Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985. 7 Neytendur Neytendur Á blaðamannafundi voru kynnt hin ýmsu mál Garðyrkjufélagsins og sagt frá fyrirhugaðri dagskrá f tilefni afmœlisins. Forsvarsmennirnir, Ólafur Björn Guðmundsson, Óli Valur Hansson, Sigriður Hjartardóttir og Björgvin Gunnarsson. Garðyrkja í eina öld Garðyrkjufélag Islands á aldar- afmæli um þessar mundir og í tilefni þess er mikil gróska í öllu félagsstarfi. Fyrirlestrar hafa verið haldnir mánaðarlega að Hótel Hofi nú í vor og fylgt eftir meö fyrirlestrum úti um allt land. Félagsmenn eru nú um sex þús- und og til samanburðar má geta þess að áriö ’65 voru sjötíu manns sem borg- uðu árgjald. Deildir á landinu öllu eru fimmtán talsins. Afmælisfundur verður haldinn að Hótel Sögu þann 26. maí — hvítasunnu- dag — þar sem sitthvað verður til fróð- leiks og skemmtunar. Garðaskoöun í vor og sumar í Reykjavík og nágrenni verður skipulögð fyrir félagsmenn, fræðsluferðir frá Reykjavík og reynt verður aö koma þar á fót blómasýn- ingu ef hentugt húsnæði fyrirfinnst. Afmælispeningur hefur verið sleginn, hannaöur af Sveini Olafssyni, og gerður í kopar. Hann verður gefinn út númeraöur og í mjög takmörkuöu upp- lagi. Ársrit félagsins var fyrst gefið út árið 1895 og var það á lífi til 1901. Þá var hlé fram að árinu 1920 en eftir það má segja að það hafi komið út óslitið fram að þessu afmælisriti. Fréttabréfið Garðurinn kemur út nokkrum sinnum á ári og inniheldur fundarboð, fréttir, fræðslupistla og fleira tii félagsmanna. Mestallt starf á vegum félagsins er unnið í sjálfboða- vinnu og því kauplaust með öllu. Fyrstu hvatamenn að stofnun félags- ins voru landlæknirinn Georg Schier- beck og Arni Thorsteinsson landfógeti. Þetta var árið 1885 og aðalmarkmiðiö meö stofnun félagsins að glæða áhuga landsmanna á garðyrkju. Fyrstu árin var megináherslan lögö á aö hvetja Meöal annars sem á dagskrá hefur verifl vegna aldarafmœlisins er út- gáfa veglegs afmælisrits. Þafl er hvorki meira né minna en 320 siður og meðal efnis er ágrip af sögu Garðyrkjufélags íslands eftir Einar I. Siggeirsson og Ingólf Daviðsson. menn til ræktunar hollra garðávaxta og aðstoða við útvegun fræja, garðyrkjuáhalda og fleira þess háttar enda mikið rætt um kartöflur og rófur. A síðari árum hefur áhugi á skrúðgarð- yrkju aukist mjög og einnig bygging gróðurhúsa og heimavermireita. Á blaðamannafundinum kom fram að þetta væri mjög kynbundið — karlam- ir væru allir í trjánum og byggingu gróðurhúsa en konurnar sýndu blómunum meiri áhuga. Skrifstofan er að Amtmannsstíg 6 og þar er nú þegar kominn vísir að safni innlendra og erlendra handbóka um garðyrkju fyrir áhugasama leikmenn með græna fingur. Og til þess að gerast félagsmaður þarf nánast engin skilyrði að uppfylla — einna helst að muna að greiða árgjaldið sem er fimm hundruð krónur þetta árið. baj. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN ÁRBÆ HRAUNBÆ 102d—102e hef ur fengið nýtt símanúmer 671500 Framkvæmdastjóri heilsugæslustöðva. FÖSTUDAGSKVÖLD i JIS HÚSINUI í Jl! HÚSINU OPIÐ I ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 i KVÖLD GLÆSILEGT ÚRVAL HÚSGAGNA Á TVEIMUR HÆÐUM Kynning á Þykkva- bæjarkartöflum frá 3-7. OPIÐ LAUGARDAG KL. 9-1 6 Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 TM-HÚSGÖGN NÝR HORNSÓFI FRÁ Nú bjóðum við nýjan hornsófa sem er hannaður með það fyrir augum að verða við óskum viðskiptavina. Fallegur og fyrirferðarlítill sófi á vægu verði. Síðumúla 30, sími 68-68-22. jslensk hönnun. Islensk framleiðsla. Mjög góðir greiðsluskilmálar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.