Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 21
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
65
„Decca haföi ekki viljaö okkur svo
þeir reyndu aö bjarga andlitinu meö því
aö spyrja George hvort hann vissi um
einhverjar aörar hljómsveitir. Hann
svaraði: „Ja, þaö er til hljómsveit sem
heitir Stones.. . ””
Paul: Þegar einhver spuröi Yoko hvort Bítl-
arnir heföu stutt hana eftir moröiö svaraöi
hún: Nocomment!
Linda: Jafnvel þótt Ringó heföi flogið til
hennar og viö hringdum öll.
Paul: Sannleikurinn er sá aö mér hefur
aldrei lynt sérlega vel við Yoko. Þau John áttu
skap saman, þaö er máliö. Þaö skrýtna er aö
ég fór ekki aö kynnast henni fyrr en eftir aö
hann dó. Mig fór að langa til þess aö hjálpa
henni, vegna þess aö hann var gamall vinur
minn. Fyrst í staö líkaði mér ekki framkoma
hennar — „Eg vil ekki vera ekkja ársins” og
annað í þeim dúr, en svo fór ég aö hugsa mál-
iö. Konan haföi lent í harmleik ævi sinnar og
ég hagaði mér eins og fífl. Ef hún vildi ekki
vera næs viö mig ætlaöi ég ekki aö vera næs
viö hana. Smátt og smátt fór ég aö skilja hana
betur og á endanum fannst mér við eiga margt
sameiginlegt.
Playboy: Eins og hvað?
Paul: Viö erum í svipaöri stööu. Frægöin,
fólkiðsemviðþekkjum...
Linda: Yoko sagöi við mig meðan John var
enn á lífi: „Viö erum eina fólkiö sem á viö
þessi sömu vandamál aö stríða.” En ennþá
eru vandræði í samskiptum okkar. Þaö er til
dæmis hörmung að standa í viðskiptum viö
hana.
Playboy: Eftir að þú fórst aö skilja Yoko
betur, Paul, töluöuð þiö þá saman um John?
Paul: Já. Viö geröum þaö. Reyndar var þaö
einmitt þaö sem hjálpaöi mér mest; að tala
viö hana um þetta. Hún tók upp á því aö segja
mér aö honum.. . að honum hefði líkað reglu-
lega vel viö mig. Hún sagöi aö einu sinni eöa
tvisvar hefðu þau sest niður og hlustað á plöt-
urnar mínar og hann sagði: „Þarna er það!”
Svo það gerðist ýmislegt þegar enginn sá til.
Já, þetta skipti mig mjög miklu máli.
„Ég trúöi því ekki aö ég heföi samið
Yesterday. Eg gekk um og spuröi fóik
hvort þaö heföi heyrt það áóur. „Ég held
aö ég hafi samið þaö.” Og þaö kannaðist
enginnvið þaö.”
Playboy: Skipti hrós frá John þig yfirleitt
miklu?
Paul: Hvort þaö geröi, en þó man ég varla
til þess aö hann hafi hrósaö mér. Ekkert óhóf í
þeim efnum! Eg man þegar við vorum aö gera
Help! í Austurríki. Viö vorum búnir aö vera á
skíðum allan daginn og vorum dauðþreyttir.
Venjulega var ég í herbergi meö George en í
þetta sinn var John herbergisnautur minn. Við
vorum aö taka af okkur þessa risastóru skíða-
skó og búa okkur undir kvöldiö og svoleiðis, og
vorum aö spila eina kassettuna okkar. Það var
einhver platan okkar, sennilega Revolver eöa
Rubber Soul — ég man ekki nákvæmlega
hver. Kannski var þaö platan sem geymir
meðal annars lagiö mitt Here, There and
Everywhere. Þaö voru þrjú lög eftir mig á
annarri hliöinni og þrjú eftir John. Og þá
gerðist þaö í fyrsta sinn, hann laumaði þessu
bara út úr sér, sagði svo sem ekkert: „Æ, ég
hugsa að mér finnist lögin þín betri heldur en
mín.” Búiö mál. Þetta var mesta hrós sem ég
fékk nokkurn tíma frá honum. „Æ, ég hugsa
aö mér finnist lögin þín betri en mín. ” Vá! Það
var enginn nálægur svo hann gat leyft sér aö
„Eg fór ekki aö kynnast Yoko fyrr en
eftir aö John dó. Mig fór aö langa til þess
aö hjálpa henni og smátt og smátt skildi
ég hana betur. Á endanum fannst mér
viðeigamargtsameiginlegt.”
