Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Qupperneq 3
DV. FÖSTUDAGUR 3. MAl 1985.
3
OLGAÁNT
Þaö var sérkennilegt andrúmsloft
sem ríkti á ritstjóm dagblaðsins NT í
gær.
„Ert þú búinn að segja upp eða var
þér sagt upp?” Þannig spurðu menn
hver annan.
Framtíðin var óljós hjá flestum.
Sex blaðamönnum hafði verið sagt
upp. Fimm blaðamenn, þar af tveir
fréttastjórar, höfðu lagt inn upp-
sagnarbréf. Aðrir voru ýmist að
íhuga hvort þeir ættu að segja upp
eða hvort dagblaðið NT myndi lifa
mikið lengur.
Magnús Olafsson sagði upp rit-
stjórastarfinu síðastliðinn þriðju-
dag. Sama dag sendi blaöstjómin
tólf starfsmönnum uppsagnarbréf,
sex mönnum á ritstjóm, fjómm í
auglýsingadeild og tveimur inn-
heimtumönnum. Flestir þeirra hafa
starfað hjá fyrirtækinu í innan viö
eitt ár. Það er þó ekki algilt. Annar
innheimtumaðurinn, Sveinn Gam-
alielsson, er búinn aö þjóna blaði
Framsóknarflokksins í fjölmörg ár.
Blaðamaður DV hitti Svein í gær.
Hann baöst undan því að ræða um
málið en DV fýsti til dæmis að vita
hvort rétt væri að hann hefði lagt allt
sparifé til Nútimans þegar það hluta-
félag var stofnað um útgáfu NT fyrir
ári.
Þeir starfsmenn sem þegar hafa
ákveðið að fylgja Magnúsi Olafssyni
út af blaöinu eru Guðlaugur Berg-
mundsson, Ámi Þórður Jónsson, Jón
Daníelsson, Guðmundur Hermanns-
son og Sverrir Albertsson. Tveir þeir
síðasttöldu em fréttastjórar en hinir
blaðamenn.
-KMU.
Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður:
Guðjón Einarsson afhendir launaumslög
Stjórnin ætti að læra mannasiði
,,Eg vil meina að stjóm blaösins sé
ekki starfi sínu vaxin. Ef þessi stjóm
ætlar aö halda áfram aö gefa út blaö,
það er aö segja ef þeir ætla að halda
áfram að sitja í stjóm, þá ættu þeir
að byrja á því að læra mannasiði,”
sagði Samúel öm Erlingsson, sem
stjórnaö hef ur íþróttaskrif um NT frá
upphafi. Hann hefur bráölega störf
hjá Ríkisútvarpinu.
„Þetta byrjaði vel. Hér hefur verið
mjög góöur vinnuandi. Menn hafa
lagt sig alla fram og blaðið hefur
verið gott. En það kom bakslag í
verkfallinu í haust.
Þá fengum við nasaþefinn af því
hvemig þessi stjórn er. I byrjun
verkfalls var gengið frá því að blaðið
gæti komiö út. En stjórnin stöðvaði
það. Verkfallið varð til þess að draga
máttinn úr blaöinu. Það kippti í raun
fótunum undan því. Þessa sex vikna
stöðvun skrifa ég algerlega á kostn-
aö stjórnarinnar,” sagði Samúel
örn.
Hann sagði að peningamál blaðs-
ins hefðu verið í ólestri. Það hefði
bitnað á starfsfólkinu. Nefndi Sam-
úel sem dæmi að fyrirtækið heföi
dregið af honum skatta en ekki enn
greitt þá tD hins opinbera. Megnið af
því væri ógreitt enn. -KMU.
Guðjón Einarsson skrifstofustjóri:
Lifað átta hreinsanir
,,Eg er eins og Molotoff. Eg hef
staðist allar hreinsanir,” sagði Guð-
jón Einarsson, skrifstofustjóri rit-
stjórnar NT. Hann var áður ljós-
myndari Tímans.
„Ég er elstur starfsmanna síðan
Þórarinn hætti. Eg er búinn að lifa
átta framkvæmdastjóra. Það hafa
átta framkvæmdastjórar horfið síð-
an ég byrjaöi árið 1950. Eg hef ekki
taliö ritstjórana.
