Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Síða 32
36 DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984. STEVIE WONDER - WOMANIN RED Skopunargáfan oft verið meiri John lllsley er sem sjá má sá hæsti í Dire Straits. I IJOHNILLSLEY: NEVER TOLD A SOUL Gott hjá stóra siánanum Þegar hljómsveitir slá i gegn í fyrstu tilraun þá virðist það oft vera fyrir verk eins manns, forsprakka flokksins sem öllu ræður og allt getur. Félagar hans virðast þá aðeins vera undir- leikarar stjömunnar og maður efast satt að seg ja um að þeir hafi nokkuö til málanna að leggja eða geti neitt upp á eigin spýtur. Þegar þeir svo loksins vakna til lífsins og gera sólóplötur fæst staðfesting á þessum efa, plöturnar eru ómerkilegar, hljómsveitin á allt sitt aö þakka höfuðpaumum og hinir geta lítið. Sem betur fer era þó á þessu undan- tekningar. Eitt besta dæmið um hljómsveit eins manns sem sló rækilega í gegn er Dire Straits. Mark Knopfler var þar allt í öllu og hinir stóðu þægir í skugg- anum a.m.k. lengi vel. Þó fór svo að bróðir Marks, David, gafst upp á frekj- unni í stóra bróður. Hann hóf eigin út- gerð en gekk ekki vel þó hann héldi sig viö Dire Straits stílinn. Hann virtist vanta neistann. Bassaleikarinn hávaxni úr Dire Straits, John Illsley, hefur nú róið á sömu mið og David og gert sólóplötu. Sennilega er allt í góðu því Mark Knopfler spilar með í öðra hverju lagi. Það er greinilegt að með Dire Straits gat John Illsley spilaö ágætlega á bassa og nú er það ljóst að hann getur líka sungiö nokkuð sæmilega, þó ekki sé þaö meö neinum teljandi tilþrifum, og einnig semur hann prýðilega á- heyrileg lög. Ekkert laganna er kannski virkilegur smellur en þau eru ÖU býsna jafngóð og þar með er varla nokkur veikur punktur á allri plötunni. Flest eru þau frekar róleg og þýð en sum þó með góðri rokksveiflu s.s. Jimmy on the Central Line og Northem Land sem mér finnst reyndar líkjast fullmikið sex ára gömlu lagi með The Jam. Lúðrablástur setur skemmtilegan svip á þrjú laganna. Textamir, sem John semur einnig, era sjálfsagt enginn snilldarskáldskapur en skýrari og betri en gengur og gerist og oft einlægir og persónulegir. Auðvitað minnir platan á Dire Straits. Við öðra var kannski ekki að búast en hún er alls ekki dauö endur- ómun fyrri platna. Þetta er að sjálf- sögðu galli ef vonast er eftir einhverju nýju en hafi maður smekk fyrir tónlist Dire Straits þá ætti plata John Illsleys einnig að falla í góðan jarðveg. Kostir hennar era fallegar laglinur, fágaöur hljóðfæraleikur og einiægir textar. -Jám. Stevie Wonder á glæsilegan feril að baki sem tónlistarmaður og er sjálf- sagt einn allra virtasti meðal kollega sinna. Hann vakti fýrst athygli tólf ára gamall og nokkrum árum síðar var hann orðin stórstjarna. Alls sem kemur frá honum er beðið með eftirvæntingu, sérstaklega nú eftir að hljótt hefur verið í kringum hann í tæp fjögur ár. Þá hafði hann með stuttu millibili sent frá sér tvö j meistaraverk, tvöfalda albúmið The Secret Life Of Plants árið 1979 og strax árið eftir Hotter Than July. Svo það má segja að tími hafi veriö kominn til aö meistarinn léti heyra frá sér og afurðin er Woman In Red. Tónlist sem samin er við samnefnda kvikmynd. Og til að upplýsa lesendur strax, þá er þessi nýja plata meistar- ans frekar léttvæg þegar hún er borin saman við tvær fyrmefndar plötur. Sjálfsagt er orsökin að einhverju leyti hið þrönga svið sem hann hefur fyrir tónlistina, sem sagt kvikmyndin sem henni fylgir. En á móti má segja að Stevie Wonder er blindur og getur því ekki séð hvað fram fer á hvíta tjaldinu. Svo það er eingöngu efnislega sem Stevie Wonder er bundinn við- fangsefninu. Nú er ekki þar með sagt að Woman In Red sé léleg, þvert á móti er ágætt aö hlusta