Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 8
DV. FIMMTUDAGUR11. JUU1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Nýjar viðvaranir á vindlingapakka Bandaríkjastjóm hefur kunngert ákvörðun um að merkja vindlinga- pakka með viðvörunum sem einnig komi fram í tóbaksauglýsingum. Vara á sérstaklega við því að reyk- ingar geti valdið krabbameini, hjartakvillum og lungnaþembu. Viðvörunarmiðar á vindlinga- pökkum hafa til þessa einfaldlega sagt: „Vindlingareykingar eru hættulegar heilsu þinni.” Á þriggja mánaða fresti eiga vindlingaframleiðendur aö skipta um fems konar viðvörunarmiða á pökkunum. Ein viðvörunin beinist til barnshafandi kvenna sér- staklega. Skemmdarverk hjá grænfriðungum Rannsóknaraðilar telja nú full- sannað að sprengju hafi verið kom- ið fyrir í skipi grænfriðunga, Rain- bow Warrior, þar sem það lá í höfn í Auckland á Nýja-Sjálandi. Við könnun á skrokki skipsins kom í ljós tveggja metra breitt gat undir sjólínu sem komið er til vegna sprengingar. Er talið fullvíst að skemmdarverkamaður hafi komið fyrir sprengju á utanverðum kili skipsins. „Eftir að hafa grand- skoðaö verksummerki erum við þess nú fullvissir að hér er um skemmdarverk að ræða,” sagði Alan Gailbraith lögregluforingi. Ljósmyndari skipsins, Femando Pereira, lét lífið er skipið sökk. Var hann að störfum í myrkrakompu er sprengingin varð og átti sér ekki undankomu auðið. Á að veiða steypireyði? Island leitar leyfis Alþjóða hval- veiðiráösins til þess að veiða 220 hvali á ári í fjögur ár. Meðal hvala- tegunda, sem ætlast er til að veiddar verði, eru steypireyður og hnúfubakur, sem hafa verið talin í sérstakri útrýmingarhættu. — Er um það talað að veiðar á þessum hvalategundum séu til vísinda- legra rannsókna. Alþjóða hvalveiðiráöið kemur saman til ársfundar síns í Boume- mouthínæstuviku. Grænfriðungar em uppvægir út af umsóknum Islands og Suður- Kóreu, sem æskir þess að veiða 200 hvali, sömuleiðis í vísindalegum tilgangi, og segja þetta tilburði til þess að fara í kringum hvalveiði- bannið. Svarti kassinn fundinn Tveim fjarstýrðum kafbátum með sjónvarpsmyndabúnaði er stýrt var frá skipi á yfirborðinu, tókst í gær að ná upp á yfirborðið hluta af svarta kassanum er geymir hljóöritanir um samtal flugmanna síðustu mínútumar fyrir slysið er Air India Jumbóþota fórst með 329 manns um borð. Enn er hluti af búnaði svarta kassans svonefnda ófundinn og munu fjarstýrðu kafbátarnir tveir halda áfram leit sinni í dag. Fundurinn í gær á aöalhluta svarta kassans á meira en 2000 metra dýpi er talinn meiri háttar> afrek, aldrei áður hefur nokkru verið bjargað af slíku dýpi. Reagan má banna flugfélögum að fljúga til við- sjárstaða Fulltrúadeild Bandarikjaþings hefur til bráðabirgða veitt forset- anum umboð til þess að fella niður eða fresta efnahagsaðstoð viö lönd þar sem bandarískum borgurum þykir hætta búin. Um leið var hon- um veitt umboð til þess að banna bandarískum flugfélögum að fljúga til flugvalla þar sem öryggi bandarískra borgara þykir ekki nógu tryggt. Loftárás á PLO-búðir Afstýrðu alls- herjarverkfalli launþega ísraels Um 70 þúsund opinberir starfsmenn í Israel slógu í gærkvöldi á frest verk- falii sínu að loknum samningafundi. Höföu þeir ætlað aö ganga i liö með 60 þúsund starfsmönnum vatnsveitunnar og rafveitunnar sem eru í verkfalli. Leiötogar launþegasamtakanna sögðust hafa tekið þessa ákvörðun vegna áskorunar Peresar forsætisráð- herra sem hafði beiöst þess að laun- þegar veittu spamaðarráðstöfunum ríkisstjómarinnar tækifæri til að skila árangri. Leiðtogar launþega á hinum al- menna vinnumarkaði höfðu hótaö alls- herjarverkfalli í næstu viku vegna sparnaöarráðstafana stjórnarinnar er boðaðar voru 10. júli. Þær fólu í sér að sagt yröi upp 10 þúsund opinberum starfsmönnum og lögð niður vísitölu- binding launa. — Verðbólgan í Israel nemur um 260% á ársgrundvelli. „Það sem ógnar launþegum, upp- byggingu og f járfestingu er ekki ríkis- stjómin heldur verðbólgan,” sagði Shimon Peres í gær. „Annaðhvort drögum við úr verðbólgu og gerum mögulegan eðlilegan hagvöxt eða verð- bólgan eyðir landinu.” Fjármálaráðherrann, Yitzhak Modai, og verkalýðsleiðtogar hafa átt maraþonviðræður um kjararýmun launþega og leiðir til að afstýra verk- föllum. — 20 manns liggja ívalnum eftir loftárás ísraelsmanna á Trípólí-búðir Palestínuaraba ' Að minnsta kosti 20 manns, þar af þrjú börn, létu lífið í loftárás ísraelskra flugvéla á tvennar flótta- mannabúöir Palestínumanna í Norður- Libanon í gær. I árásum á flóttamannabúðimar særöust að auki 55 manns, sumir alvar- lega. Vélbyssuskothríð og eldflauga- árás Israelsmanna á skotmörk í Norður-Libanon kemur í kjölfar sjálfs- morðárásir tveggja libanskra ung- menna á ísraelskt öryggissvæði á landamærunum síöastliöinn þriðju- --------------m. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, Israelsmenn hefndu fyrir sjálfs- morðsárás Palestiriumanna á Isra- eiskt landsvœði f gær með geysi- hörðum foftárásum á flóttamanna- búðir f Norður-Ubarton. dag. Eldtungur stigu í loft upp langt fram á nótt eftir loftárásirnar og sjónvarvottar segja að fyrir utan mannfallið hafi mikið tjón orðið á mannvirkjum. Ein skæruliöasamtök Palestímu- manna, er bækistöðvar hafa við aörar flóttamannabúðimar, sögðust hafa misst sjö stríðsmenn sína og 20 hefðu særst í árásinni. Arásin í gær var ú sjöunda er Israelsmenn gera á þessu ári á flótta- mannabúðir Palestínumanna í Líbanon. Vestrænir stjómarerindrekar telja að með árásinni í gær séu Israelsmenn enn frekar að undirstrika skilaboð sín til Sýrlandsstjórnar um að hart verði látið mæta hörðu í Líbanon og séu að vara Sýrlendinga við að blanda sér of mikiö í deilumál á svæðinu. Harðnandi samkeppni við danska bjórinn Carlsberg og Tuborg hafa ekki undan sumarþorstanum og erlendur bjór kominn með fótinn inn fyrir þröskuldinn á danska markaðnum Frá Kristjáni Arasyni, fráttaritra DV í Kaupmannahöfn: Skortur á dönskum bjór kemur til meö að plaga ölþyrsta Dani fram eftir öllu sumri þrátt fyrir að verkfalli starfsfólks Tuborg og Carlsberg-verk- smiðjanna sé lokið. Þetta þýðir þó ekki að Danir séu bjórlausir því að mikil gróska er nú komin í innflutning á bjór frá nágrannalöndunum. 50 milljón bjórflöskur slökkva ekki þorstann Hinn innflutti bjór er þó mun dýrari en sá danski og er því eftirspumin eftir honum ekki mikil. Verkfallinu, sem staöið hefur yfir nær sleitulaust frá því um páska, lauk í síðustu viku án þess að starfsfólk öl- verksmiöjanna fengi nokkrar kjara- bætur. Því lauk einfaldlega vegna þess að allir verkfallssjóöir voru uppurnir og treysti starfsfólkið sér ekki til að halda verkfallsaðgeröum áfram. Starfsemi Tuborg- og Carlsberg- verksmiöjanna er þvi komin í fullan gang og eru framleiddar um 50 milljón bjórflöskur á viku. Þessi mikla fram- leiðsla fullnægir þó einungis um 60% af eftirspuminni. Að sögn eins af stjórnendum bjór- verksmiðjanna hafa þær aldrei getað fullnægt eftirspum yfir sumar- mánuðina. Hámarksafköst hafa aldrei dugað til þess að slökkva bjórþorstann. Hafa verksmiðjumar því á hverju vori komið sér upp stórum lager til að mæta sumarþorstanum. I ár gátu verk- smiðjumar ekki komiö þessu viö vegna verkfallsins. Ekki er unnt að auka framleiðsluaf- köstin meira en nú er þegar allt er keyrt á fullu. Unniö er í verksmiðjun- um allan sólarhringinn. Sömu eigendur eru að Tuborg og Carlsberg-verksmiðjunum. Er fram- leiösla þeirra því samhæfð. Að sögn stjórnendanna mun bjórskorturinn koma jafnt niöur á öllum byggðarlögum í Danmörku. Þau útibú sem hafa nógar birgðir verða að miðla af sínu til hinna sem skortir bjór. Innflutningur mun lœkka verð Astæöa þessarar útjöfnunar á bjór- birgðunum eru áhyggjur eigenda verk- smiöjanna um að missa markaðshlut- deild sína til erlendra bjórfram- leiðenda. Á meðan skortur er á dönskum bjór ná erlendir bjórfram- leiöendur aö styrkja stöðu sina á markaðnum og því meira sem skorturinn á danska bjómum er meiri. Reyndar er erlendi bjórinn mun dýrari en danski bjórinn en aö sögn inn- flytjenda mun verðlagið á honum lækka eftir þvi sem bjórframboðið eykst aftur á markaðnum. Það getur því reynst dönsku bjórframleiðslunni erfitt að ná aftur sinni fyrri markaðs- hlutdeild. Litlar líkur eru þó á að um veruleg- ar verðlækkanir verði að ræða á hinum innflutta bjór á næstunni. — A.m.k. á meðan bjórþorstinn er meiri en fram- boðið nær að f ullnægja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.