Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Síða 36
FRETTASKOTIÐ
(68) •(78) • (58)
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
efla vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greifl-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1985.
Olfugeyrhlrinn á ytri hðfninnl f
Reykjavfk f morgun. Goflfnn er vlfl
geymlnn. FJær sést f ollubfrgfla-
stöðfna f örflrlsey. DV-mynd S.
FUÓT-
ANDI0UU-
GEYMIR
Vegfarendur á leið um Skúlagötu og
Sætún í Reykjavík í dag komast varla
hjá því að sjá stóran olíugeymi á floti á
ytri höfninni. Þetta er 16 metra hár
olíugeymir f rá Skeljungi.
Björgunarskipið Goðinn dró
geyminn úr Skerjafirði á árdegis-
flóðinu klukkan sex í morgun. Ekki
reyndist unnt að gera þetta síðdegis í
gær, eins og til stóð, vegna óhagstæðs
veðurs.
Olíugeymirinn verður væntanlega
dreginn á land í Orfirisey á siðdegis-
flóðinuklukkan 17.30 idag. -KMU.
Þjófurinnókútaf
Bifreiðareigandi í Bolungarvík varð
fyrir óskemmtilegri reynslu um eitt-
leytið í nótt. Bifreið hans hvarf á
meðan hann rétt skaust inn í hús. Hann
skildi bílinn eftir í gangi. Maður nokk-
ur sem átti leið fram hjá sá sér leik á
borði og stal bílnum og keyrði hann
síðan út af veginum við HnifsdaL
-sos
PAPILLON
ilmefnalaust
hárlakk
c*
Þoir eru augljóslega
stórhœttulegir þessir
skotar. . .
Líkur á afgreiðslu útvarpslagaf rumvarpsins:
En enn ósamkomulag
stjómarflokkanna
„Við leggjum mikla áherslu á það
að þessi auglýsingagrein verði eins
og hún var í frumvarpinu upphaf-
lega. Eða eins og samkomulag var
um á milli stjómarflokkanna og í
menntamálanefnd,” sagði
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra í viðtaU við DV. Hann var
spurður um stöðu útvarps-
lagafrumvarpsins á miUi stjórnar-
flokkanna. Frumvarpið verður tekiö
tU þriðju umræðu og atkvæða-
greiðslu í neðri deild Alþingis í nasstu
viku.
Formenn stjómarflokkanna og
þingflokkaformennirnir tveir héldu
fund í gær þar sem þetta frumvarp
varm.a. rætt.
„Við getum ekki fellt okkur við
tUUögur Friðriks Sophussonar,”
sagði PáU Pétursson að þeim fundi
loknum. „Við framsóknarmenn
sameinuðumst um aö fylgja máUnu
eins og frá því var gengið í mennta-
málanefnd. Hópur þingmanna úr
okkar hópi samþykkti þá
auglýsingar i Utlu stöðvunum,
nauðugur. Það var gert sem liður í
heildarsamkomulagi viö samstarfs-
flokkinn. Við teljum að ef tiUaga
Friðriks verður samþykkt, eða
hvikað frá því samkomulagi sem
gert var, þá sé samkomulagiö úr
sögunni. Nei, ekki dettur mér í hug
að þetta sé stjórnarsUtamál,” sagði
Páll Pétursson.
Menningarsjóðsgjaldið í frum-
varpinu er ágreiningsefni auk
auglýsingaþáttarins. Sjálfstæðis-
menn eru ekki fylUlega sáttir við það
gjald. Þrátt fyrir ágreining sagöist
Steingrímur Hermannsson hafa trú á
því að frumvarpið yrði að lögum
fyrir þinglok. I sama streng hafa
tekið Þorsteinn Pálsson og Ragn-
hildur Helgadóttir menntamála-
ráðherra.
-ÞG
'
- ' "
"T.,
Hættulegur rjómaþeytari:
Olli skothríð
í eldhúsinu
„Þegar ég setti hylkið á var bara
eins og hleypt væri af byssu. Lokið og
alU fór af og út í vegg þar sem það braut
upp pússninguna inn að einangrun,”
sagði Guðrún Stefánsdóttir, húsmóðir
frá Keflavík sem varð fyrir óþægilegri
Ufsreynslu við eldhússtörfin 1. maí.
