Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 16
60
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
ÁSTLÁUS
SKÁLDSAGA
OG
ER
INS
SALTKJÖT
ÁNIBAUNA
Fyrir framan Þjóöviljahúsið stendur
grænt DBS reiöhjól. ..Skyldi þetta vera
hjól Áma Bergmanns?” líður í gegn
um kollinn á leiöinni upp hringstigann.
Árni situr inni á skrifstofu sinni sem
er ekki af stærri geröinni. Á skrifborö-
inu er einhverra hluta vegna ræðupúlt.
(Þaö kemur síöar í ljós aö Arni er
slæmur í baki og stendur því stundum
viö púltið og les blöðin.)
Fyrir framan skrifboröiö er ljósleit-
ur dívan sem Arni flytur sig í og býöur
til sætis bak viö eigið skrifborö.
— Nú ert þú afkastamikill blaöamað-
ur, ritstjóri, krítíker og kennari fyrir
utan skáldskapinn. Hvernig gengur aö
samræma þetta allt?
„Blaöamennskan hefur náttúrlega
h jálpaö aö því leyti aö hún heldur mér í
stöðugri æfingu. En hún er hættuleg
lika. Hún venur mann á allt of mikinn
hraöa og óðagot.
Hvað snertir það að vera gagnrýn-
andi sagöi einn vinur minn, sem er rit-
höfundur, þegar ég gaf út Geirfuglana
aö ég væri annaöhvort snarruglaöur
eöa óvenjuhugaður aö vera búinn aö
skrifa um annarra manna verk í 20 ár
og taka svo upp á þessum f janda.
Þaö er svo ríkur vani hér að hugsa
sér gagnrýnendur og rithöfunda sem
tvo f jandsamlega hópa aö menn muna
ekki eftir því aö rithöfundar hafa veriö
mjög drjúgir viö gagnrýni. Gagnrýn-
endur Moggans eru til dæmis skrif-
andi.
Ég hef sjálfur haft gaman af aö vera
báöum megin viö borðiö. Eg skil
betur hvernig rithöfundi getur sárnaö
viö ritdómara. Það er eiginlega alveg
óhjákvæmilegt aö honum sárni. Vegna
þess blátt áfram að rithöf undurinn veit
miklu meira um bókina — oftast.
Þaö hefur aö vísu komiö fyrir aö rit-
höfundar hafa ekkert skiliö í eigin
verkum,” segir Arni eftir umhugsun.
,En hvaö snertir tímann til skrifta þá
hef ég notaö þriggja mánaöa leyfi og
einnig tekið leyfi á eigin kostnaö.
Strokiö í burtu þangaö sem ég heyröi
ekki í síma og sá engin blöö. Þaö þýðir
aö yfirleitt hef ég ekki getað unnið í
samfellu. En þaö er allt í lagi. Eg hef
fariö eina umferö og látiö hlutina í salt.
Safnaö losaralegum hugmyndum á
blööámilli.”
Hefur gaman afþví
— Til hvers skrifarðu?
,,Ég held að maður hljóti aö skrifa
vegna þess aö maður hefur gaman af
því. A.m.k. er ég ekki haldinn neinni
sjálfspyntingarhneigð. Sumir segja að
menn skrifi af ofmetnaði, drambsemi.
Aö menn skrifi til að líkja eftir guöi al-
máttugum. Til þess aö búa til einhvem
heim sem þeir bera ábyrgð á.
Mér hefur alltaf fundist skemmtileg-
ast í sambandi við skáldsögu aö upp-
lifa þaö hvernig þaö sem maöur hefur í
raun og veru séð og heyrt í lífi sínu og
það sem aldrei geröist hristast saman
og eitthvaö nýtt verður til úr því.
Sumir likja því við að það sé gaman
aö búa til böm. — Hvað sem verður um
afdrif þeirra úti í heiminum,” bætir
Ámivið.
— Sækiröu mikið í eigin reynslu-
heim?
