Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Síða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NOVEMBER1984. Spurningin Tekur þú lýsi? Skúli Hansen matreiöslumeistari: Aö sjálfsögöu geri ég þaö. Þaö er aö vísu vont meðan maöur er að taka þaö en maður lætur sig hafa þaö. Oddur Þórðarson ellilífeyrisþegi: Nei, lýsi hef ég ekki tekið þau 70 ár sem ég hef lifað. Mér finnst þaö vont og hef komist af án þess hingaö til. Sigurlaug Oskarsdóttir, atvinnulaus: Nei, lýsi tek ég ekki. Eg geröi þaö einu sinni en er hætt því núna. Mér finnst lýsi vont. Vilhelm Frederiksen verslunarmaöur: Já, ég tek lýsi ööru hverju. Það er gott aö taka lýsi heilsunnar vegna. Daði Jóhannesson nemi: Nei, ég tek ekki lýsi. Mér finnst það vont svo ég sleppi þvíalveg. Ari Steinþórsson nemi: Nei, mér finnst iýsi vont svo ég sleppi því. Eg tel mig vera alveg nógu hressan án þess. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Eru íslending- ar óhæfir?” Vörubilstjóri leggur orö í belg: Mig langar aö koma á framfæri smáhugleiöingu varöandi lesenda- bréf Bjarts sem birtist á þessari síöu þann 6. nóv.-sl. undir fyrirsögninni „Eru Islendingar óhæfir ökumenn?” Ég ætla aö leyfa mér aö stytta fyrir- sögnina og spyrja: Eru Islendingar óhæfir? Eg er alveg sammála Bjarti hvað þaö varöar að þaö vantar aiveg þetta eölilega rennsli í umferöina sem nauösynlegt er til þess aö hver þvælist ekki fyrir öörum. Það myndi um leið koma í veg fyrir flestöll um- ferðaróhöppin. Þegar ég hugsa um umferöina hér á Islandi kemur upp í hugann kúluspil. Maöur stendur meö kjuðann og skýtur kúlunni og býður spenntur eftir að sjá hvort hún hittir. Nú verður maður að snúa öllu viö. I þessu tilfelli brosir maöur ekki fyrr en maður hefur séð hvort einhver var aö þvælast fyrir manni. Mér finnst þetta sama blasa viö nánast hvar sem maður kemur og þarf aö hafa samskipti viö fólk. Þjösna- skapur, þaö er kannski fullmikiö sagt en eftir aö hafa komiö nokkrum sinnum til útlanda þá verður manni þaö ljóst að það er eins og aö koma í aðra veröld. Ekki bara að umferöin gengur betur heldur blasir þetta viö á öllum sviöum. Og hver er svo ástæðan? Ekki þori ég aö fullyröa neitt um það. Eg finn sárlega fyrir því ,,hér og nú” að ég er ekki nógu menntaöur til aö geta gefið fræöilegt svar við því. En af því að hér á Is- landi er enn tjáningarfrelsi viðhaft hvaö blöðin varöar þá ætla ég að leyfa mér að geta mér til um ástæöu. Eg hef sloppið í gegnum árin á bilunum minum án meiriháttar áfalla og ég ætla aö reyna aö finna skýringu á því ef þaö mætti koma að gagni í þessu hvimleiöa vandamáli. Aö gera kröfur til sjálfs síns, þaö hefur komiö mér aö einhverju gagni. Eg held meira aö segja aö þaö hafi dugaö mér ágætlega í umferðinni. Eg hef reynt að vera ekki fyrir öðrum og það hvimleiöasta sem ég þekki úr umferðinni er að vita af farartæki á eftir mér og hafa þá til- finningu aö ég sé aö þvælast fyrir. Eftir því sem ég hef þjálfast hef ég þess vegna reynt aö aka á hæsta leyfilegum hraða. Stundum hef ég verið hundskammaöur af vinnu- félögum fyrir aö geta ekki hagað mér eins og þeir þó aö ég hafi aldrei leyft mér aö fara fram á þaö við þá aö þeir höguöu sér eins og ég. Senni- lega er ég ekki mikil „félagsvera”. Þaö er nú einu sinni svo aö ekki eru allir fæddir meö sömu hæfileika og ég hef reynt aö vinna úr minum meö gagnrýnu hugarfari. Því miður var ég alltof lengi aö átta mig á því aö ég mátti ekki beita sömu aöferöum viö annað fólk. Þá var ég nú búinn aö ala bömin min upp og ekki meira um þaö. Nú þekki ég ekki nógu vel til uppeldis og menntakerfisins sem viö Islendingar notum hvort ástæðan gæti legið þar. Eg hef það á tilfinn- ingunni að þaö megi finna eðlilega skýringu á svo til öllum vanda- málum, jafnvel efnahagsvandanum lika og þá er nú mikiö sagt. Gunnar villað Rolling Stones verðigerð betri skilbæðiíútvarpiog sjónvarpi. „Hvað erbetra en að vakna við góða rokktónlist 6 morgnana?" Kaffi og rokktónlist á morgnana Gunnar Agnarsson skrifar: vita um þau og til aö geta varast þau þetta helv. skallapopp sem öllu tröll- og fariö að hlusta á Stones en ekki