„John laumaöi þessu bara út úr sér:
„Æ, ég hugsa að mér finnist lögin þín
betri en lögin mín.” Búið mál. Þetta er
mesta hrós sem ég fékk nokkurn tíma
fráhonum.”
segja þetta. En jú, ég leit mikið upp til Johns.
Viö litum allir upp til Johns. Hann var eldri en
viö og mikill foringi í sér; hannYSr snöggur
upp á lagið og fyndnastur og allt þaö. Svo aö í
hvert sinn sem hann hrósaði okkur, þá var
þaö stórkostlegt hrós, vegna þess að það kom
sjaldan fyrir.
Playboy: Eitt af því síöasta sem John Lenn-
on gerði var aö renna gegnum lögin sín meö
Playboy og rifja upp ýmislegt ura þau. Þó viö
höfum ekki tíma til þess aö fara yfir alla þína
músík væri gaman ef þú værir fáanlegur til að
segja okkur frá þinni hliö málsins.
Paul: Okei, en þaö veröur ekki sérlega
djúpt.
Skilið. Hvaö manstu í sambandi við eitt af
elstu lögum ykkar, Love Me Do?
Paul: Love Me Do — þaö varTyrsta lagiö
sem viö tókum upp í alvöru. Fyrsti raunveru-
legi prófsteinninn. Ég man að John átti að
syngja aðalröddina, en svo skiptu þeir um
skoöun og báöu mig aö gera það vegna þess aö
John átti aö spila á harmóníku. Fram aö því
höföum viö aldrei æft meö harmóníku. George
Martin útsetti fyrir harmóníkunæá svipstundu
og þetta var mjög erfitt. Eg var mjög stress-
aður, man ég.
Playboy: All My Loving.
Paul: Já, ég samdi þaö. Þetta var í fyrsta
skipti sem textinn kom á undan laginu. Eg
skrifaöi textann í rútubíl á hljómleikaferöa-
lagi, síöan böröum viö saman lagi þegar viö
vorum komnir á áfangastað.
Playboy: I Wanna Be Your Man.
Paul: Eg samdi þetta lag og Ringó átti að
syngja þaö á einni af fyrstu plötunum okkar.
En á endanum létum viö Stones fá þaö. Viö
hittum Mick Jagger og Keith í leigubíl á
Charing Cross Road einn daginn og Mick
sagöi: „Eigiöi nokkur lög?” Svcuvið svöruö-
um: „Ja, þaö vill svo til aö við erum meö eitt
hérna í farangrinum.” Eg held aö George hafi
átt þátt í að þeir fengu fyrsta plötusamninginn
sinn. Viö stungum upp á þeim við Decca því
Decca haföi gert þau mistök aö vilja okkur
ekki og fyrirtækið reyndi að bjarga andlitinu
meö því aö spyrja George: „Veistu um ein-
hverjar hljómsveitir?” Hann sagði: „Ja, þaö
er til hljómsveit sem kallar sig The Stones.
Þannig fengu þeir fyrsta plötusamninginn
sinn. Allavega létum viö John þá hafa lagiö.
Þaö var líklega ekki á fyrstu plötunni þeirra
en þaö var aö minnsta kosti fyrsta lagið sem
þeir slógu í gegn meö. Þeir eru ekkert aö flika
þessu núorðiö.
Playboy: Hvað um Not a Second Time?
Paul: Samið undir áhrifum frá Smokey
Robinson og The Miracles.
Playboy: Please Mr. Postman.
Paul: Gert undir áhrifum frá The
Marvelettes, sem sungu þaö svo fyrst inn á
plötu. Nafnið kemur frá aðdáendum okkar
sem áttu þaö til aö skrifa Pleasé'Mr. Postman
aftan á umslögin sem þeir sendu okkur.
„Posty, Posty, don’t be slow, be like the
Beatles and go, man, go! ” Svona hlutir.
Playboy: I Should Have Known Better.
