Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Side 1
TÍU HERÓÍNSJÚKUNGAR A KLEPPSSPÍTA LA NUM „Þeir eru um tíu talsins, íslensku heróínsjúklingarnir sem komiö hafa í meöferö á Kleppsspítalann. Þá ér ég aö tala um þá sem hafa komið beint í slíka meöferö erlendis frá,” sagöi Jóhannes Bergsveinsson yfir- læknir í samtali við DV. „Hinir eru enn fleiri sem segjast hafa fiktaö eitthvaö viö heróín og morfín en sú neysia hefur aðeins veriö hluti af öðrum vandamálum þeirra.” I dag birtir DV viðtal við Frey Njarðarson, annan höfund bókarinn- ar Ekkert mál sem út kom um síö- ustu jól og vakti gífurlega athygli. Eins og kunnugt er fjallar hún um Freddy, íslenskan pilt, og heróínhel- víti hans í Istedgade í Kaupmanna- höfn. „Allt sem gerist í bókinni er satt. Ég fer ekki ofan af því,” segir Freyr meöal annars í viðtalinu. Að sögn Jóhannesar Bergsveins- sonar yfirlæknis hefur meöferö íslensku heróínsjúklinganna gengiö nokkuð vel. „Síðasti heróínneytand- inn kom hingað til okkar fyrir ör- fáum dögum. Þaö er útlendingur sem var hér á ferö og leitaði aöstoöar okkar sjáifviljugur,” sagöi Jóhannes Bergsveinsson. -EIR. — sjá Eitur á eyju bls. 4 Lík Térnénkos liggur nú á viðhafnarbörum i Húsi verkalýðsins i Moskvu þar sem Sovétmenn munu geta vottað honum hinstu virðingu sína þangað til annað kvöld. , GORBATSÉV TEKINN VIÐ Mikhaíl Gorbatsév var í gær kjör- inn aðalritari sovéska Kommúnista- flokksins. Hann var því sestur í leiðtogasæti Térnénkos aðeins um sólarhring eftir að Térnénko lést, sem var klukkan 19.20 á sunnudag. Nú liggur lík Térnénkos á viöhafnarbörum í Húsi verkalýösins í Moskvu. Otförin verður á miöviku- dag. Fyrir Island verða viðstaddir útförina Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Moskvu, og Halldór Asgrímsson, fyrir hönd forsætisráö- herra. — sjá éinnig bls. 6—7 Leyfis- lausarfjár- safnanir Samtök sem nefna sig Hungraöur heimur hafa aö undanförnu staöið fyrir fjáröflun meö bingóhaldi, m.a. í Broadway. I gær var auglýstu bingói á vegum samtakanna skyndilega af- lýst og lögreglan á Selfossi komin í spilið. Að beiöni Rannsóknarlögreglu rík- isins fór lögreglan á staðinn til aö at- huga hvort fengin heföu veriö tilskil- in leyfi fyrir bingóhaldinu. I ljós kom að svo var ekki. Ennfremur aö ekki er hér um nein formleg samtök að ræða. Kannast Hjálparstofnun kirkj- unnar ekkert viö félagsskapinn sem ætlar að fara herferð um landið til aö safnafé. Rannsóknarlögr°gla ríkisins skoö- ar nú þetta mál. ' -EH. Norskt skip í brotsjó: Skipstjórinn ásjúkrahús Norskt skip á leiöinni frá Patreks- firði aö Rifi á Snæfellsnesi aö lesta saltfisk, fékk á sig mikinn brotsjó uppi við Látraströnd á sunnudaginn. Féll skipstjórinnn niöur stiga og slasaöist. Var hann fluttur meö flugvél á sjúkra- hús í Reykjavík strax eftir komuna aö Rifi. Að sögn Leifs Jónssonar, hafnar- stjóra á Rifi, kastaöist farmur skipsins til í óveðrinu og skemmdist nokkuð. Skipaleiöir hf. er að kaupa norska skipiö en það siglir enn undir norskum fána. Áhöfnin er íslensk en skipstjór- inn er norskur. Þá varö að flytja skipverja af neta- bátnum Tjaldi SH 27 U1 Reykjavikur meö sjúkraflugi frá Rifi í gærkvöldi. Var maöurinn mikiö slasaöur á höföi. Dæmium fimmfaltverðá bflavarahlutum — sjábls.2 Hvaðerí Sandkomiídagi — sjá bls.25 Siggiíensku fyrstudeildinni —sjá íþróttir bls. 16-17 Peninga- markaðurinn -sjábls.25 5 Hörmulegt ástandí framhalds- skólum -sjábls.5 Ræðusnilld — sjábls.29 Heimsókní Leiðbeininga- stöðhúsmæðra — sjábls.8 Tívolí — sjá bls. 14—15 Tilboð ríkisins: Ekki borið undir félagsmenníHÍK Samninganefnd ríkisins lagöi fram tillögu aö bráöabirgöasamkomulagi í gær. Þar er gert ráö fyrir að kennarar hækki um 1, 2, 3 og 4 launaflokka. Aö sögn formanns samninganefndar ríkis- ins getur þetta þýtt 3,5 prósent til 10 prósent hækkun fyrir kennara. „Við teljum þetta vera fjarri lagi. Stjórnin varð sammála að það þýddi hreinlega ekki að bera þetta undir fé- lagsmenn,” sagöi Kristján Thorlacius, formaöur HlK, við DV í morgun. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.