Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR11. JULl 1985. 13 GRÓDAGRUNNSKÓUNN Formanni fræðsluráðs Reykja- víkur, Ragnari Júliussyni, þótti það yfirmáta frekja að kalla fræðsluráð saman til að ræða „einkaskólann” nýja. Hann frábaö sér slíkar uppá- komur i f ramtíðinni og þótti tilefni aö æskja breytinga á grunnskólalögum, þannig aö ekki væri verið aö kalla fræðsluráð saman aö tilefnislausu í miöju sumarleyfi. Formanni fræðsluráðs hefði ef til vill þótt ailt eins eðlilegt að kalla s^man útgerðarráð til að ræða „einkaskólann”. Morgunblaðið og DV hafa ekki reynt að hemja gleði sína yfir hug- myndinni um „einkagrunnskóla”. Leiöarahöfundar hafa rætt fjálglega um merk tímamót, stórkostlegt byrjunarstarf, hugumstóra braut- ryðjendur, þannig að ætla mætti að nýir Fjölnismenn væru upprisnir. Snýst málið um vilja eða fjármagn? En hvað er nýtt hjá eigendum hugmyndarinnar um „einkagrunn- skóla”? Er það einsetinn skóli; 25 börn í bekk; fjölbreyttari námskrá? Viljaaðrir skólamenn ekki einsetinn skóla, fámennari bekkjardeildir, námsefni í takt við samfélagiö? Með öðrum orðum; vilja kennarar og skólastjórar almennt ekki fram- fylgja gnumskólalögunum? Er það sá hnífurinn sem stendur í kúnni? Hverjir eru það sem halda grunn- skólum í fjársvelti, þannig að kennarar þurfa að ganga á milli prentsmiöja snapandi pappír fyrir bömin? Jú, sömu aðilar standa þar að baki og eru tilbúnir að veita eigendum „einkagrunnskóla” alla mögulega fyrirgreiðslu. Á sama tíma og sérlegur sendi- sveinn borgarstjóra, sem vel að merkja er ekki formaður fræðslu- ráðs Reykjavíkur og ekki skólastjóri grunnskóla í borginni, leitar og finnur „einkaskólanum” húsnæði og aðstöðu þá liggja á borði borgar- stjóra teikningar af nýjum Vestur- bæjarskóla sem gera ráð fyrir tvísetnum skóla. Fyrir nokkrum árum varð Austur- bæjarskólinn loks einsetinn eins og nýting hans hafði verið skipulögö i upphafi. Þá átti að leggja skólann niöur, þetta þótti svoddan bruðl með húsnæði borgarinnar. Margoft hef ég lesið áskoranir og óskir kennara og annarra skóla- manna þess efnis að skólar verði ein- setnir, skóladagur samfelldur og námsgögn margbreytilegri en nú er. Eg hef hinsvegar hvorki séð sérlega sendisveina borgarstjóra né aöra fulltrúa fjárveitingarvaldsins hlaupa grimmt upp til handa og fóta til að uppfylla óskimar. Þær þurfa kannski að koma frá einstaklingi. Menntamálaráöherra sá til þess á nýliönu þingi aö starfsheiti kennara fékkst ekki lögvemdað. Þess vegna er málið trúlega, að ég t.d. labbi mig til Ragnars Júliussonar, ekki for- manns fræsðluráðs heldur einka- starfsmanns borgarstjóra, og selji honum hugmynd um „einkaskóla”. Hann Ragnar teldi það naumast eftir sér að trítla fyrir mig um bæinn og finna handa mér húsnæöi og annaö sem til þyrfti þannig að fyrir- tækið kæmist í gang. Skipulögð mismunun Mig varðar engu þótt einhverjir foreldrar komi á fót skóla fyrir elsku blessuð afsprengin sem ekki eiga heima meðal almennings, eins þótt einhverjir kennarar gerðu slíkt hið sama. Það væri þeirra mál. Hug- myndin um „einkaskólann” er ekki í þá vem. Þar er verið að selja forráðamönnum bama hugmynd aö gróðamöguleika einstaklinga og mismunun grunnskólanema með öflugum stuðningi ríkis og