Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 26
70 DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. 103.þáttur: Á árunum 1950—’60 var Ragnar A. Magnússon endurskoöandi Siglufjaröarkaupstaöar. Hann segir mér, að þá sem fyrr hafi geysimikið veriö ort á Siglufiröi. t>ar voru margir landsfrægir hagyrðingar og má til dæmis nefna Stefán Stefánsson frá Móskógum, Harald Hjálmars- son, Sigurö Björgúlfsson, Steingrím Eyfjörð lækni, Hannes Jónasson bóksala og marga fleiri. Á sumrin komu oft margir ágætir' hagyrðingar til Siglufjaröar í síldarvinnu. Ragnar hefur víöa verið, en hvergi, segir hann, aö meira hafi veriö fariö meö vísur og ort en á Siglufirði, meðan hann starfaði þar. Stefán Stefánsson frá Móskógum var afburða hagyröingur og orti mikiö. Stefán kvaö: Peim ég sýni vinaruott, sem vel ég þekki. Vil þó öllum gera gott, en get þaö ekki. Stefán kvaö og þessa: Margt ég prófaö misjafnt hef, en mestan halla gerdi, er hamingjunnar hlutahréf hröpuðu ’ úr öllu verði. Þá er þessi vísa eftir Stefán: Oft á tíðum ergir mig óbotnandi vandi: að gera upp við sjálfan sig syndir og tilheyrandi. Aö loknu góöu síldarsumri á Siglufiröi kvað- Stefán: Pœr, sem legið hafa hér, heim sér smeygja ’ úr síldinni. Litla greyið á mér er orðið fegiö hvíldinni. Pegar greyin halda heim, hugraun verð ég gripinn. Pó getur skeð ég gleymiþeim og geri ’ út velrarskipin. Maður nokkur á Siglufiröi, sem var alldrykk- felldur, kom oft til Steingríms læknis og baö hann um resept fyrir spíra. Um þennan mann kvaö Steingrímur: Öskrar magi ’ í áfengt vín, allt úr lagi dregur; Flóvent bœjar-fyllisvín finnst mér œgitegur. Þegar Lúövík R. Kemp, vegavinnuverkstjóri og skáld, varö sextugur, sendi Steingrímur honum skeyti með þessari vísu: Rutt hefur vegi víða og mœlt, veit ég þó ei sannara en þér reyndist rétt eins sœlt að riða á vegum annarra. Að gefnu tilefni kvaö Steingrímur þessar vísur, sem ég ætla, aö þurfi ekki skýringa viö: Iturt sig drógu afbrautinni, beggja hló við sinni. Nára-lóan lokaði lœra-kjóann inni. Lá á hnjánum hraunfastur hann á sánings grunni. Stórt var lán, að Steingrímur stinga upp skrána kunni. Þá er komið aö Siglfirðingnum Sigurði Björg- úlfssyni. Á Siglufirði var maður, er Halli var kallaður. Hann var mjög kvensamur og varð vel til fanga, er hann sótti til kvenna. En hann átti hund, sem var honum svo fylgispakur, að hann elti hann hvert sem hann fór. Þannig kom hundurinn alltaf upp um, hvar Halli embættaði. Hundurinn beið þar jafnan fyrir útidyrum. Þá gelti Halli hundinn. Um þaö kvaö Sigurður Björgúlfsson: Halli gelti hundinn sinn, hann var að spekúlera. Síðan er hann og hundurinn hœttir að konkúrera. Eitt sinn var Jón á reið meö fleiri mönnum og sat hest, sem hann kallaöi Randver. Jón skellti á skeið og skildust þá leiöir milli hans og samferðamannanna. Þá kvaö Jón: Pessu reiðast Randver kann, rýkur i skeið að vonum. Skrefagreiður gerist hann, gaufið leiðist honum. Jón kvaö svo um prest einn, er hafði fallið af hestbaki drukkinn og skrámazt talsvert á nefi: Parna hrasað hefur sá, hér um fjas þó lini. Nú er lasið nefið á nafna, glasavini. Jón á Þingeyrum var sérstaklega umtals- góöur maöur og kunni illa við, er öörum var niðrað. Eitt sinn kom hann inn á veitingahús á Blönduósi, þar sem menn sátu viö skál og hall- mæltu látnum manni. Þá varð Jóni aö oröi: Satt um manninn segja ber, sjálfs að efnum bjó ’hann. Engumgerði’hann illtafsér eða gott — svo dó ’hann. Eftir drykkju á Blönduósi og stirð skipti viö kaupmanninn á staðnum, hélt Jón heimleiðis og kvaö: Héðan burtu held ég frá húsi Mammons-vina. Skuldafrí ég skelli á skeið um veröldina. Eitt sinn sem oftar var Jón á Þingeyrum viö skál. Þá var hann ríðandi á eldfjörugri hryssu á leið til Blönduóss. Viö túngarðinn á