Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Blaðsíða 35
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984. 39 Sjónvarp Útvarp Veðrið ísland með fæsta útsendingartíma útvarps og sjón- varps í allri Evrópu — það er að segja þegar allt er í gangi hér Engin sjónvarpsstöð í Evrópu sendir út efni í eins stuttan tima á viku og íslenska sjónvarpið. Þetta kemur fram i nýrri útgáfu af „Radio/TV-handbook” en þar er meðal annars fjallað um útvarps- og sjónvarpssendingar i öllum löndum Evrópu og víðar. Island er einnig neöst á blaði hvað varðar útsendingartima útvarps á hverjum sólarhring. Flestar þjóðir Evrópu eru með útvarpið í gangi hjá sér allan sólarhringinn — eða í 24 tíma. Utsendingartiminn á Islandi — en þar er eingöngu átt við út- sendingar i miðri viku — er 17 tímar. I fyrri útgáfu af þessari bók deildi Island neðsta sætinu hvað varðar út- sendingartíma útvarps með Möltu. En nú hefur Malta eftir nýju bókinni að dæma bætt við sig og sendir nú út í 18 tíma á sólarhring eins og Finniand ogNoregur. I sambandi við útsendingartíma sjónvarps hefur Island samkvæmt nýju tölunum bætt viö sig fimm út- sendingartimum á viku, — er nú í 30 tímum — en var með 25 tíma í síö- ustu bók. Utsending í 30 tíma á viku er 11 tímum minna en sú þjóð sem vermir næstneðsta sætið, en það er Monaeo með 41 útsendingartíma í viku hverri. Bretland er í efsta sæti hvað varðar f jölda útsendingartíma í sjón- varpi í hverri viku. Þar eru 4 stöðvar og útsendingartiminn er samtals 392 klukkustundir. Sjálfsagt er þessi skrá gerö áður en Bretar sendu upp gervihnöttinn sinn ,,Sky Channel” en efni frá honum er sent út um allt Bretland og einnig sést það í sjónvarpstækjum í fjölmörgum borgum og bæjum á meginlandinu. Sumstaöar þar eins og t.d. í Hollandi og Belgíu getur fólk valið um efni á 5 til 8 stöðvum sem eru í 3 til 4 löndum, og þar fyrir utan eru svo kapalsjónvörp víða. Tafla þessi sem fer hér á eftir gefur því ekki alveg rétta mynd af ástandinu, nema þá hér á Islandi. Ibúar þessara þjóða geta nær allar horft á stöðvar í nágrannalöndunum ef þeir hafa áhuga... Sjónvarp Hér birtum við svo listann yfir út- sendingartíma sjónvarps í löndum Evrópu. Aftan við nafniö er hve margar stöðvar eru í viðkomandi landi og síðan útsendingartímar í vikuhverri: LAND Stöðvar Tímar Bretíand 4 392 Frakkland 3 210 Engin þjóO í Evrópu er með eins f&a útsendingartíma 6 viku og íslenska sjónvarpiö segir fíadio/TV-handbook. halía 3 206 V-Þýskaland 3 205 Sviss 3 186 Júgóslavía 2 172 Sovótríkin 4 156 Belgía 4 154 Austurríki 2 141 A-Þýskaland 2 133 Tókkóslóvakía 2 131 Lúxemborg 2 121 Spánn 2 120 Rúmenía 2 105 Búlgaría 2 100 Portúgal 2 100 Holland 2 100 Ungverjaland 2 99 Svíþjóö 2 90 Finnland 2 90 Pólland 2 90 Grikkland 1 54 Danmörk 1 48 Noregur 1 47 Malta 1 42 Monaco 1 41 ísland 1 30 Útvarpið Ef litiö er á 1 töfluna yfir út- sendingartíma útvarps í þessum löndum eru 18 lönd af 28 með opið út- varp hjá sér allan sólarhringinn. Hvaða lönd það eru og hvaða lönd koma svo þar á eftir sjáum við á þessum lista: LAND Tímar Búlgaría 24 Tókkóslóvakía 24 Frakkland 24 Grikkland 24 A-Þýskaland 24 V-Þýskaland 24 Holland 24 Ítalía 24 Lúxemborg 24 Rúmenía 24 Pólland 24 Portúgal 24 Sviss 24 Sovótríkin 24 Bretíand 24 Júgóslavía 24 Spónn 24 Svíþjóö 24 Ungverjaland 21 Danmörk 21 írland 20 Belgía 20 Monaco 20 Austurríki 20 Noregur 18 Finnland 18 Malta 18 ísland 17 Sveitarstjóri Hreppsnefnd Nesjahrepps, Homafirði, A-Skaft., auglýsir laust til umsóknar starf sveitarstjóra. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 1984. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Nesja- hrepps, Nesjaskóla, sími 97-8500. F.h. hreppsnefndar Nesjahrepps, TryggviÁrnason. Veislusalir Veislu- og fundaþjónustan. Höfum veislusali fyrir hvers konar samkvæmi og mannfagnaði. 2 salir, 30—100 mannaog 100—200manna. Fullkomin þjónusta og veitingar. Vinsamlega pantið tímanlega fyrir árshátíðina — afmælið — brúðkaupið eða ferminguna. RISIÐ — veislusalur Hverfisgötu 105 símar: 20024 — 10024 — 29670 Aðalfundur Félag skyndihjálparkennara heldur aðalfund laugardaginn 27. október kl. 14.00 í húsnæði Rauða kross íslands, Nóatúni 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hafnarfjarðarbær Orðsending til greiðenda útsvars og aðstöðugjalda í Hafnarfirði. Eindagi greiðslu útsvara og aðstöðugjalda til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar vegna septembermánaðar er að þessu sinni 1. nóvember nk. Að kvöldi þess dags veröa reiknaðir dráttar- vextir, 2,75%, á vangoldin gjöld. Skrifstofa bæjarsjóðs, að Strandgötu 6, er opin alla virka daga frá kl. 9.30—15.30. Bæjarstjóri. Austan- og norðaustanátt um allt land, gola eöa kaldi. Á Suður- Austur- og austanverðu Norður- landi verða slydduél en annars staðar úrkomulaust. Hitastig víða um heim Amsterdam 13, Aþena 25, Berlín 115, Brussel 16, Chicagó 13, Dublin 15, Frankfurt 15, Genf 20, Heisinki 6, Hong Kong 27, Jerúsalem 23, Kaupmannahöfn 12, Lissabon 25, London 15, Los Angeles 27, Miami 27, Montreal 11, Moskva 13, New York 14, Osló9, París 16, Peking 17, Rio de Janeiro 29, Róm 22, Tokýo 20, Vín 15. ! Gengið |1 Gengisskrðning . NR. 206 - 25. OKTÚBER 1984 KL 09.15 ír-------------:------------------. I Cining Kaup Sa!a Tolgengi DoBar 33,520 33,620 33.22 Pund 40,938 41,058 41.409 Kan. dollar 25,491 25.568 25.235 Dönsk kr. 3,0657 3,0749 3.0285 Norskkr. 33107 33221 3.7916 Sænsk kr. 3,8892 3,9008 3.8653 I Fi. mark 5,3080 5,3238 52764 1 Fra. franki 3,6076 3,6184 3.5740 Belg.franki 0,5475 03492 0.5411 ! Sviss. franki 13,4944 13,5346 132867 ' HoB. gyllini 93148 93441 9.7270 ‘VÞýsktmark 11,0718 11,1049 10.9664 ! It. líra 0,01785 031791 0.01761 ■ Austurr. sch. 1,5763 1,5810 1.5607 | Port. escudo 02060 02066 02073 'Spá. peseti 0,1971 0,1976 0.1959 Japanskt yen 0,13665 0.13706 0.13535 Irsktpund 34207 34209 33.984 ! SDR Isérstök 33,4578 33,5576 jdráttarrétt.) Símsvarí vegna gengisskránmgar 25190 Útvarp Dagskráin í dag. Dagskrá útvarps verður eins og undanfama daga í verkfalli, fréttir lesnar kl. 12.20 og kl. 19. Þá verða veðurfréttir lesnar kl. 8.15, kl. 10.10, kl. 12.45, kl. 16.15, kl. 18.45, kl. 22.15, kl. 01.00, kl. 4.30 ogkl. 07.00. Rétt og jöfn loftþyngd eykur öryggi, bætir aksturshæfni, < minnkar eyöslu eldsneytis og nýtir hjólbarðana betur. Ekki þarf fleiri orð um þetta -NEMA- slitnir hjólbarðar geta orsakað alvarlegt umferðarslys. SEMI Gagnkvæm tillitssemi allra vegfarenda, akandi, hjólandi, ríð- andi og gangandi, er veiga- mikið atriði í vel hepþnaðri ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.