Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 22
66 DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. Indland er orðið að tískufyrirbæri í evrópskum kvikmyndum en ekki Indland Indverja heldur Breta 4*9 , NYLENDUNNAR Skáldsögur kvikmyndaðar En frá hverju segja svo Indlands- kvikmyndimar? Hvert er efnið sem heillar nútímaáhorfendur svo mjög? Skemmst er frá því að segja að flest- ar myndirnar f jaUa um Englendinga og örlög þeirra á indverskri grund. Indland fær þar af leiöandi gildi fyrir þá sök að Englendingar eru þangað komnir. Kvikmyndin Gandhi, sem auðvitað fjallar um helsta leiðtoga Indverja á þessari öld, þykir jafnvel gera lítiö úr Indverjum. Þeir eru gjarnan sýndir saman í hóp og for- ingjar þeirra, aörir en Gandhi, held- ur daufar persónur. Visikóngar, hershöfðingjar og ríkisstjórar enskir eru hins vegar ævinlega hinar reffi- legustu persónur. Sjálfstæðisbaráttan er Indverjum auövitaö hjartans mál og þeim þykir myndin sem dregin er upp af henni bæði villandi og óljós og aö aUtof mörgum atriðum hafi verið sleppt úr Gandhi. Astæðan fyrir því að Indverjum sjálfum er svo lítill sómi sýndur í nýjum kvikmyndum um nýlendutím- ann er ef til vill sú að margar eru myndirnar byggðar á skáldsögum eftir breska rithöfunda og það sem meira er, þessar sögur voru ritaðar á nýlendutímanum. Undantekning frá þessu er þó t.d. The Jewel of the Crown sem byggö er á The Raj Quartet eftir Paul Scott, fjórum skáldsögum sem komu út á árunum 1966 til 1975. Viðhorfin eru ef til vill dálítið breytt frá því Indland hlaut sjálfstæði en viðfangsefnin eru þau sömu, dagleg störf og sálarstríð Eng- lendinga á Indlandi. Orður handa Indverjum Indverski rithöfundurinn R.K. Narayan hefur í grein giskað á að ástæðan fyrir lítilli umfjöllun um innfædda í skáldsögum og kvik- myndum sem gerast eiga á Indlandi sé ef till sú að Englendingar hafi aldrei áttaö sig á Indverjum. Ný- lenduherrunum hafi nánast þótt það Nýlenduveldi Breta á Indlandi hef- ur á tveim siðustu árum orðið eitt helsta tískufyrirbærið í kvikmynda- heiminum. Milljónir sterlingspunda hafa verið lagðar í þessar kvikmynd- ir sem flestar eru gerðar af Bretum þó fjármagn til framleiðslu þeirra komi úr ýmsum áttum. Leikarar, tæknimenn, tæki og sviðsmunir í tonnatali hafa verið fluttir til Ind- lands í tilefni af þessari kvikmynda- gerð og þykir gjarnan ekki litið átak að finna húsaskjól og mat sem hundruð Evrópumanna geta sætt sig við meöan á upptökum stendur. Sir Richard Attenborough var fyrstur manna til að hrinda þessari skriðu af stað og hlaut ómælt lof fyrir kvikmynd sína Gandhi. I kjölfar Gandhis hafa svo fylgt kvikmyndirn- ar Heat and Dust, Kim, A Passage to India og sjónvarpsmyndaflokkarnir The Jewel in the Crown og The Far Paviiions svo það helsta sé nefnt. ís- lendingar hafa flykkst á fyrrnefndar kvikmyndir, þær sem hingað hafa borist, og eru þegar farnir að fylgj- ast með The Jewel in the Crown sem lofar harla góöu. Enginn vafi leikur á að Indlandskvikmyndirnar eru í tísku og eftirspurnin næg. Ævintýri Ijósklæddra Evrópubúa Ekki voru allir.Bretar í opinberri Susan Wooldridge leikur Daphne Manners í sjónvarpsmyndaflokknum The Jewel in the Crown. David Lean og Peggy Ashcroft í A Passage to India. Greta Scacchi leikur bresku konuna sem á þriðja áratugnum tók indversk- an aðalsmann, leikinn af Shashi Kapoop, fram yfir breska eiginmann- inn í Heat and Dust. Efst: Amy Irving sem indverska prinsessan Anjuli í The Far Pavilions. þjónustu á Indlandi en um þá hefur minna verið fjallaö í nýlegum kvik- myndum. Trúboöar létu til dæmis margt gott af sér leiða, menntuöu stóra hópa Indverja og áttu sinn þátt í að rétta hlut hinna útskúfuðu og ósnertanlegu. Annar hópur var bresku bændurnir sem stofnuöu kaffi- og teplantekrur og gerðu Ind- land í raun að heimalandi sínu. En hvers vegna á hinn opinberi breski starfsmaöur á Indlandi svo greiða leið að hjarta nútímamanns- ins í gegnum kvikmyndirnar? I fyrsta lagi á hann býsna margt sam- eiginlegt með borgarbúum nútímans sem stunda hvorki jarðrækt né trú- boö, lifa í velmegun en sjá þó órétt- læti heimsins allt í kringum sig. I öðru lagi er lífiö á Indlandi þær tæp- ar tvær aldir sem Bretar ríktu þar sveipað ævintýraljóma. Indland var furðulegt og heillandi, þar þreifst ótrúleg auðsæld við hliöina á örgustu fátækt og trúarbrögö landsmanna og lifnaðarhættir voru öldungis frá- brugönir því sem Evrópubúar áttu aö venjast. í þriðja lagi kitlar mun- aður og tíska nýlenduherranna áhorf- andann á sama hátt og í Dallas eöa viðlíka sjónvarps- og kvikmynda- efni. Þorra manna er sem sagt til muna þægilegri afþreying í ástar- ævintýrum ljósklæddra Evrópubúa á Indlandi en örlögum innfæddra sem löptu dauðann úr krákuskel. -SKJ bera vott um fákunnáttu í mannasiö- um aö vera að forvitnast um þanka- gang innfæddra. Englendingar reyndu að skipta sér sem minnst af Indverjum, tömdu sér ekki siði þeirra og höguöu sér eins og snigl- arnir; fluttu með sér húsið sitt á bak- inu. Bretamir í Indlandskvikmyndun- um nýju eru yfirleitt í opinberri þjón- ustu. Þeir eru hermenn, lögreglu- menn, stjórnarherrar allskonar og eiginkonur þeirra. Allt þetta fólk þurfti að hafa umtalsverð samskipti við Indverja, ekki síst undirtyllur sínar. Englendingar, sem voru held- ur fáir samanborið við milljónir Ind- verja, gátu nefnilega ekki stjórnað víðfeðmu landi án hjálpar inn- fæddra. Því komu þeir sér upp hug- vitssamlegu kerfi til að slípa opin- bera starfsmenn af indverskum upp- runa. Þeir voru menntaðir eins og Englendingar og reyndust námfúsir í betra lagi. Þeir reyndust ágætis stjórnendur og fóru í einu og öllu eft- ir handbók opinberra starfsmanna þar sem þeim voru lagðar breskar lífsreglur. Háttalag þeirra varð breskara en það sem breskt var og þeir meðhöndluðu samlanda sína eins og óæðri verur. Á afmælisdögum Bretakóngs eöa drottningar, þegar nýjum titlum var úthlutað, máttu dyggir þjónar heimsveldisins svo bú- ast við að geta bætt breskum nafn- bótum við indversk nöfn sín. Á ný- lendutímanum var þar af leiðandi stór hluti indverskra valdamanna al- búinn til að verja nýlenduherrana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.