Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Síða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 3. MAI1985. PAT METHENY GROUP - FIRST CIRCLE OG THE FALCON AND THE SNOWMAN: MIKILL HÆFILEIKAMAÐUR Þrátt fyrir ungan aldur er Pat Metheny í dag einhver virtasti gítar- leikari vestan hafs af þeim sem eru aöallega í jassinum. Metheny stendur á þrítugu, er samt búinn aö vera í eld- línunni í ein ellefu ár. Hann var aðeins nítján ára þegar hann hóf aö leika meö víbrafónsnillingnum Gary Burton. Síðan hefur mikiö vatn runnið til sjávar, meöal annars tíu LP-plötur. Er First Circle sú ellefta og Falcon And The Snowman sú tólfta. Pat Metheny viröist vera jafnvígur á aliar geröir gítara. Það er sama hvort hann spilar á kassagítar eöa gítar synthesizers, allt leikur þetta í höndunum á honum og snilldin er mikil, þótt ekki sé hann eins áberandi í gítarleik sínum og margir aörir háttskrifaöir gítarleikarar. Meöleikarar hans í Pat Metheny Group fá vel að n jóta sín. Sem lagahöfundur getur hann bæöi samið melódísk lög sem og torræðnari verk sem áheyrandinn þarf aö leggja sig fram til aö heyra hvað hann er aö fara. Félagi hans og samhöfundur á síöari árum er Lyle Mays, hljómborðs- leikari Pat Metheny Group og er samstarf þeirra meö miklum ágætum. iittleriver band Þaö er nokkuö erfitt aö finna eitt orö yfir tónlist Pat Metheny, fjölbreytnin er mikil, þó leyna sér ekki suðræn áhrif á First Circle. Platan er löng, einar fimmtíu mínútur í spilun. Fyrsta lagiö er Forward March sem er nokkuð fráhrindandi viö fyrstu hlustun en vinnur vel á. Þar er mest áberandi trompetleikur Lyle Mays. Eftir þessar. marstilraunir komast þeir á kunnari slóöir, Yolanda You Leam er jass-fönk lag, þar sem eins og á fleiri lögum á First Circle, setur rödd Pedro Aznar sterkan svip á heildarútkomuna. Þótt söngrödd sé, þá beitir Aznar röddinni frekar eins og hverju öðru hljóðfæri. Titillagiö First Circle er lengsta lag plötunnar og einnig þaö besta. Róleg byrjun, þar sem Metheny handleikur kassagítarinn af sannri snilld, gefur tóninn fyrir þaö sem á eftir kemur. Hægt og sígandi eykst hraöinn þar til hápunkti er náð. Síðasta lagið á fyrrí hlið plötunnar er If I Could, rólegt og seiðandi lag þar sem kassagítarinn er allsráöandi. Seinni hliö plötunnar byrjar á Tell It All og End Of The Game, góðum jass- lögum þar sem rafmagnshljóðfærin njóta sín best. Mas Alla er týpískt fyrir þann suöræna blæ sem fylgir lögunum og er Pedro Aznar þar fremstur í flokki. Praise síðasta lagiö er jafn- auömelt og Forward March var tor- melt. Gott lag sem farið er mjúkum höndum um. First Circle er í heild mjög góð plata. Pat Matheny Group sannar þar aö hann er í fremstu röö í heiminum. Tími Pat Metheny fer ekki eingöngu í aö feröast um og spila meö hljóm- sveiti sinni. Hann er í auknum mæli aö snúa sér aö kvikmyndatónlist og er The Falcon And The Snowman önnur tilraun hans í þá átt. Þrátt fyrir aö á sumum lögum sé auðvelt aö heyra þá góöu tónlist sem einkennir First Circle, þá er heildarút- koma The Falcon And The Snowman ekki nándar nærri eins góð og First Circle. Skal engan undra. Pat Metheny er ásamt meöhöfundi sínum Ly le Mays að sjálfsögöu bundinn kvikmynda- forminu. Platan byrjar ög endar á sáimi sem er í hefðbundnum stíl. Kór og sinfónía mætt á staöinn. Aö sálminum meðtöldum eru níu lög á The Falcon And The Snowman. Þekktast þeirra er aö sjálfsögöu This Is Not America, sem David Bowie flytur og semur. Það lag sker sig nokkuö frá öörum. Þrátt fyrír ágæti sitt passar þaö lítt við tónlist þeirra Methenys og Mays. Bestu lögin eru Fiight Of The Falcon og Daulton Lee, lög sem sverja sig vel í ætt viö lögin á First Circle. Einnig má nefna Extent Of The Lie og The Level Of Deception, flókin lög, þar sem nokkuð er impróviseraö. Þrátt fyrir mörg afrek aö baki er Pat Metheny maöur framtíöarinnar og er ekki aö efa aö margt merkilegt á eftir aö koma frá honum á næstu