Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 11
55 DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. Vafalaust hefur þetta viötal verið umdeilt í hópi menntskælinganna. Böðvar Guömundsson, síðar skáld, svarar Sverri Hólmarssyni í næsta blaði og byrjar svona: „Hjartans þakkir fyrir kveðjuna, sem við meðal- mennirnir fengum frá þér í síðasta blaöi, það gladdi mig sannarlega, aö þú skyldir muna eftir okkur.” Böövar gagnrýnir Sverri í svargrein sinni fyrir skort á hógværð og þeir eru greinilega á öndverðum meiði um hvað sé gott og hvað ekki í ljóðlistinni og er Böðvar þar málsvari hins eldra og hefð- bundnara. Hann segir í grein sinni: „Gení varðst þú ekki fyrr en þú fórst að dást að skrípislegri ljóöagerð heimskra og geöveikissjúklinga. Þá var eðlisgreindin ekki meiri en svo, að þér fannst endaleysan góð, þá var þín djúphyggja ekki dýpri en það aö þú fórstaðkafaísamaforarpyttinn.. . .” 1 sama blaði svarar Sverrir ádrepu Böðvars. Þar er talað af krafti: „Þú hefur sagt mér þaö sjálfur í votta viðurvist að stærsta kompliment, sem nokkur maöur hefði gefið þér, hefði verið þegar Olafur, vinur okkar, R. kallaði þig andlegt afsprengi ís- lenskrar bændamenningar. ” Verða úti SíðarsegirSverrir: „Þú hefur innbyrt rímur, ferskeytlur og aðra menningarframleiðslu dreif- býlisins í svo stórum skömmtum, að út úr flóir. Þín hugsjón er aðyrkja eins og Eysteinn og verða úti aö lokum, en það er þjóðlegasti dauðdagi sem um getur.” Þessar deilur Böðvars og Sverris eru án efa þær kröftugustu deilur um listrna sem fram fóru á síðum skóla- blaðs MR á tímanum sem var skoð- aður. Þeir félagar yrkja svo báðir í skólablöð sem á eftir koma; Sverrir eitt sem heitir Saungur um haust og Böðvar Þorleifs rímu Haukssonar sem er geysimikið verk. Einar Már Jónsson skrifar á þessum tíma grein þar sem hann gluggar í gömul skólablöð. Þar birtir hann ljóð frá 1936 eftir G.Þ.G. Fyrsta erindið er svona: „Fyrir löngu sól er setzt ísævardjúp. Nóttin breiðir yfir allt sinn undrahjúp. Einar Már vísar í grein-sinni um gömul skólablöð til kvæðisins „Tíma- rúm hiö nýja” sem sé sennilega eitt snjallasta kvæði sem samiö hafi verið í skólanum. Þaðhljóðarsvo: „Eg lá f ram á borðið með bók og barðist sem hetja því gegn, aö rynni á mig doöadúr. Eg helvítis skrudduna skók, svo skræöunni varð það um megn, og s jö duttu síðurnar úr. — Þá lagði ég haus fram á loppur og lognaðist leiður í dá — Samt tók ég mig aftur á, því minn latínukláfur er lekur, og lítið sem ekkert tekur en fautaleg fýsn hann skekur fólslegatil ogfrá. — Þá heyrði ég snúiö snerli. Var snótin mín þar á ferli? Já, þar birtist í dyrunum dís minna drauma og vona (fönguleg fögur og vís ogfýsileg kona). Hún kom það kveld og kveikti eld í hálminum holdsins veika. Hún dillar sér dátt og dansar kátt, upp stóð ég illa til reika. Það var niðdimm nótt, égnálgaöistskjótt uppfylling óska minna. Brosandi hún beið og bauð mér um leið vínþrúgur vara sinna. Þá var klipiö og kippt kallað og hnippt og botnlaus og rimlaus birtist mér bitur raunveruleikinn. „Vaknaöu, maður, það er verið aö taka þig upp.”” Þaö veröur að taka undir með Einari Má Jónssyni að þetta er gott ljóð. Það fjallar um veruleika menntaskóla- -skáldsins og sýnir einn helsta styrk þess: húmorinn. Áfram flettum viö og rákumst á skoðanakönnun meðal nemenda. Þar var meðal annars spurt spuminganna: Hafiö þér lesið Paradísarheimt? og Lesið þér Andrés önd? Andrés haföi greinilega vinninginn. Rokk og tvist og rúbídú Áfram flettum við og rákumst á viðtal við Þráin Eggertsson. Hann er spuröur um intelligensa. Svarið: „Það eru tvenns konar menn í skól- anum: menn, sem helst iðka í tóm- stundum sínum billiard og rosaleg húsasundafyllirí og ræða um það ef þeim gefst tóm til, og svo menn, sem hafa