Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUÐAGUR 23. APRÍL1985.
3
Kostnaður vegna
stóriðjunefndar
„Hvaöa kostnaöur hefur orðiö vegna
starfs samninganefndar um stóriöju
og vegna stóriðjunefndar sem skipað-
ar voru 14. júní 1983? ”Geir Gunnars-
son þingmaður hefur lagt þessa fyrir-
spurn fyrir iönaöarráöherra, Sverri
Hermannsson. Þingmaður óskar þess
að kostnaður veröi sundurliðaður í
skriflegu svari. I þeirri sundurliðun
verði sérstaklega tilgreind þóknun til
einstakra nefndarmanna og starfs-
manna nefndanna svo og ferðakostn-
aður og annar kostnaður.
Helgi Seljan hefur beint fyrirspum
til iðnaðarráðherra einnig. Hún er um
Rafmagnseftirlit ríkisins. „Eru uppi
áætlanir um að draga úr starfsemi
Rafmagnseftirlits ríkisins, meðal ann-
ars með því að fela öðrum stofnunum
ákveðin, veigamikil verkefni þess?
Hvað hyggst ráðuneytið gera til að
tryggja enn betur þann þýöingarmikla
þátt öryggismála sem Rafmagnseftir-
litiðannastnú?” -ÞG
Miðstjórn Framsóknarflokksins:
„Sókn til betri
framtíðar hafin”
með /jölda stórra vinninga
„Sókn til betri framtíðar er hafin. Sú
sókn er undir forystu Framsóknar-
flokksins.” Þetta eru lokaorðin í
stjórnmálaályktun miðstjómar Fram-
sóknarflokksins frá síöustu helgi. 105
af 114 miðstjómarmönnum tóku þátt í
störfum miðstjómarfundarins.
Festa, sókn,
framtíð
I ályktuninni er minnst á kjörorð
flokksins fyrir síðustu kosningar,
„festa, sókn, framtíð”. Og að tekist
hafi að standa við fyrirheit flokksins
um „Island án atvinnuleysis”. Einnig
aö þrátt fyrir óvenjuerfiðar aðstæður
hafi tekist að ná verðbólgu niður.
„Verðbólgan er nú um 20%”.
Tíundaðar em aðgerðir í sjávarút-
vegs-, landbúnaðar- og húsnæðismál-
um undir forystu ráðherra Framsókn-
arflokksins. „Framsóknarflokkurinn
mun hér eftir sem hingað til starfa af
fullum heilindum í ríkisstjóm,” segir
síðan. Lögð er áhersla á endurskipu-
lagningu menntakerfisins, aukna hlut-
deild utanríkisþjónustunnar í við-
skipta- og markaðsmálum, svo og hag-
ræðingu og spamað í dýrustu þáttum
ríkisrekstrar og bankakerfis.
Manngildi ofar
auðgildi
„Höfuðviðfangsefni íslenskra stjóm-
mála er að varðveita frjálst velferöar-
þjóðfélag á Islandi þar sem manngildi
er metið ofar auðgildi og þjóðfélags-
legt réttlæti ríkir,” segir í ályktuninni.
Varað er við blindri trú á öfgakenndar
kennisetningar frjálshyggju og sósíal-
isma.
„Flokkurinn mun standa vörð um
meginstoðir blandaðs hagkerfis sem
felst í heilbrigðu einkaframtaki, öflug-
um samvinnufélögum og hagkvæmum
opinbemm rekstri þar sem hans er
þörf.”
Samráð
Þung áhersla er lögð á nauðsyn þess
að með samráði á vinnumarkaði og við
ríkisvald „takist aö jafna launakjör og
aðstööufólksinsílandinu”. Þásegiraö
vaxtamál hafi farið nokkuö úr bönd-
um, þau verði að endurskoða meö hóf-
lega raunvexti aðmarkmiði.
Nýir straumar
I stjómmálaályktuninni segir að
nýir straumar leiki um þjóölífið.
