Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR11. JULl 1985. 3 Bretar bjarga okkur í af lahrotunni: Togarar hrúgast út og stanslaus gámaf iskur „markaðurinn góður,” segir Aðalsteinn Finsen í Grimsby „Þetta er búið að vera stanslaus gámafiskur hér að undanfömu, mikil aukning siðustu 4 vikumar, og svo hrúgast togaramir til okkar lika frá ls- landi,” sagði Aðalsteinn Finsen, umboðsmaður í Grimsby, í gær. Hann sagði ennfremur að fjöldi gámanna að undanförnu hefði verið þetta frá 60 til 100 á viku, en hefði verið i kringum 60 í vetur. „Og þá voru engin skip, núna em þau 5—6 á viku.” Markaöurinn í Bretlandi núna er góður þrátt fyrir aukið framboð á fiski frá Islandi. „Það bjargar Islendingum að það var almennt léleg vertíð í Norðursjó í vetur og fiskbirgðir í landinu eru litlar. Menn eru því mjög háðir markaönum þessa stundina. ” — Hvað fæst fyrir fiskinn? „Það er misjafnt eftir dögum, en verðið á þorskinum er frá 35 til 45 krónur kílóið, var svona 47 til 50 krónur fyrir mánuði.” Þeir sem kaupa íslenska fiskinn þessa dagana í Bretlandi eru mest stórar verksmiðjur. Stór hluti fisksins fer í hina margrómuöu máltíð „fisk og franskar”, betur þekkt sem „fish andchips”. Aðalsteinn sagði að almennt væri togarafiskurinn sem borist hefði frá Vestfjörðum að undanförnu til Bret- lands nokkuð góður, betri en oft áður. „Eg á von á því að markaðurinn í Bretlandi þoli aukninguna í gáma- fisknum og aukninguna i sölu togar- anna hér áfram, þrátt fyrir að menn heima séu hræddir, bíði eftir stóra slysinu, það er að markaðurinn þoli ekki þetta aukna framboð og að verðið lækki. Það má samt segja að það komi meiri fiskur hingað en æskilegt er. Verðið væri sennilega í kringum 45 krónur kílóið miðað við „eðlilegt” framboð. Menn eru samt almennt ánægðir.” Þess má geta að skipin fá fyrir kílóið af þorskinum hér heima um 20 krónur, en úti í Bretlandi um 40 krónur. — Skipin eru því að græða úti, Aðal- steinn? „Ég held að þau væru annars ekki að selja hingað. Að vísu fylgir þvi kostnaður að sigla. Og þá má ekki gleyma að húsin heima hafa ekki undan að vinna fiskinn, þess vegna er siglt.” -JGH Jóhann K. Sigurðsson hjá Síldarvinnslunni: „Okkur vantar alltaf fólk” „Okkur vantar alltaf fólk, hefur vantað bæði í ár og í fyrra,” sagði Jóhann K. Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. á Norð- firði, um þá manneklu sem nú er í sjávarútvegi, en rætt er um að í kringum 1500 störf bíöi eftir fólki í fisk- vinnslunni. „Viö gætum unnið mun meira í dýrari pakkningar ef það væri nægur mannskapur, það færi meira í gegnum húsiðaf fiski.” Jóhann sagði að stór hluti fisksins færi nú í söltun hjá Síldarvinnslunni. „Það verður að gera eitthvað til að bjarga aflanum.” — Hvað vantar ykkur margt fólk? „Það eru líklegast um 30 til 40 manns.” JGH Bíllinn í sprungunni. Bfll fór ofan í jökulsprungu „Bíllinn hrundi skyndilega niður að framan og ofan í jökulsprungu,” sagði maður úr Borgarfirði, sem var á ferð uppi á Langjökli um siöustu helgi, í samtali við DV. Bíll hans hrundi ofan í jökulsprungu, en betur fór en á horfðist. „Bíllinn hékk á framstuðaranum og gírkassabitanum. Jökulsprungan var á annan metra á breidd, hyldjúp og náði eins langt og augað eygði. Sprungan var hulin lausum snjó svo ómögulegt var að koma auga á hana. Annar bíll, sem var með í ferðinni, togaöi okkur upp og billinn er sára- lítiðskemmdur.” -EH. STEINVARI2000 er terpentínuþynnanleg akrýlmálning. Hún er gædd þeim einstöku eiginleikum að vera þétt gegn vatni og slagregni, en hleyþajafnframt loftkenndum raka auðveldlega í gegnum sig, rúmlega tvöfalt beturen hefðbundin plastmálning. Þessir eiginleikar gera STEINVARA 2000 að óviðjafnanlegri málningu utan á steinsteypt mannvirki við íslenskar aðstæður. STEINVARI2000 hefur gengist undir umfangsmikla nýnæmis- rannsókn á erlendri tæknistofn- un. Niðurstaða hennarersú að STEINVARI 2000 er nýjung sem Málning hf. getur fengið einkarétt til framleiðslu á. Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsfólk Málningar hf., íslenskan iðnað og alla sem þurfa að mála steinsteypt hús að utan. 9C fe lu 2 * cc Fyrir veðrun Eftir veðrun málninghlf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.