Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Enn finnast dauðir iaxar íEHiðaánum: Sterk bindiefni ástæðan? „Þetta er í rannsókn. Enn sem komiö er hefur ekkert komið í ljós, sem varpaö getur ljósi á laxa- dauöann. Viö þurfum aö veröa okkur úti um nýrri og ferskari sýni. Ein- hverjar niðurstöður ættu að liggja fyrir eftir nokkra daga,” sagöi Sigurður Helgason, fisksjúkdóma- fræöingur á Keldum, í samtali viö DV í morgun. Ekkert lát er á laxadauöa í Elliöa- ánum. I gærkvöldi voru sex laxar teknir viö teljarann, ýmist dauðir eöa í dauöateygjunum. Allir voru laxarnir illa útleiknir á kviönum. Því hefur veriö haldiö fram af sumum að laxadauðinn geti stafaö af sterkum bindiefnum, sem notuð eru í stíflu er verið er að gera viö, beint fyrir ofan þann staö þar sem laxinn gengur upp í ána. Hvað segir Siguröur um þaö? „Ég þori ekkert að segja um þaö, en viö munum auðvitaö kanna þaö við rannsóknir okkar,” sagöi SiguröurHelgason. „Þessi viögerö á stíflunni hefur staðið yfir síöan í lok maí>l’ sagöi Bjöm Haraldsson hjá vatnsaflstöö- inni viö Eiliöaár. „Hingaö til hefur einkum veriö unnið að steypuvinnu. Steypur hefur verið styrktarveggur innan á stifluna. Þar ofan á eru svo sett bindiefni.” — Hafa þessi bindiefni veriö notuö áöur viö stíflugerð þarna ? „Ekki nákvæmlega þessi bindiefni enönnursvipuð,”sagöiBjörn. _kþ. Mennimir sem létust Daninn, sem lést í bilslysinu viö Sandskeiö í fyrrakvöld, hét Henning Jakobsen og var fertugur aö aldri. Hann var frá Árósum í Danmörku og var hér í heimsókn meö fjölskyldu sinni. Norski maðurinn, sem lést í Bláa lóninu, hét Tore Grue frá Sjardal í Noregi. Hann var 75 ára gamall. Maöurinn stundaði böö i lóninu sér til heilsubótar. -EH. TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. B I L A s ÞRDSTUR SÍÐUMÚLA 10 Þá er bara aö fá hag- rœðing til að hagræða hagræðingunni! Starfsmenn Vita- og haf namálastof nunar rísa upp gegn skipulagsbreytingum: Uttektin markleysa og landslög brotin Átta yfirmenn hjá Vita- og hafna- málastof nun hafa fariö þess á leit viö Matthias Bjarnason samgönguráð- herra aö hann skipi rannsóknar- nefnd þriggja óháöra manna til aö kanna úttekt, sem rekstrartækni- fræöingur gerði á stofnuninni, og af- leiðingar hennar. 1 bréfi til ráðherrans segja starfs- mennirnir aö úttektin sé markleysa ein og mistök hafi veriö aö taka hana til greina. Telja þeir að í umræddri úttekt og aögeröum byggðum á henni hafi verið brotin bæði landslög og siðareglur. Undir bréf til ráöherrans rita yfir- verkfræðingur og þrír aðrir verk- fræöingar, skrifstofustjóri, yfirverk- stjóri og verkstjórar. Enginn tækni- fræöingur skrifar undir. Olga hefur verið innan Vita- og hafnamálastofnunar vegna skipu- lagsbreytingar sem þar tók gildi 1. mars síöastliöinn. Flestir yfirmenn voru þá færöir til, ýmist upp eöa niö- ur. Mesta athygli vakti aö Aöalsteinn Júliusson, vita- og hafnamálastjóri, var gerður áhrifaminni en völdin færö í hendur ungum verkfræöingi, Hermanni Guöjónssyni, sem stjórnar nú í samráði viö Olaf Stein- ar Valdimarsson, ráöuneytisstjóra samgöngumála. Breytingin