Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Qupperneq 32
FRETTASKOTIÐ (68) • • (58) SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022. er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. r i i ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985. ..Brosandi og bjartsýnn," sögðu starfsmenn Þörungavinnslunnar hf. í gnr um Sverri Hermannsson. Það sama veröur sagt um þessa kappa og heimamenn almennt; tilbúnir að stofna nýtt hlutafélag um verksmiðjuna. DV-mynd Krlstján Arl. Sverrir og Matthías á Reykhólum í gær: „SVERRIR SA ÞAÐ SEM HANN VILDISIA” íbúar Reykhóla og nærliggjandi hreppa mættu eldhressir á fundinn til Sverris, tilbúnir að taka við Þörungavinnslunni „Sverrir sá það sem hann vildi sjá; aö þaö fylgdi hugur máli, að hér væri samstaða um verksmiðjuna,” sögðu eldhressir starfsmenn Þörungavinnslunnar hf. er við DV- iPOKON BLÓMAÁBURÐUR FRA HOLLENSKU BLÓMAÞJÓÐINNI. menn vorum á ferð á Reykhólum í gær. Dagurinn í gær var mikill stemmningardagur hjá íbúum Reyk- hóla og nærliggjandi hreppa. Iðnaðarráðherra sjálfur, Sverrir Hermannsson, mættur ásamt Matthíasi Bjamasyni og stjóm verk- smiðjunnar. Kunn em ummæli Sverris um að best værí að gefa heimamönnum verksmiðjuna. „Hálf óheppileg um- mæli,” sögðu heimamenn við DV í gær. Sverrir og föruneyti mætti til Reykhóla klukkan hálftíu í gær- morgun. Skoðaði verksmiðjuna og heilsaði mönnum. Fundurinn með heimamönnum hófst svo klukkan 11.00 í Mjólkurstöðinni, samkomu- húsinu. Það sem allt gekk út á að svara á fundinum var hvort heimamenn væru tilbúnir til að taka við rekstri verksmiðjunnar eða ekki. Og heima- menn eru tilbúnir. Fundurinn sam- þykkti nefnilega tvær tillögur. önnur var þannig að samþykkt var að stefna að stofnun hlutafélags um rekstur verksmiðjunnar, hin; samþykkt að fela tveimur mönnum að undirbúa stofnun hins nýja félags. Annar mannanna er núverandi framkvæmdastjóri Þörungavinnsl- unnar hf., Kristján Þór Kristjánsson. Það kom fram hjá honum í gær að ef gengið yrði til samninga við iðnaðar- ráðuneytið mætti ekki kæfa frum- kvæði heimamanna í byrjun. Hann sagði að hugmyndir manna væru nú þær aö iðnaðarráöuneytiö héldi öllum gömlu dollaralánunum en hið nýja félag keypti veritsmiðj- una og ræki hana úr þessu. Með þetta fór Sverrir heim. „Sverrir er ákaflega hress maður,” sagði einn starfsmanna veiksmiðj- unnar. „En í þetta skiptið fannst mér hann með stilltara móti.” „Jú, jú, hann kom og tók í hendurnar á okkur.” -JGH. FYRIR VISA LOKI Sælla er að gefa en þiggjal Hitaveita Akureyrar: IVATNSÞROT EFTIR ÞRJU AR Borhola Hitaveitu Akureyrar mun ekki gefa Akureyringum nægjanlegt vatn frá áramótum ’88/’89 miöað við 1,75% fjölgun bæjarbúa á ári og sömu vatnsnotkun og nú er. Þetta kemur fram i spám hitaveitunnar um orkubúskapinn til aldamóta. Heitavatnssvæðin, sem Hitaveita Akureyrar notar, gefa mun minna vatnsmagn en gert var ráð fyrir þeg- ar ráðist var í stofnun veitunnar. Nú stefnir í það aö innan fárra óra verði ekki hægt að láta alla sem vilja fá heitt vatn. Sé miðað