Paul: Eftir John. Þaö var á Hard Day’s
Night.
Playboy: If IFell.
Paul: Samiö meðan viö unnum hvaö best
saman. Við sömdum nokkur lög — This Boy, If
I Fell, Yes It Is — í svipuðum dúr og þau líkt-
ust einna helst því sem The Fourmost var aö
gera.
Playboy: Svo þiö tókuö hluti frá öörum
hljómsveitum?
Paul: Jájá. Við vorum'mestu stéluþjófarnir
í bransanum.
Playboy: And I Love Her. Var það samið til
einhverrar séi stakrar stúlku?
Paul: Þetta er bara ástarlag. Nei, þaö var
ekki handa neinum. Eg man aö mér fannst
voöalega sniðugt aö láta nafniö byrja inni í
miöri setningu. Perry Como geröi þaö líka í
laginu And I Love You So mörgum árum
seinna. Reyndi aö stela hugmyndinni. Eg kann
vel við lagið, skemmtilegt lag.
Playboy: Help!
Paul: John samdi þaö, ja, John og ég sömd-
um þaö í húsinu hans í Weybridge. Þaö var
fyrir kvikmyndina. Ég held að nafnið hafi tjáö
örvæntingu.
Playboy: In My Life.
Paul: Mig minnir aö ég hafi samið lagiö, en
okkur bar ekki alveg saman í þessu tilfelli.
John hélt að hann hefði samið lagið. Eg man
aö hann var meö textann, þetta var eins og
ljóö — um andlitin sem hann mundi eftir. Og
lagið var undir áhrifum fró Thfl Miracles eins
og svo margt á þessum árum.
1 Playboy: Eleanor Rigby.
| Paul: Eg samdi það. Eg fékk nafnið Rigby
af búð í Bristol. Eg var aö þvælast um Bristol
einhvern daginn og sá búð sem hét Rigby. Og
ég held aö Eleanor sé komið frá Eleanor Bron,
leikkonunni sem viö unnum meö í Help! En
[mér líkaöi bara við nafnið. Eg'var aö leita aö
nafni sem hljómaði eðlilega. Eleanor Rigby
hljómaði eðlilega.
Playboy: yesterday er vitaskuld vinsælasta
lagiö sem þú samdir upp á þitt eindæmi.
Hvernig varö þaötil?
Paul: Það kom bara. Eg var meö píanó viö
hliðina á rúminu og. . . mig hlýtur að hafa
dreymt þetta vegna þess aö ég skreiddist fram
úr rúminu og aö píanóinu og lagið var í höföinu
á mér. Þaö var fullbúiö. Eg trúöi þessu ekki.
Eg trúöi því ekki einu sinni aö ég heföi samiö
þaö. Þetta var of auðvelt. Eg hélt að þetta væri
lag sem ég hef öi heyrt áður, og ég labbaði milli
fólks og spilaði lagiö og spuröi svo: „Er þetta
eins og eitthvað? Eg held aö ég hafi samið
þaö.” Og þaðkannaöist enginn viö þaö.
Playboy: YellowSubmarine.
Paul: Eg samdi þaö uppi í rúmi eitthvert
kvöldiö. Þetta var eiginlega barnasaga. Og
svo datt okkur í hug að þetta gæti verið fyrir-
taks lag handa Ríngó aö syngja.
Playboy: Good Day Sunshine.
Paul: Samdi það heima hjá John — sólin
skein. Þaö eru í því áhrif frá Lovin’ Spoonful.
Playboy: Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club
Band.
„Ég spila öll ný lög á píanóiö fyrir
krakkana mína. Ef þaö er eitthvaö variö
í lagið fara þau strax aö raula þaö meö
sjálfumsér.. . ”
Paul: Þaö er byggt á hugmynd sem ég fékk
þegar ég var aö fljúga frá LA. Mér datt í hug
að þaö gæti veriö sniðugt aö fara í felur, aö
dulbúa okkur sem allt aöra hljómsveit. Viö
gætum búiö til heilt umhverfi kringum þetta,
safnað öllum hetjunum okkar saman á einn
staö.
Playboy: Getting Better.
Paul: Eg samdi þaö heima hjá mér í St.