var gerð í framhaldi af úttekt Kristjáns Kristjánssonar rekstrartæknifræðings. Kristján vildi í gær ekki tjá sig um málið. Hann sagði aö þetta væru trúnaðar- mál og viökvæm persónuleg mál. Vísaði hann á samgönguráöuneytiö. -KMU. Jakob Júliusson með tvo í vinnslu. DV-mynd: S. Tveir stórir hákarlar í Sæbjörgu: I „Þetta fer beint i þorrablótin, maður,” sagði Jakob Júliusson, starfsmaður Sæbjargar á Granda- garði, þar sem hann bograði á dögunum yfir tveimur hákörlum, sem dregnir höföu verið inn á gólf til hans í húsakynnum Sæbjargar. „Þetta er þriðja áriö sem ég geri þetta. Nei,” sagði hann aðspurður hvort hann hefði mikið uppúr krafs- inu, „þó svona rétt fyrir vinnulaun- þorrablótin” um.” — Ertu einn í þessu? — Já, blessuö vertu, aleinn. Þetta er svona aukageta.” — Er þetta ekki mikiö verk fyrir einn mann? „Þaö er þvælingur í kringum þetta.” — Hvað ertu búinn að fá marga í ár? „Eg er nú nýbyrjaöur núna. Eg hef fengið fimm í tveimur túnun, þrjá í öðrum, tvo í hinum.” — Veiðirðusjálfur? „Nei, ekki geri ég þaö nú. Eg læt aðraumþað.” — Hvað helduröu lengi áfram á þessu ári? „Það fer eftir því hvemig veiðist. Ætli maður haldi ekki áfram þetta eitthvaö fram eftir sumri,” sagöi Jakob Júlíusson. -kþ. VERÐBÓLGAN ER ENN 30% „Þetta er mjög eftir spá Þjóöhags- stofnunar,” sagöi Steingrímur Her- mannsson um hækkun vísitölunnar um 2,41 af hundraði frá maílokum. Mestu veldur um hækkun visitölu framfærslukostnaðar, hækkun bensíns og matvöru. Launahækkanir hafa einnig haft áhrif á verðbólgima. Steingrímur Hermannsson sagði aö lækkun yröi á visitölunni á næsta ársfjórðungi, samkvæmt spám. Hann var spuröur hvort hann vildi segja til um þaö hvenær verðbólgan færiilO af hundraöi. „! lok næsta árs en það fer alveg eftir samningunum um áramót,” svaraði f orsætisráöherra. Fjármálaráðherra, Albert Guömundsson, var spurður um þessa hækkun og verðbólgubarátt- una. „Við erum þó I baráttu við 30 prósent markið en ekki 130. En þaö þarf ugglaust meira til frá stjóm- málamönnunum og stórt átak frá fleirum til að ráöa niðurlögum verðbólgunnar,” svaraði Albert. „Viö áorkum engu nema meö sam- takamætti allrar þjóðarinnar í því aö ráöa bót á verðbólgunni. Og ríkis- stjómin heldur ótrauö áfram bar- áttunni,” sagöi fjármálaráðherra. -ÞG. Pólarlax fStraumsvík: Laxamir bíða enn „Þaö komu 100 laxar inn i morgun, þeir em þá orönir 300, þaö vom komnir 200 fiskar í gærkvöldi," sagöi Sigurður Þórðarson, stöövarstjóri í Laxeldisstööinni í Kollafirði í morgun. „Viö erum bjartsýnir á næstu daga, fiskurinn virðist á leið inn, ég hef giskaö á aö það séu um 1000 laxar hér fyrir utan,” sagði Sigurður. Staðan í hafbeitarstöðinni í Vogum var í morgun sú aö þar eru komnir inn 300 laxar. Fiskurinn er tekinn í gildru fyrir utan laxastiga sem þar er. Miklar torfur em fyrir utan. Hjá Pólarlaxi I Straumsvík era nokkrar torfur fyrir utan, margir laxar. „Ég er mjög bjartsýnn, laxinn hlýtur að koma inn,” sagöi Hannes Helgason stöövarstjóri. Þaö er talaö um að fyrstu fiskamir komi inn i stöðina á morgun. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.