Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Side 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Ufrarbólgaog
hjartakvilli
Frá Fréttastofu APN á íslandi:
Læknar segja að Térnénko hafi
þjáðst af iungnasjúkdómi sem fór
versnandi vegna sjúkdóms í
hjarta. Líðanin fór versnandi,
segja opinberar yfirlýsingar,
vegna króniskrar lifrarbólgu.
Klukkan 19.20, sunnudaginn 10.
mars, hætti hjartað að slá.
Krufning leiddi í ljós að
sjúkdómsgreiningin var rétt, segir
yfirlýsingin.
Útföríná
miövikudag
Frá Fréttastofu APN á tslandi:
Utför Térnénkos verður á
miðvikudag, klukkau eitt eftir
hádegi á Rauða torginu.
Dagarnir í gær, í dag og á
morgun hafa verið yfirlýstir
sorgardagar. Á útfarardaginn
verður felld niður kennsla í skólum.
Þegar jarðneskar leifar Térnénkos
veröa lagðar til hinstu hvíldar
verður skotið af fallbyssum í ölium
höfuðborgum Sovétlýðveldanna.
Þá verður vinna lögð niður í
ölium fyrirtækjum í Sovétríkjunum
í fimm mínútur, nema þar sem
framleiðsia er stöðug, svo sem i
verksmiðjum, á járnbrautum og
öðrum sUkum f yrirtækjum.
öll skip munu þeyta flautur i
þrjár mínútur.
G orbatsév formaður
útfarame fndarinnar
Frá APN fréttastofunni á tslandi:
Mikhaíl Gorbatsév var skipaður
formaður útfararnefndar til að
skipuleggja útför Térnénkos. Eftir
dauða Andropovs var það Térnénko
scm var formaður útfararnefndar
hans. Andropov var formaður út-
fararnefndar Bréznevs.
Aðrir í útfararncfndinni voru
Gromyko utanríkisráðherra,
Romanov, Grishin, Vorotnikov,
Tikhonov forsætisráðherra, Aliev
og fleiri.
Tilsýnisídag
ogámorgun
Frá Fréttaþjónustu APN á tslandi:
Lík Téménkos er nú á viöhafnar-
börum í Súlnasalnum í Húsi verka-
lýösfélaganna. Því var komið þar
fyrirstraxígær.
Salinn átti að opna almenningi
klukkan 10 fyrir hádegi að staðar-
tíma í dag. Hann verður opinn í um
12 tíma í dag og lengur á morgun
til að veita Sovétmönnum tækifæri
til að kveðja þjóöarleiðtogann fyrr-
verandi í hinsta sinn.
Bushverður
viðútfórina
George Bush varaforseti verður
fyrir bandarísku sendinefndinni
sem fer til Moskvu til að vera við
útför Téménkos forseta á morgun.
— George Shultz utanríkisráöherra
og Arthur Hartman, bandariski
sendiherrann í Moskvu, verða
einnig við jarðarförina. — Bush
varaforseti, sem var einnig við út-
farir tveggja forvera Térnénkos
(Andropovs og Brésnefs), vonast
til að ná stuttum fundi við Gorbat-
sév í þessari heimsókn.
b'til viðbrögð
Fregnir frá Moskvu bera það
með sér að almenningur þar hafi
bragðist við andlátsfregninni með
forvitni og undrun en að öðru leyti
ekki látiö sér mikið um finnast. —
„Hvað snertir það mig?” heyrðist
ein húsmóðir tauta þar sem hún
olnbogaöi sig í biðröð við matvöru-
búð. „Ég þarf samt að kaupa í
matlnn.”
Téménko
frestun á..
