Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Qupperneq 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 3. MAl 1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Skera upp herör gegn
sjóránsframleiðendum
I Singapore hefur þrifist hvaö
gróskumesti ránsiönaöur þeirra,
sem purkunarlaust stela höfundar-
rétti og framleiöa eftirlíkingar.
Hvergi annars staöar er framleitt
jafnmikið af „sjóræningja-
snældum”, svo aö dæmi sé tekið.
Yfirvöld þar viröast þó loks farin
aö rumska við kvartanir og farin aö
snúa sér aö þessum neðanjaröar-
iönaöi. Núna fyrr í apríl gat aö líta
einn daginn, hvar jaröýta malaði
undir skriöbeltum sínum hálfa
milljón falskar snældur eða
eftirlíkingar sem geröar höföu verið
í blóra við einkaréttinn.
Snælduframleiðendur
róa gegn fölsurum
Alþjóðleg samtök hljóörita- og
myndbandaframleiðenda, sem aðal-
skrifstofur sínar hafa í London, hafa
síðustu f jögur árin rekið hemaö gegn
stuldi á höfundarrétti og í fram-
leiðslu á snældum, hljómsnældum og
myndbandasnældum. Hafa samtökin
mjög róiö í y firvöldum Singapore.
Þau hafa uppskoriö aö Indónesía
hefur tekiö til endurskoöunar 74 ára
gömul lög um höf undarrétt með tilliti
til meiri tækni okkar tíma. Dóms-
málaráöherrann, Edmund Barker,
sagöi í viötali við fréttamann
Reuters á dögunum, aö endurskoðun
laganna tæki miö af því aö vernda
höfundarrétt manna á hugverkum
sínum og um leið örva hátækni-
fyrirtæki útlend til fjárfestingar í
tilraunum og þróunarstarfi í
Singapore.
Væg viðurlög
I hæstarétti Singapore féllu í mars-
Singapore þykir vel í sveit sett til útfiutnings 6 sjóránsframleiðslu.
mánuöi dómar út af höfundarréttar-
brotum, þar sem staöfest var að enn
eru í gildi gömul ákvæði, frá
nýlendutímanum að minnsta kosti,
hvaö varðar útgáfur sem upphaflega
koma fram í Bretlandi. Fimm
breskir útgefendur unnu mál sem
þeir höföuöu gegn bóksölum í
Singapore fyrir brot á útgáfurétti á
nokkrum bóka þeirra.
Viðurlög viö þessum stuldum hafa
ekki verið mikil eöa aðeins 40 þúsund
króna sekt eöa árs fangelsi. Bókaút-
gáfur og hljómplötuútgáfur vonast
til þess aö viö endurskoðun höfundar-
réttarlaganna veröi viðurlögin
þyngd. Taka þeir svo stórt upp í sig,
aö spá því að geta upprætt þennan
„sjóránsiðnað” á tveimur árum, ef
viðurlögin yröu hert nóg til þess aö
hafa einhver fráfælandi áhrif. —
Eftirlitsnefnd alþjóöasamtaka hljóö-
rita- og myndbandaframleiöenda
hefur fengiö því framgengt í lög-
reglurassíum í Singapore (230 alls
frá því 1981) aö lagt hefur veriö hald
á ólöglegar snældur fyrir milljónir
dollara.
Stóriðja
Þaö er talið aö frá Singapore hafi
veriö fluttar út á síöasta ári 35 miiljón-
ir sjóránssnælda. Utgáfuþjófamir
hafa þar rakaö aö sér yfir 50
milljónum Bandaríkjadala —
Jafnvel góögerðarstarfsemi fær
engin griö hjá þjófunum.
Hljómplatan Do They Know It Is
Christmas, sem gefin var út til ágóða
fyrir söfnun til sveltandi íbúa
Eþíópíu, kom út á sjóránssnældu
sem seld var opinskátt á strætum í
Singapore áður en yfirvöld tóku til
hendi.
Þar á ofan eru milljónir af
óáteknum snældu lögiegum fluttar út
frá Singapore á ári hverju og renna
þær út eins og heitar lummur á
mörkuöum í Afríku og Austurlöndum
nær. Þær eru miðaðar fyrir þá sem
taka upp í heimahúsum en það
gengur einnig á svig viö
höfundarréttinn, þótt meinlausara
þyki. Þeir í Singapore vita til dæmis
af einum Saudi Araba, sem
mánaöarlega flytur inn um 500
þúsund óáteknar snældur í vöru-
skemmur sínar.
Hong Kong og Taiwan eru kunnar
fýrir grósku á þessu framleiöslu-
sviði, en Singapore hefur tekiö
forystuna á seinni árum fyrir meiri
tækni, mildari lög og betri út-
skipunaraðstöðu.
Þaö er vitað að sjóránsútgáfa á
bókum viðgengst í Taiwan, Suöur-
Kóreu og Pakistan, en minna af
framleiðslunni fer út fyrir land-
steinanna.
Atvinnuveitandi
og gjaldeyrisaflandi
Ýmis plötufyrirtæki hafa sakaö
yfirvöld Singapore um að setja
kíkinn fyrir blinda augaö þegar þau
líta til þessa vandamáls, því að þessi
sjóránsframleiösla er bæöi atvinnu-
aukandi og gjaldeyrisaflandi. Þar
hefur einnig blómstrað eftirlíkis-
framleiðsla á útbúnaði í heimilis-
tölvur. Þeir í Singapore hafa látið sig
dreyma um að veröa leiöandi fram-
leiðendur á þessu sviði, það er að
segja löglegir framleiðendur, við
næstu aldamót.
