Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 4
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. Fríðrik rúll- aði okkar manni upp Skákskólinn er á Laugaveginum og kennir aö jafnaöi 70 til 80 nemendum galdra skáklistarinnar . Þar höföum við mælt okkur mót og sett ein vígistím- ann milli Friöriks Olafssonar og Haralds Ingólfssonar á klukkan fjögur síðastliöinn laugardag. Haraldur Ingól&son, áskorandinn og draumamaður, kom fjTr á staðúm. Viö sátum stutta stund og biðum eftir Friörik sem kom von bráöar. „Ætli sé ekki best aö áskorandinn velji?” sagöi Friörik þegar viö fórum aö velta því fyrir okkur hvor ætti aö fá aö slá á hnefana sem geymdu hvítt og svart peö. Haraldur sló á hægri hnefann og fékk svart. „Er þér sama þó aö ég reyki?” spuröi Haraldur Friðrik og hann svar- aði: „Maöurerýmsu vanur.” Friörik vann fyrstu skákina og eftir sigurinn sagði hann: „Þaö gutlar eitt- hvaöá manni ennþá.”Svonagekk þaö. Friörik vann fimm hraðskákir í röö. Eftir hverja skák sýndi hann Haraldi eitthvaö eða nefndi eitthvaö úr skák- inni, svona til leiöbeiningar. JafntefU Keppnin fór friösamlega fram. I fjóröu skák ætlaöi Haraldur að leika riddara en fékk síöan bakþanka. „Hann er víst snertur,” sagöi hann við Friðrik. „Ja, svona hálfpartinn,” svar- aöiFriörik. I næstu skák á eftir sagöi Haraldur: „0, hvað maður getur veriö vitlaus,” eftir einn leik Friöriks. ,,Já, þaö skeöurí skákinni,” svaraði Friörik. I sjöttu skákinni sagöi Friðrik viö Harald, eftir að þeir voru búnir aö tefla byrjunina: „Ég myndi sætta mig viö jafntefli.” „Þaö er miklu skemmti- legra aö tefla lengur,” sagöi Haraldur. Skákin hélt áfram og Friörik þvingaöi Harald til jafnteflis meö þráskák. Blaðamaöur gat ekki stillt sig um aö gruna að jafnteflið væri skipulagt af íhita /eiksins. Eins og sjá má af kiukkunni er Haraidur kominn i tímahrak. Haraidur hugsi. Stórmeistarinn leggurá ráðin. hálfu Friðriks, annaðhvort til þess aö vinna ekki sex núll eða væri stríöni vegna yfirlýsingar Haralds fyrir keppnina: „Þaö veröur ekkert jafn- tefli.” Eftir keppnina spjölluðum viö saman. Friðrik sagöist ánægöur aö hafa lagt sitt af mörkum til aö láta draum Haralds veröa aö veruleika. Haraldur sagöi: „Ætli ég fari ekki heim og læri byrjanir.” Friðrik sagöi aö í hraðskákum reyndi oft mest á byrjanir. Auk þess skipti máli aö leika ekki of hægt. Hann sagöi að þetta væri ekki djúp taflmennska en góð þjálfun. Um skákir sínar viö Harald sagöi hann aö þær myndu aö líkindum ekki lenda í fræðibókum. Mundi al/ar skákirnar Viö spurðum Friörik nánar út í minni skákmanna. Myndi hann hraöskák- irnar sex sem þeir höföu teflt ? Friðrik sagöist gera þaö. Ljós- myndarinn baö hann aö stilla upp loka- stöðunni í skák númer fjögur. Friðrik hugsaði sig um örstutta stund. Hann bað okkur aö afsaka töfina en sagðist vera aö rif ja upp hvar hún væri í röö- inni. Svo stillti hann lokastööunni í skák númer fjögurupp. Þaö er alltaf sárt að tapa en þaö verður að viðurkennast aö í þetta skipti var andstæðingur Haralds afskaplega frambærilegur. Kærar þakkir, Friðrik Olafsson, fyrir aö verða skjótt og ljúfmannlega viö þeirri bón okkar að tefla sex hraö- skáka einvígi við dreymanda DV. -SGV. Alltbúið. Við þökkum fyrir. DV-mynd Kristján Ari. DAGLEGA BERAST DRAUMAR Undirtektir viö draumadálkinn hafa verið góðar. Daglega berast okkur bréf þar sem viöraöar eru hinar fjölbreytilegustu óskir og draumar. Margir draumar sem viö fáum senda eru þess eðlis að okkur er ómögulegt að gera þá að veru- leika. En maður á kannski aldrei aö segja aldrei og við reynum flest til þrautar. Til gamans segjum viö nú frá nokkrum draumum sem við eigum í handraðanum. Sumir eiga eftir aö rætast, aðrir kannski aldrei eins og gengur. Þyrluf/ug Ungur maður utan af landi, sem er við nám í Reykjavík, á sér þann draum æöstan aöfara í þyrluflug. Kvikmyndaleikstjóri Ungan mann langar aö fá aö fylgjast meö störfum kvikmynda- leikstjóra. a. Vinna á Ítaliu Þrjár stúlkur dreymir um starfa á ítalíu eftiráramót. Spila á plötu „Ég hef í gegnum árin samiö nokkur lög og texta mér og mínum til ánægju,” ritar maður okkur. „Þetta hefur ekki birst opinberlega en mig langar aö koma þessu á framfæri,” segirhann. Með þotu hersins Ur Njarðvík berst okkur bréf frá manni sem langar td aö fara eina ferö meö þotu hersins „sem heldur tU hérna uppá flugveUi”. Hljómleikar með Duran Duran Fjórar stúlkur iangar á hljómleika meö Duran Duran. Fara til Akureyrar 1 Kópavogi dreymir kvenmann um aö komast til Akureyrar og skoða bæinn. Leirkerasmiður Frá Akureyri berst draumur konu sem langar aö veröa leirkerasmiður. Draumurinn sem hún sendir okkur eraðfáaðrennaleir. Sleðaferð um Grænland „Ahugi minn á snjó- og jökla- feröum er ólýsanlegur og hafa menn haldiö þvi fram aö ég hafi verið snjó- maðurinn ógurlegi í fyrra lífi. — Því langaöi mig til að athuga hvort þiö gætuö aðstoðað mig viö að láta þann draum rætast að fara í góöa ferö á hundasleöa á Grænlandi...” skrifar reykvískur karlmaöur okkur. Flugfreyja Stúlku á Selfossi dreymir um að veröa flugfreyja. Á æfingu hjá íslensku óperunni Söngvinna stúlku úr Hafnarfirði dreymir um að fara á æfingu hjá Is- lensku óperunni... Dagbók önnu Frank að tjaldabaki Stúlku utan af landi, sem hefur leikið í áhugaleikfélagi þar, langar til aö fá aö vera að tjaldabaki fyrir og eftir sýningu á Dagbók önnu Frank og fá aö kynnast og sjá hvemig þetta er hjá atvinnumönn- um. Útsýnisfíug yfir Hafnarfjörð Stúlku úr Hafnarfirði langar í út- sýnisflug yfir Hafnarfjörö. Sjá um tónlistar- þátt á rás 1 Ungan mann frá Akureyri dreymir um að fá að sjá um þátt á rás 1 og kynna uppáhaldstónlistarmann sinn, Peter Gabriel, í klukkustundar löngum þætti. Alvöruspákonu Konu langar til að komast til alvömspákonu. „Ekki þessara sem auglýsa í blöðunum. Ég er ekki neinn unglingur en fyrir 25 árum fór ég til spákonu. Það sem hún spáði f yrir mér var með eindæm- um en er allt komið fram,” segir konan. Hún vill fá meiri spá en þessi gamla spákona er látin. Rallari eða Ijósmyndari Ungan mann langar til að fá að spreyta sig sem rallökumaður eöa aöstoðarökumaöur. Til vara dreymir hann aö fá aö vera Ijósmyndari DV í nokkra daga. Norðurpóllinn Tuttugu og fjögurra ára gamlan ríkisstarfsmann dreymir um aö komast á norðui-pólinn. Vinna i bakarii Tólf ára stúlku dreymir um að vinna íbakaríi. Smáhlutverk Stúlku nokkra dreymir um smá- hlutverk. Annaöhvort í islenskri kvikmynd eða leikriti. Leiðsögumaður Stúlku dreymir um aö fá aö tala við einhvem sem getur gefið henni upplýsingar um starf leiðsögu- manns. Fyrirsæta Unga stúlku dreymir um aö starfa semfyrirsæta. Hjálparstarf í þróunarlöndum Utan af landi berst draumur frá kvenmanni sem langar aö kynnast hjálparstarfi í þróunariöndum. „Frá því aö ég var lítil hef ég heyrt um og tekið þátt í söfnun til styrktar hinum og þessum málefnum,” segir í bréfi hennar. En ég vildi geta séð meö eigin augum hvað verður um þetta fé. Hvernig er þessu fólki hjálpaö og hvaö er hægt að gera fleira fyrir þaö?” Sigling á stóru skipi Ungan pilt langar á stóru skipi til útlanda. Þetta er hluti draumanna sem okkur hafa verið sendir. Þó að allra drauma sem fyrir liggja sé ekki getið aö ofan er ekki þar meö sagt aö þeir séu gleymdir. Okkur finnst eins og fyrr skeinmtilegastir þeir draumar sem krefjast einhvers af dreymend- um. Heimilisfang okkar er sem f yrr: Láttu drauminn rætast Helgarblað DV Síöumúlal4. u SGV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.