litterer áhugamál, eða önnur slík,”segirhann. Ef flett er áfram fara að skjóta upp kollinum ljóð eftir Ingibjörgu Haralds, kvikmyndagagnrýnanda Þjóðviljans með meiru sem enn í dag yrkir. Sverrir Hólmarsson yrkir jafnt og þétt og eitt ljóð hans, sem byggist á nýstárlegri uppsetningu textans, stælt af Vésteini Lúövíkssyni í næsta blaði á eftir, Sverri til háðungar. Heimir Pálsson, kennari og gagn- rýnandi Helgarpóstsins, yrkir sonnettu sem byrjar s vona: Ég horfði á þig vaxa í vor, þú veikbyggöa, þróttlausa strá og rétt, þegar blómin þú barst, ég bar aö þér skínandi ljá.” Er árin líöa skýtur Þráinn Bertels- son kvikmyndagerðarmaöur og seinna skáld upp kollinum. Þessi vísa er birt með undirskriftinni Þráinn: Rokk og tvist og rúbídú, raunir burtu ærir. Á Beethoven er búin trú um Bach sig enginn kærir. Annað ljóð, sem er líka merkt meö nafninu Þráinn, byr jar svona: Útí grárri blámóðu tímans stendur allsnakinn tíuhjólatrukkur guðs vors lands míns föður í spekt. Myrkur svanur Fleiri nöfn má telja. Jón örn Marinósson á ljóð í blaöi, Helga Ágústsdóttir, Vilmundur Gylfason. I dálki, sem birtir glefsur úr gömlum skólablöðum, er sexþáttungur eftir Atla Heimi frá því í maí 1956. Hrafn Gunnlaugsson og Sigurður Pálsson eru báðir yrkjandi í skólablaðiö á miðjum sjöunda áratugnum. Hrafn byrjar dálkinn Blekslettur meö þessum orðum: „Guð sé með góðu mönnunum, djöfullinn með vondu mönnunum, en enginn með meðalmönnunum. (Ög er þér lesið þetta hrafl, þá minnizt þess, að bænin er deyfilyf hræsnarans.) Pétur Gunnarsson rithöfundur skrif- ar í skólablöðin og viröist hluti fram- leiðslu hans vera fremur alvarlegur og einlægur. Smásagan Þegar guð gat ekki fyrirgefið er eitt það fyrsta sem maður rekur augun í. Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Helgarpóstsins, yrkir í blöð, Olafur H. Torfason, dagskrárgerðarmaður RUVAK með meiru, yrkir líka. Dæmi: Mjúklega rennur myrkur svanur ummorguntíma. Vor. Speglast aldan spræk viö gjálfur. Sprekiö flýtur; grænt og mjúkt slýiö bærist, vott og vindur aðvestan. Mjúkt skríður myrkur svanur. Guðjón Margir muna eftir smásögum Olafs eins og Á hrútasýningu sem er með því besta sem gert hefur verið í skóla- blöðum. Með Þórami Eldjám viröist koma upp ný stefna í ljóðagerð. Kristjana pé magnúsdóttir yrkir „bergiðókleyfa ljóð í stuðlabergsstíl tileinkaö þórami kristjánssyni eldjám formælanda stuðlabergsstefnunnar i íslenskum bókmenntum.” Fyrsta erindi k væðisins er svona: „guöjón keldur liggur blíðir margar greyið höldur látinn bjánar smellur gengur höfuðs lagður blikka mælast” Síðasta erindið hljóðar á þessa leið: „hefjum harðan hagnað” Með þessu ljóði er lykilorðið Guöjón komið inn í skólablað MR. -SGV. Sjá næstu síðu LO SGOBBONE — eða kúristinn, líf hans og dauði, 1. þáttur. Höfundur Þráinn Eggertsson sem notar höf undarnafnið Ársæll Marelsson Inngangur skólablaðsMR Blaöinu hefur borizt óperan „Lo Sgobbone”. Vér vitum ekki til þess aö annarri slíkri hafi veriö 'saman hnoðað hér á landi. Er þetta því stór- merkur atburður frá listasögulegu sjónarmiði. Bæöi hljómlist og texti er saminn af einum og sama manninum, Ársæli Marelssyni, hinum efnilega nem- anda4. bekkjarB. Þetta er að sjálfsögðu realistísk ópera. Endirinn er tragiskur. Hér er enginn , Jiappy end” á ferðum. Mega vinnukonur því sitja heima. Mikill stígandi er í verkinu, sem endar í áhrifamiklum klimax í síð- asta þætti. Vér munum rekja hér á eftir efnis- þráð óperunnar. Finnst oss sjálfsagt að allir nemendur skólans viti nokk- ur deili á henni. Verkið mun brátt veröa sett á svið hér heima og erlendis. Blaðið þakkar Ársæli þann heiður, sem hann hefur sýnt því meö því að láta það fá fyrst allra blaða vitneskju um þennan viðburð í sögu lands vors og menningar. Höfundur bað oss að lokum um að geta þess, að hann tileinkaði verkið hinum gáfuðu og skemmtilegu nem. 4.