Yfirleitt hefur þetta farið mjög
snöggt, eins og í Rússlandi. Eg vona
bara að þetta sé síðasta hreinsunin
meðan ég er á blaðinu. Eg er búinn
aö fá nóg af byltingum.
I síðustu byltingu, þegar Elías
Snæland fór, var ég trúnaðarmaður.
Þá fékk ég alveg nóg.”
— Hverju spáiröu um framtíð
blaðsins?
„Tíminn hefur níu lif eins og kött-
urinn. Eg veit um átta framkvæmda-
stjóra sem hafa horfið, skyndUega
flestir,” sagðiGuðjón.
-KMU.
Fréttastjóramir Sverrir Albertsson og Guðmundur Hermannsson. Þeir
hafe béflir sagt upp. DV-myndir: GVA.
Sverrir Albertsson f réttastjóri:
SKIL EKKISTJÓRNINA
„Eg sagöi upp á þriðjudag vegna
þess að þegar Magnús Olafsson rit-
stjóri hættir vegna deUna við stjórn-
ina álít ég minn starfsgrundvöll fara
minnkandi. Mælirinn fylltist endan-
lega þegar sex blaðamenn fengu
reisupassann,” sagði Sverrir Al-
bertsson, fréttastjóri á NT. Hann
hefur starfað á blaðinu í eitt ár, þar
af sem fréttastjóri frá því í janúar
síðastliðnum.
„Eg skil ekki ennþá hvað stjórnin
er að gera. Eg get alls ekki séö að rit-
stjóm blaösins hafi fengiö skýringar
á því sem er að gerast.
Eg held að við höfum haft meðbyr
síðustu mánuði og verið í sókn. Og
held að núna hafi einmitt verið tím-
inn tU að herða þá sókn en ekki draga
úrhenni,”sagði Sverrir.
-KMU.
Fellt að hætta
við byggingu
ratsjárstöðva
Jökulfellifl 6 siglingu. Á innfelldu myndinni eru f brú skipsins Heiðar Krist-
insson skipstjóri, Bjöm Bjömsson yfirvélstjóri og Axel Gfslason, forstjóri
skipadeildar SÍS. DV-mynd GVA.
SÍS í siglingum
vestur um haf
Jón Petersen með
þrjór fyrstu bleikjurnar
úr Elliðavatni í sumar
en veiðin hófst I fyrra-
dag.
DV-mynd G. Bender.
Tillaga Steingríms J. Sigfússonar
Alþýðubandalagi og Kolbrúnar Jóns-
dóttur Bandalagi jafnaðarmanna um
að faila frá hugmyndum um að reisa
nýjar hemaðarratsjárstöðvar á Is-
landi var felld í sameinuöu þingi í gær.
Aður hafði tUlaga Haraldar Olafs-
sonar Framsóknarflokki um að vísa
tiUögunni tU rUdsstjómarinnar verið
feUd. Studdu allir viðstaddir þing-
menn Framsóknarflokksins tiUögu
Haraldar eöa þrettán. Nei sögöu 43 og
4 voru fjarverandi.
Steingrímur Hermannsson gerði
grein fyrir atkvæði og sagði m.a.:
„A meðan hér á iandi er eftirUtsstöð
tel ég rétt að sú stöð sé sem aUra best
úr garði gerö tU aö sinna sinu hlut-
verki. Því er ég hlynntur þvi að rat-
sjórstöðvar verði endurreistar á
Norðurlandi, á Vestfjörðum og endur-
byggð á Suð-Austurlandi. Þannig að
þaöan megi flytja þaö herUð sem þar
er. Eg tel einnig súkar stöðvar mUdl-
vægar fyrir öryggi íslensks flugs. Ég
mun því styöja það að ratsjárstöðvar
verði reistar. Hins vegar tel ég óeðU-
legt að Alþingi ákveði einstök atriði i
framkvæmd vamarsáttmálans og geti
þá gert það með þingsályktun. Á þeirri
forsendu og með tUvisun tU þess sem
ég hef sagt styö ég að tUlögunni verði
vísað tU rikisstjómarinnar og segi jó.”