,,Sagan gerist í Reykjavík, Irlandi
og Frakklandi. Hún fjallar um miö-
aldra kennara sem er hálfdasaöur og
leiður á uppeldisfræði, pólitík og konu
sinni. Hann talar mest út í hött og í
hálfkæringi — niöursallandi.
Hann f eröast um Baskaland og kynn-
ist írskri stúlku og takast meö þeim
góöar ástir. Þau kynnast mönnum úr
aöskilnaðarhreyfingu Baska. Alrlandi
kynnist hann bróður hennar sem er í
IRA.
Hann er kominn inn í miöjan vanda
smárra þjóða, sem hafa verið óheppn-
ar meö nágranna og hafa ástæöu til að
óttast aö tunga þeirra, og annað þaö
sem þær einar eiga, sé aö hverfa.
Pólitisk hermdarverk
Kennarinn dregst rúmlega til hálfs
inn í samstarf við IRA. Hann rekur er-
indi IRA á Islandi. Dregst inn í hluti
sem eru miklu háskalegri heldur en
hann b jóst við.
Nú er það til dæmis meö þennan
söguvettvang, Irland og Baskaland, aö
ég var fyrir nokkmm árum aö hjóla
um lrland og nota minnisblöð þaöan.
Ur þeirri ferö hefi ég náttúruna, bæjar-
brag, krár þar sem IRA-menn er aö
finna og fleira. En eftir aö Islendingur-
inn er kominn í nánari tengsl við IRA
veröur ímyndunarafliö að taka viö.
I samtölum hans við IRA er sumpart
ýmislegt notað sem málsvarar IRA
hafa notaö fyrr og síðar. Mótrökin
gegn þeirra málflutningi er eitthvað
sem ég bý til til þess aö skapa andstæö-
ur.
Hvað snertir bæinn í Baskahéraði
Frakklands — hvers vegna el'kend-
umir hittast í frönskum Baskabæ — þá
var ég þar í fýrra með fjölskyldu
minni. Mér fannst gaman og tilvaliö aö
þau væru að ganga þar um götur.
Meö því móti var einnig hægt aö
koma þriðju smáþjóöinni aö og sýna
bæði hliðstæöur og andstæður í hlut-
skipti þjóöa, sem hafa til lengri eöa
skemmri tíma verið nýlenduþjóðir.
Þessi kappræöa sem fer fram um
pólitísk hermdarverk er tengd því aö ég
hef skrifað mikiö um alþjóöamál og þá
þessa hluti. Þó að sagan sé engin rétt-
læting á terrorisma þá langar mig til
aö íslenskir lesendur skilji betur en
áöur hvers vegna IRA og ETA nota
þessar baráttuaðferöir sem þær beita.
I leiðinni vil ég minna á að þaö hefði
ekki þurft að muna miklu í íslenskri
sögu til þess aö hér heföi skapast ein-
hvers konar irskst ástand. Þaö gæti
h'ka aö því komið í þessum heimi þar
sem tilvera smáþjóöa er aldrei sjálf-
sagður hlutur og „global village”
dreifir úr sér og þurrkar út allan grein-
armun. I slíkum heimi gætu Islending-
ar fyrr eða síðar lent í svipaðri aðstööu
og til dæmis Baskar.”
Ljóðskáld þarf að vera eins
og nýfætt lamb
— Nú byrjar þú fremur seint að
skrifa skáldsögur. Helduröu að það
hafi slæm áhrif ?
,,Eg hugsa aö það sé gott aö byrja aö
yrkja ljóð mjög ungur. En aö mörgu
leyti er ekki gott aö byrja að skrifa
Þessi kafli er framarlega í bókinni Með
kveðju frá Dublin og lýsir þeim aöstæðum
sem valda því aö aðalpersónan, friðsæll
enskukennari að nafni Björn, þráir annað og
merkilegra líf.