á hana. En það vantar inn- lifun og beittan boöskap sem einkennir margar fyrri plötur hans. Woman In Red er góð dægurtónlist eins og hún getur best orðið, en Stevie Wonder er enginn meöalmaður og því er alltaf bú- ist við meira frá honum en öðrum, sem þrepi eru neðar í virðingarstiganum. A Woman In Red eru átta lög. Stevie Wonder hefur fengið hina ágætu söng- konu, Dionne Warwick, sér til aðstoðar við sönginn og aðstoðar hún hann í tveimur lögum og syngur þar að auki eitt lag sjálf. Þrátt fyrir sína ágætu rödd eykur hún lítið gildi plötunnar. Þetta er verk Stevie Wonders og við hann að sakast ef einhverjum mis- líkar. Besta lagiö á plötunni er tvímæla- laust I Just Called To Say I Love You. Fallegt og heillandi lag sem geysivin- sælt hefur verið að undanfömu og verið á öllum vinsældalistum sem mark er takandi á. önnur lög falla nokkuð í skuggann, þó era þama góð lög inn á milli, til dæmis Love Light In Flight sem vinnur á við hverja hlustun og Don’t Drive Drunk. I heild er Woman In Red áheyrileg og yfir meðallag, en aðdáendur Stevie Wonder vita að hann getur gert betur og verða að bíða og sjá hvort hann hristi ekki af sér slenið og komi með bitastæðara efni sem fyrst. HK. DAVID BOWIE—TONIGHT: Kvölda tekur, sest er sól... ? Þaö þarf ekki aö hlusta sérdeilis grannt á þessa plötu til þess aö komast alténd að einni niðurstöðu: Tonight er langt frá því að vera metnaðarfullt verk. Rokkunnendur áttu því að venjast að frá hendi David Bowies kæmi einlægt eitthvað spennandi, eitt- hvað ólíkt fyrri plötum. Let’s Dance, platan frá í fyrra, braut þessa hefð: hún var eins blátt áfram og venjuleg eins og hægt var að hugsa sér. Og hér kveður á engan hátt viö nýja tóna; Bowie siglir lygnan sjó og þó ein- hverjum finnist ef til vill nýstárlegt að heyra meistarann taka sér í munn reggílög er fátt eitt skarplegt við túlk- un hans. Reggílögin eru tvö, bæði samin af Iggy Pop og hafa áöur heyrst á plötum hans, að flestra áliti í mun áheyrilegri útsetningum en hér. Iggy Pop er fyrirferðannikill á þessari plötu, semur fleiri lög og þá í félagi við Bowie, og einnig kemur Tina Tumer við sögu, syngur bakraddir í titillag- inu: Tonight. Að mínum dómi er platan eiguleg fyrir þrjú lög. Ég nefni fyrst gamalt lag eftir Brian Wilson úr Beach Boys: God Only Knows. Lagið hefur fengið hér ákaflega virðulegan svip, strengir og blásarar láta mikið til sín taka, og Bowie beitir sinni geðþekku baríton- rödd af mikilli smekkvísi. Fyrsta lag plötunnar er einnegin eftirminnilegt: Loving the Alien samiö algerlega af Bowie og síðast vil ég nefna lag eftir Bowie og Iggy Pop: Tumble and twirl sem er næstum ómótstæöilegt! Hin lögin eru flest óspennandi án þess að vera leiðinleg ef undan er skilið síöasta lagið: Dancing With the Big Boys, sem er ótrúlega hvimleitt svo ekki sé dýpra í árina tekið. Bowie hefur ekkert verið að nostra við þessa plötu; það er næstum því hægt að kalla hana flaustursverk og upptökutíminn enda í skemmra lagi: þrjár vikur. Ef til vill er Bowie bara að sinna skyldum sínum við útgefendur og gleymir því að hann hefur líka skyldur við aðdáendur, þó aðrar séu. Hér eru þær síðarnefndu að mestu látnar mæta afgangi en auðvitað ber að meta það sem vel er gert og ætli við megum ekki prísa okkur sæla fyrir að Bowie hefur þó alténd beygt út af þeirri braut lágkúrannar sem hann álpaöist inn á með Let’s Dance? -Gsal FRIDA —SHINE NEISTANN VANTAR Anni-Frid Lyngstad heitir hún, kallar sig Frida og var áður og er enn að því er heimildir herma í einni vin- sælustu hljómsveit heims, Abba. Shine mun vera önnur sólóplata hennar. A Abba-plötunum var öll tónlistarstjórn og tónlistarsköpun í höndum karl- mannanna, þeirra Benny Anderson og Bjöm Ulvaeus. Aö sjálfsögðu hefur