ríður. Ég sem þetta rita er alveg aö veröa geggjaður á þessu eilífa væli í útvarpi og sérstaklega á rás 2. Ég heyrði þátt á rás 1 sem nefnist Traðir og hann fannst mér góður. Duran Duran, Boy George og eitthvaö álíka drasl er látið glymja í gufunni ef maöur opnar tæki og virðist aldurshópurinn 9—14 ára ráöa ferðinni á rás 2 og 50—? á rás 1. Mér er spum: Er ekki til þess ætlast aö fólk á aldrinum 20—40 ára hlusti á hljóövarp? Leyfið þiö stjómendur (góðir) unglingunum að heyra tónlist eins og t.d. meöRolling Stones, Eric Clapton, Bob Dylan, Yes, Led Zeppelin, XTC, Steve Ray Vaughan og svona mætti lengi telja. Stones eru búnir að starfa í 22 ár en grúppunni eru ekki gerö nein skil i hljóövarpi og ekki heldur nægilega í sjónvarpi. Eg vil að þessari sveit veröi gerö betri skil og þaö tafarlaust. Hvaö er betra þegar maður vaknar á morgnana en aö fá sér kaffi og hlusta á góða rokktónlist sem maöur vaknar við. Eöa kveikja á guf- unni eftir aö vera búinn aö hella i bollann og þurfa þá aö fá sér magnyl og vatn vegna vanliöunar. Nei, unglingar: Til þess eru vítin að íþróttaþáttur sjónvarpsins: Annan mann í stað Ingólfs Bjöm Steffensen, Reykjavik, skrif- þessu starfi og því er ekki aö neita aö ar: Bjami ber höfuð og heröar yfir hann.: Þaö hefur ekki farið fram hjá Ingólfur hefur mjög leiðinlegan tal- neinum íþróttaáhugamanni aö anda, mismælir sig oft í hverri Ingólfur Hannesson er byrjaður í setningu og er alltaf aö tönnlast á fullu starfi sem íþróttafréttamaöur á sömu setningunum. Við sem sjónvarpinu og sér hann um íþrótta- fylgjumst stíft með íþróttaþáttum þættinaásamtBjamaFelixsyni. sjónvarpsins viljum fá annan mann Nú er svo komið aö ég get ekki með Bjama Felixsyni. Rétt er að lengur oröa bundist yfir frammi- taka fram aö þetta bréfkom er ekki stööu Ingólfs hjá sjónvarpinu. Mér meint sem neinar persónulegar finnst, ásamt fjölmörgum öðrum, að árásir á Ingólf. Ingóifur hafi staðið sig mjög illa i Erfítt að fá nýjar plötur 8154—8412 hringdi: Eg hef verið aö kaupa dálítiö af plötum núna eins og undanfarin ár og mig langar aö kvarta yfir því hversu erfitt er aö fá nýjar poppplötur hjá þeim þrem aðilum sem mest flytja inn af plötum. Þessir aöilar, Fálkinn, Skífan og Steinar, viröast ekki hafa neina samvinnu sín á milli varöandi innflutning og sölu þannig að maöur verður að keyra um bæinn og spyrja eftir þeim plötum sem maöur hefur áhuga á. Mér finnst í þessu sambandi ákaflega illa hugsaö um neytandann og mér finnst vanta alveg samvinnu milli þessara aöila um innflutning og sölu þannig aö þaö komi sem þægileg- ast út fyrir neytandann. Svo er annað varðandi þetta að það er fariö að fram- leiða erlendar plötur hérlendis. Plöturnar hafa nú verið í lagi en kass- ettumar eru afleitar. Það er límdur miöi utan á þær báöum megin og hann er hvítur og ekki úr æskilegum glans- pappir þannig að hann óhreinkast og er til óprýði. Svona fyrirkomulag er búið að leggja niður víöast erlendis og ég tel að hér sé veriö að bjóða fólki annars flokks vöru. Skertar bætur einstæðra mæðra Erla Hauksdóttir hringdi: Það er sitthvaö aö vera einstæö móöir í sambúð eöa að vera ein. Á kostnað okkar sem ekki erum í sambúö græöa hinar sem eru í sambúö, öllu þjóðfélaginu til ófarsældar. Þaö má kannski segja aö kennarar og aðrir sem vinna hjá ríkinu fái ekki borgað meira kaup því að á kostnað okkar fárra, sem búum einar, fær fjöldinn greitt frá ríkinu alls konar bætur sem okkur einum eru ætlaðar. Þaö ætti aö skikka fólk í sambúð til að,gifta sig og fólk í óvígðri sambúð ætti að sjá sóma sinn í því að gifta sig, okkur þessum fáu, sem í raun og veru erum ein- stæðar, til góös og þjóðfélaginu til heilla. Fámennur hópur einstæðra mæðra situr eftir á botninum í launum meðan fólk í óvigðri sambúð hefur tvö- földlaun. Það er hægt að heimta meira kaup til að gera eitt og annað en ekki á kostnað okkar sem ekki erum í óvígðri sambúð. Þá er betra aö skera á allar bætur því okkur sem búum einar er enginn greiöi gerður með þessu. Við komumst af hér eftir sem hingað til. HRINGIÐ' | ISIMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.