Fjölskyldulíf
Aðkoman heima var ömurleg eins og hann
hafði búist viö. Hundrað sígarettustubbar,
öskulag yfir öllu, tóm glös eöa brotin í
hverju herbergi, úldnar matarleifar á hverj-
um diski. Það var parti niðri í kjallara hjá
Stínu, Palli mættur og einhverjir fleiri, græj-
umar á fullu. I can’t get no satisfaction. Eg
fæ ald-rei fullnægj-una. I can’t get NO! Get-
urðu ekki skrúfaö niður í þesstun andskota
Stína? bað hann þegar hún kom til að sækja
kók í ísskápinn. Má maður aldrei vera í friöi,
sagöi hún og ætlaði niöur aftur. Eg ætlaöi að
fara aö sofa sagöi hann. Það er nú föstudag-
ur, sagði hún. Hvar er mamma þín? spurði
hann.
Hún er með einhverjum kerlingum. Ætli
þær fari ekki í Hnútinn.
I Hnútinn. A endastööina. önnur vikan
semsagt, Stórstyrjöld í vændum eöa grátur
og gnístran tanna. Þaö er kominn norðan-
garri, kannski veröur hún útí í Laugardaln-
um.
Hann tók teppi, fór inn í kompuna sína og
lagöist á dívaninn. Hörkurokk hristi húsiö
með miklu sándi. Yfir skrifboöinu var gömul
eftirprentun af Van Gogh sem hafði skorið af
sér eyrað og gefið hóru — mikið frelsi væri
að vera orðinn geðveikur eins og hann. Hann
setti Wagner á plötuspilarann. Siegfried
síglir á Rín með lúðraþyt, bregður skínandi
sveröi á loft og vill höggva á poppdynkina, á
hjartslátt næstu kynslóðar. Þegar þau sem
munu landiö erfa vora komin á ball hlustaöi
hann á Chopin og skipaöi sjálfum sér fyrir:
ekki hugsa um annað. Ekki muna hvaö
Chopin er aö þvaöra í bréfum til ástkvenna
sinna, ekki bera saman, ekki öfunda þann
sem vann mikil verk, hugsaöu ekki um að
þessir ljúfu tónar eru undur og stórmerki
sköpunarinnar. Þegiðu. Vertu aleinn.
Leitaðu hvergi stuönings. Kastaðu þér hik-
laust út á sextugt djúp aðdáunarinnar.
Um morguninn sá hann merki um að Kaja
væri komin heim og gekk hljóölega um til aö
vekja hana ekki. En þá heyrði hann umgang
í svefnherberginu og ískur í skáphurö, hún
var að draga afréttarann fram úr náttborð-
inu.
Ertu þama Bjössí? A ekki aö heilsa
manni?
Hún lá upp í rúmi reykjandi og vildi tala
viðeiginmanninn.
Hva, eru menn hættir aö sofa í sínu rúmi?
Flakka bara út og suöur.
Það er ólíft héma fyrir skitapest, sagöi
hann og reiddist sjálfum sér. Byrjar það
enn, byrjar þaö rétt eina ferðina enn.
Jesúsminn annaöeins. Af hverju tekur
snyrtimennið þá ekki til? Eigum viö kon-
urnar að hugsa fyrir öllu? Skyrtumar hér og
buxurnar þar og inniskómir og steik í ofnin-
um handa Bjössa mínum sem er svo fínn og
gáfaður aö stelpurnar í máladeild pissa á
sig.
Einn morgunn af átján. Hvað hafði hún
séð viö þessa rauðhærðu kennarablók sem
var ekki neitt neitt en þóttist langt yfir hana
hafin og alla? Hvaö hafði hann séö viö þessa
fullu belju meö freðýsuaugun sem gat ekki
einu sinni hunskast til að viöurkenna að hún
væri alki?
Þau voru saman strax í menntaskóla og'
lífið var svo skemmtllegt og ástin svo stór-
kostleg aö þau gleymdu oftast að tala
saman. Þau þurftu þess ekki. Þau vora fal-
legasta parið í árganginum, fólk sneri sér
við á götu til að horfa á eftir þeim. Þau voru
uppi fyrir daga pillunnar en stukku fyrr en
flestir aðrir yfir óléttumúrinn: þú mátt gera