Tillaga Steingríms J. Sigfússonar og
Kolbrúnar Jónsdóttur um að faUa frá
því að reisa nýjar ratsjárstöðvar var
feUd meö 42 atkvæðum gegn 15. Einn
þingmaður, Haraldur Olafsson,
greiddi ekki atkvæði og 2 voru fjar-
staddir. Þeir 15 sem greiddu tUlögunni
jóyrði voru 8 þingmenn Aiþýðubanda-
lagsins, (2 voru fjarverandi), 1 þing-
maöur úr Bandalagi jafnaðarmanna, 3
þingmenn Samtaka um kvennaUsta og
3 þingmenn úr Framsóknarflokki. Þeir
síðasttöldu eru Guömundur Bjarna-
son, PáU Pétursson og Ingvar Gíslason
sem gerðu grein fyrir atkvæðum
sínum. Guðmundur Bjamason þeirra
fyrstur sagði m.a. „Hér er um
hernaðarmannvirki að ræða og auk
þess um nýbyggingu og útvíkkun
hemaðarmannvirkja að tefla, en ekki
viðhald eða endumýjun þeirra
hemaðarmannvirkja sem fyrir eru í
landinu. Flest bendir tU að með upp-
byggingu þessa fyrirhugaða ratsjár-
kerfis sé verið að smíða hlekk í keðju
umfangsmikilla hemaðarmannvirkja
sem ætlað er að festa Island i sessi sem
herstöð um ófyrirsjáanlega framtíð.”
Sagðist Guðmundur vera andvígur því
að ganga gegn vilja heimafólks á Vest-
fjöröum og Norð-Austurlandi. Undir
hans orð tóku Páll Pétursson og
Ingvar Gislason.
Ragnar Amalds gerði grein fyrir at-
kvæði sínu og vilja þingflokks
Alþýðubandalagsins og lýsti andstöðu
viö útþenslu yfirráðasvæðis banda-
riska hersins á Islandi. Sagði hann að
taka bæri tillit til vilja íbúanna á
viðkomandi svæði. „Þingflokkurinn
telur ekki sæmandi Alþingi aö skjóta
sér undan skyldu sinni til að taka
stefnumarkandi afstöðu í þessu
umdeilda máli og f ráleitt að visa því til
ríkisstjórnarinnar.”
Nýtt skip hefur bæst í skipaflota
Sambandsins. Hefur það hlotið nafnið
Jökulfell og er ætlað að vera í sigling-
um milli Islands og Ameriku.
Skipið er útbúið til flutnings á fryst-
um varningi á pöllum í lestum, svo og á
varningi í gámum á þilfari. JökulfeU
var smiöaö í Appledore í Devon í Eng-
landi og var afhent Sambandinu 17.
apríl síðastliðinn. Hingað komið er
kaupverö skipsins 320 mUljónir.
„Skip þetta er byggt eftir okkar hug-
myndum fyrir okkar þarfir,” sagði
Axel Gislason, forstjóri skipadeUdar
Sambandsins. „Þótt hér sé um að ræða
frystiskip em lestar skipsins þannig úr
garði gerðar að breyta mó þeim með
UtUU fyrirhöfn svo skipiö getur sem
best nýst tU gámaflutninga og stykkja-
vömflutninga einnig.”
Axel sagði að JökulfeUið væri 3068
lestir að burðargetu og tæpra 94 metra
langt. Vél þess væri 4080 hestöfl og að
jafnaði mætti knýja skipið áfram með
14 sjómílna hraða. Skipið væri búið ÖU-
um nýjustu tækjum og búnaöi. Mætti
þar nefna aö nú í fyrsta skipti væri all-
ur fiskur kominn á bretti er hann kærni
um borð. Mikil vinna vegna lestunar
og losunar sparaðist með því og kæmi
það á móti háu verði skipsins.
Ahöfn skipsins er tólf manns.
Skipstjóri er Heiðar Kristinsson og
yfirvélstjóri Bjöm Bjömsson.
-KÞ
Ingólfurmeð
merkjasölu
Björgunarsveit SlysavarnadeUdar-
innar Ingólfs í ReykjavQc efnir tU ár-
legrar merkjasölu sinnar um næstu
helgi.
Agóða sölunnar verður varið til upp-
byggingar deildarinnar. Er það von
björgunarsveitarmanna að borgarbú-
ar sýni velvUja í verki og styðji starf
sveitarinnar.