Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 24
Sérstæð sakamál Sérstæð sakamáf Sérstæð sakamál Sérst Hann átti aöeins sextán tíma eftir ólifaöa þegar Thelma Carroll, unnusta hans, heimsótti hann í síðasta skipti í fangelsið. I bítið næsta morgun átti aö hengja hann og hann að gjalda með lífi sínu fyrir afbrot sem hann hafði ekki frarnið. ,,Ég er saklaus að þessu afbroti og öllum öðrum afbrotum,” sagði Sera- phino Pelizzoni viö konuna sem sat hinum megin við borðiö í heimsóknar- herberginu. Tveir fangaverðir stóðu hvor við sína hliö hans. Sá þriðji stóð á bak viö Thelmu Carroll, stúlkuna sem hann var trúlofaður. „Guð veit að ég hef ekki framið af- brot og því get ég mætt örlögum mínumkaldurog rólegur.” Konan svaraði með titrandi rödd: „Ég veit líka að þú ert saklaus. En ég sver þér, sama hvemig gengur, ég skal finna þann seka og láta hann standa reikningsskap gerða sinna...” Hjálpfús ' Konan, sem var 26 ára, hafði fengiö að heimsækja fangann í eina klukku- stund til að kveðja manninn sem hún elskaði og sem var einungis 29 ára. Þegar tíminn var búinn fékk parið ekki leyfi til að faömast og kyssast í kveðju- skyni. Hún fór eins hratt og hún gat út úr fangelsinu en Pelizzoni var færður aftur í dauöaklefann og til stefnumóts viðböðulinn. Fyrir Thelmu Carroll var þetta há- mark martraðar sem hafði staðið í þrjá langa mánuði. Hún var búin að þekkja Seraphino Pelizzoni, sem var af ítölskum ættum, í meira en tvö ár. Þau bjuggu í Clerkenwellhverfinu í London. Pelizzoni var háttvís ungur maður. i Hann var í góðum metum meðal ítalskra innflytjenda og ítalski veitingastaðurinn hans var mikið sóttur. Hann var frægur fyrir hjálp- ' semisínaogþaðvartalsverðþörf fyrir hjálpfúsa menn á kreppuárinu 1932. ! Pelizzoni var langt frá því að vera vel stæður en enginn af þeim sem leituðu , aðstoðar hans fór frá honum án þess að í fágóðamáltíö. Hann var líka alltaf í sáttasemjara- i hlutverkinu ef skarst í odda. Mörg deilumálin meðal ítalskra innflytjenda enduðu meö sáttum fyrir hans tilstilli í og fóru aldrei fyrir enska dómstóla. Þannig geröist það að desemberkvöld eitt, árið 1932, kom kona í nokkru i uppnámi inn á veitingastað hans og sagði að hópur Itala og Englendinga væri í átökum á bar í nágrenninu. i Hann fór strax með konunni á staðinn r f Seraphino var dæmdur tíl dauða oy aftökudagurinn ákvarðaður. Hann var saklaus. Þarna erparið á brúðkaupsdaginn. þar sem átökin voru. Án þess að hugsa um sjálfan sig kastaði hann sér í slagsmálin og reyndi aö skilja hina stríðandi. Nokkrum andartökum síöar var hann sleginn í óvit með þungu höfuðhöggi. Hann féll saman yfir mann sem fyrir lá endilangur á gólfinu. Þegar hann kom til sjálfs sín uppgötvaöi hann að maðurinn, sem undir honum lá, var meðhníf grafinní brjóstinu. Hann dró hnífinn út og reyndi að hjálpa manninum. I sama augnabliki geystist lögreglan inn og batt enda á slagsmálin. Lögregluþjónn greip Pelizzoni. Pelizzoni var tekinn fastur og hnífurinn tekinn í vörslu sem sönnunargagn. Á varðstöðinni var hjálpfúsa Italanum sagt að hann yrði hnepptur í gæsluvaröhald grunaður ummorð. Hann útskýrði málin, eins og þau hafði borið að, viö yfirheyrsluna. Sögu hans trúöi enginn. Það var talið full- sannað að hann væri sá seki. Voru fingraför hans kannski ekki á morð- vopninu? ____________„Sekur"_______________ Það hafði ekki neitt að segja þó að hann særi og sárt við legði aö hann væri saklaus. Þetta var ekki hnífurinn hans. Hann hefði aldrei nokkum tímann gengið með hníf. Hann var sjálfur alveg viss um að maðurinn hefði verið dáinn þegar hann datt rot- aöurofanáhann. En ákæruvaldiö var öruggt um að málið væri skýrt. Fyrir rétti bar maður vitni sem hét John Rebbeck. Hann sagðist hafa tekið þátt í slags- málunum og séð það með eigin augum að Pelizzoni hefði haft hníf í hendi og stungið Michael Harrington, hinn myrta. Rebbeck hélt við framburð sinn í gegnum allar yfirheyrslur. Það sama gerði kona sem hafði séö Pelizzoni og Harrington í návígi. Pelizzoni vopn- aðan hnífi. Nei, hún var alveg viss um að það hafði verið hann og enginn annar sem hefði stungið Harrington með þeim afleiðingum að hann hné örendurtil jarðar. Vömin gekk út á að Pelizzoni hefði gengið inn í átökin til þess að stilla til friðar. Hann hefði verið rotaöur og hefði fallið á Harrington sem þá hefði þegar verið nistur hnífinum og látinn. Pelizzoni endurtók sem vitni að hann hefði verið rotaður og hefði komist til sjálfs sín liggjandi yfir líkama Harrington. Þá hefði hann séð hnífinn í brjósti mannsins og hefði reynt allt til aðbjarga lífi hans. Hvorki dómarinn né kviðdómur trúöi honum. I málsvöminni var bent á að frændi Pelizzoni, Gregori Mogni, þrítugur að aldri, hefði einnig tekið þátt í átökun- um. Hann væri svo líkur Pelizzoni að vitni gætu auðveldlega ruglað þeim saman í átökunum. Verjandanum haföi hins vegar ekki tekist að finna Mogni. Ákæmvaldið hafnaöi alfariö þeim möguleika að þeim hefði verið ruglaö saman af sjónarvottum. Dómurkviðdómsins var: „Sekur”. Það var ein manneskja sem trúði því að Pelizzoni væri saklaus. Þaö var Thelma Carroll. Hún hafði unnið eins og vitlaus væri á meðan réttarhöldin stóðu yfir til þess að finna Mogni. En það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Hún hafði ekki gefist upp við leit sína. Heldur ekki þegar hún kom til fangelsisins að kveðja hinn dauða- dæmda. Kraftaverk Þá gerðist dálítið sem líktist helst kraftaverki. Klukkan sjö kvöldið fyrir aftökuna var Pelizzoni sagt að í innan- rikisráðuneytinu hefði dómnum veriö breytt í ævilangt fangelsi. Þaö hefur aldrei veriö útskýrt af opinberri hálfu hvers vegna dauðadómurinn var ekki látinn standa. Var efast um sekt Pelizzoni? Það urðu tárvotir endurfundir þegar Thelma Carroll og Pelizzoni hittust næst. Bara það að hann var á lífi var henni ósegjanlegur léttir. Og nú fékk hún framlengingu á þeim tíma sem hún hafði til þess að leita Mogni og standa þannig við loforðið sem hún hafði gefið þegar hún taldi aö hann væri að mæta dauöa sínum. Þar sem Pelizzoni taldi Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérsl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.