Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Síða 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985. »i. Nýsmíði-viðgerðir-breytingar. Tökum aö okkur alla alhliða byggingavinnu, trésmíðavinnu, málningarvinnu, dúklagnir, múr- vinnu, pípulagnir o.fl. Getum bætt við okkur verkefnum nú þegar. Áratugareynsla, vönduðvinna. Tímavinna eða föst verðtilboð. Byggingaverktak sf. Símar 67-17-80 - 67-17-86. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á Brautarholti 26, þingl. eign Hagprents hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 31. og 34. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á köfunar- bátnum Orion, tal. eign Köfunarstöðvarinnar hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík við skipiö í Reykjavíkurhöfn fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Melavöllum við Rauðagerði, tal. eign Ingvars Helga- sonar hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á hluta í Klapparstíg 29, þingl. eign íslensku umboðs- sölunnar hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Bergstaðastraeti 9B, þingl. eign Aðalheiðar Birgisdóttur og Jóhönnu Birgisdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Háaleitisbraut 42, þingl. eign Gunnars Inga Jónssonar og Ingibjargar Gunnarsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á hluta i Espigerði 18, þingl. eign Óskars Thorbergs Traustasonar og Berglindar Steindórsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Óðinsgötu 8B, þingl. eign Kjartans Jónssonar og Láru B. Ásmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Baldvins Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 11.30. Borgarfógetaembaettið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Laugavegi 34B, þingl. eign Odds Th. Guðna- sonar og Dýrfinnu H. Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. I gærkvöldi í gærkvöldi Listin að ýta á takkann 1 gegnum tíðina hef ég alltaf átt erfitt með að skilja allt þetta nagg og nudd fólks í garð íslensku ríkisfjöl- miðlanna. Sjálf er ég mjög ánægð með þá og finnst þeir standa fyllilega fyrir sínu. 1 sjónvarpinu er þeim fáu útsendingarklukkustundum, sem það hefur á viku, skipt ákaflega bróður- lega á milli hinna ýmsu sviða. Þetta má einnig segja um útvarpiö ef báðar rásimar eru teknar með í dæmið. En víkjum aftur aö skilnings- leysi mínu í garð fólksins sem aldrei er ánægt. Aðalástæöan fyrir því er sú að mér virðist sem það viti oft á tíðum ekki að, ef verið er að sýna efni í sjónvarpinu sem það hefur ekki áhuga á, þá er einfaldlega hægt að slökkva á tækinu. Það er engin skylda að sitja fyrir framan kassann allan útsendingartímann, ekki frekar en aö það sé skylda að sjá allar myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsum borgarinnar. Þetta snýst semsagt um listina aö velja og hafna. Þessa listgrein hefur mér tekist ágætlega að stunda. Held ég að ástæöan fyrir að ég náði svo góöum tökum á henni sé sú að ég haföi ekkert sjónvarp á heimili mínu í tvö ár og uppgötvaði á þeim tíma aö margt annað var hægt að gera en að sitja og stara sljóum augum f ramfy rir sig allt kvöldið. 1 gærkvöldi var listin að ýta á takk- ann í hávegum höfð hjá mér. Og horföi ég samasem ekkert á sjónvarp og hlustaði alls ekkert á út- varp. Eg sá smáhiuta af þættinum Vagga erfðafræðinnar og fannst þetta litla mjög áhugavert. Reyndar sá ég endinn á íþróttaþættinum og fannst hann mjög svo skemmtilegur og það eina sem ég hef séð áhugavert í þeim þætti lengi (þarna er ég aðeins að tala um minn áhuga). Aö lokum hvet ég fólk til að prófa sig í listinni að ýta á takkann. Þar gæti það kannski fundið hjá sér dulinn hæfi- leika. Guðrún H jartardóttir. Baldur Jónsson vallarst jóri: Gamlar myndir f erlegar Ég horfi talsvert mikið á sjónvarp og líkar það yfirleitt vel. Eg hlakka tii í hvert skipti sem Omar er með Stiklur sínar og eiiis finnst mér gam- an aö þáttunum þar sem heUsað er upp á fólk úti á landsbyggöinni. En alveg er það ferlegt þegar þeir sýna þessar kvikmy ndir sumar, 40 til 50 ára gamlar. Ef listasmekkur þjóð- arinnar er svona þá býð ég ekki í það. I fyrsta skipti sem ég hlustaði á rás 2 þá var viötalsþátturinn við Davíö Oddsson á dagskrá. Eg hlustaöi svo á sama þátt þegar Guðrún Helgadóttir kom í heimsókn og finnst hann ansi góður. Annars held ég að það hljóti að koma til vissra breytinga á rás 1. Auglýsingaflóðið þar er með afbrigð- um leiðinlegt enda hlustar fólk ekki á það lengur. Mér finnst auglýsingarn- ar á rás 2 þá öllu skemmtiiegri og áheyrilegri. Eg sé svo sem ekkert eftir þeim peningum sem fara til aö greiða af- notagjaldið en mér finnst að á meðan fólk borgar þetta mikiö eigi það rétt á að fá eitthvað bitastætt. Andlát Hálfdán Helgason bifvélavirki lést 2. mars sl. Hann fæddist á Stokkseyri 6. janúar 1910 og ólst þar upp með móður sinni, Kristrúnu Magnúsdóttur, og stjúpfööur, Bjarna Benediktssyni. Eftirlifandi eiginkona hans er Þórdís Hansdóttir. Þau hjónin eignuöust þrjú börn. Hálfdán lauk námi í bifvéla- virkjun og vann hann alla tíð við iðn- grein sína, lengi vel hjá Jóhanni Ölafs- syni og co. en frá 1962 hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Utför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Jóhann Björgvin Jónsson, Melabraut 39 Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn miövikudaginn 13. mars frá Fossvogs- kirkju kl. 13.30. Guðbjörg Ingvarsdóttir frá Klömbrum, Austur-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. mars kl. 13.30. Jarð- sett verður í Gufuneskirkjugarði. Kári Guðjónsson rafvirki, Hagamel 28, er lést 5. mars, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. marskl. 15. Kristin Ölafsdóttir veröur jarösungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 14. mars kl. 15. Ingvar Pálmason skipstjóri, Barma- hlíð 20 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. marsnk. kl. 15. Kristín Maria Sigþórsdóttir, Klepps- vegi 38, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. mars kl. 10.30. Lárus Fjeldsted, Laufásvegi 35, lést í Landspítalanum 9. mars. Utförin verður gerö frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. mars kl. 15. Karl Ágúst Ólafsson frá Stóra-Skógi, Grænuhlíð 16, er látinn. Lára J. Schram, Vesturgötu 36 b Reykjavík, andaðist þann 9. mars. Elísabet Einarsdóttir frá Holti, önundarfirði, Suðurgötu 72 Hafnar- firði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugardaginn 9. mars. Minningarathöfn verður í Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 14. mars kl. 10.30. Jarðsett verður aö Holti, önundarfirði, laugardaginn 16. mars kl. 14.00. Guðmundur Jónasson, Miklubraut 5, er lést 5. mars sl. verður jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 13. mars kl. 13.30. Tilkynningar OA fundur OA samtökin eru félagsskapur karla og sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlega vandamál sín og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá hömlulausu ofáti. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin. Fundir samtakanna eru á miðviku- dögum kl. 20.30 og laugardögum kl. 14 að Ing- ólfsstræti 1A, 3. hæð (GegntGamla bíói). Aðalfundur Safnaðarfélags Ásprestakalls verður haldinn í kjallara Askirkju þriðjudag- inn 19. mars nk. og hefst kl. 20.30. A dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Kvenfélag Kópavogs verður með spilakvöld í kvöld, þriðjudags- kvöldið 12. mars, í félagsheimili Kópavogs og hefstþaðkl. 20.30. Félagsfundur kvennadeildar Flugbjörgunar- sveitarinnar veröur haldinn miðvikudaginn 13. mars kl. 20.30 í félagsheimilinu. Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur kemur á f undinn. Minningarkort Félags velunnara Borgarspítalans fást í upplýsingadeild í anddyri spítalans. Einnig eru kortin afgreidd í síma 81200. Háteigskirkja Föstumessa á miðvikudag kl. 20.30. Húnvetningar Skákæfing á fimmtudag kl. 20 í félagsheimil- inu, Skeifunni 17 (Fordhúsinu). Takið með ykkur töfl og klukkur. Fræðslu- og myndakvöld Atak í trjárækt á höfuðborgarsvæöinu. Fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 20.30 veröur haldið fræðslu- og myndakvöld á vegum Landfræðifélagsins í stofu 102 Lögbergi, Há- skóla Islands. Birgir H. Sigurðsson mun gera grein fyrir störfum svokallaörar „trjáræktamefndar” sem starfaði á vegum Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins. Gerð verður grein fyrir skil- yrðum til trjáræktar á höfuðborgarsvæöinu og sýndar litskyggnur bæði þaðan og erlendis frá. Allir velkomnir. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sýnikennsla verður í matreiöslu á peking- öndum í félagsheimilinu aö Baldursgötu 9, miðvikudaginn 13. mars kl. 20.30. Kennari verður Dröfn Farestveit, allir velkomnir. Kristniboðsvika í Reykjavík Kristniboðsvika verður haldin i Reykjavík dagana 10. til 17. mars á vegum Sambands ísl. kristniboðsfélaga. Stendur sambandið þá fyrir samkomum í húsi KFUM og KFUK viö Amtmannsstíg 2b í Reykjavík og hefjast þær klukkan 20.30. Efni kristniboðsvikunnar er „Lofið Drottin allar þjóðir” og verður á hverri samkomu fjallað um efni er tengist kristniboði, en í kristniboði felst boðun kristinnar trúar, líknarstarf og fræðsla. Á samkomum kristniboösvikunnar verður greint frá starfi S.I.K. í Kenýa og Eþíópíu, einnig sagt frá kristniboðsstarfi annars staðar í heiminum. Margir sönghópar og ræöumenn koma fram, s.s. sr. Jónas Gísla- son, sr. Karl Sigurbjörnsson, Astróður Sigúr- steindórsson guðfræðingur, sr. Olafur Jóhannsson, Þórarinn Björnsson, Bjarni Gunnarsson, Páll Skaftason og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Á vegum S.I.K. starfa nú í Eþíópíu tvenn hjón, Valgerður Gísladóttir og Guðlaugur Gunnarsson og Ingibjörg Ingvarsdóttir og Jónas Þórisson. I Kenýa starfa nú hjónin Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnarsson og Valdís Magnúsdóttir og sr. Kjartan Jóns- son, en þau eru um þessar mundir í leyfi hér- lendis. Kostnaður við starf S.I.K. er borinn uppi af frjálsum framlögum velunnara starfsins og er gert ráð fyrir aö hann verði á þessu ári milli 4,5 og 5 milljónir króna. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 55. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1984 á hluta i Ljósheimum 16B, þingl. eign Jóns Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Sigríðar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mars 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.