Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Page 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NOVEMBER1984.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Nú er Borg-
hjónunum borgið
Þú
segir
ekki!
Karl Bretaprins lék ný-
lega póló með krónprins-
inum af Jórdaníu. Að leik
loknum ræddu krónprins-
arnir eitthvert málefni
sem slúðurdálkahöfundar
hafa ómögulega getað
komist að. Ræddu þeir um
hvernig opna skuli
kampavínsflöskur? Eða
um hve stór Hinrik prins
sé orðinn? Nú eða al-
mennt um barnauppeldi?
Borg-hjónin stefna nú aö nýju í
hjónaband eftir hinn umtalaöa skiln-
aö fyrir skömmu. Þau hafa fundið
sér nýja maka og nú spá menn her-
iegum brúðkaupum innan fórra
vikna. Mariana Borg, sem áður
hefur lýst því yfir aö hún muni gift-
ast svo Qjótt sem auðið er, hefur nú
fundið ungan og sætan. Jean-Pierre
Marsan heitir hann og er að sögn
vellauöugur.
Bimi Borg gengur ekki síður vel að
yngja upp því hann er kominn með
eina 18 óra upp á arminn og brúð-
kaup þeirra mun einnig verða innan
fárra vikna. Jannike Björling heitir
sú Iukkulega. Hún tjáði oss á dögun-
um að það eina sem henni þætti
leiðinlegt við sambandið við Bjöm
væri að margir héldu að hún hefði
hæit í Björn vegna peninganna. Það
væri alrangt. Við trúum þessu svona
rétt mátulega. Myndirnar hér á síö-
unni taka af öll tvímæli um að allt sé í
iukkunnar velstandi hjá hjónaleys-
unum.
Ný drottning
komin
íspilið?
Rokkarinn góökunni, Freddie
Mercury, er nú kominn á fast og um
seinan fyrir ungpíur að klófesta hann.
Þetta var þó góður biti því hann ku
þéna 60 milljónir króna ó ári. Sú lukku-
lega heitir Mary Austin og hefur til
skamms tíma unnið á skrifstofu.
Erfiðleikar
leikkonu
Ný mynd með Brooke Shields er nú
væntanleg. Litlu munaöi að gerð
myndarinnar hlyti sorglegan endi.
Leikkonan átti að falla fyrir borð og
látast drukknuö en við borð lá að hún
drukknaöi. Snarráöum mönnum tókst
þó að bjarga leikkonunni og vom
margir um hituna. Ekki er vitaö til að
neinn björgunarmanna hafi farist.
Superman
með skalla?
Christopher Reeve óttast nú að hann
muni aldrei framar leika Superman.
Kappinn er nefnilega að missa hórið og
sköllóttur getur Superman ekki verið.
Reeve leitar nú ókaft ráða til aö stöðva
hárlosiö en án árangurs. Þeir sem vilja
leggja Reeve lið geta komið ráðum á
framfæri við Sviðsljósið.