Reykja- víkurborgar. „Ekki er verið að mismuna börnum heldur skapa fjölbreytni,” segja talsmenn „einkaskóla”. Þaöer ekki rétt. Þegar ríki og Reykjavíkur- borg gangast inná það aö styrkja f járhagslega einkaaöila í gróöaleit á grunnskólastigi á sama tíma og hvorki ríki né Reykjavíkurborg upp- fylla þær skyldur sem þeim em lagðar á herðar samkvæmt grunn- skólalögum þá er verið að brjóta skipulega niður fræðslukerfið í landinu og mismuna bömum skipu- lega eftir tekjum forráöamanna. Er það enda mjög i anda núverandi ráðamanna menntamála sem virðast hata fátt meira en almenningsmenntun. Það eru vissu- lega gömul sannindi að ómenntaður vinnulýður lætur betur að stjóm og trúlega býr það að baki. Annars- vegar lærð ráðastétt með sérfræð- inga í þjónustu sinni og hinsvegar púlsveií sem ekki þarf nema lág- marksskólalærdóm til að skila nýti- 'legu vinnuframlagi. Engar nýjar hugmyndir — utan gróði „Einkaskólinn” hefur verið bor- inn saman við lsaksskóla. Þegar Isaksskóli var stofnaður var það til að reyna ákveðnar kennslufræði- kenningar í framkvæmd. Svo er yfir- leitt með tilraunaskóla. En því er ekki að heilsa í „einkaskólanum” við Tjömina. Eigendur hans fylgja engum sérstökum kennslufræðikenn- ingum, a.m.k. hafa þær hvergi komið fram fyrir almenningssjónir. Eg minnist ekki sem fjölmiölaneytandi aö hafa heyrt eða séð eitthvað frá eigendunum varöandi skólamál, kennsluaöferöir eða uppeldismál, hvorki í ræðu né riti. Enda er ekki byggt á annarri kenningu en einka- gróðanum. Þennan fyrirhugaða skóla er ekki hægt aö kalla einkaskóla. Ríki er ætlað að greiða laun kennara sam- kvæmt kjarasamningum og borgin lætur í té ókeypis húsnæði, auk þess sem „eigendur” munu ætla sér aö- gang að tækjum og tólum annarra skóla. önnur fyrirgreiðsla hefur ekki fengist á hreint. Eina „einka”-atriðið er einka- gróði sem mögulegt verður að hala inn úr buddum forráöamanna barna og forráðamennimir eiga þannig að fá fíling í gegnum buddumar fyrir því að bömin séu að læra eitthvað spes. Hvemig eigendur skólans ráð- stafa einkagróðanum er alfarið þeirra mál. Þennan skóla ber því að kalla gróðagrunnskóla en ekki einkaskóla. I tengslum viö gróðagrunnskólann hafa á ný heyrst óánægjuraddir með það að „afburðagáfuðu” bömin skulu ekki fá sérkennslu i grunn- skólum. „Bömin mín eru svo gáfuð og þau fá enga kennslu við sitt hæfi.” Þetta leyfa foreldrar sér að segja þegar ástandið er þannig að ráða- menn menntamála hjá ríki og borg sinna ekki þeirri frumskyldu að veita börnum með sérþarfir þann stuðning sem lög gera ráð fyrir. En hvaða máli skiptir það, er ekki allt í lagi að þeir sem eru á botnL.um hvort sem er sitji þar áfram, bara ef súpergáfuðu börnin mín fá ómælda aðstoð? 3.200 krónur á mánuöi — spurning um viðhorf! Eigendur gróðagrunnskólans BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR SKRIFSTOFUMAÐUR lýstu því yfir á fyrsta blaöamanna- fundi að spumingin væri um viöhorf og forgang foreldra. Allir gætu borgað 3.200 kr. á mánuöi í skóla- gjöld. Sama segir aöstoöarmaöur menntamálaráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir, í viðtali við Þjóðvilj- ann6. júlí. Hún á sér lítil takmörk vanþekk- ingin og fyrirlitningin á stöðu lág- launafóiks. Þrjúþúsundogtvö- hundruð