John’s Wood. Þaö eina sem ég man er að ég
sagði: „It’s getting better all the time”, og þá
kom John meö línuna: „It couldn’t get much
worse”. Þaö fannst mér frábært. Lagið allt í
ofsalega bjartsýnum stíl og svo þessi lína.
Mjög dæmigert fyrir John.
Playboy: Fixing a Hole.
Paul: Jamm, ég samdi þaö. Mér fannst þaö
gott. Það er svolítil saga kringum það. Kvöldið
sem viö ætluðum aö taka þaö upp skaut ein-
hver náungi upp kollinum heima hjá mér og
sagöist vera Jesús. Eg fór meö hann í stúdióiö.
Þaö gat ekkert slæmt komið út úr því, fannst
mér. Og ég kynnti Jesúm fyrir strókunum.
Þeir tóku því vel. En þetta var allt og sumt.
Síöan höfum viö ekki séö Jesúm.
Playboy: She’s Leaving Home.
Paul: Eftir mig. Eg samdi svona ballööur á
þeim tíma. Dóttur minni finnst þaö gott. Einni
af dætrum mínum finnst það gott. Þaö hrífur
Playboy: A Day in the Life. Þaö er auövitað
eftir John, er það ekki?
Paul: Aðallega. Eg man að ég velti lengi
fyrir mér oröunum „I’d love to turn you on”.
Þaö var svona hér um bil það djarfasta sem
hægt var að gera í þá daga, enda var lagiö
bannaö í BBC.
Playboy: Baek in the USSR.
Paul: Eg samdi þaö sem eins konar skop-
stælingu á Beach Boys. Back in the USA er lag
eftir Chuck Berry og þaö er útgangspunktur-
inn. Mér fannst bara þessi hugmynd um stelp-
urnar í Georgíu skemmtileg og aö tala um
staði eins og Ukraníu eins og þaö væri Kali-
fornía. Og þetta var líka til þess að ná yfir til
þeirra fyrir handan. Því viö erum vinsælir
þarna eystra, þó stjórarnir í Kreml séu
kannski ekki hrifnir af okkur.
Playboy: Þaö er augljóst aö þér lætur best
aö vinna út frá hugmyndum annarra eöa í
samvinnu viö aöra.
Paul: Eg nota krakkana mína núna. Eg
spila öll ný lög á píanóiö fyrir krakkana og ef
þaö er eitthvað varið í þaö fara þau strax aö
raula þaö meö sjálfum sér.
Playboy: Hvaö meö aðra tónlistarmenn sem
þú hef ur unniö með upp á síðkastið?
Paul: Attu viö Michael Jackson og Stevie
Wonder? Þaö var stórskemmtilegt að vinna
með þeim. Eg dáist aö þeim báöum sem söngv-
urum og tónlistarmönnum. En þetta var
ekki alvarleg samvinna. Viö vorum meira
svona aö syngja á plötum hver hjá öðrum.,
Viö Michael sömdum nokkur lög saman en við
litum aldrei á okkur sem alvarlega starfs-
félaga. Þetta var bara skemmtilegur hlutur.
Michael fór aö hringja til mín og sagöist vilja
hitta mig. Eg spuröi til hvers. Hann sagði:
„Eg vil búa til smelli.” „Skínandi,” sagöi ég.
En ég tók þetta ekki alltof alvarlega.
Playboy: Tekur þú Michael Jackson alvar-
lega sem lagahöfund?
Paul: Nei, ég er ekkert sérstaklega hrifinn
af honum sem höfundi því hann er ekki búinn
að gera mikið. Eg er hrifnari af Stevie
Wonder.
Playboy: Ertu enn að leita þér aö einhverj-
um til þess að semja meö — á svipuðum
grundvelli og John?
Paul: Eg er ekkert aö leita. . . Eg leitaði
heldur ekkert aö John. En ég held aö ef ég
rækist á einhvern sem ég héldi að ég gæti unn-
iö meö á sama hátt þá myndi ég svo sannar-
lega ekki fúlsa viö því. Yfirleitt líkar mér
vel samstarf en samvinna okkar Johns —
þaö er erfitt aö finna svoleiðis. Sá strákur var
„pretty hot stuff, you know”. Þýtt og stytt.