-B. Preludium: Operan hefst á preludium eða for- leik. Þetta er einn hinna fegui'stu kafla verksins. Höfundur leitast við að gera grein fyrir efninu í tónum. Notar hann til þess mörg hijóð- færi, sem vér eigum ekki að venjast. Langhæst bylur þar í tómum tunn- um, og er það mjög táknrænt fyrir allangang verksins. 1. þáttur. 1. atriði gerist árla morguns í strætisvagni, sem er aö fara niöur á torg. Dimmt er yfir og drungi í mönn- um. Geyspkór karla rekur öðru hvoru upp rokur. I þann mund er vagninn er aö leggja af stað frá ein- um stöðlinum, sést aðalhetja óper- unnar, kúristinn, koma hlaupandi: Hannkveður: ,,Slefandi og slappur græt ég að morgni”. Söguhetja vor smýgur á síöustu stundu inn í yfirfullan vagninn. LAÐINU heíur borizt ópcran "Lo Sgobbom Vt*r vitum ckki til þoss aö annarri slíkri hafi vrriö saman hnuSaS hór á landi. Er þotta því stórmerkur atburður frá listasögulogu sjónarmiöi. Bœði hljómlist og tcxti t*r saininn aí cinum og sama manninum, Arsæli Marelssyni, hinum cfniloga nomanda 4. bokkjar B. Þetta er að sjáUsögðu rea’.istjsk ópora. Endirinn or tragiskur. Hér er enginn "happy end" á ícrSum. Mt;ga vinnukonur því sitja heima. Inngangur óperunnar eins og hann leit út i skólablaði MR. Hér hefst angurvær kafli. Blandaður geysp- og nöldurkór syngur fagurlega, en vagnstjórinn syngurviðlagið. , ,Búnti breiöu í skr jóðinn vorn býsna vel má hnoða afturí alltaf eru horn afar er gaman að troða.” 2. atriði. Lo sgobbone-inn gengur heim Menntaskóla traöirnar. Á túninu standa sprúttsalar af nálægum bifreiðastöðvum og sjoppueigendur og lofsyngja nemendur skólans. Þegar hann kemur inn í andyriö, blasir við f jölskrúðugt dýralíf. Þar eru m.a. nokkrir af helztu embættismönnum nemenda. Þeir hafa safnast saman undir minning- artöflunni um Niels lækni Finsen og syngja með græðgina í röddinni: „Bráðum keir.ur mynd aí mér mætagóðáþiliö hér” Aðrir dansa húla hopp og enn aðrir syngja dægurlög uppá amerísku. Og nú heyrum vér hið eina dægurlag verksins, sem er snilldar- legt eins og allt annað hjá Ársæli: Downon Your luck Ain’tgotabuck Sayhey! and clap yourhands! Hinir standa í ástabralli eöa eru orðnir svo daufir, að þeir híma að- gerðarlausir út í horni. Kúristinn fer úr úlpunni og hengir hana yfir aðra úlpu í fatageymsl- unni. Hann skokkar inn í stofuna sína, og þegar hurðin lokast á eftir honum, eröðruatr. l.þáttarlokiö. 3. atriði gerist í kennslustund. Sviðið er kennslustofa í íslenzk- um ríkisskóla. Þó hún sé, að undan- teknum kennarastólnum, fátæklega búin húsgögnum, þá er hún hreinleg og ber vott um smekkvísi skólayfir- valdanna, þrátt fyrir sára fátækt. I stofunni eru 20 piltar. Þeir standa upp frá barna borðunum, er þeir heyra tramp kennarans fram á ganginum og tóna (uppá Gregorisku). „Gör þú svo vel, og framkvæmdu þína virðulegu inngöngu kæri meist- ari” Kennarinn brunar þegjandi inn og lokar ekki á eftir sér. Nemendumir setjast og kennslu- stundin hefst. Gengur þar á ýmsu, sem verður ekkirakiðhér. Meistarinn hendir sumum út en skammar hina. ílámark atriðisins er, þegar vor ágæti kúristi er tekinn upp. Sökum þess, hve taugaóstyrkur hann er, þá gleymir hann öllu, sem hann hefur kúrað inn í hausinn á sér. Lo Sgobbone-inn syngur snotra aríu. Þar segir hann glottandi kennaranum, að hann hafi lesið þetta vandlega heima, en geti ómögulega munaðþaðnúna. Kennarinn svarar honum með hrifandi aríu, sem mun áreiðanlega verðavinsæl: „O, sveinar vér sjáum hér ferlegt gat, 0, seg mér, hver skyldi radíinn vera?” Tjaldið fellur þegar kennarinn hefur sungið síðustu tónana yfir söguhetju vorri, hvers haus er rauður orðinn, sem aparass væri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.