kall — smáaur sem engu skiptir! Verkafólk sem fær greidd laun eftir fimm neðstu launaflokkum ASl er með 15.300 — 15.700 kr. á mánuöi. Auðvitað skipta 3.200 kr. þaraf engu máli! Spurning um viðhorf! Konur sem ræsta nýja gróöa- grunnskólann fá þessi laun. Hvað, vilja þær ekki að blessuö börnin fái að njóta góörar og skemmtilegrar kennslu i einsetnum skóla og fá- mennum bekkjardeildum? Skelfing geta konumar verið vondar við börnin sín og haft litinn skilning á nauðsynlegum forgangsviðhorfum. 7. júlí 1985 Birna Þórðardóttir. i „Þennan fyrirhugaða skóla er ekki hægt að kalla einkaskóla.” í vítahring erlendra lána Þótt nokkur kyrrð sé nú yfir íslenskum stjórnmálum eftir að sextíumenningarnir við Austurvöll hafa lokið maraþonræðum sínum í bili, þá heldur þróunin í efnahags- málunum áfram og væri synd aö segja að hún auki mönnum bjart- sýni. Skuldabyrði okkar erlendis eykst stöðugt og forsætisráðherrann hefur jafnvel talað um neyðarskatt til aö jafna eitthvað hallann. Fjár- málaráðherrann segir raunar að við slíkum hugmyndum fáist lyf út á lyf- seðla hjá læknum og væri það ekki nema eftir öðru sulli sem ofan í fólk er dælt nú til dags, að það væri rétt. En hvort sem þetta með neyðar- skattinn var nú rétt eftir Steingrími haft eða ekki og hvort sem Albert kann formúluna að skatt- og gjald- eyöandi dropunum eða ekki, þá hygg ég að viö höfum hér séö upphaf að þeirri umræðu sem setja mun mark sitt i æ ríkari mæli á íslenska stjórn- málaumræðu. í nálægri framtíð. Skuldasöfnun okkar erlendis er oröin svo geigvænleg að hún ógnar ekki að- eins efnahagslegu sjálfstæði okkar, hún er þegar búin að skerða verulega möguleika okkar á stjóm eigin efna- Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON hagsmála, þótt menn geri sér ekki alltaf grein fyrir því. Erlendir vextir af inn- lendum lánum Gleggst kemur þetta fram í vaxta- málunum. Allir, nema einstöku sprenglærðir hagfræðingar, eru löngu búnir að gera sér grein fyrir þvi að í okkar þjóðfélagi eru háir vextir verðbólguhvetjandi. I því sambandi get ég ekki stillt mig um aö setja hér smáinnskot sem ég heyrði frá hagfræðimenntuöum manni fyrir nokkru, þegar þessi mál bar á góma og hnýtt var í einn þeirra hagfræðinga sem halda því fram að háir vextir auki ekki verðbólgu heldur eigi að draga úr henni. Þá sagði þessi maður: „Þetta er alveg rétt hjá manninum, þetta er hin viðurkennda kenning. Það sem hann tekur hins vegar ekki með í reikning- inn er að í henni er miðað við „normal” þjóðfélag, en það hefur ís- lenska þjóðfélagiö ekki verið lengi og mun ekki verða á næstunni og því dugar kenningin ekki hér.” En nóg um það. Kenningunni trúir vart meira en tugur manna hérlendis lengur. Því er það að margir hafa talið það eina af grundvallarforsendum þess að draga úr verðbólgunni að vextir séu lækkaðir og einnig nauð- synlegt til að bæta kjör fólks sen. skuldar, einkum húsbyggjenda. En þá rekum við okkur á slæman þröskuld. Við erum nefnilega orðin svo skuldum vafin erlendis að meirihluti þess lánsf jármagns sem hér er í um- ferð er raunverulega erlendur og af því fjármagni eru háir raunvextir hvað sem við viljum og segjum. Jafnvel þótt viö vildum hafa litla sem enga vexti af því f jármagni sem raunverulega