Forsetatíð Térnénkos markar ekki
stórt spor í sögu Sovétríkjanna, hvað
sem hann hefði getað beitt sér ef hann
hefði gengið heill til skógar. Duldist þó
ekki umheiminum aö val hans sem arf-
taka Andropovs forseta hafði einungis
komið sem málamiölun til bráöa-
birgða, á meðan valdaklíku öldung-
anna í Kreml óaði tilhugsunin um
áframhald þeirrar umbóta- og
„hreinsunar”stefnu sem Andropov
hafði markað. Höfðu þeir þó áður
gengiö framhjá Térnénko til þess að
velja Andropov eftir fráfall Brésnefs,
sem virtist sjálfur hafa ætlað sér að
koma Térnénko í sitt sæti.
Af fátæku bændafólki
Konstantín Ustinovits Témcnko
fæddist fátækri bændafjölskyldu í
þorpinu Bolshaja Tes í Novoselovsk-
héraðinu þann 24. sept. 1911 og varö
fljótt eins og börn þess tíma að ganga
til fullra starfa hjá óðalsbændunum.
Slíkur jarðvegur elur af sér hrifningu
fyrir kenningunni um alræði öreig-
anna, og sem táningur var Térnénko
þegar farinn að vinna hjá
- kommúnistaflokknum. Allt til 1930
vann hann við áróðurs- og upplýsinga-
deild Komsomol í Novoselovsk, en
bauö sig til herþjónustu í Rauöa
hernum og þjónaði í þrjú ár í landa-
mærasveitunum.
Þegar Térnénko haföi lokið herþjón-
ustu hóf hann aftur störf í þágu flokks-
ins og gegndi ýmsum ábyrgöarstööum
bar til Téménko, átti eftir að fleyta
þeim síðarnefnda til æðstu metoröa í
valdaklíkunni í Kreml. 1971 var hann
kominn í miðstjórn og 1978 var hann
orðinn fulltrúi í framkvæmdanefnd
flokksins. — En þótt Brésnef ætlaði
Téménko greinilega stóran hlut, þá fór
samt ekki á milli mála að aðrir Kreml-
verjar báru ekki jafnmikið traust til
hans, og þótti meðal annars vanta á aö
Térnénko heföi sannað forystuhæfi-
leika sína með formennsku flokks-
deildar eða borgarstjóm eöa forsætis-
ráðherrasetu í einhverjuRáðstjómar-
rikjanna, eins og nauðsyn þykir
væntanlegum þjóðarleiðtoga þarna
eystra.
Enda gengu þeir framhjá honum og
völdu Andropov þegar Brésnef var all-
ur. Hitt var meira tilviljun að Andro-
povs skyldi njóta svo stutt viö. Svo að
Téménko var valinn til að miðla mál-
um milli öldunganna og ungu ljónanna,
sem vom orðin óþreyjufull að bíða síns
tíma. Var þó vitað að Téménko gekk
ekki heill til skógar, þótt menn hafi
ekki grunaö að hann ætti svo skammt
eftir.
Engin spor á
alþjóðavettvangi
Þau mál sem hæst bar af heimsmál-
unum, á meðan Téménko var leiðtogi,
erfði hann Öll frá forverum sínum.
Afganistan, Póllandsvandamálið og
fleira vora komin til fyrir hans tíð og
í Novoselovsk og Ujar-héraði. Sótti
hann ýmsa æðri skóla flokksins til und-
irbúnings frekari störfum og var árið
1948 orðinn yfirmaður áróðurs- og upp-
lýsingadeildar miðstjómar flokks-
deildar Moldavíu.
Verndarvætturinn
Einhvern tíma á næsta áratug tókust
kynni með honum og Leónid Brésnef,
sem síðar átti eftir að kalia Térnénko
til trúnaðarstarfa í Moskvu. Vinfengið
við Brésnef og það traust, sem hann
eru óleyst enn, þegar hann hverfur frá.
Jafnvel sniðganga ólympíuleikanna í
Los Angeles var bein afleiðing þess að
Bandaríkin höfðu sniðgengið ólympíu-
leikana í Moskvu fjórum árum fyrr.