Hjaltabakka missti hann stjórn á merinni, sem stökk yfir túngaröinn með þeim afleiðingum að hnakk- gjöröin slitnaði og Jón sat eftir á garðinum meö hnakkinn í klofinu. Um þetta kvað Jón og henti gaman aö: Veröld svona veltir sér, vafin dularfjöðrum; hún er kona hverful mér, hvað sem hún reynist öðrum. Þá kemur hér aðsent efni. Lesendabréf berast mér anzi skrykkjótt, og ætla ég að reyna aö dreifa aösendu efni sem jafnast á þættina. Ef einhver sendir mér mjög langt bréf með miklu efni, dreifi ég því á tvo, ef ekki fleiri þætti. Þótt ég hafi flutzt til Hvammstanga, á það ekki aö hafa nein neikvæð áhrif; samgöngur eru svo góðar og áætlunarferöir á hverjum degi mestan hluta ársins. „Ættfræðingur” sendir dr. Aöalgeiri Kristjánssyni og Sigfúsi Hauki Andréssyni kveðju vegna vísu Aöalgeirs um ættfræöingana. Þeir eru báöir skjalaverðir í Landsbókasafns- húsinu. „Ættfræðingurinn” segir: Skjalaverðir sköllóttir, skítugir öðrum meiri, um herðar og rófu hnöttóttir ,,Hala-Fúsi”og Geiri. „Ættfræðingurinn” gefur mér ekki upp sitt rétta nafn. Brandur Finnsson, Arborg í Manitoba, þakkar mér fyrir aö hafa birt kaflann úr Snorra-Eddu til skýringar vísu dr. Aðalgeirs, sem Brandi var ætluö. Brandursegir: Eg hringdi til Bjössa Bomm til þess að fá meiri upplýsingar, sem hann var mjög fús aö veita mér. Til aö útskýra málin enn betur kenndi hann mér eftirfarandi vísu: Uppþembdum afboðnar brcelu Bölverki varþungt um hopp. í tittlingsnef af arnarœlu Aðalgeirs hann skeit í kopp. En Brandur lætur ekki vísum Aöalgeirs ósvarað: Ástarþakkir, Aðalgeir, ég unun hef af kvœðum. Mérþú virðist á við Eir, ásynja að gœðum. \ú er ég kátnr nafni niinn. nit er ég mátnlegur Eitt sinn voru þrír Siglfiröingar á ferö yfir Skaröiö inn í Fljót. Konur þeirra þrjár voru systur. ÞákvaöStefán: Eru hýrir oft við vín, œvintýrum flíka. Allir þrír með ílát sín og ögn af sptra líka. Siglufjarðarbær rak lengi kúabú, þar sem kallað var aö Hóli; Hóll er rétt innan viö bæinn. Þaö þótti jafnvel undrum sæta, hve oft kviknaði í á kúabúinu. Um það kvaö Stefán: Pó verði Hekla glóðageld, gaddur í Kötlu-bóli og þrjóti viti allan eld, alltaf erneisti’á Hóli. Stefán sat á góðhesti og kvað: Kosti sýnir, hringar háls, hreystin dvínar eigi. Hresstur vínijer ég frjáls á fáknum mína vegi. Þegar forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti Dali á sínum tíma, var í för meö henni Vigdís Bjarnadóttir deildarstjóri. Þær gistu í Búöardal. Vigdís Bjarnadóttir gisti hjá Skildi Stefánssyni, Stefánssonar frá Móskógum, en Skjöldur er útibússtjóri Búnaöarbankans þar á staðnum. Þá kvað Stefán: Ekki fœkkar höppum hans, sem hafa munu gildi. Fylgikona forsetans fór í sœng hjá Skildi. Eins og áöur er getið, var Steingrímur Ey- fjörð læknir afburða hagyröingur. Hann var einstakur húmoristi, svo sem vísur hans sýna hvaö bezt. Um mikinn kvenskörung, sem fylgdi Framsókn fast aö málum, kvaö Steingrímur: Varla fljótt að velli hnígur, valda lyftir merkinu. Ef hundur upp við húsvegg mígur, hún þarf að stjórna verkinu. Nú er af sem áður var alltaf fyrir kosningar. Margra karla maki var mannveiði-kona Framsóknar. Kona nokkur á Siglufirði seldi „sprútt”. Um hana kvaöSteingrímur: Til ævintýra er ég fús, eins og dýr ég þrusa, orðinn hýr við yðarkrús, Ásta spíritusa. Eitt sinn var Ragnar Jóhannesson, kjötbúöar- stjóri, í efsta sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins til bæjarstjórnarkosninga á Siglufiröi. í ööru sæti listans var Eiríksína Ásgrímsdóttir, vinsæl mjög í bænum. Skæöar tungur sögöu, að Ragnar ætlaöi aö ná kjöri út á vinsældir Eirík- sínu. Þá kvaöSiguröurBjörgúlfsson: Ragnar selur reyktan hupp með rykti fínu. í bœjarstjórn sér œtlar upp á Eiríksínu. Maður nokkur, Ingólfur að nafni, var svikinn í tryggðum af konu, sem