er innlent myndu vextir samt sem áður verða háir nema við tækjum erlend lán til að greiða þá niður, og væri það vissu- lega eftir margri annarri vitleys- unni. Það er í raun og veru orðið ákaf- lega erfitt að greina á milli erlends og innlends fjármagns í umferð. Til gamans langar mig að minnast á frétt sem ég heyrði í ríkisfjölmiðli fyrir skömmu um að tiltekin raf- magnsveita ætlaði að greiða upp er- lendar skuldir sínar á þessu ári, vegna góðrar afkomu. Nú er það svo að vafalítiö mun viðkomandi raf- veita greiða sínar skuldir og andar- tak fannst mér ég sjá erlenda skulda- baggann minnka. En — æ, þá rann það upp fyrir mér að væntanlega myndi viðkomandi rafveita ekki senda dollarapoka í bankann heldur bara íslenskar krónur. Hvernig má snúa þróun- inni við? I raun og veru er svarið einfalt en hins vegar ekki eins auðvelt í fram- kvæmd. Aðeins eitt getur bjargað okkur út úr þeim vítahring sem við erum í. Það er stóraukin framleiðsla, aukinn útflutningur. Og ekki nóg með það. Þaö verður að vera umtals- verð aukning umfram það sem við eyðum. Og þar lendum við í blindgötu. A tímum fríverslunar og frjálsræðis virðist óhugsandi að setja nokkrar raunverulegar skorður við eyðslu og innflutningi, hvað sem liður raun- verulegum þörfum. Ekki nóg með það að við viljum ekki rjúfa gerða samninga og viljum forðast öll höft og bönn, heldur mundi slíkt einfald- lega kippa fótunum undan stórum hluta útflutnings okkar. Við þurfum því ekki að ræða þann möguleika. Þá er að höföa til þjóöhollust- 1 unnar. Þið verðið að fyrirgefa þótt ég segi að ég haldi að við getum gleymt þeirri leið. Til þess eru nú- tíma Islendingar einfaldlega ekki nógu þjóðhollir. Alls kyns nýjungar og byltingar halda áfram að flæða yfir hin vestrænu neysluþjóðfélög. Við þurfum að gleypa þær allar strax og helst í heilu lagi eins og mörg dæmi sanna, og því hraðar sem minni þörf er fyrir þær. Þess vegna stöndum við frammi fyrir þeirri óþægilegu staðreynd að við megum ekki láta allt það sem aflast kann með auknum útflutningi vöru og þjónustu ganga til almenn- ings í landinu, ekki fara út í neysluna, því þá eykst skuldabagginn uns yfir snarast á Skjónu. Það virðist því miður vera eini raunhæfi möguleik- inn til þess að halda í leifarnar af efnahagslegu sjálfstæði að láta efna- hagsbatann fyrst í stað renna í áframhaldandi atvinnuuppbyggingu en ekki til launþega, ekki i aukna neyslu einstaklinga eða samfélags. Mér er það ljóst að þetta er harður dómur, ekki síst í augum þeirra sem berjast í bökkum. En ef við höldum i áfram á sömu braut kemur að því í nálægri framtíð að erlendir lánar- drottnar segja: Hingað og ekki lengra. Þá verður sjálfgefið að stöðva innflutning, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þá fyrst fá menn að kynnast efnahags- þrengingum, því þá mun atvinnulíf meira og minna lamast og útflutn- ingur okkar Bjótlega stórlega dragast saman. Þá geta menn hætt að þrasa um vexti, því það verður ekki lánað sem ekki er til. Og af því verða ekki heldur greiddir skattar. Magnús Bjarnfreðsson. $ „Aðeins eitt getur bjargað okkur út úr þeim vítahring sem við erum í. Það er stóraukin framleiðsla, aukinn útflutningur.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.