Ákvörðunin, sem tekin var fy rr á þessu
ári um að hefja aö nýju Genfarviðræð-
urnar við Bandaríkjamenn um tak-
mörkun kjamavopna, er löglega skil-
getiö afkvæmi Gromykos utanríkisráð-
herra, sem hvort eð er hefur ráðið
mestu um utanríkisstefnu Sovétríkj-
anna bæði fyrir tíð Térnénkos og eins á
meðan hann vermdi f orsætið.
Konstantin Térnénko, forseti Sovétrikjanna . . . sá siðasti i þrenningu,
sem varð að stjórna úr sjúkrarúmi öðru risaveldanna.
Mikhaíl Gorbatsév, sem nú hefur
veriö valinn eftirmaður Téménkos
sem leiðtogi sovéska kommúnista-
f lokksins og um leið valdamesti maður
Sovétríkjanna, er byrjun nýs tímabils í
sögu Sovétríkjanna, sem síðasta ára-
tuginn hefur markast mjög af öldr-
uðum leiötogum þrotnum að heilsu. —
Gorbatsév er aðeins 54 ára gamall og
tuttugu árum yngri en fyrirrennari
hans var þegar hann kom tii valda.
Þar með er Gorbatsév yngsti maður-
inn, sem sest hefur í leiötogasæti
Sovétríkjanna, síðan Josef Stalín leiö.
Aldurs síns vegna ætti hann að geta
setið við völd að minnsta kosti 20 á r.
Gorbatsév hefur haft skjótan frama
innan valdakerfis Sovétríkjanna.
Hann kom til Moskvu fyrir aðeins sjö
árum og varð fljótt hægri hönd Júrí
Andropovs, sem undir lokin virtist ætla
honum leiðtogasætið eftir sinn dag.
Þreyði valdatíð Térnénkos
Þegar framhjá Gorbatsév var
gengið til þess að velja Térnénko eftir
fráfall Andropovs, heföi slíkur ósigur í
valdabaráttu í Kreml einhvem tíma
fyrr á árum veriö undanfari frétta um
að hinn sigraði hefði flust til embættis
rafveitustjóra austur í Síberíu. En
þegar hann tveim mánuðum síðar var
valinn til formennsku utanríkisnefnd-
ar þingsins, mátti sjá teiknin á lofti. Þá
stöðu höfðu skipað á undan honum
Andropov sjálfur, á meðan hann
treysti sig í sessi til að taka viö af
Brésnef, og á undan honum enginn
annar en aðalhugmyndafræðingur
flokksins, Suslov gamli Það sæti gat
enginn tekið, sem ætla mætti aö væri á
leiðinni út í kuldann. — Þegar það
einu sinni fimmtugur orðinn. Hann
hafði getið sér orð sem góður skipu-
leggjandi með góðum árangri í að
auka afköst á landbúnaðarsviði heima
í sínu héraði þar sem hann var orðinn
formaður flokksdeildarinnar í
Stavropol aðeins 35 ára gamall. —
Hann er fæddur í mars 1931 í Káksus-
þorpi einu skammt frá Stavropol, sem
er miðstöð eins helsta komræktar-
svæðis Sovétrík janna.
Með landbúnaðinn á
sinni könnu
Fyrstu tvö árin, sem Gorbatsév
vann að því að koma landbúnaöinum
til þess að standa betur við fimm ára-
áætlanirnar, voru uppskerabrestir en
hann stóð af sér gagnrýni og tókst upp
úr því að sýna fram á að tilraunir hans
til úrbóta skiluðu árangri. Þær byggö-
ust á því aö losa bændur og fram-
kvæmdastjóra samyrkjubúanna ögn
undan miðstýringunni og örva til betri
afkasta með bónusgreiðslum í hlutfalli
við framleiðslu, eða beinum hlut í
hagnaðinum.