Framsóknarflokkurinn hafi á síöasta
ári lagt pólitískan grunn aö þeirri ný-
sköpun sem nú sé að hefjast í atvinnu-
málum. Hæst beri tillögur um 500
milljónir úr ríkissjóði til nýsköpunar.
Næstu skref til aðstoðar fyrirtækjum
við nýsköpun og öflun erlendra mark-
miðaemtalinupp:
„Aðflutningsgjöld og söluskattur af
stofnkostnaði verði felld niður. Tekju-
skattur verði felldur niður í fimm ár.
Söluskattur og verðjöfnunargjald af
raforku verði sömuleiðis felld niður.
Með beinum skattafrádrætti og/eöa
mótframlagi úr ríkissjóði verði hvatt
til aukinnar rannsóknar og þróunar-
starfsemi fyrirtækja. Leitaö veröi
leiða til að örva samvinnu innlendra og
erlendra fyrirtækja í nýjum atvinnu-
greinum þar sem íslendingar geta öðl-
Mánaðarverð
miða Kr. 130."
Vinningur tii íbúðarkaupa á 500þúsund krónur
10 vinningar tii bíiakaupa á 100 þúsund krónur hver
60 utaniandsferðirá 40þúsundkrónurhver
110 húsbúnaðarvinningar á 10 þúsund krónur hver og
419 húsbúnaðarvinningar á 3 þúsund krónur hver
Sala á lausutn miðum og endumýjun ársmiða
og fíokksmiða stenduryfír.
___HAPPDRÆTTI_________
Dvalarheimilis aldraðra sjómanna
ast reynslu og þekkingu á sviði háþró-
aðrar tækni og markaðsmála.
Komið verði á fót samkeppnis- og út-
flutningslánakerfi sambærilegu því
sem erlendir samkeppnisaðilar njóta.
Lög um ríkisábyrgðir verði endurskoð-
uð þannig að ríkisábyrgðakerfinu megi
beita til hvatningar nýsköpunar í
atvinnulifi.”
HERB
„Manngildi ofar auðgildi'/ segir maðal annars i ályktun miðstjómar
Framsóknarflokksins. Myndin var tekin á miðstjórnarfundinum.
DV-mynd KAE
Stríð Sendibfla hf. og leigubflst jóra:
Við aðstoðum
lögregluna
— segir Örn Pétursson á Hreyfli
„Eg tel að við séum að aðstoða lög-
regluna. Það stendur í öllum lögum og
reglugerðum að leyfin sem Steindórs-
menn hafa heimili þeim ekki að aka
farþegum gegn gjaldi,” sagði öm Pét-
ursson leigubifreiðastjóri á Hreyfli.
Síðastliðiö laugardagskvöld sló enn í
brýnu milli leigubílstjóra og bifreiða-
stjóra frá Sendibílum hf. Reyndu hinir
fyrrnefndu nokkrum sinnum að stöðva
þá síðarnefndu. Varö að kalla til lög-
reglu til að skakka leikinn.
örn kvaöst hafa rætt viö ýmsa
ábyrga aðila vegna þessa máls, þ.á.m.
dómsmálaráðherra og fulltrúa lög-
reglustjóra. Bæri þeim saman um að
bílstjórar hjá Sendibílum hf. væru að
brjóta lög með því að aka fólki gegn
gjaldi.
Aðspurður um hvort lögreglan hefði
beðið leigubílstjóra um aðstoð til að
stöðva fólksflutninga Sendibíla hf.
kvað öm svo ekki vera. „En við teljum
að þeir séu þama að ganga nærri at-
vinnu okkar og lífsafkomu og brjóta
lögin um leið. Það er því skylda okkar
að hamla gegn því að slíkt gerist. Við
munum halda aðgerðum okkar áfram
hyggi þeir á frekari fólksflutninga
gegn gjaldi. Að því stöndum við leigu-
bílstjórar sem einn maður.
En auðvitaö er það okkar heitasta
ósk aö málið verði tekið til skjótrar af-
greiðslu þarnig að þessi ágreiningur
verði úr sögunni. ”
-JSS
yrsöiA yw