Frida viljað losna undan áhrifum þeirra á sólóplötum sinum og lítið sem ekkert leitað til þeirra um aðstoð. Þeir hafa að vísu samið eitt lag á Shine. Á fyrri plötu sinni naut Frida aðstoðar Phil Collins, þess ágæta tónlistarmanns úr Genesis. Stjómaði hann upptöku á þeirri plötu og var út- koman hin sæmilegasta. Alla vega var tilganginum náð. Það er að segja tónlistin h'ktist ekki þeirri tónlist, sem Abba er þekktust fyrir. Shine er aðeins fágaðri, enda er Phil Colhns horfinn og við er tekinn Steve Lihywhite, ungur og efnUegur stúdió- maður sem athygU hefur vakið og gefur hann tónlistinni aðeins mýkra yfirbragð. Á Shine eru tíu lög sitt úr hverri áttinni ef svo má að orði kom- ast. Ekki er hægt að heyra að neitt eitt lag skari fram úr öðru. En þau mynda ágæta heild og gefa Fridu ágætt tækifæri tU að sýna hvað býr í henni sem söngkonu. Eitt lag hefur hún samið sjálf, Don’t Do It, rólegur ástar- óður og er það snöggtum betra lag en framlag þeirra Benny og Björns, Slowly, sem er langt frá þeirra besta. Aheyrilegustu lögin eru aftur á móti Shine, The Face, Twist In The Dark og Chemistry Tonight sem öU eru létt- rokkuð og sýna svo ekki verður um viUst að Frida er hin ágætasta söng- kona. Shine er ein af þessum plötum þar sem allt er pottþétt, tæknivinna full- komin, söngurinn góður, lögin í heUd Sæl núí Eng; ir fréttir eru góðar fréltir sc gir máltækiö og hefur hljór fiflHJmfnlat’íco • nað cins og h ■:c*lAivefii * >» 1* um. Viö scgji 1 SluU.SlU VIK- um: gamlar fréttir eru bct ri eu engar fréttir. L’tlcnd blöð farin að gulna enda ge ‘fin úl fyrir prcntaravcrkfai 1 cn tínum samt tii nokkn i moia.. . A mdUUUdj'HHl Vdt Duran, sú fl i u voit fró 4: senuí uuran fciknvinsæia 'Zkt* IV I * t l.»vv *1 jiijUiiiðVLii, ira ^ skífu: Thc Wild >t r nvja sma- Boys. i.agiö mun samkvæm t heimiidum fást í ýmsu form ieins ogtíðk- ast nú til dags stiuri íj og upptoku- * 0 ðniuMVul Rogcrs. Fyrir jó tíl jóla!) kcm umi v nr 4'\i»v lin (58 dagar ur svo fra Duran iiijómleif upp á hljómleik uipiata tekin um í Banda- ríkjunum fyrr á árinu. . . alls ekki slæm, samt er sem vantar til að skapa heild. það eitthvað áhrifamikla HK. JVIcð smáskifu I)avid Bowics, Bluc Jean, fengu útvaidir myndbandamcnn ágæta al- vinnu þvi Bowic ákvað að búa til myudband sem ta-ki iiðr- uni fram, — að minnsta kosti hvað lengdina varðar. Þessi framlciðsla hefur nú verið tckín til sýninga í kvik- rnyndahúsum i Bretlaudi undir nafninu: Jazzin' Wilh thc Bluc Jean og ku vcra luttugu minutur i sýningu. . . Cuiture Club a*Uar í liljóm- lcikafcrð um Bretiaud í descmbcr cn cins og margir vita cru bæði stórar og smaar piötur komnar út mcð hljóm- svcitinni. Lagið: Thc War Song cr enn hátt á iista í Brct- landi — fór- þó ekki á toppiiui — og nýja breiðskífan hcilir: Waiking Lp With The Housc On Fire. Millikafiami i Iaginu Thc War Song siing Boy Gcorgc a fjórum öðrum tungumalum cn cnsku: frönsku, spæusku, japönsku og þýsku, svo aðdáendur hans i löndum, sem skilja þcssar tungur. eigi hægara um vik að mcðíaka boðskap- inii: gcgn striði — með fríði. . . Sá sérkcnniicgi og ágæti söngvari, Fcargal Sharkey, úr Uudcrtoncs sálugu hefur scnt frá sér fyrstu sólóplötuna: 2ja laga og titillagiö samið af Carl Smith í Madness: I.isten To Your Fathcr. .. Miek Karn, fyrrum liðsmaður Japan, og Peter Murphy, fyrrum liðs- maður Bauhaus, hafa hljóð- ritað i sameiningu eina ágæta breiðskifu.. . Sonur John Lcnnons og Cynthiu, Julian Lennon, hefur gefið út fyrstu soloplötu sina og tvö lög af plötunni cru þegar hátt a list- um í Bretlandi og Banda- rikjuuum. Too Latc For Goodbycs var gefið ut í Bret- landi og þaö cr þessa vikuna i 12. sæti. . . Sæl aö sinni. -Gsal i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.