Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Side 1
 DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 234. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984. Takast samningar milli BSRB og ríkisins í dag? — nwmnatpiJM litnria fvrirnn ntáiih tafet vacrna líriifu R.CPR iiftf eabaninntrinf vatrnn ksamntáia Þegar DV fór í prentun skömmu fyrir hádegi voru allar líkur á aö samningur tækist milli BSRB og fjár- málaráðuneytisins á næstu klukku- stundum. Meginatriði samningsins lágu fyrir í morgun. Samkomulag var orðið um að laun hækkuðu um 10% næstu mánaða- mót og síðan kæmi 800 króna hækkun ofan á alla launaflokka 1. desember. Sem uppbót fyrir septembermánuð yröu greiddar 2500 krónur og síðan 4000 krónur ofan á persónuuppbót í desember. Þann 1. maí kæmi eins launaflokks hækkun en ágreiningur var um hvernig staðið skyldi aö ann- arri eins launaflokks hækkun sem koma skyldi 1. nóvember. Samningur var þó ekki talinn geta strandað á því atriði, heldur var helsti ásteytingar- steinninn krafa BSRB um sakar- uppgjöf vegna kærumála sem ýmis fyrirtæki hafa lagt fram vegna verk- fallsvörslu. BSRB hafði fallið frá tilraun sinni til aö ná inn í samninginn kaupmáttar- tryggingu, en þess í stað var komið ákvæði um að heimilt væri að segja upp samningnum 1. september á næsta ári. Samningur þessi er talinn geta fært um 16,5% meöaltalskauphækkun á samningstímanum eða um einu prósenti minna en nýgerður samningur bókagerðarmanna. Hann yröi hins vegar 2,1% hærri en tilboð f jármálaráöherra á sunnudag. Skömmu fyrir hádegi var gert hlé á samningaviöræðum á meðan fulltrúar einstakra aðildarfélaga BSRB í 60- manna nefndinni ræddu um tilboðið. Tilboðið hafði þá ekki verið borið undir atkvæði í nefndinni. Mikil óánægja greip um sig í 60- manna nefndinni í nótt er fyrstu morgunblöðin bárust í Karphúsiö. INT var greint frá samningsdrögunum og voru þau þá talsvert lægri en nefndin hafði samþykkt að unnt væri að gefa eftir. Þá höfðu samningamenn BSRB ekki rætt stöðu málanna við nefndina í 14 klukkustundir eða frá því fundur hófst klukkan 1 í gærdag. Töldu menn aö erfiölegar myndi ganga að fá sam- þykki nefndarinnar eftir þessi vinnu- brögð. -ÓEF/óm. Haraldur Steinþórsson, varaformaður BSRB, í áköfum viðrœðum við samningamenn rikisins, Þorstein Geirsson og Indriða Þorláksson. ... en þrátt fyrir miklar annir í nótt gáfu menn sér tíma til að taka eina skák og narta i kjúkl- ingslæri. DV-myndir GVA Samningur BSRB sleit viðræðum ASÍ og VSÍ —skatta- leiðin endanlega úrsögunni Laust fyrir klukkan 8 í morgun slitnaði upp úr viðræöum Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasambands- ins.Þarmeðerskattalækkunarleiðin í samningum talin endanlega úr sög- unni. Nýr fundur hefur verið ákveðinn klukkan 14 á morgun. Ástæðan fyrir því að skattaleiðin er úr sögunni er samningur BSRB sem nú liggur næstum fyrir. 1 honum felast of miklar la unahækkanir aö mati VSI. Laust eftir klukkan 6 í morgun ætlaði VSI að leggja fram samningstilboð til ASI um afnám tvöfalda launakerfisins í áföngum á samningstímanum en um það var orðiö samkomulag í megin- atriöum. I tilboðinu var einnig gert ráð fyrir að í stað kaupmáttartryggingar yröi settur á fót gerðardómur skipaður tveimur fulltrúum frá hvorum aöila og oddamanni sem aðilar réðu á víxl. Gerðardómurinn skyldi meta kaup- máttarþróun og semja um hækkanir ef verölagshækkanir færu umfram ákveðin mörk. Ágreiningur var þó milli aðila um útfærslu þessarar hug- myndar. Samninganefnd ASI neitaði að taka við þessu tilboði þar sem ekki var nægilega gengið frá kaupmáttar- tryggingu. Samninganefndarmenn ASI töldu að samningur um 18% meöaltalskaup- hækkun á samningstímanum væri í sjónmáli. Þaö er miðað við launa- hækkanir ásamt skattalækkunum. Viðræðurnar slitnuðu sem fyrr segir vegna þess að BSRB hafði samið um meiri launahækkanir en skattaleiðin gerir ráð fyrir og ágreiningi ASI og VSI um kaupmáttartrygginguna. ÓEF Samninganefnd VSf bíflur mefl tilboflið i höndunum fyrir utan fundarsal samninganefndar ASf i húsakynnum Vinnuveitendasambandsins vifl Garðastræti. Á endanum var samninganefndin gerfl afturreka mefl tilboflifl þar sem ASÍ vildi ekki taka við þvi. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.