Fjóla heitir. Siguröur kvaö: Leikur á hjólum lukkan veik, lœkkar í bóliþytur. Öll eru tólin Ingólfs bleik, af er Fjólu-litur. Þá kvaö Sigurður og þessa snjöllu vísu: Von um yndi af Amorstind út l vind er fokin. Sœðislindin sögð er blind, en söm ergirnd og hrokinn. Þá er hér enn ein eftir Harald Hjálmarsson: Halli er í heilli brók, hún er brún að vonum; stendur eins og stafur á bók stubburinn á honum. Þá hverfum við frá Siglfiröingum og rifjum upp vísur frá fyrri tíð. Jón Ásgeirsson á Þingeyrum var frægur hesta- og gleðimaður. Þá var hann hagmæltur meö afbrigðum. Þessar al- kunnu visur eru eftir hann: Nú er hlátur nývakinn, nú ergrátur tregur. Nú er ég kátur, nafni minn; nú er ég mátulegur. Gleymdu aldrei gömlum vin, þótt gefist aðrir nýir; þeir eru eins og skúraskin skyndilega hlýir. Einhver mesti uppáhalds reiðhestur Jóns á Þingeyrum hét Léttir. Hann lánaði presti nokkrum hestinn, og taldi prestur Létti vera hnotgjarnan. Þá kvaö Jón: Pað er mas úrþér vinur: Petta Léttir dettur. Aldrei rasar reiðskjótur rétt á sprettinn settur. Vinur minn Ragnar Á. Magnússon, ættaður frá Ketu á Skaga, er vel hagoröur og með vísna- fróöustu mönnum. Eg á bekkjarbróður mínum og vini, Þorvaldi Lúövíkssyni, þaö aö þakka, aö1 ég komst í kynni viö þennan ágæta mann. Ragnarkveður: Frœkinn Jói sótti sjó, seiglan ódrepandi; einkurn þó sú aflakló ýsur dró á landi. Ragnar kvað vísu, er hann kailar „Ellimörk- in”: Ellin gráa blökk á brá bannar þrá til kvenna; hart er þá að horfa á hina fá að renna Um einkavin okkar beggja, mín og Ragnars, sem er lífsglaöur maöur og sérstæöur húmor- isti, kvaöRagnar: Oft til kvenna augum gaut ítem saup af glasi. Lögmaöurinn lífsins naut, leiöur á málaþrasi. Um kvennamann mikinn, sem gekkst viö faö- erni nokkurra barna utan hjónabands, orti Ragnar: Pekkt er snilli þessa manns, þó í spillingunni litla tryllitœkið hans tapi stillingunni. Ragnar er mikill gleðimaður. En oft er þaö um slíka menn, aö mitt í drykkjunni sækir mór- allinn á jafnvel hina beztu menn. Eitt sinn, er svo bar viö, kvaö Ragnar: Yfir drykkju enn ég sit ölvunar á valdi, þótt ég finni vilja ’ og vit vera ’ á undanhaldi. Þegar mest var þjarkað um, hvort leyfa skyldi framleiðslu áfengs bjórs fyrir Islendinga kvaö Ragnar: Leggjum niður boð og bönn, bjórinn látum freyða. Drekkum hann í dagsins önn, drepum niður leiða. — 0 — I Eddu stendur ýmislegt, orðavalið sniðugt. Miður hef ég þetta þekkt, þar er krítað liðugt. Ef ég þamba Óðins mjöð, efli gáfur meira, finn þá hjá mér kannski kvöð að kveðast á við Geira. Efvið drekkum Óðins mjöð, œfum svo að spýta, yrði Stuttungs Gunnlöð glöð, Geir, að heyra ’ oss kýta. Ekki veit ég alveg, hvurt þú ert í slæmu standi. Skolaðu bara skítinn burt. — Skeytið er frá Brandi. Þar sem mikið af aösendu efni barst mér í hendur, rétt áöur en ég setti þennan þátt saman, verður þaö aö bíöa næsta eöa næstu þátta. Nú ríður á, að lesendur taki sig saman í andlit- inu, nenni aö skrifa þættinum og senda vísur og botna. Eg á aö sjálfsögöu miklu erfiöara meö aö leita uppi gamlar og góöar vísur hér á Hvamms- tanga en í Reykjavík. Ef lesendur verða ekki viö áskorun minni, getur svo farið, að ég veröi aö fækka þáttunum. Hér koma fyrripartar frá „sís”: Bakkus sveik mig. Sýp ég nú sínealkóhóli. Fagrar skvísur vildi veiða vinur minn í fengsælt net. Andinn verður alltaf frjáls, eigi ég lögg iglasi. Mér finnst vel viö hæfi aö ljúka Helgarvísum nú með þessari „snyrtilegu” limru, sem ég veit því miður ekki höfundinn aö: Oft á kvöldin fékk hann far með Hildi, fattaöiþó aldrei, hvað hún vildi, unz kvöld eitt kát og rjóð þau keyrðu fram á stóð. — Pá var eins og blessuð skepnan skildi. Skúli Ben HelgarvLsur Pósthólf 131 530 Hvammstangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.