Nú kviöa þeir því að tölvufram-
leiðendur á Vesturlöndum muni setja
þá á svartan lista og útiloka þá ef
þeir hafist ekkert að til aö rétta hlut
þeirra gagnvart sjóráns-
framleiðendunum.
Svíþjóð:
Framleiða
hreint
eldsneyti
úr kolum
Breskir kolanámamenn eru nú komnir aftur til vinnu, til að framleiða kol sem Svfar breyta svo
f kolvökva — hreint eldsneyti til upphitunar.
Svíar hafa fundið upp aöferð til að
breyta skítugum brennisteinsríkum
kolum í hreinan vökva sem nota má í
staðinn fyrir olíu. Þetta nýja
eldsneyti er talið upplagt á tímum
mengunar og umhverfisverndar.
Fyrsta „kolvökvaverksmiðja”
heims sem f ramleiöir þetta eldsneyti
til sölu hóf starfsemi sína í Malmö nú
í vor. Verksmiöjan býr til kol-
vökvann úr kolum, vatni og ýmsum
öörum efnum. Nákvæm samsetning
er vel varöveitt leyndarmál. Þetta
eldsneyti á að vera hægt aö nota í
staðinn fyrir upphitunarolíu.
Sænska stjómin hefur fjármagnaö
framleiöslu á þessum svarta vökva
og einnig Svenska Fluidcarbon, sem
er að hluta tii í eigu Wilh Sonesson
verkfræðingafyrirtækisins sem
rekur verksmiðjuna.
Búið er að eyða milljarði króna í að
fullkomna aöferðina viö framleiöslu
á þessu eldsneyti. Þaö var prófessor
viö háskólann í Lundi sem
uppgötvaöi hana, seint á síöasta
áratug.
Loftsíur óþarfar
„Þessi gerð eldsneytis lofar sér-
staklega góöu, því það er hægt aö
draga ösku, þunga málma og aðra
mengunarvalda úr því á framleiðslu-
stiginu, sem minnkar þörfina á aö
hafa dýrar loftsíur í reykháfnum,”
sagöi Kurt Borgne hjá Sænsku
orkustofnuninni.
Hann sagöi að kolvökvi minnkaði
brennisteinsútblástur niöur í 10,14
grömm á hverja mælieiningu
(megajoule) af orku, miðað við 0,24
grömm sem upphitunarolía meö lítið
súlfúrmagn gefur út frá sér.
Súrt regn
Ríkistjórnir í Evrópu ræöa nú
mikið um hvemig megi minnka út-
blástur köfnunarefnis og
brennisteins hjá verksmiðjum í álf-
unni. Ríkisstjórnir á Noröurlöndum
kvarta til dæmis mikið yfir að út-
blástur frá Bretlandi og frá megin-
landinu eyöileggi skóglendi og vötn
þegar „súrt” regn ber mengunina
meö sér niður á jörðina.
Á Noröuriandaráösþingi sem
haldið var í Reykjavík í mars var
samþykkt að vinna gegn slíkri
mengun. A meginlandi Evrópu —
sérstaklega í Þýskalandi — er nú
mikið rætt um hvort ekki þurfi að
setja einhver takmörk við
mengunarefnum sem koma úr út-
blæstri bíla. Þjóðverjar hafa í þessu
skyni lækkað verö á bensíni með litlu
blýinnihaldi og hækkað verð á hinu
sem inniheldur mikið blý.
30 prósenta klúbburinn
Tuttugu Evrópulönd hafa gengið í
„30 prósenta klúbbinn ” svokallaöa,
þaö er lofað að minnka brennisteins-
mengun hjá sér um 30 prósent á
næstu 10 árum. Svíar sjá kolvökva
sem eðlilega aðferð til að ná þessu
markmiði.
„Þetta eldsneyti okkar er
mengunarlítið og það er það mikil-
vægasta fyrir rikishitaveitur og aðra
viðskiptavini,” sagði markaðs-
stjórinn Lennart Rorgren.
Þar sem hann gekk í kringum hina
vel upplýstu verksmiðju, sem gefur
hvorki frá sér reyk né lykt (þó
hávaðinn í kolamulningsvélunum sé
ærandi), sagði Rorgren að kolvökvi
væri að auki 30 prósent ódýrari en
olía.
Jafnvel þó olíuverð lækki enn
frekar þá þurfa hitaveitur, bæði
almennings- og iðnaöarhitaveitur, að
skipta yfir í kol til að spara peninga.
Fyrirtæki þarf aðeins að gera
minniháttar breytingar í vélasal
sínum til að koma þar fyrir nýjum
ofni til að brenna kolvökvann.
Selja framleiösluleyfi
Verksmiðjan í Malmö fær sín kol
frá um sex löndum, þar á meðal
Póllandi, Ástraliu, Bandaríkjunum
og Kolombíu. „Þannig erum við ekki
háðir fáeinum framleiðendum, eins
og við væram ef við notuðum olíu,”
sagðiRorgren.
Kolvökvaverksmiðjan útvegar nú
tveimur framleiðslufyrirtækjum og
einni almenningshitaveitu kolvökva.
Árleg framleiðslugeta er 250.000
tonn.
Nú er verið að rannsaka svipaða
hluti í Japan, Kanada,
Bandaríkjunum og víðar. Sænska
fyrirtækið hefur selt bandaríska
námuvélafyrirtækinu Allis-Chalm-
ers einkasölurétt á framleiðslu-
aðferöinni Allis-Chalmers á 9,5
prósent hlut í Svenska fluidcarbon.
Einnig vonast Svíar til að geta f lutt
tæknina út til Italíu, Bretlands og
Norður-Kóreu.
Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson