Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 17
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
SPJA
UM SKÁLDSKAPARLIS
MEÐ KVEÐJU FRÁ DU
K> ARNA BERGMA
Árni. :0Í!^$nanh er ritstjóri, blaðamaður, gagnrýnandi, kennari og
riihimindur. Hann stundar einnig sund og hjótar i vinnuna. Kannski er það
OV-mynd GVA.
skáldsögu fyrr en um fertugt. —
Ljóöskáld þarf aö vera eins og nýfætt
lamb í gömlum heimi,” bætir Arni viö
og brosir.
, ^aö er hætt við þvi að menn komist
ekki langt i skáldsögu nema aö hafa
safnaö 1 sarpinn alis konar lífsreynsiu
— og safnað fólki líka til að yeija úr og
skera sundur og skeyta saman,” brosir
Arni.
„Þessi saga fjallar um þjóövarnar-
mál mjög mikið, líka um kreppu þessa
aldurs þegar mönnum finnst þeir hafa
gert það sem þeir ætluöu sér eða muni
aldrei gera þaö úr þessu. Þá er spum-
ingin: Hvernig geta þeir fyllt upp í
tómleikann. Ástin verður aö koma til
sögu þó ekki væri nema vegna þess að
ástlaus skáldsaga er eins og saltkjöt
án bauna. Ástin táknar lika umskipti
og breytingar í lífi manns sem leiða
svo margt annaö af sér. IRA er
kannski svo og svo hæpinn félagsskap-
ur fyrir kennarann en stúikan hans
tengist þeim. Astarsambandið leiðir af
sér issa pólitíska velvild, ástin ýtir
>0118001 atburðum af stað sem leiða til
hans fær allt í einu inntak.
vegna þess að kennarinn er
í eiöl&erju öngstrætí. Hönum leiðist
Hann þarf að upplifa eitthvað, reyna á
sig.”
— Mönnum er kannski ekki svo
mikiö niðri fyrir á Islandi?
„Þessi kennari minn, Bjöm heitir
hann, gæti kannski tekið sér í munn
þessar Ijóölinur Jóns Helgasonar:
„Einhvers skírra einhvers blárra,
æskti hugur minn”. Honum finnst
þetta íslenska mannlíf frekar átakalít-
ið og smátt í sniðum. Það er meðai
annars ástæðan fyrir því að hann
ánetjast þessum háska.”
— Hefur manninum miðað eitthvað
áfram í bókarlok?
„Því get ég ekki svarað. Það fer eftir
því hver viðhorf lesandans eru. Hann
er í bókarlok í meiri vanda en nokkurn
timann áður. Það er spurning hvað
lesandanum finnst. Finnst honum það
ef einhver lifir lífinu til fulls í nokkra
daga vera svo dýrmætt að það sé mik-
illafómavirði?”
íslenskar bókmenntír
— Hvað finnst þér um íslenskar bók-
menntir. — Það er kannski erfitt fyrir
mann sem er bæði gagnrýnandi og
skáld að svara svona spumingu?
„Það er margt skrifað og það sýnir
að margir hafa áhuga á að koma við
sögu. Það gerir í s jálf u sér ekki neitt til
þó aö margt af þvi sem kemur út sé
ekki merkilegt. Mér var sögð saga af
argentinska rithöfundinum Borges.
Hann var spurður hvernig honum litist
á argentínskar bókmenntir. Hann svar-
aði: „Það er allt í lagi með argentinskar
bókmenntir. Þæreruágætar. Þærhafa
verið til í 150 „r og það er búiö að skrifa
aöminnsta kosti þrjár góðar bækur.”
Ef við tökum þennan pól í hæðina líð-
ur okkur bara bærilega hérna á ts-
landi.”
Þriðjudagar á ÞjóðvHjanum
— Ætlaröu að halda áfram á sömu
braut: sem kennari, blaöamaöur, rit-
stjóri, gagnrýnandi, skáld. ..
„Eg veit ekki hvenær einhver partur
af mér kemst í lamasess. En ég er ekk-
ert ósáttur við þessa margskiptingu. I
blaðamennskunni færðu heilmikinn fé-
lagsskap en mjög ánægjulega einvem
við bókaskrifin. I kennslunni fær mað-
ur einhverja hugmynd um það hvað
ungt fólk er að hugsa. ”
Ámi hugsar sig örlítið um og segir
svo:v„Það væri -kannski gaman að
skrifa bók eins og þriðjudagar á Þjóð-
viljanum eða aldarfjórðungur á Þjóð-
viljanum. Annars veit enginn um
framtíðina. Eg gerði ekkert ráð fyrir
því að skrifa aðra skáldsögu. En ég
hafði svo góðan tima til að fantasera
þegar ég lá á spítala fyrir tveimur
árum.”
— Það er einmitt á spitala sem aðal-
persónan ligguri bókarbyrjun?
„Já, í þakklætisskyni viö Iæknamafí-
una setti ég söguhetjuna fyrst á spít-
ala.”
— Hvernig skrifarðu?
„Fyrst gerði ég plan í stórum drátt-
um. Það leiö langur tími þar til ég vissi
hvernig bókin ætti að enda. En það er
ágætt að hafa svona plan og vita aö það
getur breyst í ýmsar áttir.
Svo er það náttúrlcga þannig þegar
maður hefur ákveðið viðfangsefni eins
og sjálfstæöishreyfingu Baska og IRA
þá er það drjúg vinna að kynna sér
heimildir.
Samt verður aö forðast að skáldsag-
an veröi heimildarskáldsaga. f>ú þarft
þessar heimildir en mátt ekki láta þær
drepa þig. Ég þarf auövitað að vita
margfalt mcira um IRA heldur en ég
nota nokkurn tímann.”
