Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Qupperneq 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NOVEMBER1984. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Fríhafnir misjafnar en samt hagkvæmar Fríhafnir eru orðnar ómissandl á nú- tima ferðalögum. Verslun þessi er sér- staklega mikllvcg fyrlr tóbaks-, vín- og ilmvatnsframleiðendur og færir jafnframt flugfélögum, flughöfnum og skipafélögum miklar tekjur. Ferða- langar sem leið eiga um frihafnir bera saman og leita eftir nýjum gjöfum á kjarakaupum. En 6 meðan hinn al- menni, jarðfasti kúnnl gagnrýnir kosti frihafna heldur þessl blómlegi „big- buslness” ófram að blómstra. Vöruverð í hinum ýmsu fríhöfnum Evrópu og víðar er mjög mismunandi og jafnframt er verð milli fríhafnar annars vegar og borgar sama lands hins vegar misjafnt. Kaupmannahöfn og frihöfnin á Kastrup virðast slá öll met hvað varðar mismun á milli þess- ara staða. Hins vegar er Island ekki langt á eftir hvað þetta snertir og virð- ist vera i öðru sæti af þeim borgum sem teknar eru fyrir í meðfylgjandi könnun. Erfitt er að bera saman verð á vintegundum vegna misstórra um- búða. I fríhöfninni á Keflavikurflug- velli er algengasta mælieiningin 1 lítri en á útsölustöðum ÁTVR er vín selt í þriggja pela flöskum. Oft hafa heyrst raddir um að ekki sé orðið neitt betra að versla i frihöfninni á Keflavikurflugvelli heldur en í al- mennum verslunum hér á landi en sú verðkönnun sem hér fyigir leiðir annað íljós. Þrátt fyrir mismunandi fríhahiar- verð ríkir mikil samkeppni meðal frí- hafna. Fríhöfnin í Amsterdam, Schipholflugvelli, er nú talin hagstæð- ust viðskiptavinum sinum. En forstjóri SAS hefur nú á dagskrá að lækka fri- hafnarverð á Kastrup í Danmörku verulega til að laða frekar aö kaup- sjúka traffikina. jj Fríhöfn Reykjavík llítri 3/4 lítri Whisky Johnnie Walker Black Label 466,62 850,00 Whisky Chivas Regai 533,28 890,00 Vodka Smirnoff 200,00 650,00 Cognac Camus Napoleon 1.158,22 1.070,00 íslenskt brennivín 166,65 510,00 Samanburður á verði víntegunda í frihöfn Keflavíkurflugvallar og á áfengisútsölustöðum í Reykjavik. Ekki eru flöskumar jafnstórar en þrátt fyrir það er verðið á þriggja pela flöskunum, sem seldar ero í ÁTVR, ávallt hærra. Frihöfn Reykjavík Kodacolor VR135/24 ASA100 83,32 205,00 Pentax linsa 28 mm F 2.8 3.533,00 5.284,00 Canon myndavél F—1 Body 13.665,30 34.146,00 Panasonic myndbönd VHS E—180 308,30 494,00 Philips rakvél HP1327 2.241,44 5.494,00 Pioneer bíltæki KEX—73 13.165,35 22.120,00 Sanyo ferðasegulbands- og útvarpstæki M7200LU 3.899,60 9.808,00 Sharp vasatölva EL 323 316,63 480,00 Sanyo vasadiskó M—G34T AM—FM 2.266,44 6.351,00 Miss Dior ilmvatn 7,5 ml. 516,61 810,00 Tafla þessi sýnir samanborð á verði á Keflavikurflugvelli, frihöfn, og í verslunum í Reykjavík er versla með viðkomandi vörur. . SMAAUGLYSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víða. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samið er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir. Við birtum... Þaö ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA RAFMAGNSREIKNINGA? OSRAM Ijós og lampar eyöa broti af því rafmagni sem venjuleg Ijós eyöa og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent Ijós eyða 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo endast þau miklu lengur. OSRAM DULUX “ handhægt Ijós þar sem mikillar lýsingar er óskaö. Mikið Ijósmagn, einfalt í uppsetningu og endist framar björtustu vonum. JIS JÓN LOFTSSON HF. RAFBÚÐ HRINGBRAUT121 SlM110600 OSRAM LJOSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.