I tíö Andropovs var Gorbatsév falin
hagsýslan og æ fleiri ábyrgðar- og
áhrifastörf og varð stöðugt meira
áberandi meðal sovéskra valda-
manna. Hann heimsótti Kanada 1983
og var við flokksþing portúgalska
kommúnistaflokksins í desember sem
gaf honum nokkum reynslustimpil á
sviði utanríkismála sem hverju leið-
togaefni er nauðsynlegt. — I báðum
þessum utanferðum kom Gorbatsév
vel fyrir í augum Vesturlandabúa.
Þótti fagmannlegur og skarpur.
I veikindum Andropovs var
Gorbatsév sá sem bar valdaskipanir
leiðtogans til æðstaráðsins, en entist
...tilkomu
Gorbatsévs
síðan var Gorbatsév sem á sama þingi
bar upp tillöguna um að kjósa
Téménko forseta Sovétríkjanna og
flutti um hann langa lofræðu, duldist
engum lengur að samkomulag hefði
tekist milii keppinautanna að tjalda-
baki. Téménko yrði til bráðabirgða en
framtíðin væri Gorbatsévs.
Skólaðir af kerfinu
Gorbatsév er lögfræðingur útskrif-
aður frá Moskvuháskóla en talinn vera
sá Kremlverja sem best ber skyn á
efnahagsmál. Margir ætla að hann
muni taka upp merki Andropovs viö að
hrista upp í hægfara hagkerfi Sovét-
manna og reka iðnað og landbúnaö til
Mikhail S. Gorbatsév, hinn nýi
leiðtogi Sovótrikjanna, varð ekki
sniðgenginn öðru sinni.
meiri afkasta og hagkvæmni. Aðrir
eru þó ekki trúaðir á að til æðstu valda
komist í gegnum flokksbáknið aörir en
harðsoðnir kerfiskurfar sem ólíklegir
séu til þess að hrófla í miklu við kerfis-
pýramídanum, enda gæíi þá orðið við
rammanreip að draga þar sem
öldungarnir í Kreml njóti enn mikilla
valda.
Gorbatsév hafði ekki verið nema tvö
ár í Moskvu, þegar hann varð fastafull-
trúi í æðstaráðinu 1980 í tíö Brésnefs
sem fól honum framkvæmd umbóta-
áætlana í landbúnaöi. Þá var hann ekki
ekki tími til þess að treysta sig í sessi
áður en Andropov féll f rá.
Bið á breytingum
Viðbúið þykir að hann verði fyrst
um sinn að fara sér hægt við umbætur í
efnahagsmálum. Jafnvel líklegt að nýi
leiðtoginn geti ekki fyrstu þrjú eöa
fjögur árin komið sínum fylgismönn-
um til embætta á meðan öldungahóp-
urinn má sín enn einhvers. En ýmsir
ætla Gorbatsév aö hyggja á að opna
Sovétríkin til meiri tæknivæðingar og
sveigjanlegra hagkerfis, þegar fram í
sækir, sem leitt gæti til betri lífskjara
fyrir almenning í landinu. Þar í eygja
menn meiri vonir til bættrar sambúðar
austurs og vesturs ef slíkar spár ræt-
ast.
Nýtt andlit á
alþjóðasviðinu
Á sviði utanríkismála mun hand-
bragðs Gromykos utanríkisráðherra
gæta mest fyrst um sinn, en þó hefur
mönnum af utanförum Gorbatsévs til
þessa — og þá sérstaklega heimsókn
hans og konu hans, Raisa, til Bretlands
í desember í vetur — sýnst ásjóna
Sovétríkjanna í líki leiðtogans munu
breytast til þess sem á Vesturlöndum
þykir meira aölaöandi. Gorbatsév
þótti hress í bragði, glettinn og þægi-
legur viðkynningar. Jafrivel svo að
Washingtonstjórninni þótti nóg um aö-
löðunarhæfni þessa nýja andlits Sovét-
ríkjanna.