Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Page 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn Tfðarandinn I Hveragerdi skal tívolf rísa Ferðatívolíin, sem hér hafa verið starfrækt undanfarin sumur, hafa flest snúið aftur til meginlandsins með far- fuglunum á haustin. Nú skal hér verða breyting á. Viö Is- lendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Mela- vellinum sl. sumar, og veitingahúsiö Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðiö að reisa tívolí sem á að hafa aðsetur í Hveragerði til frambúðar. Tíðarandinn ræddi við Sigurð Kára- son, einn eigenda Kauplands sf., um þessar framkvæmdir. Tívolí á hrakhólum — Hvers vegna verður tívolíið í Hveragerði? ,,Við erum að flýja Reykjavík. Við vorum í allt fyrrasumar á höttunum eftir lóð undir starfsemina. Loks út- hlutaöi borgin okkur lóð við Framnes- veg en við uröum aö hætta fram- kvæmdum eftir þrjá daga vegna yfir- vofandi lögbanns íbúa í nágrenninu. Við byr juðum síöan á Melavellinum 10. ágúst en stóðum í stöðugu stríði við Hótel Sögu vegna þess að gestir hótels- ins gátu ekki sofiö vegna hávaöa. Okk- ur var svo úthlutað lóð úti í Elliðavogi en eftir að jarðvegsrannsóknir höföu verið gerðar kom í ljós að of kostnaðar- samt yrði að hefja þar framkvæmdir. Eg verö aö segja aö borgaryfirvöld hafa veriö mjög óblíðleg við okkur í þessu máli. Þau hafa veriö stíf á öllum framkvæmdum innan þess svæöis sem þau hafa úthlutað okkur og vilja að svona tívolí sé reist á 60 dögum. Þaö er ekki hægt. Borgin styður við bakið á alls konar íþróttafélögum og það er skömm að því að hún skuli ekki styðja viösvona starfsemi.” Skemmtigarður í þjóðleið „Eftir aö ljóst varð að svæðið viðEll- iðavog yröi of kostnaðarsamt sneru bæjaryfirvöld í Hverageröi sér til okk- ar og buðu okkur lóð undir starfsemina þar. Við tókum því tilboði fegins hendi. Svæðið sem viö fengum úthlutað er 2 1/2 hektari. Þetta er fallegt og gott svæði fyrir framan veitingahúsið Eden og nær alveg út að þjóðbrautinni. Þetta er því alveg í þjóðleiö og nærri eru staðir eins og Gullf oss og Geysir. Við hyggjumst reisa þarna skemmti- garð þar sem ungir og aldnir geta fundið eitthvaö við sitt hæfi. Tækin, sem notuð voru í tívolíinu á Mela vellin- um í fyrra, eru í okkar eigu og byrjum við á að koma þeim upp. Þetta eru klessubílar, kolkrabbi, ,,round-up”, hringekjur, bátar og fleira. Fram- i Vilja borgar- yfirvöld ekki „Málið er ekki hvort borgaryfir- völd vilja tívolí eða ekki, þaö eru borgaramir sem kæra sig ekki um þaö,” sagði Þorvaldur Þorvalds- son, forstöðumaður borgarskipu- lags, þegar hann var spurður ofan- greindrar spurningar. „Borgin hefur gert það sem hún heíur getað fyrir þessa aðila. Það hafa fleiri manns verið í að vinna fyrir þá. Málið er það að þar sem tí- voiíinu var úthlutaður staður, eins og t.d. á Framnesveginum, risu íbúamir upp og mótmæltu. Við töldum okkur því hafa fundið góða lausn þegar við úthlutuðum tí- volíinu um tveggja hektara lóð á fyllíngunní við Elliðavog. Okkur skildist ekki annað en þessir aðilar væru ánægðir með þann stað. Það kemur því verulega á óvart aö þeir skuli ætla að hafa tívolíið í Hveragerði eftir allt saman. Það hafði ég ekki heyrt um,” sagði Þor- vaidur Þorvaldsson. -ÞJV GAMLA TIVOUIÐ „Hjólið frá Paris vifl himin strýkst. . ." Fólkið bíður i röðum eftir afl komast mefl. Eins og frægt er orðið áttu Islending- ar sér eigið tívolí hér í eina tíð. Þaö var í Vatnsmýrinni við flugvöllinn og var opið á árunum 1946 fram undir 1960. Gamla tívolíið var stofnað af fimm • einstaklingum: Sigurgeiri Sigurjóns- syni hæstaréttarlögmanni, Þorleifi H. Eyjólfssyni húsasmíöameistara, Kjartani Ásmundssyni gullsmið, Thor R. Thors verslunarmanni og Stefáni Bjarnasyni verkf ræðingi. Sigurgeir hélt út til Englands í ágúst 1945 og keypti þar öll tæki sem til þurfti. Þetta voru tæki eins og tíðkuð- ust í tívolíum erlendis á þeim tíma, parísarhjól, hringekja, bílabraut, , spilakassarogýmislegtfleira. Þegar öll tæki voru komin var þáver- andi borgarstjóri, Bjarni Benedikts- son, þeim félögum innan handar við aö fá lóð undir starfsemina í Vatnsmýr- inni. I júní 1946 var svo tívolíið opnað. Fór vel af stað Hiklaust er hægt að taia um blóma- tíma tívolísins fyrstu tvö árin sem það starfaði. Aðsókn var mjög góð og bryddað var upp á ýmsum nýjungum sem voru nýmæli hér á þeim tíma. Fegurðarsamkeppni var haldin árlega og var ungfrú Reykjavík valin úr hópi stúlkna og herra Reykjavík úr hópi karlmanna. Skemmtistaðurinn Vetrargarðurinn var settur á laggimar og naut hann mikilla vinsælda. Sá hagnaður sem kom inn þessi fyrstu tvö ár fór allur í að fjármagna kaup á nýjum tækjum og gera endur- bætur á garðinum. Starfsemin var því ekki í stakk búin til aö taka á móti þeim áföllum sem riöu yfir næstu ár. Þriðja sumarið sem tívolíiö starfaði var veörið mjög slæmt og aðsókn fór minnkandi. Ékkert blasti við nema tap. Það fór líka svo að 1950 seldu þeir fé- lagar Iþróttafélagi Reykjavíkur tívolí- iö og allt sem því fylgdi. IR náði ekki að rífa starfsemina upp úr þeim öldu- dal sem hún var þá komin í og um 1960 var tívolíinu í Vatnsmýrinni lokaö. Voru öll tækin seld til útlanda. IMýir menn — nýjar hug- myndir Tívolíið í Vatnsmýrinni var á sínum tíma geysileg lyftistöng fyrir bæjarlíf- ið. Það kom bara í ljós að ekki var grundvöllur fyrir svona starfsemi und- ir berum himni. Hugmyndir voru á lofti á sínum tíma að byggja yfir starf- semina. Það þótti of kostnaðarsamt og því fór sem fór. En nú hafa nýir bjartsýnismenn með nýjar hugmyndir tekið upp þráð- inn frá árinu 1960. Spennandi veröur að sjá hvernig þeim tekst til. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.