Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Page 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 3. MAI1985.
Spurningin
Hverjir heldur þú að verði
Reykjavíkurmeistarar í'
knattspyrnu?
Margrét Símonardóttir verslunar-
mær: Eg hef tröllatrú á liöi Vals, mér
finnst Framliöiö ekki nægilega traust-
vekjandi.
Gunniaugur Rögnvaldsson rallöku-
maður: Þaö veröa annaöhvort Fram
eða Valur. KR-ingar eru ekki nógu
góðir í ár.
Gunniaugur Johnson hugmaöur:
Fram verður Reykjavíkurmeistari.
Þeir eru svo miklir hug- og hestamenn.
Hrafn Þorgeirsson afgreiðslumaður:
Valur. Þaö má meö sanni segja um
Valsmenn að þeir geta báöir nokkuö.
Kristín Benediktsdóttir kennaranemi:
Eg fylgist ekkert meö knattspyrnu en
ég giska á aö Valur hafi það.
Egill Helgason blaðamaður: A KR
ekki neina möguleika ?
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Kvemahand-
bolti með
rsmáu letri’
Langsokkur er óhress meö þá tskmörkuðu ethygli og um-
fjöllun sem kvennehendboltl fwr I blöðum.
Langsokkur skrlfar:
Það er kunnara en frá þurfi að
segja aö kvenmenn a»fa handbolta,
alveg eins og karlmenn. Þarf ekki að
leita lengra en til íþróttafélaganna
sjálfra, svo ekki sé nú talað um
landsliöiö. Þaö er sama sagan alls
staðar; meistaraflokkur karla er
andlit félaganna út á viö og því er
nauðsynlegt aö öll fyrirgreiðsla til
þeirra komi fyrst. Síðan er hægt að
afgreiða kvenfólkið ef einhver tími
eöa peningar eru eftir.
öll umfjöllun í blöðum um kvenna-
flokkana eru í mesta lagi 5—6 línur í
smáu letri, það er að segja ef ekki
þarf að blása upp að eitthvert enskt
fótboltaliö sé að kaupa varamann
einhvers annars liðs. Það er til
skammar hve litla umfjöllun þessir
flokkar fá. Við eigum ungar og efni-
legar stelpur sem leggja metnað sinn
í aö standa sig fyrir sín félagslið og
landsliðið en þeirra er hvergi getið.
A undanfömum árum hafa 1—2
dagblöð látið sig þessi mál varða en
það endist ekki langt fram á keppnis-
tímabilið. Þaö er ekki mesta máliö
að komast í blöðin en fyrst það eru
íþróttasíður í blööunum af hverju á
þá ekki aö fjalia jafnmikið um kven-
mennogkarlmenn?
Kvennalandsliöiö, sem nú er að
æfa af fullum krafti fyrir væntanlega
landsleiki viö Norðmenn, hefur litla
sem enga athygli fengið. Það eina
sem fram hefur komiö er smáfrétta-
tilkynning frá HSI. Landsleikimir
sem fara fram fyrstu vikuna í maí
nk. hafa ekkert verið auglýstir.
Hvemig er svo hægt að ætlast til að
fólk mæti til að horfa á Ieikina ef það
veitekkiafþeim?
Stelpurnar i iandsliöinu hafa æft
mjög vel síöastliðnar vikur undir
stjórn Viðars Símonarsonar þjálf-
ara, með góðri aðstoö kvennalands-
liðsnefndar. Því ekki aö sýna að við
styðjum við bakið á kvennalandslið-
inu og mæta og hvetja þær til sigurs í
viðureigninni við norska liðiö?
Áframlsland!
Sumar-
hátíð Alþýðu-
bandalagsins
ogfríðar-
ganga
DV hefur borist athugasemd
vegna ummæla Ágústs Guðröðar-
sonar á Sauðanesi á beinni linu við
Steingrím Hermaunsson, forsætls-
ráðherra.
