Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Qupperneq 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66 11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 1985. Sælgætisstríð: Lögbann Freyju á Freiu Samþykkt hefur veriö lögbann þar sem krafist er einkaréttar á vöruheit- inu Freyja á Islandi af hálfu Sælgætis- gerðarinnar Freyju hf. Er krafan gerö á hendur norska fyrirtækinu Freia a/s sem framleiöir samnefnt sælgæti og flutt er inn hingaö til lands. Aö sögn Flosa Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Sælgætisgeröarinnar Freyju, þá haföi fyrirtækið samstarf við norsku aðilana allt fram aö síöustu áramótum. Síöan heföu aörir tekið viö umboðinu. Heföi Freyju nafnið kostaö mikinn rugling eftir aö íslenska Freyja hættidreifingunni. I samtali viö DV sagöi Lúðvík Andreasson, framkvæmdastjóri hjá ís- lenska verslunarfélaginu, sem nú er umboösaöili fyrir norsku Freiu, aö þetta mál væri alfariö á milli íslensku Freyju og þeirrar norsku. ,,Viö viljum standa utan viö deilurnar,” sagði Lúö- vík. -EH. Sprengjuhótun í Eyjum: „Stöðin springur klukkan sex” ,,Þaö var karlmannsrödd í símanum sem sagði að sprengja myndi springa í Vinnslustöðinni klukkan sex,” sagöi Viöar Elíasson, verkstjóri í Vinnslu- stööinni í Vestmannaeyjum, í samtali viöDV. Klukkan 17.15 í gærdag var því hótað aö sprengja Vinaslustöðina í loft upp. Nokkur hræðsla greip um sig meöal starfsfólks en flestir tóku sprengjuhót- uninni meö rósemi. „Hér vinna um 200 manns. Viö vorum búnir aö rýma húsiö töluvert fyrir klukkan 18.00. Lögreglan kom strax á staöinn en fann enga sprengju. Viö hleyptum fólkinu aftur inn rétt fyrir kl. 19.00. Lögreglan hefur enn ekki haft neitt upp úr krafsinu varöandi sprengju- gabbiö. Við vitum ekki um neinn sem erí nöp viö okkur,” sagði Viðar. -EH. Bílstjórarnir aðstoða SfnDIBiLRSTÖÐin Þá er það lögbannsleiðin í norrænu samstarfi. Allt komið á suðupunkt í Þykkvabænum: Kartöfíubændur hafa sótt um fullt búmark „Hobbí-karlar í kringum Reykjavík undirb jóða okkur” Nær fjörutíu kartöflubændur í Þykkvabæ hafa sótt um til Framleiðsluráðs aö fá fullt búmark til kjöt- og mjólkurframleiðslu. Tóku bændurnir ákvörðun um þetta á fundi sem þeir efndu til nýlega. Sendu þeir síöan umsóknir sínar til Framleiðsluráðs. „Viö sáum ekkert annaö ráð út úr ógöngunum því rekstrargrundvöllur- inn hjá okkur er gjörsamlega brost- inn,” sagöi Ágúst Karl Sigmundsson, bóndi á Hrauk í Þykkvabæ. „Framleiösluráöslögunum er þannig háttaö aö þau eru galopin þegar um kartöflur er aö ræöa. Það getur hver sem er hafið kartöflurækt, selt í verslanir á undirboðsverði fram hjá kvótakerfinu og stolið svo undan skatti. Og þetta er einmitt þaö sem hefur veriö að gerast í stórum stíl að undanfömu. Við sem lifum á því að selja kartöflur verðum aö henda því sem umfram er og ekki selst. Og nú höfum viö selt þaö lítið aö útlit er fyrir að við þurfum að henda miklu magni.” Ágúst Karl sagöi ennfremur aö kartöflubændur hefðu rætt þennan vanda viö stjórnvöld. Þar vantaði ekki skilninginn heldur aögerðirnar. „Viö sjáum okkur því ekki annað fært heldur en aö fara út í blandaðan búskap meöan kartöfluræktin er ekki vernduö grein, hreinlega til að tryggja afkomu okkar,” sagöi Ágúst Karl. „Viö höfum veriö aö byggja þessa atvinnugrein upp í 20—25 ár. Nú geta hobbíkarlar í kringum Reykjavík undirboöið okkar verö í verslunum nánast niöur í ekki neitt. Enda er allt komið á suöupunkt hjá mönnum hér í Þykkvabænum.” Þeir kartöflubændur sem sóttu um fullt búmark til Framleiðsluráös hafa einnig sótt um lánafyrirgreiðslu hjá Stofnlánadeild landbúnaöarins. Lánunum ætla þeir aö verja til aö koma á fót blönduðum búskap. -JSS Gífurlegt tjón varð i eldsvoða þegar verslunin Grund á Flúðum brann i fyrrinótt. Sjá nánar bls. 2. DV-mynd Kristján Beðið um uppboð á kaupfélaginu Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga á uppboðs á eignum kaupfélagsins Gjaldfallin skuld hraðfrystihússins við Sigurgeir Magnússon, stjórnarfor- Patreksfirði stendur nú mjög illa fjár- vegna gjaldfaUinna skulda að upphæð Fiskveiðasjóð er um 8,5 milljónir maður kaupfélagsins, vUdi ekkert um hagslega. Hefur veriö óskaö eftir upp- um 10 mUljónir króna. Fiskveiöasjóöur króna. Þá hefur verið óskaö eftir upp- máUð segja aö svo komnu. Hann sagöi boði á eignum þess vegna gjaldfaUinna hefur óskað eftir uppboði á hraðfrysti- boði á Þrym BA 7 sem er 196 tonna aðeins að verið væri að vinna að lausn skulda sem samanlagt nema um 20 húsinu við Patrekshöfn í eigu stálskip í eigu hraðfrystihússins. þess, meöal annars með skuldbreyt- mUljónumkróna. Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf. sem GjaldfalUn skuld þess er um 1,5 ingu. Uppboðsrétturverðurhaldinnll. Búnaöarbanki Islands hefur krafist er að hluta í eigu kaupfélagsins. miUjónir. apríl. öEF Gjaldfallnar skuldir Kaupfélags V-Bar5strendinga: um20 milljónir: i i i i i i i i i i i i i i i i i ! i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.