Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 14
58
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
MARC CHAGALL
Framhaldaf bls. 57
vinur, hvernig stendur á því aö þeir
eru svo margir nú á dögum sem skilja
ekki framar skáldskap sköpunarinn-
ar? Hvers vegna eru þeir svo margir
sem loka sig inni í fangelsi gremjunn-
ar? Hvers vegna eru þeir haldnir
þeirri trú aö samferöamenn þeirra búi
miklu meira yfir öfund og hatri en
ástúðogvelvilja.
Og íhugull á svip ber hann sjálfur
fram svarið: „Þaö skortir
ímyndunarafl, skortir þrá, góöleika og
gæsku. Þeir eru ekki menn til aö velja.
ChagaU er maður til að velja og ekki
aðeins í myndum sínum. Hann elskar
heiðríkjuna í tónlist Haydns og
Mozarts, glitrandi ljósiö úti á lands-
byggðinni og hiö upprunalega í trjám
og runnum sem skýla húsi list-
málarans í Sankt Paul en til þessa
staðar flutti hann fyrir nokkrum árum.
1 St. Paul lifir ChagaU einkar
óbrotnu iífi og allt öðruvísi en vænta
mætti af einum mesta málara heims-
ins og hátekjumanni. Og þar er hann
öllum stundum, nú 97 ára gamaU, í víö-
um, grófum sokkum og fremur
tötralegri prjónatreyju við myndtrön-
ur og málar myndir sinar og leiðir
fram tigna fegurð sköpunarinnar fyrir
þá er vilja sjá og geta séö. Hann viU
leiða efnishyggjumennina frá vUlu
síns vegar og gefa þeim hlutdeild í
ímyndunarafli sínu.
Þakka þér
En geta má þess aö Chagall er
enginn dramamaður eða skýjaglópur.
Af hryggð virðir hann fyrir sér hvernig
hatrið í heiminum sáir sér.
„Við megum ekki ganga á hólm við
hatrið með hatri,” segir hann og
leggur áherslu á orðin. „Hvorki viö né
stjórnmálamennirnir. Hver maður,
hvar svo sem hann er í sveit settur,
getur með vinnu sinni og framkomu
lagt fram byggingarsteina í framtíðar-
höH skUnings og sátta manna á meðal.
Það væri miklu auðveldara, heldur
hann fram, að menn lærðu aftur að
vera þakklátir. A hverju kvöldi eftir aö
hann gengur til hvUu kveður hann konu
sína meö þessum orðum: „Þakka þér
fyrir, Kava.” Ég hef sjaldan kynnst
manni sem er eins þakklátur fyrir
hvaða Utilræði sem er og þessi mikh
Ustamaöur.
Eg á honum margt aö þakka, dásam-
legt málverk, aö ógleymdri tryggð
hans og vináttu.
Valentine er seinni kona Chagalls. Þau gengu ihjónaband árið 1952.
Marc Chagall er sprottinn upp úti á landsbyggðinni. Litirnir, Ijósið
og kyrrð heimahéraðs hans birtast i málverkunum.
Morgunn heimsins varð til 1948. í miðpunkti Hani. Chagall telur skepnuna miðpunt heimsins.
Brýning og von er boðskapur málverksins, „fíauði haninn og brúðhjónin. "Marc Chagall vann að þessu verkiá árunun
1939-1947.