árum. HK. MICK JAGGER - SHE’S THEBOSS: ENGIN HURRAHROl LITTLE RIVER BAND - PLAYING TO WIN LITIL SIGURVON Það er greinilegt á nýjustu plötu áströlsku hljómsveitarinnar Little River Band aö þeir eru búnir aö dvelja of lengi í Bandaríkjunum. Playing To Win er púra amerískt léttrokk sem flestir eru búnir aö fá leið á. Fyrir nokkrum árum voru Little River Band nokkuö ferskir. Áttu góð lög sem komust ofarlega á vinsældalista. Og allt fram á síðasta dag hafa þeir náö eyrum fjöldans. Hræddur er ég um aö breyting veröi á meö þessari nýju plötu þeirra. Playing To Win inniheldur tíu lög, sem öll eru samin af þeim félögum. Þaö er ekkert lag sem sker sig úr, hvorki vegna gæða né á hinn veginn aö ‘ eitt sé verra en önnur. Lögin renna saman í eina heild, sem kannski viö fyrstu heyrn viröist sem eitthvað sé í spunnið. En strax viö aöra hlustun verður hvert lagiö ööru leiöinlegra. Ekki er þó neitt athugavert við upptöku eöa hljóöfæraleik. Platan ber einkenni fagmannsins. AUt pottþétt, þaö sem unniö er í stúdíói. Það getur veriö aö tónlist sú sem Litle River Band flytur okkur á Playing To Win sé vinsæl í Bandaríkjunum. Það er mikið af vinsælum hljóm- sveitum sem spila nákvæmlega eins tónlist og Little River Band býöur upp á hér. Ég held aftur á móti aö þeir ættu aö fara á heimaslóðir og athuga sinn gang. Þaö hefur margt góöra hljóm- sveita komiö frá Astralíu. Einu sinni var Little River Band í þeim hópi. HK. Það eru auðvitað ýkjur aö segja um þessa fyrstu sólóplötu Mick Jaggers: Fyrst er hún vond, svo smáversnar hún! Hinu er ekki aö leyna að að- dráttarafl hennar dugöi í mjög skamman tíma og fyrir mína parta er útséö um aö hún lendi á lista yfir bestu plöturársins. Það á auðvitaö ekki að koma nokkr- um manni á óvart að Mick Jagger geti gefið út sólóplötu og hana þokkalega. Hann gæti sosum spjaraö sig án Roll- inganna (sem er meira en hægt er aö segja um þá) en hvort hann á raun- verulegt erindi viö rokkunnendur er önnur saga. A þessari plötu er hann varla mikiö meira en skuggamynd af Rollingunum eins og þeir hafa veriö bestir, — og hann gerir ekki minnstu tilraun til þess að keyra út af þeirri ak- braut sem Stóns hefur markað sér. Ég skal viöurkenna að það er varla raunhæft aö ætla manni eins og Mick Jagger, sem hefur veriö meira en tuttugu ár í rokkinu, aö f inna upp á ein- hverju nýju á gamalsaldri. En hann hefði getað sýnt lit, — er þaö ekki? Hann heföi mátt sýna ofurlitla dirfsku, taka obboðlitla áhættu. En svo er til þess aö líta að svona kóngar þurfa þess ekki og það er víst erfitt aö kenna gömlum hundi aö sitja. Og ef viö höldum áfram líkingunni við hundana þá er Jagger enn á sama lóðaríinu í textunum eins og ólofaður unglingur í stelpuharki. Hann er aö sönnu kjaftfor og dálítið óbeislaður í talsmáta sem gefur textunum persónu- leg einkenni en þar fyrir utan gefur hann ekki mikiö af sjálfum sér í þetta* verk. Mörg laganna eru skrifuð á hann ' einan en tvö eru samin í samvinnu við 1 Carl Alomar og eitt í félagi viö Keith - Richard. Mörg stórmenni poppsins eru samankomin á plötunni og fáar plötur i sem skarta jafnmörgum stjömum; MICK JAGGER þaö er hins vegar engin regla að plötur veröi endilega betri því fleiri sem stjömumar em. Þaö er að minnsta kosti erfitt að ímynda sér þessa plötu stórum lakari þótt eitthvaö færri hefðu komiö viðsögu. Eg lái ykkur ekki þó ykkur finnist tónninn í þessum skrifum fremur nei- kvæöur. She’s the Boss er samt langt því frá að vera slæm. En hún er ekkertf til þess aö hrópa húrra fyrir. -Gsal. CANDY ROXX - SEX AND LEATHER MEÐ DRASLIÐ A HREINU Það er afar sjaldgæft aö erlendar hljómsveitir sæki það stíft að fá aö koma hingað til lands og halda hljómleika. Nokkrar hljómsveitir hafa þó veriö haldnar þessari undar- legu áráttu en því miður hafa vin- sældir þeirra ekki veriö miklar að sama skapi hérlendis. Ein þessara hljómsveita er sænska glysrokkhljómsveitin Candy Roxx. Hún kom hingað til lands í