Græna hjólið
— Hvemig myndirðu lýsa þessari
bók ef þú ættir að setja á hana ein-
hvern stimpil?
„Ef ég þyrfti að semja auglýsingu
umhanaáttuvið?”
Árni hugsar sig dálitið um þar sem
hann situr á divaninum:
„Ég myndi kannski kalla hana
pólitiska ástarsögu i dálitlum skyld-
leika viö spennusögu.
Dostojevski kallinn, sem ég fer ekki
aö líkja mér við, sagði: „Skáldsagna-
höfundur héfur engan rétt til að vera
leiðinlegur. Og ég er að vona að mér
takist að minnsta kosti aö komast hjá
því. — Hvað sem öðrum syndum
líður.”
— Átt þú græna hjólið hérna fyrir ut-
an?
„Já, mér finnst ágætt að hjóla. Eg
hugsa að ég hafi fengið miklu betri til-
finningu fyrir trlandi af því að hjóla
yfir það heldur en ef ég hefði brunaö
um það I rútu. Svo eiga þessar hjólreið-
ar sér þá einföldu skýringu að ég kann
ekkiábíl.”
SGV
allt, elskan mín, allt. Þau elskuðust hvenær
sem þau gátu, í lánuðum kunningjaher-
bergjum, í sumarbústað foreldra hennar,
meira aö segja í jeppanum Einars Páls —
allsstaöar nema hjá Gunnu frænku þar sem
hann fékk aö sofa. Þcss á tnilli lifðu þau I
bíó, á Ellefu, á þýðingarmiklu augnaráði og
snertingu undir borði. Svo kom studentens
lyckliga dag, æskan líður kát og fjörleg,
Hann fór i BA, komst ekki til Englands fyrir
blankheitum, Faðir Kaju, sem byggöi hús út
um allar jarðir, vildi ekkert fyrir þau gera
— af hverju fer hann ekki í lögfræði strákur-
inn og drífur sig upp? Þaö geröi ekkert tii,
Þau áttu hvort annaö i kjallaraibúö i Hlíöun-
um. Hún vann fyrir þeim sem flugfreyja.
Falieg og ljóshærö meö gott enskupróf. Hún
var mikið að heiman, það var mikið
djammað, nóg af flugvélabensíni, bæði viskí
og konjaki: fáðu þér I glas meö okkur,
Bjössi I Hann las á viö tvo, ortiljóð sem ekki
voru nógu góð, hamaðist í síld og í Félagi
róttækra. Skipin sigldu hvort I sína áttina í
versnandi skyggni. Svo fæddist Stína og
þau fundu hvort annað aftur. Kannski
voru þau ekki lengur mestu elskendur
heimsins en alveg óreiðanlega bestu foreidr-
amir. Hrein unun að sjá til þeirra með
barniö. Og svo,(,. Já. Þetta er svo gömul
saga aö maöur er hissa á því aö hún geti
vcrið ný, Svo féll aftur á silfur daganna,
koparinn reyndar lika. Eitthvaö veröum viö
aö gera. Eigum viö ailtaf aö hirast í þessari
kjallaraholu? Það eru alllr komnir á bll
nema við. Liggur okkur ekkert á? Sá var
góöur. Ætlaröu ekki aö sækja um náms-
stjórastööuna, ætlaröu aö láta þessa lúsa-
blesa og bullshit pota sér upp fyrir þig? Af
hverju hættirðu ekkí þessari djöfuls kennslú
og talar viö hann pabba?
Heyröu Kaja, ertu ekki búin aö drekka
nóg?
Svo dró ég þig upp úr skítnum þegar ég
fékk arfinn, annars værum viö enn að rolast
íkjallaranum.
Til þess aö þú drekkir okkur öllum i
brennivínsspýju í þessu andskotans húsi
þtnul
Otal sinnum hafði þessi saga þyrlast upp í
hugum þeirra og fyllt vitin beiskju og reyk.
Einn dagur enn var risinn, einn Ulgangslaus
uppgjörsmorgunn af hundraö og átján, Þau
horfóu hvort ó annað eins og grimmir
hundar.
Kaja fletti ofan af sér sænginni, lyftl öðru
Iménu til hliöar og strauk tveim fingrum upp
eftir lærinu innanveröu.
VUl hann ekkí heimsækja húsið sltt vinur-
inn? sagöi hún. ViU hann ekki skreppa á
bak? Sumum hefur fundist þaö gott
stundum.
Björn greip tóma hvítvinsflösku af
kommóöunni og henti í hana.
Troddu þessu I klofið á þér, öskraöi hann.
Skíthæll! Aumingi! Drullusvin!
Hann skellti á eftir sér hurðum. Einhvem-
tíma drep ég hana. Einhvemtíma tek ég hnif
og sker hana á háls. Einhverntima sný ég
hanaúrhálsiiðnum,
Hann stóð viö hliðið og dró andann djúpt,
Noröangolan strauk af honum svitann,'
haustsólin hresstl viö dösuð laufln á trján-
um, þau sem rigningar stðustu vtkna höföu
ekki slitið tii jarðar, Hvers vegna var hann
ekki löngu farinn? Hann gat ekki lengur gert
neitt fyrir Stinu litiu. Húslö mátti djöfullinn
ihirða. Er ræfildómur vanans svona sterkur
oglamandi?
Nei þaö var eitthvaö annað.
Hann gekk af staö og það fylgdi honum
iilur grunur. Ef til viil, ef til vill þurfti hann á
þessu hatri aö halda til aó komast af í veröld
sem var full af marklausum orðum, ryk-
föllnum bókum og dauðum hugsjónum.