„Ágúst Guðröðarson telur að
meirihluti heimamanna sé á móti
byggíngu ratsjárstöövar á Langa-
nesi. Segir alinennan sveitafund í
Svalbarðshreppi hafa mótmælt
byggingu ratsjárstöðvar.
Það rétta er um þann fund að
segja að þetta mál var ekki í aug-
lýstri dagskrá fundarins en kom tii
umræðna. A fundinum kom skýrt
fram að menn töldu að ratsjárstöð-
in væri ekki hernaðarmannvirki og
tillagan samþykkt sem mótmæli
gegn einhverju öðru. Þennan fund
sátu þrjátíu manns og rúmlega
helmingur samþykkti tillöguna.
Ibúar hreppsins eru um 130.
Hvað við kemur fundi utanríkis-
ráðherra þá töluðu sex heimamenn
á móti og voru fimm þeirra frá
þeim tveimur heimilum sem að
bænarskrá stóðu. Oft er þögn sama
og samþykkt. Fund þennan sóttu
180—200manns.
Hvað friðargöngu viðkemur,
voru á milli 160 og 170 göngumenn,
með ungmönnum talið, sem tóku
þátt í göngunni. Af fréttum af göng-
unni mætti ætla að það hafi
eingöngu verið heimamenn sem
tóku þátt í henní. Það rétta er að
Alþýðubandalagið hélt sumarhátið
hér í sýslunni þann sama dag. Hún
var auglýst vestan Axarfjarðar-
heióar. Er liða tók að því að gangan
hæfist tók fólk það sem mætti á
suxnarhátíðinaað streymattil Þórs-
hafnar, ásamt þingmanni flokks-
ins, Var þar ó ferð með fóíki úr
öðrum sýslum. Hvaö heimamenn
væru margir í þessari göngu kom
ekki fram. Hvers vegna ekki?’’
Fyrir hönd Vestrænnar sam-
vinnu á N-Austurlandi.
Björgvin Þéroddsson,
Ulfar Þórðarson,
JónAðalbjörnsson.
Sveinn er ósáttur viö aksturslag strætisvagnabilstjóra.
Forgangur strætisvagna:
Stofnar öðrum f lífsháska
Sveinn Þorsteinsson, Siglufiröi, hringdi:
Fyrir stuttu ók ég eftir Laugavegin-
um, rétt við sjónvarpshúsið. Eg keyrði
framhjá strætisvagni sem var kyrr-
stæður á stoppistöð en þegar ég var
kominn um hálfa leið fram eftir
vagninum svínaði hann fyrir mig. Eg
mátti hafa mig allan við að forðast
slys, fara yfir á hina akreinina og aka
á móti umferð. I raun var ég heppinn
að engan sakaði. Nú veit ég að strætis-
vagnarnir hafa vissan forgang í
umferðinni. Þaö er hins vegar of langt
gengið þegar bílstjórar nota sér þenn-
an forgang þannig að um hreinan yfir-
gang er að ræða. Það er háskalegt
þegar þeir eru farnir að stofna manni í
lífsháska með tillitslausu aksturslagi.
JamesDean
áskjáinn
3870-9585 skrifar. ‘ j ; .? ;
I tilefni þess aðí ár eru 30 árliðlnfrá ; ‘
sviplegum dauða biqs stórkostlpgó - »
leikara James Byron Dean langar piig 5:
að biöja sjónvarpið um aö sýna-kvilí- ?■
myndir þær sem hann lék í. Hann náá
því miður aðeins að leika 'í þremur ,
myndum á sinni stuttu ævi og ættu þær .
aö vera frekar ódýrar sökum aidurs, '
Myndir þessar eru af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum ófáanlegar á
myndbandaleigum hérlendis og er það
í sjálfu sér furðuleg pólitík því enn
þann dag i dag er James Dean dýrkað-
ur umallan heimaf fólki á öllumaldri. James Dean og Elisabeth Taylor 1 myndinni Giant.