fyrrasum- ar en lítið varö úr hljómleikahaldi sökum skipulagsleysis og annarra vankanta. En Candy Roxx eru ekki á þeim buxunum að gefa sig og stefna ótrauðir að því að koma aftur hingað í sumar og bæta fyrir ófarirnar frá í fyrra. Einn meðlima Candy Roxx var hér á dögunum aö undirbúa væntanlega komu og haföi meö sér plötu sem hljómsveitin var nýbúin aötaka upp. A þessari plötu, sem heitir því mjög svo ófrumlega nafni Sex And Leather, er að finna fjögur lög, þrjú eftir meðlimi Candy Roxx og svo þjóösöng glysrokkara, lagiö I’m The Leader Of The Gang, sem Gary Glitt- er geröi frægt hér um áriö. Þessi tengsl glysrokkara viö kynlíf og leður og reyndar keöjur og svipur líka eru mér afar illskiljanleg því ég get ekki skilið að þessir hlutir séu tónlist þeirra glysrokkara til mikils framdráttar. Eg held hins vegar að allt þetta keðju og leöurdrasl standi tónlist glysrokkara fyrir þrifum. Þaö lýsir sér þannig aö strákar eins og í Candy Roxx sem stofna hljómsveit til aö spila glysrokk falla auöveldlega í þá gryfju aö halda að það sé nóg aö kaupa sér kynstrin öll af keðjum, svipum og öðru drasli, dressa sig svo upp í leðurgalla frá toppi til táar og setja svo græjumar í botn. Þetta sé allurgaldurinn. Því miður hafa Candy Roxx ein-| mitt fallið í þessa gryfju og er tón-í listarlega útkoman eftir því. Gamlirl þreyttir frasar sem heyrst hafaí mörg hundruö sinnum og eru eins ( frumlegir og hægt er að hugsa sér. Þaö eina frumlega við þessa plöi Candy Roxx er aö síðari hlið plötunn- ar er sögö tekin upp á hljómleikum í Reykjavík, en þetta mun gert til aö vekja athygli á hljómsveitinni. Þaö ó sumsé aö vera nokkurs konar gæða- stimpill fyrir hljómsveitina að hún sé fimavinsælá Islandi! -SþS. Sælnu! Sú titgáta reyndist því miöur ekki á rökum resst að hvarf Jim Summerville söngvara Bronski Beat mætti skýra meó því að hann hefði bara verió aó rasa út. Hann kom reyndar til baka en aðeins i skamman tíma og hefur nú tifkynnt formlega úr* sögn sina úr hljómsveitinni. Þetta gerist á sama tíma og Bronski Beat á lag hátt á breska listanum (nr. 5) og það sem meira er... Jim tilkynnti á sama tíma um stofnun nýrrar hljómsveitar sem þegar er tekin til starfa og kallast Comm ittee. Gömlu félagarnir hyggjast ekki gráta Björn bónda heldur safna liói og láta sem ekkert C... Flogió hefur fyrir að David Bowie hafi þekkst hlutverk i kvikmynd aö nafni Labyrinth sem Jim Hen son leikstýrír en hann er maóurinn bak við Muppet aevintýrið, þió vit ið: Gonzo, Piggy og Körmit... Fjölgun hefur oróió hjá tveimur poppstjörnum upp á síókastiö, Keith Richard í Stóns og frú eign- uðust dóttur á dögunum og Chrissie Hynde (í Pretenders) ól stúlkubarn í síóasta mánuði. Faðir þess er Jim Kerr, fyrirliói Simple Minds... Hljómplötufyrirtæki geta verið ansi haróir húsbændur og poppstjörnurnar þar af leiðandi stundum viljalaus verkfæri i hönd um þeirra. Útgáfufyrirtæki Nik Kershaw (nefnum engm nöfn) karfóist þess af pilti aó hann tæki ofan grftingarhringinn og lét alls staóar í veóri vaka aó hann væri laus og lióugur. Meó öðrum oró* um: neitaði að viðurkenna tilvist eiginkonunnar Sheri og gekk svo langt aó neita henni að koma i of the Pops. Þaó reyndi meiraó segja að segja henni að það vasru engir mióar til!... Anníe White* head er nafn á ungri djasssöng konu sem vert er aó leggja á minnió. Hún hefur þegar unnió meó Fun Boy Three, Elvts Cost* ello, Style Counsil, Working Week en leggur nú land undir fót ein* sömul... Svo viróist sem diskó aldan sé aó skella á okkur á nýjan leik. Nánast öll lög sem fara á ein hverjum hraða upp popplistana eru komin út af diskólistunum í beinan danslegg. Paul Hardcastle er til dæmis fyrir löngu búinn aó skapa sér nafn á dansstöðum i Bretlandi og Bandarikjunum þó vísitölupopparar séu fyrst að heyra hans getið núna. Má benda á fjóróa sæti Lundúnalistans á hinni siðunni? ... Látum gott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.