Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 13
,DV. LAUGARDAGUR1. DE$EMBER1984. 57 Þó að Marc Chagallsé orðinn 97ára heldur hann áfram að mála. A myndinni situr hann inni i vinnustofu sinni i St. Haul i Suður-Frakklandi. Er hann er spurður hví hann só stöðugt að mála, svo hóaldraður maður, svarar hann á þessa leið: „Jörðin heldur stöðugt áfram að snúast, œtti ógþáað vera aðgerða-laus?" Eg elska myndirnar hans: Litina, ímyndunaraflið, myndefnið, hring- leikahúsið, listamennina, dýrin, menn sem mega sín, fegurð blómstrandi náttúru, biblíumyndir úr paradís. Ég hafði alltaf starað ó þær í hrifn- ingu er mér gafst tækifæri á frægustu söfnum og sýningum heimsins. Og ég hafði heppnina með mér að eignast eina af myndum hans. Hann kallaði myndina Rauða hanann og brúðhjónin. Það er verk fullt af ímyndunarafli og gætt sterkum litum sem Chagall dáir af því þeir eru ærleg- ir og sannir. Litir sem allir menn verða aðskoða. Ekkislappir nédaufir. Rauði haninn Með myndinni Rauði haninn hófst vin- ótta okkar sem ég met allri annarri vin- áttumeira. Það var fyrir sjö árum, skömmu fyrir nítugasta afmælisdag Chagalls að ég fékk bréf frá frú Chagall. Hún skrifaöi að hún hefði heyrt að ég hefði eignast þessa mynd. Hún væri ein af uppáhaldsmyndum mannsins síns og hann langaði til að kynnast manninum sem ætti málverkið. Það birtist stöðugt andlegum sjónum hans. Auk þess væri hann að vissu leyti meðeigandi. Sjálfur hafði Chagall bætt viö bréfið nokkrum línum og boðið mig hjartan- lega velkominn í afmæli sitt, veislu góða þar sem gíg juleikarinn Isac Stern og sellóleikarinn Mitislav Rostropow- itch áttu aðskemmta. Nokkrum dögum áður hitti ég Chagall í fyrsta skipti. Eg ók til hans til SL Paul á RiveríuströndinnL Eg stóð augliti til auglitis við hann. Chagall horfði á mig rannsakandi augnaráði eins og hann horfir í augu allra gesta sinna til þess að virða fyrir sér þeirra innri mann. Og því næst heilsaði hann mér hjartanlega eins og við hefðum þekkst árumsaman. Samræða okkar var löng og innileg, svo sem jafnan síðar. Og allt frá hinni fyrstu kynningu hlakkaði ég til næstu samræðu. Við töluðum um Rauöa hanann. Smám saman komst ég að því hvers vegna honum þótti svo vænt um þessa mynd. Túlkanir Hann málaði myndina á hræði- legustu árum yfirstandandi aldar. Eins og til áminningar stendur ekki dagsetning síðasta pensilstriksins hjá nafni höfundar. Chagall hefur merkt upphaf og endi þessara átta ára meðan hann var að vinna að myndinni en það voru árin 1939—1947. Það var tíminn frá því heimsstyrjöldin braust út og til ársins er þaö versta var að baki. Tveim árum eftir stríðslok fór fyrst lítið eitt að rofa til og lífið fékk ein- hvemtilgang. Upphaf, ást, fúsleiki (því brúðhjón- in). Það er boðskapurinn í myndum Chagalls. Þær eiga aftur að gefa mönn- um ímyndunarafl, draga fram eitt- hvað nýtt, fegurra og betra. Sá sem ekki getur hugsað sér fagran heim get- ur ekki heldur lifað í honum eða hlotið reynslu. Frekari túlkanir til skilnings á verk- um Marc Chagalls eru óþarfar. Marc Chagall og hin vitra kona hans, Valentine Brodsky, sem hann kallar Kava, hlæja oft svo hjartanlega að skýringunni þegar hræröur listagagn- rýnandi virðir f yrir sér my ndir hans og einhver hallar sér meira að skynsemi en hjarta við skoðun á myndunum. En þær eru málaðar af hjarta. f grófum sokkum Marc Chagall, rússneski gyðingur- inn úr smáþorpinu Witehbsk, hefur á langri ævi mætt mörgum þrautum og þjáningum. En ekkert hefur getað eitrað mál hans beisk ju og andúð. Ávallt þegar hann er gestur minn eða ég hans spyr hann mig: „Burda Sjá næstuopnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.