við 1% fjölgun bæjarbúa á árí má draga þaö til árs- loka 1990. Nú standa yfir breytingar á sölufyrirkomulagi heita vatnsins úr hemlakerfi þar sem hver notandi kaupir ákveðiö vatnsmagn í rennslismælakerfi. Þá er notkunin á hverjum tlma mæld nákvæmlega. Hingaö til hafa bæjarbúar notaö jafnmikið vatn í 20 stiga hita og 20 stiga frosti. Gert er ráð fyrir aö meö breytingunni náist 15% spamaður i vatnsnotkun sem aftur þýðir að vatnið verði nóg eitthvað fram yfir aldamót Ef sá sparnaður næst ekki þarf aö fara í dýrar orkuöflunar- framkvæmdir á næstu órum með milljóna skuldaaukningu ofan á allar skuldimarsemfyrir em. -JBH/Akureyrl. Nýrnasjúkdómurínn í fjórum strandkvíastöðvum? Veikin í Grindavík Nýrnasjúkdómurinn í laxaseiðum frá Laxeldisstöð rikisins hefur gert vart við sig hjá Fiskeldi hf. í Grinda- vík. Aður í stöð í Höfnum. Sjúk- dómurinn er í seiðum frá 1983. Hugs- anlegt er að hann sé í alls fjórum laxeldisstöðvum með strandkvíaeldi. I gær var slátrað tveim milljónum seiða í Laxeldisstöð ríkisins, öllum seiðum frá 1984. Eftir em 230 þúsund gönguseiði frá 1983. I þeim hefur ekki fundist sýking, einungis smit. Nú er til rannsóknar að Keldum stórt sýni frá í gær. Verðmæti gönguseiðanna er 10— 15 milljónir, eftir mörkuðum. Þau seiði sem þegar hefur verið fargað vom metiná7—8milljónirkróna. -HERB. Veröbólgan 15% Verðbólguhraðinn liggur nú í rúmum 15 prósentum sé mið tekið af hækkun lánskjara- og byggingarvísitölu á milli mánaða. Lánskjaravísitalan fyrir maímánuð reyndist vera 1119 stig og hefur hækkað um 1,8 prósent frá fyrra mánuði. Byggingarvísitalan hækkaði aftur á móti um 0,2 prósent frá mars til apríl. -EIR. „Teppalagningin” Eyjólfur Konráð Jónsson: ígildi um veginn i i i I i i i i i i i i i Steingrímur J. Sigfússon: Þensla á einu svæði i i i „Eg vil láta skoða þetta,” sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra, um tilboð Hagvirkis. „Hugmyndin er ekki ný. Eg var fyrsti flutningsmaður frumvarps, sem samþykkt var í þinginu 1974 til 1975, um aö afia fjár til að klára noröur- veginn á fjórum árum. Norður- vegurinn væri fyrir löngu búinn ef lögin hefðu verið framkvæmd. Peningamir fóru í annað, Borgar- fjarðarbrú og fleira,” sagði Eyjólfur Konráð. Hann minnti á að Iögin um norðurveg og vesturveg, eins og það var kallað endanlega, væmennígildi. -KMU. i i i i i i „Það stæði ekki á okkur þing- mönnum Norðurlands eystra að taka þennan vegarkafla út úr,” sagði Stein- grimur J. Sigfússon um tilboð Hag- virkis. Hann taldi eðlilegra að bjóða slíkt verkefni út en að semja við einn verktaka. Taldi hann það ekki mikil tíðindi að fara niður i 70 prósent af kostnaðaráætlun. Steingrímur sagði að með slíkri stór- framkvæmd yrðu ýmsir kostnaðarliðir minni og tæki nýttust betur. Hins veg- ar ylli þetta þenslu á einu svæði meðan dauði yrði á öðru svæði. Þingmaðurinn hafði áhyggjur af áhrifum á islenska lánamarkaðinn og ennfremur varhugaverðri þróun gagn- vart verktökum í smærri byggðar- lögum. .rmu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.