeir landshðsmenn og Rasmusen hefur verið lengi i sænska landslið- inu. Faxe er örvhentur homamað- ur og þykir skæður sem slíkur. Fyrri leikirnir í 2. umferð Evr- ópukeppninnar fara fram á tima- biUnu 12,—18. nóvember en þeir síðari frá 19.—25. nóvember. -SK. Evrópuleiki okkar á Spáni, sagði Þor- bergur eða svo framarlega sem við leggjumFjallhammeraðvelU. -SOS. Sigurður Gunnarsson. Tvær ■ ■■■ r ■ r milljomr i verðlaun Eins og venja er á stórmótum i golfi eru ekki kaffi og kleinur í verðlaun til handa þeim sem bestur er hverju sinni. Á World Cup mótinu í Róm á ItaUu fá þeir tveir keppendur sem bestir verða samanlagt 30 þúsund dollara eða um ema miUjón ísl. króna. Auk þess fær sá einstaklingur sem leikur á fæstum höggum aUrakeppenda 25 þúsund doU- ara þannig aö samtals geta þeir Sig- urður eða Ragnar unnið sér inn Utlar tvær miUjónir króna. Sigurlíkur þeirra félaga verða þó að teljast í minnsta lagi en það eitt að hafa tryggt sér þátt- tökurétt í úrslitakeppni þessa stórmóts er stórgóður árangur. -SK. >róttir íþróttir íþróttir íþróttir Páfinn blessar World Cup golfkeppnin í Róm er með meiri golfmótum sem haldin eru ár hvert. Til merkis um það má nefna að Jóhannes PáU páfi mun fyrir mótið blessa keppendur, áhorfendur og starfsfólk. Meðal þeirra sem verða þess heiðurs aðnjótandi að hljóta bless- un páfans verða að sjálfsögðu fuUtrúar Islands, þeir Ragnar Ólafsson og Sig- urður Pétursson og fararstjórínn, Björgvin Lúðvíksson. -SK. Eruðþið ekki at- vinnumenn? Frammistaða þeirra Ragnars og Sigurðar í World Cup keppninni vakti mikla athygU ytra. írar, sem héldu mótið, voru yfir sig hissa þegar þeir komust að því að þeir Ragnar og Sigurður væru áhugamenn 1 golfi. Eruðþið virkUega ekki atvinnumenn? spurðu þeir og botnuðu ekki neitt í neinu. -SK. fþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.