Tækiö, sem hún var með í höndunum,
er gasrjómaþeytari. Guðrún hefur oft
áður notað tækið en hefur enga
skýringu á þessu.
„Sem betur fer varð ekki slys.
Reyndar þaut lokið rétt við höfuð sonar
míns. Það er ekki gott að segja hvað
hefði gerst ef það hef ði lent i honum þvi
þetta var eins og byssuskot,” segir
Guðrún. Hún vill endilega vara aöra
við þessum tadcjum. Við þetta óhapp
þeyttist rjóminn að sjálfsögðu ekki en i
staðinn þeyttist hann í bókstaflegri
merkingu upp um aUa veggi í eld-
húsinu.
„Já, það var heil hreingeming á
eftir,” sagði Guðrún. -APH.
BlaðamennNT:
Starfa áf ram út
uppsagnarfrestinn
Hvort á afl aaflja hnýsni aða hnfsni söflðu sjömann við Reykjavlkurhöfn
f gærdag?, Jægar flvasntan leynigest bar afl. Leynlgesturinn var hnfsa,
þegar betur var afl gáfl. Hún synti brlngusund sem baksund, syntl
afturábak og áfram. Hnfsur munu aigengar mjflg hár vlfl land og ailtaf
nokkufl um að þær hnýslst f höfnum. Þfl hnýsast þær ekki oft f
Reykjavfkurhttfn. -JGH/DV-mynd S.
Blaðamenn NT ákváöu á fundi í gær
aö láta þær róstur, sem þessa dagana
eru innan blaðsins, hafa sem minnst
áhrif á útkomu þess. Hyggjast þeir
gera veg NT sem mestan meðan
þriggja mánaða uppsagnarfrestur er
aö líða og sinna störfum „af fullri ein-
urð”, eins og segir í tilkynningu þeirra.
„Ég veit ekki hvort menn geta verið
duglegir undir svona kringumstæð-
um,” sagðiMagnúsOlafssonímorgun.
Ekki er ennþá ljóst hvenær hann hættir
að ritstýra blaðinu. Hann býst við að
þaðverðifljótlega.
-KMU.
— sjá einnig bls. 3.
Annað dularfulla
mannshvarf ið f ár
Skipulögð leit er nú að hef jast aö
27 ára gömlum Garðbæingi, Reyni
Smára Friðgeirssyni, sem er týndur.
Reynir Smári hvarf aö heiman frá
sér laugardagskvöldiö 13. apríl og
hefur ekki spurst til hans. Bifreið
hans fannst aftur á móti niðri viö sjó
við Hlaðhamra í Hvalfirði
sunnudaginn 14. april.
Rannsóknarlögregla Hafnar-
fjarðar er nú að undirbúa skipu-
lagða leit aö Reyni Smára og fara
um 30 menn á leitarstað í Hvalfirði í
dag, þar sem forleit verður gerð á
bátum og gengnar veröa fjörur. A
morgun hefst svo leit af f ullum krafti
og í henni taka 200—300 manns.
Það var bróðir Reynis Smára sem
tilkynnti hvarf hans nú í vikunni.
Ástæðan fyrir því að hann tilkynnti
hvarfið svo seint er að þeir bræður
sáust oft ekki svo dögum skipti.
Reynir Smárí er annar maöurinn
sem hverfur á dularfullan hátt á
stuttum tíma. Hafþór Már
Harðarson,18 ára piltur úr Reykja-
vík, sem hvarf I janúar ásamt jeppa-
bifreið sinni, er ófundinn. Mikil leit
var gerð að honum á sínum tíma, en
ekkert fannst og lítil vísbending kom
fram. Haukur Bjarnason hjá Rann-
sóknarlögreglu rikisins sagði í viö-
tali við DV í morgun að allri skipu-
lagðri leit væri hætt aö Hafþóri Má
en enn væri þó leitað. Síðast fyrir
vikuogþáívatni. -SOS